Morgunblaðið - 23.11.2000, Qupperneq 47
ti
MINNINGAR
og vona að minningin um Einar verði
ljós sem lýsir okkur á dimmum dög-
um.
Jón Gunnar.
Kveðja frá Knattspymufélagi
Reykjavíkur
Árið 1999 verður lengi í minnum
haft hjá öllum KR-ingum og Vestur-
bæingum. Eftir 31 árs bið tókst
meistaraflokki KR í knattspymu
karla loksins að vinna sigur á
íslandsmótinu.
Einn þeirra er þar lögðu hönd á
plóginn var Einai- Öm Birgisson,
sem nú hefur svo íyrirvaralaust verið
hrifinn á brott úr þessum heimi.
Einar Öm gekk til liðs við KR síðla
árs 1998, er hann kom heim frá Nor-
egi þar sem hann hafði um eins árs
skeið leikið með norska fyrstu deild-
ar liðinu Lyn frá Ósló.
Einar Öm féll strax vel inn í leik-
mannahóp KR og ávann sér vinsæld-
ir og virðingu félaga sinna.
Hann var mjög hæíileikaríkur
íþróttamaður. Einkum lágu allar
boltaíþróttir vel fyrir honum. Sem
unglingur skaraði hann fram úr í
handknattleik, körfuknattleik og
knattspymu og óhætt er að fullyrða
að það hefði verið sama hvaða grein
hann hefði lagt fyrir sig, hann hefði
alls staðai' komist í fremstu röð.
Hann valdi knattspymuna sem að-
algrein og varð afreksmaður í íþrótt
sinni, sem tvímælalaust reis hæst er
hann ásamt félögum sínum í KR
hrósaði sigri á íslandsmótinu og bik-
arkeppni KSÍ sumarið 1999.
Einar Öm var þó ekki einungis
frábær íþóttamaður, heldur var hann
einnig drengur góður, hvers manns
hugljúfi og glaður á góðri stund og
það er þannig sem minningin um
hann mun geymast í hugum vina
hans í Vesturbænum.
Að leiðarlokum þakka KR-ingar
Einari Emi fyrir samverana og er
hann kvaddur með virðingu og sökn-
uði.
Sárastur er þó söknuður hans nán-
ustu, foreldra, systkina og unnustu
og era þeim og öðrum ástvinum
sendar innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Einars Amar
Birgissonar.
Guðmundur Pétursson.
Elsku Einar. Með miklu þakklæti
fyrir að hafa fengið að kynnast þér og
eiga þig sem samferðamann í lífinu,
langar okkur að kveðja þig með þess-
um brotum úr Ijóði Tómasar Guð-
mundssonar:
Og því varð allt svo hljótt við helfregn
þína,
sem hefði klökkur gígjustrengur brostið.
Og enn ég veit margt þjarta, harmi lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
Enn meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu efdr þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðm.)
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Elsku Gulla, Alla, Birgir, Gúddý,
Krissi, Biddi, Ragnheiður og böm,
guð styrki ykkur í þessari miklu
sorg.
Carola, Jón Viðar, Andrea Ida,
Amar og Þorsteinn Hængur.
Elsku Einar minn.
Hvemig á maður að geta trúað að
þetta gæti hent mann eins og þig?
Ekki hefði mig órað fyrir því, að
þetta væri í hinsta sinn sem ég sæi
þig í þessari jarðvist, við opnun búð-
arinnar fyrir tveimur vikum.
Á þessari sorgarstund og síðustu
daga hef ég hugsað til baka og upp
koma ótal minningar. Öll vitum við að
þú varst hár og myndarlegur maður
og hvers manns yndi. Þú starfaðir
með mér í Módel 79 í mörg ár og þar
hófst vinskapur okkar. Að fá þig í
heimsókn, á skrifstofuna eða heim,
vora alltaf gleðistundir. Það var svo
mikil gleði í kringum þig og hvað ég
gat hlegið og bullað með þér.
Árið 1996 var ákveðið að þú færir
fyrir hönd íslands í keppnina Herra
Skandinavía, sem haldin var í Finn-
landi. Þar stóðst þú þig með mikilli
prýði, varst sjálfum þér og landi til
sóma.
Kæri vinur, mér þótti ofboðslega
vænt um þig. Takk fyrir að fá að
kynnast þér og þinni fjölskyldu.
Takk fyrir allar gleðistundimar, þær
verða aldrei frá mér teknar. Eg vildi
að það væra fleiri þér líkir. Enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst hef-
ur.
Kæra fjölskylda og Gulla mín.
Sendi mínar innilegustu samúðar-
kveðjin-. Megi góður Guð styðja ykk-
ur og styrkja. Megi minning um góð-
an dreng leiða okkm- í gegnum
sorgina.
Vér reynum harm að hylja
og þjarta cjjúpstæð tár,
en það er þungt að skiíja
aðþúsértorðinnnár.
Þú gekkst frá okkur glaður
með góðleiks bros um kinn
og hugur bar þig hraður
þú hraustur æskumaður,
enþáísíðastasinn.
Enlokaðereileiðum
það ljómar bak við ský,
á morgunhimni heiðum
rís heilög sól á ný.
Þærinnstuvonirölum
aðeftirhinstablund
vér duft úr jarðar dölum
í drottins himnasölum
þáeigumendurfund.
(J.B.P.)
Þin vinkona
Jóna Lár.
Við erum harmi slegnir. Sorg-
mæddir og reiðir. Einar hefur verið
tekinn frá okkur og það verður erfitt
að lifa með því. Það var ekki kominn
tími til að kveðja.
Eftir standa óteljandi minningar
um tveggja áratuga vináttu. Undan-
fama daga höfum við skoðað myndfr
í huganum allt frá því við kynntumst í
Fossvoginum. Við sjáum árin þegar
við voram litlir strákar, hjóluðum og
spiluðum fótbolta og körfu, horfðum
á vídeí og voram úti þótt það væri
kominn háttatími. Árin þegar við
voram enn litlir strákar en héldum að
við væram eitthvað annað og fóram í
partí án þess að vita tíl hvers þau
væra. Arin í Víkingi. Árin í Réttó.
Áramótin hjá Áma Ola þar sem Ein-
ar var alltaf með nýja hárgreiðslu.
Við munum rúntinn um bæinn. Lífið
um helgar, þegar Einar kjaftaði okk-
ur inn á skemmtistaðina. Við sjáum
hann neita að sofa í tjaldi, neita að
taka lyftu og hringja oft á dag í
mömmu sína. Við sjáum Einar hlæj-
andi að okkur og okkur hlæjandi að
Einari og með honum í tuttugu ár eða
svo.
Stundimar án Einars vora aldrei
eins og stundfrnar með honum. Hann
breytti andrúmsloftinu með nærvera
sinni. Jákvæður og léttur. Skemmti-
lega stríðinn og næstum brögðóttur.
Spilaði stundum með okkur þangað
til við gátum ekki annað en grátið úr
hlátri. En Einari stóð ekki á sama.
Hann var óvenjulega tilfinningan-
æmur, sem gerði hann að einstökum
vini. Bæði gaf og þáði. Hið stóra
skarð, sem Einar sldlur eftir í vina-
hópnum, munum við reyna að fylla af
minningum um hann og allt sem við
gerðum saman.
Það kemur samt ekkert í staðinn.
Við vildum ekki kveðja Einar svona
snemma. Við drakkum hans skál á
Kaffi List fyrir þremur vikum, fögn-
uðum með honum nýjum áfanga og
ræddum framtíðina. En nú, svo
stuttu síðar, kveðjum við með mikl-
um söknuði. Við geram það í nafni
vináttubanda, sem era bundin með
rembihnút og svo fast að þau munu
aldrei slitna. Einar verður alltaf með
okkur.
Gullu, Aldísi og Birgi, Gúddí og
Bidda og öllum sem eiga um sárt að
binda vottum við dýpstu samúð okk-
ar og biðjum að þau fái styrk af minn-
ingunum um þennan einstaka dreng.
Æskuvinimir úr Fossvoginum.
Elsku Einar Örn minn. Takk fyrir
allar góðu stundimar og minningam-
ar sem þú gafst mér.
Við voram um þriggja ára gamlir
þegar við kynntumst. Við áttum það
sammerkt í upphafi að vera skildir út
undan af eldri bræðram okkar. Það
varð því úr að við hófum að leika okk-
ur saman. Nú um það bil 25 árum síð-
ar er komið að lokum þessa leiks okk-
ar.
Það væri hægt að skrifa heila bók
um allt það sem við brölluðum saman
frá því í bamæsku hvort sem það var
með Fossvogsvinahópnum, í starfi
eða í íþróttum. Það sem tengdi okkur
sterkum böndum var að í livert skipti
sem við hittumst þá gleymdum við
áhyggjum hversdagslífsins og nutum
líðandi stundar. Alltaf varstu fróð-
leiksfús og hafðir mikinn áhuga á því
sem á daga manns hafði drifið. Við
nutum vinskapar hvor annars og oft
nægði okkur bara að vera nálægt
hvor öðram. Stundum var þögnin ein
okkar talmál. Þú varst einstakm- vin-
ur.
Við ólumst upp í sama hverfi,
gengum í sömu skólana og æfðum
báðir með hverfisfélaginu í hand-
bolta, fótbolta og borðtennis. Þú
varst náttúrabam í íþróttum. Þú
hafðir náðargáfu þegar íþróttir vora
annars vegar og áttir ekki langt að
sækja þessa hæfileika. Þú varst mik-
ill keppnismaður. Innan vallar hlífð-
um við ekki hvor öðram og var
keppnisskapið kannski fullmikið en
við höfðum samt alltaf jafn gaman af,
þrátt fyrir að aðrir viðstaddir ættu
stundum fótum sínum fjör að launa.
Alltaf héldum við vinskapinn.
Skyndilega ertu farinn frá mér þegar
við áttum svo margt eftir ógert. Það
er einmanalegt án þín þegar öll ævin
er framundan og við rétt nýbúnir að
finna okkur þann vettvang sem við
vildum byggja framtíðina á.
Hjartahlýja, léttleiki, brosmildi,
tilfinninganæmi og traust vora þínir
bestu kostir. Ekki get ég látið það óg-
ert að geta þess hve yndislega fjöl-
skyldu þú átt. Alltaf studdi hún þig.
Gladdist þegar vel gekk og stóð við
bakið á þér ef á móti blés. Fjölskyld-
an veitti þér öryggi og hlýju. Vinimir
nutu þessarar hlýju í hvívetna og
aldrei var kvatt án þess að fá bros
eða kveðjukoss frá mömmu þinni.
Það var stoltur vinur, sem kom í
opnunarhóf nýju búðarinnar fyrir
þremur vikum. Þar stóðuð þið Gulla
þín, umvafin fjölskyldu þinni og vin-
um. Ég man ég faðmaði þig og sagði
þér hve stoltur ég væri af þér. Þetta
var okkar síðasta stund saman. Þú
brostir því þú hafðir fundið fjölina í
lífinu og varst hamingjusamur. Þú
hafðir allt til að bera til að njóta gæfu
í framtíðinni. Nú hefur þú verið tek-
inn í burtu í blóma lífsins - þegar lífið
brosti við ykkur Gullu. Sú von að eiga
eftir að hitta þig aftur slær eilítið á
mikinn söknuð og trega.
Elsku Gulla, Aldís, Birgir, Gúddí,
Biddi og aðrir ástvinir. Ég votta ykk-
ur mína dýpstu samúð og megi minn-
ing um góðan dreng ylja okkur um
hjartarætur um ókomna tíð.
Þinn vinur,
Þór.
Undanfarna daga hafa minning-
amar hellst yfir, minningar um strák
sem tókst á snilldarlegan hátt að
skemmta sér og öðram við ólíkleg-
ustu tækifæri. I mínum huga ertu
alltaf bara strákur því þannig kynnt-
ist ég þér og ég er ennþá bara stelpa.
Ég man húmorinn svo vel og man
ekki þær stundir sem við ekki hlóg-
um saman þegar við hittumst. Ein-
hvem veginn tókst þér alltaf að gera
létt grín að mér eða sjálfum þér og ég
gekk glöð í burtu. Ég man góðar
stundir í Dalalandinu og Hulduland-
inu þar sem súkkulaðikökur vora
bakaðar, pítsur búnar til og brauð
borðað með roastbeef og sérstökum
lauk frá matvöraversluninni í Gríms-
bæ, sem við fengum pakkaðan inn í
pappír. Ég man líka forvitnilegar
umræður sem pabbi þinn og mamma
vora dregin inn í við ýmis tækifæri.—
Þú varst stundum krúttlega klaufsk-
ur á þeim tíma þegar við voram að
kynnast því þú áttir það til að detta á
ögurstundu, annaðhvort í hálku eða
um stóla og steina sem virtust ætla
sér að fella þig. Man hvemig þér
tókst að fá leigubílstjóra, afgreiðslu-
dömur og litla krakka til að spjalla
við þig um hina og þessa hluti, á með-
an þú brostir út í annað. Ég hugsa til
baka og á tæra minningu um þig.
Þótt samskipti okkar hafi ekki verið
mikil síðustu árin vora tilviljana-
kenndir endurfundir okkar alltaf ein-
lægir og ánægjulegir. Ég er því svo
fegin að hafa séð þig, heyrt í þér og
fengið að smella kossi á kinn þína
stuttu áður en þú varst tekinn burt.
Ég man spékoppana þína og vona að
aðrir fái að njóta þess augnakonfekts
þar sem þú nú ert.
Einar Öm mótaðist og lifði innan
um hlýja og góða fjölskyldu og ég
veit að nú vemdar hann þá sem hon-
um era kærastir eins og hann ávallt
gerði.
Elsku Aldís, Birgir og fjölskylda,
hugur minn er hjá ykkur í sorginni
og söknuðinum og sendi ég ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Sá sem vill losna við alla sorg og
söknuð yrði að kaupa það því dýra
verði að elska ekkert í heiminum. v
(Sigurður Nordal)
Margrét Stefánsdóttir.
Það er ekki alltaf magnið sem
skiptir máli, heldur gæðin.
Þannig var vinskap okkar háttað.
Það var einhvem veginn
frá fyrstu kynnum þessi dýpt og
einlægni gagnvart okkur Soffíu
og því sem við voram að gera sem
gerði það að verkum að þú áttir alltaf
sérstakan stað í okkar huga, þrátt
fyrir að oft liði langt á milli þess seiii
við hittumst. Síðan þegar ég kynntist
foreldram
þínum áttaði ég mig á því að þessi
eiginleiki var ekki langsóttur. Þótt
ekki væri beinlínis innangengt á milli
heimila okkar í Dalalandinu vorað
þið aldrei langt undan og það var
mjög notalegt að vita af ykkur þama
uppi.
Það var svo dæmigert fyrir ykkur
öll, að þegar við Soffía eignuðumst
okkar fyrsta bam og giftum okkur
síðar, að einhveijar alfallegustu
kveðjumar skyldu koma úr Dala-
landinu í bæði skiptin.
SJÁSÍÐU 48
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afinælis- og ininningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringl-
unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri.
Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (5691115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfi-
legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við
eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skfrnamöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar
um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt
mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svo-
kallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár.
+
Okkar ástkæra,
INGIGERÐUR EYJÓLFSDÓTTIR,
Skúlagötu 40a,
Reykjavík,
sem lést aðfaranótt miðvikudagsins 15. nóv-
ember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju
föstudaginn 24. nóvember kl. 13.30.
Georg Jón Jónsson, Sigríður Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir, Elfa Kristín Jónsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF BJARNADÓTTIR,
Garðvangi, Garði,
áður til heimilis
á Vallarbraut 2, Njarðvík,
verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 24. nóvember kl. 14.00.
Valgerður Helgadóttir,
Helga Helgadóttir, Rafn Skarphéðinsson,
Bjami Helgason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar og tengdafaðir,
VALGARÐUR ÞORKELSSON,
sem andaðist föstudaginn 17. nóvember,
verður jarðsunginn trá kirkju Óháða safnaðar-
ins, Háteigsvegi 56, föstudaginn 24. nóvem-
ber, kl. 15.00.
Sigurður H. Valgarðsson,
Óskar H. Valgarðsson, Kolbrún Karlsdóttir,
Anna S. Valgarðsdóttir, Theódór ingólfsson,
Valgarður Valgarðsson, Þórunn Siemsen,
Fanney Valgarðsdóttir, Ólafur Óskarsson.