Morgunblaðið - 23.11.2000, Qupperneq 28
28
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
CHCíAJHHUOJÍOM
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fujimori vikið úr embætti
Paniagua
skipaður forseti
Perú
Lima, Tókýó. Reuters, AFP.
Tíu ár frá afsögn ,járnfrúarinnar“
Thatcher gagn-
rýnir áform um
„Evrópuher“
London. AP.
VALENTIN Paniagua, forseti
þings Perú, var skipaður forseti
landsins í gær eftir að þingið
samþykkti að svipta Alberto Fuj-
imori forsetaembættinu á þeirra
forsendu að hann væri „siðferði-
lega vanhæfur" til
að gegna því.
Þingið hafnaði
afsagnarbeiðni
Fujimoris og sam-
þykkti að vfkja
honum frá með 62
atkvæðum gegn
níu. Níu þingmenn
sátu hjá.
Þetta er í fyrsta
sinn í sögu Perú
sem forseta lands-
ins er vikið frá
vegna „siðferði-
legs vanhæfis" og
samþykkt þingsins
þýðir að Fujimori
getur aldrei gegnt
opinberu embætti
aftur.
Brottvikningin
var samþykkt eft-
ir heitar umræður
á þinginu í tólf
klukkustundir. 29
stuðningsmenn Fujimoris gengu
af fundinum til að mdtmæla at-
kvæðagreiðslunni.
Þingmenn færðu þau rök fyrir
brottvikningunni að Fujimori
væri viðriðinn spillingu og hefði
aðstoðað fyrrverandi bandamann
sinn, Vladimiro Montesinos, við
að komast hjá handtöku. Heimild-
armenn í dómskerfínu sögðu að
hugsanlega yrði hafín rannsókn á
þætti Fujimoris í spillingarmálum
Montesinos.
Þingið kom aftur saman í gær
til að skipa Paniagua í for-
setaembættið eftir að tveir vara-
forsetar sögðu af sér, en þeir
hefðu annars átt að taka við emb-
ættinu.
Paniagua er 64 ára stjórnlaga-
SPÁNVERJAR minntust þess í
gær að 25 ár eru liðin frá því að
Jóhann Karl Spánarkonungur var
krýndur en morð
á fyrrverandi
heilbrigðisráð-
herra varpaði
skugga á krýn-
ingarafmælið.
Aðskilnaðar-
hreyfingu Baska,
ETÁ, var kennt
um morðið.
Ernest Lluch,
heilbrigðisráð-
herra fyrstu stjórnar Sósíalista-
flokksins á árunum 1982-86, var
skotinn til bana í bílageymslu í
Barcelona laust fyrir klukkan níu í
fyrrakvöld að íslenskum tíma.
Hann fékk tvö skot í höfuðið og lík
hans fannst einni og hálfri klukku-
stund síðar.
Nokkrum mínútum eftir morðið
sprakk sprengja í bíl nálægt heim-
fræðingur og var kjörinn þing-
forseti á föstudag eftir að
stjórnarandstaðan náði meiri-
hluta á þinginu. Hann haslaði sér
völl í stjórnmálum fyrir 37 árum
og hefur tvisvar gegnt ráðherra-
embættum. Hann
þykir hófsamur
stjórnmálamaður
og nýtur virðing-
ar meðal stjórn-
arsinna jafnt sem
stjórnarandstæð-
inga. Hann fær
það hlutverk að
stjórna landinu
til 28. júlí á
næsta ári þegar
næsti forseti,
sem verður kjör-
inn 8. aprfl, tek-
ur við völdunum.
Fujimori fer í
felur
Fujimori var á
hóteli í miðborg
Tókýó þegar
hann sendi af-
sagnarbeiðnina
og fregnir
hermdu að hann
hefði farið í felur í gær. Jap-
anskir fjölmiðlar sögðu að hann
hefði farið af hótelinu og dveldi
hjá óþekktum vini sínum.
Vegabréfsáritun Fujimoris
gildir til 3. maí á næsta ári.
Heimildarmaður í japönsku
stjórninni sagði að hún hefði
áhyggjur af því að Ienda í deilum
við stjórnvöld í Perú ef Fujimori
óskaði eftir hæli í Japan til að
komast hjá saksókn. Annar emb-
ættismaður í stjórninni sagði að
hún myndi ef til vill ekki eiga
annars úrkosti en að heimila hon-
um að dvelja í landinu til fram-
búðar á þeirri forsendu að
„hermdarverkamenn" kyi'uu að
reyna að ráða hann af dögum í
Perú.
ili ráðherrans fyrrverandi. Lög-
reglan telur að tilræðismennirnir
hafi notað bílinn og sprengt hann
til að eyða sönnunargögnum. Sjón-
arvottar sögðust hafa séð tvo
menn stíga út úr bílnum fyrir
sprenginguna.
Þing Spánar kom saman í gær
til að minnast þess að 25 ár eru
liðin frá því Jóhann Karl varð
þjóðhöfðingi landsins, tveimur
dögum eftir andlát Franciscos
Francos einræðisherra. Konungur-
inn nýtur mikillar virðingar meðal
Spánverja fyrir að koma á lýðræði
í landinu.
21. fórnarlamb ETA á árinu
Aðskilnaðarhreyfing Baska var
stofnuð á valdatíma Francos og
hóf vopnaða baráttu fyrir sjálf-
stæðu ríki á Norður-Spáni og suð-
vesturhluta Frakklands árið 1968.
Hreyfingin hélt hermdarverkunum
áfram þótt héruð Baska fengju
TONY Blair, forsætisráðherra
Bretlands, og Margaret Thatcher,
,járnfrúin“ fyrrverandi, deildu í
gær í fjölmiðlum um áform
brezkra stjórnvalda um þátttöku í
sameiginlegum hersveitum Evr-
ópusambandsins
(ESB), sem fyrir-
hugað er að koma á
fót.
„Mér lízt betur á
NÁTO og ég kýs
frekar hið sterka
bandalag milli Bret-
lands, Evrópu og
Ameríku," tjáði lafði
Thatcher blaða-
mönnum, en réttur
áratugur var liðinn í
gær frá afsögn
hennar úr forsætis-
ráðherraembættinu.
Blair svaraði orð-
um lafðinnar á
blaðamannafundi
með því að segja að
„tími væri kominn til
að brezk stjórnmál
segðu skilið við
Margaret Thatcher-
tímann.“
„Við lifum á nýj-
um tímum. Skyn-
samleg, nútímaleg afstaða til
[samrunaþróunarinnar í] Evrópu
er það sem við þurfum mest á að
halda núna,“ sagði Blair.
ESB-ríkin 15 hafa ákveðið að
koma á laggirnar yfir 60.000
manna hraðsveitum, sem á að vera
hægt að beita innan 60 daga hvar
sem er í allt að 4.000 km fjarlægð
frá miðri álfunni og það á að vera
hægt að halda þeim á vettvangi í
að minnsta kosti ár. Sveitunum
verður fyrst og fremst ætlað að
grípa inn í á óróasvæðum, þar sem
í óefni stefnir; hindra átök og
stunda friðargæzlu.
Áformin ganga út á að ESB geti
sent hermenn í verkefni af þessu
tagi óháð því hvort Atlantshafs-
víðtæk sjálfstjórnarréttindi eftir
að lýðræði var komið á. Talið er að
hreyfíngin hafi orðið 800 manns að
bana frá 1968.
Lluch var ekki í fylgd lífvarðar
og talið er að hann sé 21. fórnar-
lamb ETA á árinu. Hreyfingin hef-
ur ekki orðið jafnmörgum að bana
á einu ári frá 1992 þegar 26 biðu
bana í hermdarverkum hennar.
Lluch var 63 ára og síðustu árin
var hann hagfræðiprófessor við
Barcelona-háskóla. Hann skrifaði
bandalagið - eða forysturíki þess,
Bandaríkin - kærir sig um að gera
það. Þó eiga ESB-sveitirnar að
geta nýtt sér búnað og hernaðar-
kerfi NATO að nokkru leyti, gerizt
þess þörf. ESB-sveitunum er ekki
ætlað að gegna
neinu eiginlegu
landvarnahlut-
verki; það verð-
ur áfram meg-
inhlutverk
NATO.
Slagur á síð-
um Sun
Brezka æsi-
fréttablaðið The
Sun sló í gær-
morgun upp
viðhorfum
þeirra Thatcher
og Blairs til
þessa máls.
Haft var eftir
Thatcher, að
þátttaka Breta í
ESB-sveitunum
væri glapræði.
„Öryggi okkar
er stefnt í
hættu í þágu
pólitísks hé-
góma,“ hefur Sun eftir Thatcher.
Yfirlýsing frá Blair er birt á sömu
síðu. Þar segir hann að brezk
stjórnvöld muni í hverju tilviki
taka ákvörðun um hvort brezkir
hermenn taka þátt í aðgerðum á
vegum ÉSB þar sem til greina
þykir koma að beita hraðsveitun-
um. Að sögn forsætisráðherrans
hafa sum dagblöðin í Bretlandi
sýnt „grófan óheiðarleika“ í um-
fjöllun um þetta mál.
„Sumt fólk virðist halda að
kalda stríðið sé enn í algleymingi,“
skrifar Blair. „Það sem verra er,
það eru jafnvel sumir sem tjá sig
munnlega og á prenti eins og
heimsstyrjöldin síðari standi enn
yfir.“
einnig greinar í dagblöð og hafði
gagnrýnt basknesku aðskilnaðar-
hreyfinguna.
Lluch var handtekinn nokkrum
sinnum á valdatíma Francos og
átti veigamikinn þátt í því að koma
á sjúkratryggingum fyrir alla þeg-
ar Sósíalistaflokkurinn var við
völd.
Lluch verður jarðsettur í dag og
skipulagðir hafa verið fjöldafundir
víða um landið til að mótmæla
blóðsúthellingunum.
Spreng-
ing í
Kosovo
ÖFLUG sprengja sprakk í
borginni Pristina í gærmorg-
un, við hús sem notað er af er-
indrekum Júgóslavíustjórnar í
Kosovo-héraði. Einn starfs-
maður skrifstofunnar beið
bana í sprengingunni og annar
slasaðist alvarlega.
Sjö manns voru í húsinu
þegar sprengjan sprakk, þar á
meðal æðsti fulltrúi Júgóslav-
íustjórnar í Kosovo. Ekki var
ljóst hverjir stóðu að baki til-
ræðinu, en haft var eftir Carlo
Cabigiosu, yfirmanni friðar-
gæslusveita NATO í héraðinu,
að greinilegt væri að vanir
menn hefðu verið að verki.
Níu morð á
sólarhring
NÍU morð voru framin í iðnað-
arborginni Togliatti í miðhluta
Rússlands á þriðjudag. Að
undanförnu hefur glæpum
fjölgað verulega í borginni,
sem er nefnd eftir ítölskum
kommúnistaleiðtoga og er
helst þekkt fyrir bílafram-
leiðslu.
Þrír aðkomumenn frá Síb-
eru, sem komið höfðu til Togli-
atti til að kaupa bifreiðar og
varahluti, fundust látnir á hót-
elherbergi sínu á þriðjudags-
morgun, með skotsár á höfði.
Tveir menn frá Kazakstan,
sem einnig höfðu komið til að
kaupa bíla og höfðu mikið fé
meðferðis, fundust auk þess
myrtir á hóteli í nágrenninu.
Þá réðu vopnaðir glæpamenn
tveimur konum og einum karli
bana, eftir að þeir höfðu ráðist
inn í íbúð þeirra í öðrum borg-
arhluta. Loks var sjötti að-
komumaðurinn sem ætlaði að
festakaup á bifreið myrtur um
kvöldjð, í skógi nálægt
verksmiðjum Avto Vaz-fyrir-
tækisins, sem framleiðir Lada-
bifreiðar. Þess má geta að einn
af markaðsstjórum fyrirtækis-
ins var myrtur í síðasta mán-
uði.
Risaeðlutönn
á Borgund-
arhólmi
STEINGERÐ tönn úr risaeðlu
fannst nýlega á dönsku eyj-
unni Borgundarhólmi, að því
er dagblaðið Berlingske Tid-
ende skýrði frá í gær. Er þetta
í fyrsta skipti sem leifar af
risaeðlu finnast í Danmörku.
Niels Bonde, sérfræðingur
við Jarðfræðistofnun Kaup-
mannahafnarháskóla, sem
rannsakað hefur tönnina, telur
að hún sé úr snareðlu eða kló-
eðlu, sem hafi verið uppi fyrir
120-130 milljónum ára. Talið
er að þessar eðlutegundir hafi
verið allt að 2 metrar að lengd
og vegið um 80 kíló. Hópur at-
vinnulausra manna, sem tóku
þátt í uppgreftri á vegum
danska ríkisins, fann stein-
gervinginn nálægt bænum
Robbedale, sunnan við höfuð-
stað Borgundarhólms, Ronne.
Bótaþegarnir voru á sérstöku
námskeiði sem miðar að því að
auðvelda þeim að komast inn á
vinnumarkaðinn á ný. Á
miðlífsöld, fyrir 66-245 milljón-
um ára, var Borgundarhólmur
eini hluti þess lands sem nú til-
heyrir Danmörku sem ekki var
undir vatni.
25 ár liðin frá krýningu Spánarkonungs
Morð ETA
skyggir á krýn-
ingarafmælið
Barcelona. Reuters, AFP, AP.
Jóhann Karl Spánarkonungur með Þingorðuna sem Spánarþing veitti
honutn í gær. Næst honum er Sofia drottning, þá Felipe krónprins og
Elena prinsessa.
Margaret Thatcher, fyrr-
verandi forsætisráðherra
Bretlands.