Morgunblaðið - 23.11.2000, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 23.11.2000, Qupperneq 39
38 FIMMTUDAGUR 23. NOVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 39, STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STAÐAN I FORSETAKJORINU URSKURÐUR Hæstaréttar Flórídaríkis, er féll aðfara- nótt miðvikudagsins, hefur ekki orðið til að skera á þann hnút sem deilur vegna forsetakosning- anna í Bandaríkjunum eru komnar í. Þvert á móti virðist sem flest stefni nú í að deila frambjóðend- anna tveggja muni enda fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna nema annar hvor þeirra gefi eftir og játi sig sigraðan. Hæstaréttardómararnir í Talla- hassee komust einróma að þeirri niðurstöðu að þremur sýslum ríkis- ins væri heimilt að halda áfram handtalningu þrátt fyrir að yfirvöld í Flórída hafi tilkynnt að frestur til að skila inn atkvæðum sé útrunn- inn. Að auki skylda dómararnir yf- irvöld til að taka niðurstöður hand- talningarinnar til greina. Þetta er sigur fyrir A1 Gore, for- setaframbjóðanda demókrata, sem hafði farið fram á handtalningu í sýslunum Palm Beach, Broward og Miami-Dade, þar sem demókratar eiga mikið fylgi. Enn á þó eftir að koma í ljós hvort handtalningin muni skila honum þeim atkvæðum er hann þarf til að sigra George W. Bush, frambjóðanda repúblikana, og raunar virðast líkurnar á því fara þverrandi ef eitthvað er. Hæstirétturinn tók ekki afstöðu til þess hvernig standa skuli að endurtalningu atkvæða og þá fyrst og fremst hvað skuli teljast til gildra atkvæða. Það hefur vakið furðu flestra þeirra er fylgst hafa með eftirmál- um forsetakosninganna hversu frumstæðar aðferðir eru víða not- aðar við kosningar í Bandaríkjun- um og þá ekki síður hversu óljósar og ómótaðar allar reglur virðast vera. Þannig er það á valdi kjör- nefnda einstakra sýslna að ákveða hvaða reglur skuli gilda við taln- ingu, jafnvel eftir að kosningar fara fra_m. Ágætt dæmi er sú ákvörðun þriggja manna kjörstjórnar í Miami-Dade í gær að handtelja ekki öll atkvæði í sýslunni heldur einungis um tíu þúsund atkvæði, sem samkvæmt véltalningu voru auð og ógild. Nokkrum klukku- stundum síðar ákvað kjörstjórnin að hætta alfarið við handtalningu og láta hina upprunalegu talningu gilda. Þeirri ákvörðun munu demó- kratar vafalítið mótmæla fyrir dómstólum rétt eins og repúblik- anar hefðu vafalítið farið með úrslit handtalningarinnar fyrir dómstóla hefði henni verið haldið áfram. Umræður um kosningarnar eru farnar að taka á sig ótrúlegustu myndir. f Flórída er víðast hvar kosið þannig að gata verður kjör- seðil með því að fjarlægja flipa við nafn þess frambjóðanda sem ætlun- in er að kjósa. Ef flipinn er ekki fjarlægður er atkvæðið ógilt sam- kvæmt hefðbundinni talningu í vél- um. Stundum hangir hann einungis á einu horni, stundum tveimur og í sumum tilvikum hefur einungis eitt horn losnað frá. Deilan í Flórída snýst ekki síst um þetta atriði og höfðu margir bundið vonir við að Hæstiréttur ríkisins myndi skera úr um málið. Það gerðist hins vegar ekki og því er það enn á valdi kjörstjórna í sýslunum að úrskurða. Hafa sumar jafnvel gælt við að „lesa ætlun kjósenda“ úr atkvæðaseðlum þar sem einungis má greina að komið hafi verið við flipann. Ætlaði kjós- andinn að kjósa en fór ekki rétt að? Ætlaði kjósandinn að kjósa en hætti við? Ætlaði kjósandinn alls ekki að kjósa en kom óvart við flip- ann? Getur einhver rýnt í seðlana og skorið úr um það tveimur vikum síðar? Þessu má kannski helst líkja við ef íslenskur kjósandi myndi setja krossinn á kjörseðilinn á rangan stað og menn myndu, t.d. með fjarlægðarmælingum, reyna að geta sér til um hvaða framboði hann hugðist greiða atkvæði. í raun er ótrúlegt að ekki skuli fyrr hafa verið mótaðar skýrar við- miðunarreglur í þessu sambandi þannig að úrslit forsetakosninga í Bandaríkjunum munu nú ráðast af þrætum lögfræðinga fyrir dómstól- um um atriði sem þetta. Hæstaréttardómurinn var sigur fyrir Gore, síðari ákvörðun kjör- stjórnarinnar í Miami-Dade var sigur fyrir Bush. Óvissan er enn jafnmikil og áður og lögfræðinga- skararnir halda áfram að reka bar- áttuna fyrir hönd umbjóðenda sinna. Bandarískur almenningur hefur sýnt einstaka þolinmæði í þessu máli öllu en nú má gera ráð fyrir að reiði og þreyta fari að ná yfirhöndinni. Á einhverjum tíma- punkti verður að koma að því að annaðhvort Bush eða Gore verði lýstur sigurvegari forsetakosning- anna. Með hverjum deginum sem líður aukast hins vegar líkurnar á að hlutskipti sigurvegarans verði erfiðara en þess sem bíður í lægri hlut. Með hverri áfrýjuninni og ákærunni er verið að eitra jarð- veginn fyrir næsta forseta. Þótt mönnum ofbjóði lagaflækj- urnar, sem hægt er að efna til í Bandaríkjunum má það þó ekki gleymast, að bandaríska dómskerf- ið hefur sýnt og sannað hvað eftir annað, að það getur verið mjög skilvirkt að lokum. Málatilbúnaður getur tekið langan tíma og svo virðist sem hægt sé að áfrýja mál- um fram og til baka. En þegar komið er að því að dómskerfið kemst að endanlegri niðurstöðu er það niðurstaða og í langflestum til- vikum niðurstaða, sem Bandaríkja- menn almennt sætta sig við. Bandaríska dómskerfið hefur t.d. alla tíð verið mun virkari aðili að margvíslegum þjóðfélagsumbótum en við eigum að venjast bæði hér og í nágrannalöndum okkar í Evrópu. Þegar horft er til reynslunnar eru því miklar líkur á, að banda- ríska dómskerfið muni að lokum komast að rökstuddri niðurstöðu, sem geri Bandaríkjamönnum kleift að viðurkenna sem réttkjörinn for- seta annan hvorn frambjóðendanna tveggja Bush eða Gore. Aldarfjórðungur er liðinn frá dauða Francos, einræðisherra á Spáni „Kænn stj órnandi en lítill hugmyndafræðingur“ Á mánudag var aldarfjórðungur liðinn frá því að Francisco Franco, einræðis- herra Spánar í 37 ár, lést og Spánverjar ðeystust út á götur og torg að fagna frelsinu. Þröstur Helgason ræddi við Francesc Cabana, prófessor í hagsögu við Alþjóðlega háskólann í Katalóníu og höfund nýrrar bókar um francotímann, sem lýsir Franco sem kænum stjórnanda en litlum hugmyndafræðingi. FRANCISCO Franco hers- höfðingi lést 20. nóvember árið 1975 eftir að hafa ver- ið einráður á Spáni í 37 ár, eða allt frá því hann braut lýðveldis- sinna á bak aftur árið 1939 í lok blóð- ugs borgarastríðsins. Enginn var til þess að halda merki Francos og falangistanna á lofti eftir dauða hans þar sem Luis Carrero Blanco hers- höfðingi og ætlaður eftirmaður hafði látist í sprengjuárás baskneskra að- skilnaðarsinna árið 1973 að sumra mati hryðjuverk sem haft hefur já- kvæð áhrif á spænskt þjóðfélag. Franco hafði lengi legið fyrir dauðanum og fólk hélt í vonina og beið. Þegar tilkynningin kom loks í útvarpi og sjónvarpi braust út mikill fögnuður meðal kúgaðs almennings. í flestum borgum þeystist fólk út á götur og torg en hátíðarhöldin voru sennilega hvergi jafnmikil og hér í Barselóna því Franco hafði alla tíð verið sérlega illa við borgina, - styrkur hennar og Katalóníu allrar ógnaði miðjunni í Madríd meira en önnur héruð þessa víðáttumikla lands. Sögur segja að fógnuður borgar- búa hafi lýst algleymi. Allir sem vettlingi gátu valdið, nema auðvitað laganna verðir (hin svokallaða Guardia Civil) sem höfðu framfylgt ógnarstjóm Francos í borginni, dönsuðu og sungu og veifuðu gul- og rauðröndóttum fána Katalóníu sem hafði ekki mátt nota lungann úr öld- inni frekar en katalónska tungu. Innan fárra klukkutíma var ekki einn einasti kassi af „cava“, freyði- víni heimamanna, eftir í borginni og varla hægt að finna dropa af drekk- anlegu rauðvíni. Skrásetning á reynslu Francesc Cabana var einn þeirra sem hljóp út á götur Barselóna með kampavínsflösku í hendi og öskraði á frelsið sem hafði lúrt hinum megin landamæranna svo lengi. Cabana var fimm ára þegar Franco komst tfi valda og 41 árs þegar hann lést. Hann er nú prófessor í hagsögu við Alþjóðlega háskólann í Katalóníu (Universitat Intemacional de Catalun- ya) og meðal fróðustu manna um Francotíma- bilið, en fyrr 1 þessum mánuði sendi hann frá sér nýja bók um hagsögu þess sem nefnist 37 ár frankisma í Katalóníu (37 a nys de Franquisme a Catalunya. Una \isió econömica). Bókina segir Cabana ekki endi- lega vera sagnfræði í sínum huga heldur eins konar skrásetningu á reynslu sinni. „Mér þykir rétt að við sem lifðum þessa ógurlegu tíma skrifum sögu þeirra fyrst í stað. Þegar ég var að skrifa bókina fannst mér ég ekki vera að vinna sagn- fræðilega rannsókn, mér fannst ég vera að segja frá mínu eigin lífi og mér þykir það mikilvægur þáttur ritsins þrátt fyrir að það sé og eigi Islands- viðskipti í áróðurs- skyni? greining á hagsögulegum stað- reyndum. Eg lifði þá tíma þegar við spmtt- um út úr bílum okkar tveimur metr- um handan landamæranna við Frakkland og blótuðum Franco í sand og ösku eins hátt og við gátum, héma megin landamæranna hefðum við verið fangelsaðir fyrir slíkt, - þetta var frelsi í okkar huga. Það má samt ekki skilja það svo að bókin sé persónuleg hefnd mín gagnvart Franco." Cabana segist í byijun samtals okkar hafa fundið athyglisverða heimild um viðskipti Spánverja við ísland frá árinu 1948 og hann noti hana til þess að lýsa fáránlegum áróðrinum sem haldið var uppi. I fréttatilkynningu frá francostjórn- inni í „Dagblaðinu í Barselóna", Diario de Barcelona, segir 2. októ- ber þetta ár að ísland „sé nýr mark- aður fyrir spænskan iðnað“ en þar „séu spænskar vefnaðarvörar mjög vinsælar". Cabana segist ekki vita hvort Spánverjar fóra tU íslands að kynna spænskan vefnað á þessum áram. „Það kann vel að vera að menn hafi farið þangað og selt einhverja metra af teppum, viðskiptin urðu að minnsta kosti aldrei mikil en francostjómin notaði hvert tækifæri tU þess að halda því fram að hún ætti í viðskiptum við Evrópu. Sannleik- urinn var hins vegar sá að Evrópa var Spánverjum meira og minna lokaður markaður á francotíma. Landamæranum við Frakkland var meira að segja lokað með vegatálm- um og gaddavírsgirðingum í tvö ár, 1946 tU 1948.“ Frankisminn var Franco Cabana segir að niðurstaða sín um frankismann, sem hann vísar til í titli bókarinnar, sé einföld. „Frank- ismi var Franco og ekkert annað. Það var engin heildstæð hugmynda- fræði á bak við einræðið. Franco hlaut völd sín frá hernum, hann var hermaður sjálfur og hélt völdum í skjóli hersins öll þessi ár. Franco var engin hug- myndafræðingur. Hann var vinur Hitlers og Mussolinis. Nasismi Hitlers var einhvers kon- ar tilraun tU hugmynda- fræði og sömuleiðis fas- ismi Mussolinis. En frankisminn var engin hugmyndafræði, frankisminn var einungis Franco og ótæpUegur vilji hans til valda. Það er ekki hægt að finna neina grandvallarhug- myndafræði á bak við stjórn hans. Lögin voru til að mynda þýdd upp úr þýsku og ítölsku stjórnarskránni. Annars stjórnaði Franco fyrst og fremst með geðþóttaákvörðunum.“ En hvemig maður var Franco? „Hann var ekki sérlega vel gefinn en klókur, klókur á sinn galisíska hátt. Hann var öfgamaður en átti líka auðvelt með að spila á fólk og nota það sér til framdráttar. Hann var herskár. Það virðist vera sem Morgunblaðið/Þröstur Helgason Francesc Cabana, prófessor í hagsögu við Alþjóðlega háskólann í Katalóníu og höfundur nýrrar bókar um francotímann. fyrst og fremst að vera talning og. borgarastríðið hafi einungis varað þessi þrjú ár vegna þess að Franco stefndi að því að útrýma óvininum, kommúnistunum og vinstrimönnun- um. Honum var líka illa við mennta- fólk og blaðamenn; hann var hrædd- ur við vitsmunalega andspymu, hemaðarlegir yfirburðir hans vora hins vegar ótvíræðir. Milli 69 og 79 þúsund Katalónar létu lífið í stríðinu og milli sextíu og sjötíu þúsund lögð- ust í útlegð. En þetta tók engan enda. Á áranum 1939 til 1950 voru til dæmis fjögur þúsund Katalónar teknir af lífi. Og menn vora teknir af lífi af pólitískum ástæðum allt fram til ársins 1975.“ Slæmt efnahagsástand Efnahagsástand Spánar á franco- tíma sýnir vel að Franco og hans menn vissu ekki hvað þeir vora að gera, að mati Cabana. „Eins og ég rek í bók minni var efnahagsástand- ið afar slæmt hér lengst framan af. Það hefur sýnt sig að einræði getur haft í for með efnahagslegan upp- gang ef aðstæður era þannig við valdatöku. Þetta gerðist til dæmis þegar Pinochet tók völdin í Chile en hér vora aðstæður ekki hagstæðar af ýmsum ástæðum. Heimsstyrjöld- in síðari braust út sama ár og borgarastríðinu lauk. Eftir að heimsstyrjöldinni lauk var Spánn einangraður í Evrópu, bæði við- skiptalega, stjórnmálalega og eins og áður sagði með gaddavírsgirð- ingum við landamærin, enda var Ijóst að Franco hafði verið banda- maður Hitlers og Mussolinis. Spánn var einnig útilokaður frá Marshall- áætluninni af stjórnarfarslegum ástæðum. Að auki var skortur á öll- um hlutum á Spáni. Almenningur þurfti að líða fyrir skort á mat og öðram nauðsynjavöram en rafmagn var einnig af skomum skammti sem skaðaði iðnaðinn gríðarlega, ekki síst hér í Katalóníu þar sem raf- magn var skammtað allt frá árinu 1944 til ársins 1958.“ Eins og fram kemur í bók Cabana leitaði Franco til Peróns, kollega síns í Argentínu, um samstarf og viðskipti, en þar var mikil fram- leiðsla á korni, kjöti og bómull sem Spánverjar þurftu mjög á að halda. Olían kom hins vegar einkum frá Bandaríkjunum og þaðan barst einnig óvænt aðstoð árið 1950. „Franco hafði stutt íhlutun Banda- ríkjamanna í Kóreustríðið þetta ár og í framhaldi barst honum 62,5 milljón dollara aðstoð frá Truman forseta í formi ýmiss konar tækja og tóla til iðnaðar- og landbúnaðar- 4= sem frankisminn hlaut opinberan stuðning erlendis frá.“ Opus Dei og bætt efnahags- ástand á sjöunda áratugnum Þessi aðstoð frá Bandaríkjastjórn færði efnahagsástandið í landinu til betri vegar en það komst hins vegar ekki í sæmilegt horf fyrr en á sjöunda áratugnum þegar hópur sérfræðinga í hag- og stjórnvísind- um, tæknikratarnir eins og Cabana kallar þá, komu til sögunnar í stjóm Francos. „Franco hafði í raun verið mjög kænn stjómandi fram til þessa,“ segir Cabana. „Hann vissi að til þess að halda völdum þyrfti hann að hafa mennina sem stóðu honum næst ánægða. Honum var nokk sama þótt þjóðin sylti hálfu hungi-i en hann passaði sig á því að deila auðinum til áhrifamanna í falangistaflokknum og nokkurra valdamikilla fjöl- skyldna, einkum í Opus Dei-regl- unni sem var og er afar auðug og valdamikil trúarhreyfing sem átti menn í stjórn Francos. Þegar Franco lést logaði allt í deilum milli þessara tveggja fylk- inga innan stjórnar hans. Falangist- ai-nir höfðu á vissan hátt þurft að láta undan frá því að Opus Dei kom inn í stjórnina í byrjun sjöunda ára- tugarins. Þeir höfðu stjórnað land- inu af algerri vanþekkingu í meira en tvo áratugi en Opus Dei-menn vora vel menntaðir í hag- og stjórn- fræðum og innleiddu í fyrsta sinn frá lokum stríðsins skynsamlegar hugmyndir um hagstjórn landsins, svo sem um aukið við- skiptafrelsi. Það var þeim að þakka að efnahags- ástandið í landinu lagað- ist en einnig því að á sjöunda áratugnum fóra ferðamenn að streyma inn í landið frá Norður- Evrópu og erlendir fjárfestar tóku að fjárfesta hér. Hagvöxtur var góð- ur í Evrópu á sjöunda áratugnum og hafði jákvæð áhrif á hagvöxt á Spáni sem var ágætur miðað við allt og allt þau ár sem Franco átti eftir ólifuð. Ástæðan fyrir því að Opus Dei komust til svo mikilla valda virðist mega rekja til þess að hershöfðing- inn var orðinn gamall og hafði meiri áhuga á veiðum og siglingum en stjórn landsins. Honum fór sérstak- lega aftur eftir dauða vina sinna og helstu stuðningsmanna, Agustíns Munos Grandes aðmíráls árið 1970 og Carreros Blancos þremur áram síðar. Hann virðist ekki hafa gert Atti auð- veit með spiia á fólkið dauðadóma síðustu árin. Þrátt fyrir efnahagslegan bata fór stjómarfar- inu ekkert fram.“ Friðsamleg stjórnarskipti Þegar eftir dauða Franeos var hafist handa við að rífa niður stofn- anir frankismans undir hlífiskildi nýs konungs, Juans Carlosar I, og byggja upp lýðræðislegt þjóðskipu- lag. Stjórnarskiptin fóra friðsam- lega fram en það kom í hlut þjóð- stjórnar Adolfos Suárez, sem hafði verið Francomaður, að semja við fráfarandi franeostjóm um valda- framsalið. I íyrstu lýðræðislegu kosningunum 15. júní árið 1977 sigr- aði miðjuflokkurinn (UCD, Central Democratic Union). Flokkur spænskra sósíalista og verkamana (PSOE, Partido Socialista Obrero Espanol) varð í öðra sæti en hann átti síðar meir eftir að sitja að völd- um í fjórtán ár samfleytt eða frá 1982 til 1996. Franldstar unnu eitt sæti í þinginu en sá flokkur hefur aldrei aftur fengið mann kjörinn. Cabana segir að miðað við allt sem á undan var gengið hefði það komið sér á óvart hversu friðsam- lega stjórnarskiptin fóra fram. „Dauði Francos hafði mikil tilfinn- ingaleg áhrif á fólk en stjórnarskipt- in vora átakalítil, nánast eins og sjálfsagður hlutur. Síðustu ár Francos var fólk orðið mjög írónískt í viðhorfi sínu til ástandsins. Þegar Cameros Blancos var myrtur af ETA brást fólk við með hlátri. Það hefði mátt búast við skröltandi skriðdrekum úti á götum en það eina sem maður heyrði voru brandarar um það að varaforsetinn hefði slegið heimsmetið í flugi án vængja þegar sprengjan þeytti honum tugi metra upp í loft. Andrúmsloftið var ein- kennilegt og lýsti kannski umfram allt tómlæti, leiða og þreytu.“ Hafa rasað út á öllum sviðum Þrátt fyrir að efnahagsástandið hafi lagast talsvert síðustu ár francotímans hafði Spánn staðnað í samanburði við önnur Evrópulönd. „Það var því verk að vinna eftir stjórnarskiptin en aðstæður vora erfiðar vegna olíukreppunnar,“ seg- ir Cabana. „Aðalatriðið var hins veg- ar að hafa fengið frelsið aftur. Spán- verjar rösuðu út á öllum sviðum og eru enn mjög uppteknir af frelsi sínu til þess að haga sér eins og þeir vilja. Spánverjar dýrka hömluleysið Vaxtarbroddur flugsins meðal erlendra ferðamanna Allt leiðakerfíð J til skoðunar Framkvæmdastjóri Flugfélags Islands segir ekki í ráði að hætta flugi til Vestmannaeyja en flug til Hafnar sé á mörkunum að bera sig. Hann segir bílinn aðalkeppinaut innanlandsflugsins. Jóhann- es Tómasson ræddi við hann um þróun í fluginu síðustu árin. UM 92% af farþegum Flugfélags Islands fljúga til fjögurra stærstu áfanga- staðanna út frá Reykjavík, þ.e. Akureyrar, Egilsstaða, Vestmannaeyja og ísafjarðar. Jón Karl Olafsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir mestu samkeppni flugs- ins vera við einkabílinn en hann kveðst sjá vaxtarmögu- leika í viðskiptaferðum Is- lendinga, ýmsum afþreying- ar- og fyrirtækjaferðum þeirra og ekki síst erlendum ferðamönnum sem hann segir að séu vaxandi hlutfall far- þega. Hann segir jafnframt að allt leiðakerfi fyrirtækisins sé nú til skoðunar. Jón Karl segir að flug til Hafnar í Hornafirði sé á mörkum þess að bera sig, og því verði að skoða hvort unnt verði að halda áfram flugi þangað. Höfn sé því að komast í svipaða stöðu og Húsavík, en flugi þangað var hætt vegna slæmrar afkomu. Áfanga- staðir með á milli 15 og 20.000 far- þega hafa verið erfíðir, en sem dæmi um slíka staði má einmitt nefna Höfn, Húsavík, Bíldudal og Sauðárkrók. Hann segir ekki í ráði að hætta flugi til Vestmannaeyja en farþeg- um hafi þó fækkað nokkuð á þeirri leið og ákveðin stöðnun hafi einnig verið í fluginu til ísafjarðar. „Við höfum verið að skoða leiða- kerfi okkar mjög gaumgæfilega. Við tilkynntum fyrr á þessu ári, að við treystum okkur ekki til að halda áfram áætlunarflugi til minni staða út frá Akureyri. Þetta flug hefur verið mjög óarðbært og það hefur verið mikið tap af þessu flugi. Eftir að við tilkynntum þessa ákvörðun okkar, ákvað ríkisvaldið að bjóða þessar leiðir sérstaklega út og þess vegna var fluginu haldið áfram,“ segir Jón Karl. „Þá var einnig tekið tilboði félagsins um sjúkraflug á svokölluðu Norður- svæði og því er sýnt að við munum halda áfram rekstri minni flugvéla, a.m.k. um sinn,“ segir hann og á þar við 19 farþega jafnþrýstibúnar flugvélar af gerðinni Metro, en fé- lagið hefur þrjár slíkar vélar í rekstri og síðan tvær 19 sæta Twin Otter flugvélar. Þá er félagið með í rekstri þrjár Fokker 50 flugvélar, sem taka 50 farþega og tvær ATR 42 flugvélar sem taka 46 farþega. Jón Karl segir að í útboðinu hafi ekki verið tekið tilboði félagsins um sjúkraflug á Suðurlandi og allt til Hafnar. „í tilboði okkar var þar gert ráð fyrir staðsetningu á einni af minni flugvélunum í Reykjavík og hún gæti þá nýst til áætlunar- flugs til Hafnar í Hornafirði. Við verðum því að meta hagkvæmni þess að staðsetja flugvél í Reykja- vík til að sinna þessu flugi og er unnið að útreikningum á því um þessar mundir. Farþegar á þeirri flugleið hafa verið um 16 þúsund á ári og þetta er því ekki stór mark- aður og hefur ekki verið vaxandi.“ Yfir 42% farþeganna milli Akureyrar og Reykjavíkur Farþegafjöldi í innanlandsflugi hefur verið kringum 480 þúsund á ári. Af þeim ferðast 42-43% milli Akureyrar og Reykjavíkur eða í kringum 200 þúsund manns, 19% eða um 80.000 farþegar fljúga til og frá Egilsstöðum, um 50.000 á milli Morgunblaðið/ÁsdÍ3 Jón Karl Ólafsson er framkvæmdastjóri Flugfélags íslands. 60.000 á milli Reykjavíkur og Vest- mannaeyja. Auk þess fljúga um 20 þúsund farþegar á milli Vest- mannaeyja og Bakkaflugvallar. Farþegafjöldi á Akureyrar- og Egilsstaðaleiðunum hefur vaxið síðustu árin, að sögn Jóns Karls, en Isafjörður og Vestmannaeyjar hafa staðið nokkuð í stað. Farþegafjöldi á hverri leið virðist nokkuð fylgja atvinnu- og efnahagsástandi á hverjum stað. Segir hann arðsemisröðina því þannig að Akureyri sé í fyrsta sæti, Egilsstaðir í öðra, Isafjörður í þriðja og Vestmannaeyjar í fjórða sæti. „Sætanýting hefur verið einna verst í Vestmannaeyjaflug- inu. Þangað fer mikið af ferða- manna- og íþróttahópum, sem þýð- ir nær tóm flugvél aðra leiðina. Veðurfar hefur einnig gífurleg áhrif í Vestmannaeyjum, því veður hamlar á fáum stöðum eins mikið flugi og þar. Við verðum að átta okkur á því, að um leið og verður ófært töpum við mörgum farþegum sem hætta við ferðina og því er fjárhagslegt tjón Flugfélagsins mest þegar flug fellur niður. Sem dæmi má nefna, að á liðnu sumri kom tímabil í júlímánuði þar sem ekki var flogið til Eyja sex daga í röð. Við erum að leita leiða til að bæta afkomu á öllum leiðum enda mikið tap verið af rekstri félagsins. Það stendur ekki til á þessu stigi að hætta flugi til Vestmannaeyja. Frekar er verið að skoða hvernig við getum breytt afkomunni þannig að niðurstaðan sé viðunandi. Að nokkra leyti gerist það með fargjaldahækkun, sem við teljum vænlegri kost en að draga úr þjón- ustunni. Við höfum náð að bæta sætanýtinguna verulega það sem af er árinu.“ Jón Karl segir að lokum varðandi Vestmannaeyjar að mikil samkeppni sé við Herjólf og erfitt að keppa við niðurgreidd fargjöld ríkisins þar. Áætlunarflug til 30 staða árið 1986 Framkvæmdastjórinn benti á að árið 1986 hefði verið stundað áætl- unarflug á 30 stöðum á landinu, út frá Reykjavík, Akureyri, Egils- stöðum og ísafirði. Jón Karl segir að áfangastöðum hafi fækkað nær árlega og eru þeir 8-12 í dag. Á sama tíma hefur farþegum í innanlandsflugi fjölgað jafnt og þétt, þrátt fyrir færri áfangastaði, betri bfla og bætta vegi. Hann segir að innanlandsflug sé í raun eina al- verið vaxandi undanfarin ár. Jón Karl segir að ákveðii þjóðfélagsbreyting hafi leifi til mun tíðari og meiri ferða laga en áður. Viðskiptaum hverfi hérlendis hafi gjör breyst með samruna fyrir- tækja og flutnings á mill landshluta. Sem dæmi nefnh hann að kaupfélög voru áðui nær einráð í viðskiptum í ein stökum landshlutum. „Nú hefur þetta allt breyst Hagkaup er með verslun í Akureyri, Nettó með verslun i Reykjavík, Bónus er komið ti) ísafjarðar og svo mætti leng telja. Þetta og margt fleirí •- þýðir mjög aukin ferðalög við- skiptafarþega." Einnig segir hann sam- göngur hafa breyst á Austur- landi á þann veg að nú er að- eins flug til Egilsstaða, en áður var einnig flogið á milli Reykjavíkur og Neskaupstaðar og síðan til þriggja staða út frá Egils- stöðum. Með betra vegasambandi hefur þetta breyst og það sama á við um Vestfirði og að hluta ei þetta að gerast á Norðurlandi, eftii ^ að flugi til Húsavíkur hefur verið hætt. Jón Karl segir að í samkeppni flugs og bíls sé oft miðað við að þurfi menn að aka þrjá og hálfan tíma eða lengur hafi flugið vinning- inn. Rekstrarkostnaður við bifreið- ar hefur hækkað gífurlega að und- anförnu. Samkvæmt upplýsingum frá FIB hefur beinn reksti’arkostn- aður bíls hækkað um 25% á þessu ári. Ef einungis er miðað við hækkun eldsneytis og trygginga, er hækk- unin á árinu mun meiri eða um 50%. Flugfargjöld innanlands hafa hækkað um 23% á sama tíma. En hvar eru möguleikar í innan- < landsfluginu? „Vaxtarmöguleikar eru miklii meðal erlendra ferðamanna meða) annars vegna mikillar fjölgunai þeirra og vegna þess að dvöl þeirra á landinu er heldur að styttast. Þac er þeim sammerkt að þeir vilja áfram sjá sem mest en á skemmrí tíma. Aðeins um 10% erlendra ferða- manna nota sér innanlandsflug ac einhverju marki og þann hóp mí örugglega stækka. Sem dæmi m; nefna að mikil fjölgun hefur verið í Akureyrarleiðinni og er mikið un að ferðamenn dvelji þar einn, tvc eða þrjá daga og skoði sig um i Norðurlandi og þá er flugið hag kvæmasti kosturinn. Við höfum stundað mikl; markaðssetningu á þjónustu okkai erlendis og hefur ferðamönnun fjölgað um 20-30% hjá okkur á síð- ustu tveimur árum. Nú geta menr brátt bókað ferðir með okkur i gegnum Netið og skapar það nýj; og spennandi möguleika. Aðrir vaxtarbroddar hjá okkui era viðskiptafarþegar, en einnif hefur verið aukning í því sem vií köllum afþreyingarferðii’. Það ei orðið mikið um að fyrirtæki hald árshátíðfr sínar utan heimabyggð^ ar og síðan er mikið um aðra hópa, sem fara milli staða og sækja leik- hús eða aðrar skemmtanir." Alls starfa um 250 manns hjá Flugfélagi Islands og er árleg velta félagsins um 2,5 milljarðar króna. Félagið þarf á næstu 12 mánuð- um að ráða 14-15 flugmenn m.a. tiþ að geta mannað vaktiiu sjúkraflugi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.