Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 50
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
MORGUNB LAÐIÐ
UMRÆÐAN
Gengisfelling
lífeyrissj óðanna
AÐ undanförnu hef-
ur veruleg veiking ís-
lensku krónunnar vak-
ið talsverða athygli og
áhyggjur manna. Eftir
mjög langt stöðug-
leika- og styrkingar-
skeið, frá 1993 fram á
síðasta vor, virðist
-^jotninn alveg hafa
dottið úr krónunni á
undanfömum mánuð-
um. Frá maí sl. hefur
krónan veikst um rúm-
lega 12% og virðist
ekkert lát vera á þess-
ari þróun. I umræðu
um veikingu krónunnar
hafa ýmsar ástæður
verið nefndar, svo sem að ytri skil-
yrði þjóðarbúsins hafi versnað og að
þjóðarbúið búi við mikinn viðskipta-
halla. Pessar skýringar eru góðar og
gildar svo langt sem þær ná en mjög
stór áhrifavaldur heyrist þó sjaldan
nefndur. Þar er um að ræða fjárfest-
ingar lífeyrissjóðanna í erlendum
• verðbréfum, aðallega hlutabréfum.
Frá því fjármagnshreyfingar voru
gefnar frjálsar hér á landi árið 1994
hafa þessar fjárfestingar farið stig-
vaxandi ár frá ári og nema nú sam-
tals yfir 130 milljörðum. Á síðasta ári
námu fjárfestingar lífeyrissjóðanna í
erlendum verðbréfum u.þ.b. 46 millj-
örðum og miðað við þróunina fyrstu
níu mánuði þessa árs stefnir í svip-
aða fjárhæð á þessu ári. Þetta hlut-
fall nemur tæplega 6%
af þjóðarframleiðslu,
sem er litlu minna en
margumtalaður við-
skiptahalli þjóðarinnar.
Á sama tíma nema fjár-
festingar erlendra aðila
í íslenskum verðbréf-
um sáralitlum fjárhæð-
um. Líklegt er að þær
verði jafnvel enn minni
á næstunni, eftir að
grafið hefur verið
undan trúverðugleika
krónunnar með þeim
hætti sem átt hefur sér
stað að undanfömu,
sem og afkomu fyrir-
tækja vegna mikils
gengistaps og mikillar vaxtabyrði
sem fylgt hefur vamaraðgerðum
Seðlabankans í gengismálum.
í upphafi var lífeyrissjóðunum
sett ákveðið hámark sem þeir máttu
eiga í erlendum verðbréfum og nam
það 35% af eignum. Þegar margir
sjóðir vom að nálgast þetta þak í
byrjun þessa árs tóku yfu-völd sig til
og rýmkuðu hlutfallið í 50%, sem var
sérkennileg ráðstöfun í ljósi þess við-
skiptahalla sem þá blasti við. Heild-
areignir íslenskra lífeyrissjóða nálg-
ast nú 600 milljarða króna, en til
samanburðar er áætluð þjóðarfram-
leiðsla íslands á þessu ári 680 millj-
arðar. Heimildir lífeyrisjóðanna til
fjárfestinga í erlendum verðbréfum
nema því nálægt helmingi af þjóðar-
Krónan
Ef stjórnvöld hafa
einhvern áhuga á því að
reyna að stöðva gengis-
fall krónunnar, segir
Þorgils Ámundason,
er óhjákvæmilegt að
taka á þessu máli.
framleiðslu íslands. Árleg kaup
nema nú yfir 25% af útflutningstekj-
um þjóðarinnar, sem bætist ofan á
viðskiptahallann. Þessi halli hefur
hingað til verið fjármagnaður með
erlendum lántökum fyrirtækja og
einstaklinga, ásamt svokölluðum
stöðutökum þar sem fjárfestar veðja
á að krónan haldist sterk og að þeir
muni hagnast á vaxtamun krónunn-
ar gagnvart erlendum myntum. Nú
hefur dregið stórlega úr hvoru-
tveggja, þar sem áhætta erlendra
lántaka og stöðutaka hefur stórauk-
ist vegna viðvarandi veikingar krón-
unnar og er því lítið viðnám gegn
frekari veikingu krónunnar.
Þess má geta að þótt sjóðimir nái
50% hámarki sínu geta þeir haldið
áfram að senda árlega 40 milljarða
úr landi þar sem ráðstöfunarfé
þeirra eykst nú um u.þ.b. 80 millj-
^ Þorgils
Ámundason
arða á ári. Þessi fjárhæð er talsvert
hærri en sem nemur gjaldeyrisforða
Seðlabanka íslands. Fræðilega gætu
lífeyrissjóðirnir sent tæplega 600
milljarða króna úr landi á næstu 10
árum, til viðbótar við þá 130 millj-
arða sem þegar era farnir, en sam-
tals eru þessar fjárhæðir hærri en
þjóðarframleiðsla íslands í dag. Það
þarf ekki mikinn talnaspeking til að
sjá að þetta dæmi gengur ekki upp
án þess að krónan gefi eftir, aðeins
er spurning hversu mikið og hversu
hratt. Vegna þessara gífurlegu fjár-
magnsflutninga lífeyrissjóðanna úr
landi hefur myndast mikill þrýsting-
ur á innlenda vexti, bæði til að styðja
við gengi krónunnar og eins vegna
krónuskorts á markaði. Þetta háa
vaxtastig er nú farið að hafa mjög
hamlandi áhrif á hagvöxt á Islandi.
Nú tala verkalýðsfélögin um að
verðlagsákvæði kjarasamninga, sem
skoða á í febrúar nk., muni væntan-
lega springa og kjarasamningar
verða lausir þar með. Það er áhuga-
vert að verkalýðsforastan (sem til-
nefnir fulltrúa í stjóm lífeyrissjóð-
anna) hefur sjálf átt þátt í því að
sprengja þessi verðlagsákvæði með
því að láta lífeyrissjóðina taka þátt í
að fella gengi krónunnar með þess-
um hætti. Það er erfitt að sakast við
stjórnvöld í því sambandi, sem nú
hafa heitið að greiða ekkert upp af
erlendum ríkisskuldum á næsta ái'i
til að draga úr gjaldeyriskaupum
þjóðarinnai'. Eins era íslensk fyrir-
tæki mörg hver orðin illa farin eftir
gengislækkun krónunnar og hækk-
un vaxta og erfitt er að sjá að þau séu
aflögufær með að hækka laun starfs-
manna sinna, þrátt fyrir að verð-
lagsákvæði samninganna springi.
Þessar fjárfestingar virðast því
vinna þvert á hagsmuni íslensks
launafólks, sem þó á í raun lífeyris-
sjóðina.
Það verður samið í kennaraverk-
fallinu - en um hvað og hvenær?
ÞÓTT ég sé ekki í
Félagi framhaldsskóla-
kennara (FF), er mér
mikið kappsmál að
kjaradeila FF og ríkis-
valdsins leysist. Verk-
fall af því tagi sem nú
er í gangi skaðar ekki
launagreiðandann fjár-
hagslega og er því
-jrekar tilgangslítið.
Hins vegar skaðar það
illilega skólastarf í
landinu og þá nemend-
ur sem era að mennt-
ast í framhaldsskólum
landsins. Það veldur
samfélaginu því mikl-
um skaða.
Kjarasamningagerð almennt tek-
ur að mínu mati alltof langan tíma
hér á landi og verkföll standa alltof
lengi. Þar má auðvitað
segja að báðir aðilar
beri nokkra ábyrgð, en
þó meiri sá aðilinn sem
hagnast á verkfalli -
eða sparar sér útgjöld,
því öllum er ljóst að út-
gjöld launagreiðanda
era minni í verkfalli en
ella.
Á almennum mark-
aði verður launagreið-
andi einnig fyrir tjóni
vegna verkfalla, því á
meðan getur hann ekki
selt þjónustu sína eða
vörar.
Hann reynir auðvitað
að draga samninga-
gerðina á langinn til að spara sér út-
gjöld, en þó ekki svo lengi að verkföll
bresti á - nema hann telji að verkföll
Guðmundur
Sæmundsson
Borgarstjóri kveikir á
jálaljósunum á Hlemmi
- * laugardaginn 25. nóv. kl.17KXL
Kyndilganga niður Laugaveg
að ÞjóðleikhúsiniJ.
Verslum þar sem stemmningin er.
Kennarar
Verkfall skaðar illilega
skólastarf í landinu,
segir Guðmundur
Sæmundsson, og þá
nemendur sem eru að
menntast í framhalds-
skólum landsins.
muni færa sér eitthvert fé frá ríkis-
valdinu. Verkföll á almennum mark-
aði era því oftast styttri en meðal
ríkisstarfsmanna, einkum ef störf
viðkomandi ríkisstarfsmanna eru
ekki beint tekjuskapandi á neinn
hátt.
Það sem allir vita
Almenningur veit hins vegar að
verkföllum lýkur einhvern tíma og
þeir sem fylgjast með kröfugerðum
og gagntilboðum í upphafi kjaradeilu
vita yfirleitt nokkurn veginn um
hvað verður samið á endanum. Það
virðast raunar allir vita það nema
þeir sem standa sjálfir í viðræðun-
um. Hinn venjulegi borgai'i veit því
Eyrnalokkagöt
Nú einnig
100 gerðir af eyrnalokkum
3 stœrðir
nokkurn veginn um hvað framhalds-
skólakennarar og ríkið munu semja í
þessari kjaradeilu.
Það er t.d. vitað að það verður ekki
af samningum nema kennai'ar fái
fulla leiðréttingu vegna þess hve þeir
hafa dregist aftur úr viðmiðunar-
stéttum.
Það eina sem til umræðu getur
verið þar er hvenær þessi leiðrétting
verður gerð. Það er einnig vitað að
ríkisvaldið mun ekki semja um al-
mennar launahækkanir umfram
leiðréttingu og almennar launa-
hækkanir á markaðnum.
Það er líka vitað að báðir aðilar
vilj^ semja um breytt launakerfi, þar
semi yfirvinna vegna fastra starfa
verði færð inn í dagvinnutaxta. Auk
þess er vitað að báðir aðilar era sam-
mála um að ný námskrá skapi kenn-
urum tímabundna aukavinnu, og því
þurfi aðeins að semja um hve lengi
og hve mikið þurfi að greiða almennt
fyrir hana.
Ut frá þessum staðreyndum máls-
ins leyfi ég mér að kynna opinber-
lega eftirfarandi vissu hins almenna
manns um kjör framhaldsskólakenn-
ara að lokinni þessari vinnudeilu.
Smámunir eða útfærsluatriði skipta
ekki máli, heldm- heildarniðurstað-
an.
Væntanlegur
samningur
Um áramót verður sennilega lögð
fram miðlunartillaga frá ríkissátta-
semjara - eða munu nást samningar
milli FF og fjármálaráðuneytis - um
eftirfarandi (eða eitthvað mjög svip-
að), sem kennarar munu samþykkja
í atkvæðagreiðslu:
1. Verkfalli frestað til 1. apríl 2001.
2. Leiðrétting:
a) 6% afturvirkt frá því samningar
runnu út.
b) 4% 1. apríl 2001, tengd upptöku
breytts launakerfis.
c) 10% 1. janúar 2002
d) 10% 1. janúar 2003
3. Launatöfluhækkanir:
a) 7% við undirskrift
íslenskir lífeyrissjóðir geta í dag
náð ávöxtun í traustum íslenskum
verðbréfum sem er mun meiri en
þeir nauðsynlega þurfa til að standa
undir skuldbindingum sínum. Ávöxt-
un erlendra hlutabréfa hefur hins
vegar verið mjög rýr og sveiflu-
kennd að undanförnu og helsti hagn-
aður af þeim tilkominn vegna geng-
islækkunar krónunnar, sem sjóð-
irnir hafa framkallað sjálfir að
stóram hluta. Telji sjóðimir þó fjár-
festingar í erlendum hlutabréfum
ómissandi er mögulegt fyrir þá að
halda þeim áfram án þess að það hafi
áhrif á gengi krónunnar. Yrði það
gert með því að sjóðirnir seldu fram-
virkt á móti krónu þann gjaldeyri
sem þeir kaupa til fjárfestinga í er-
lendum verðbréfum, þannig að
gjaldeyrisstaðan miðist á endanum
við íslenskai' krónur en ekki erlenda
mynt. Er það í raun eðlilegt miðað
við að skuldbindingar sjóðanna era í
íslenskum krónum en ekki erlendri
mynt. Ef gengi krónunnar helst
stöðugt geta sjóðirnir með þessu
hagnast um sem nemur vaxtamunin-
um milli krónunnar og hinna erlendu
mynta, nú að jafnaði u.þ.b. 5,5%, auk
þeirrar ávöxtunar sem erlendu verð-
bréfin gefa. Af einhverjum ástæðum
hafa lífeyrissjóðimir hingað til lítið
nýtt sér þennan möguleika.
Ef stjórnvöld hafa einhvern áhuga
á því að reyna að stöðva gengisfall
krónunnar er óhjákvæmilegt að taka
á þessu máli. Annaðhvort verður að
þrengja veralega heimildir lífeyris-
sjóðanna til fjárfestinga í erlendum
verðbréfum eða skylda þá til að um-
breyta erlendum fjárfestingum sín-
um jafnharðan í krónur. Þetta mál
snýst ekki um frelsi til fjárfestingar,
aðeins um heilbrigða skynsemi.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur
og starfar við fjármálaráðgjöf.
b) 3% 1. janúar 2002
c) 3% 1. janúar 2003 4.
4. Ný námskrá. Sérstakar yfirvinnu-
greiðslur til kennara vegna nýrrar
námskrár, 10 yfirvinnustundir á
mánuði í eitt ár til kennara £ fullu
starfi, hlutfallslega til annarra.
5. Breytt launakerfi: Breytt launa-
kerfi með breyttri launatöflu,
römmum og almennum skilgrein-
ingum um röðun starfa frá og með
1. apríl 2001 - sem gengið verði frá
samkomulagi um fyrir 28. febrúar
2001 og kennarar munu einnig
greiða atkvæði um í sérstakri
allsherjaratkvæðagreiðslu. Yfir-
vinna vegna fastra starfa færist
inn í dagvinnu.
6. Samningstími: Verkfalli verður af-
lýst fyrir 31. mars 2001 ef sam-
komulag næst um breytt launa-
kerfi sem kennarar samþykkja.
Samningstími verður þá til 31.
des. 2003. Samningurinn allur fell-
ur úr gildi 1. apríl 2001, náist ekki
samkomulag um breytt launakerfi
skv. 5. lið eða samningurinn verð-
ur felldur af kennuram. Þá falla út
allar hækkanir sem dagsettar era
1. apríl 2001 eða síðar og verkfall
heldur áfram.
Má flýta þessu?
Almenningur telur sig vita hvað
muni gerast. En almenningur vill að
öðra vísi sé unnið að málum. Al-
menningur vill tafarlausa samninga,
því verkfallið skaðar samfélagið og
veldur einstaklingunum marghátt-
uðum erfiðleikum, einkum þeim sem
eiga erfiðast með að bera hönd fyrir
höfuð sér. Þeii' sem gæta skamm-
tímahagsmuna ríkissjóðs (en ættu að
gæta langtímahagsmuna samfélags-
ins í heild) mættu nú gera sér grein
fyrir þessu og kanna hvort fulltrúar
framhaldsskólakennara séu ekki til í
að semja á einum sólarhring um eitt-
hvað svipað því sem hér að ofan er
nefnt.
Ég er viss um að þeim
yrði vel tekið
En ef samninganefnd ríkisins fell-
ir sig ekki við skjóta lausn af þessu
tagi ætti Davíð Oddsson að taka mál-
ið úr höndum sjálfskipaðs eftir-
manns síns og leysa málið á þessum
nótum. Með þeim aðferðum sem
þarf.
Höfundur er fjnrkennari á Skóguni.