Morgunblaðið - 23.11.2000, Síða 52
•2 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Löglegt en siðlaust
ÁSTÆÐA er til að
stokka upp skattkerfið
og samræma skattlagn-
ingu á eigna- og launa-
tekjum, þannig að hætt
verði að mismuna
mönnum eftir því
hvernig tekjur mynd-
ast. Pað myndi einfalda
allt skattkerfið og
stuðla að meira jafn-
ræði milli skattgreið-
enda. Þannig væri
hægt að lækka veru-
lega tekjuskatta af
launatekjum, en á móti
hækka skatt af öllum
fjármagnstekjum eins
og söluhagnaði og arði.
Jdhanna
Sigurðardóttir
Einnig ætti að endurmeta skattalega
meðferð á hlutafé.
Til að gera atvinnulífið samkeppn-
ishæfara í vaxandi alþjóðlegri sam-
keppni mætti á sama tíma lækka eða
fella niður eignaskatta- og stimpil-
gjöld, sem bæði kæmi sér vel fyrir
heimilin í landinu og atvinnulífið.
Aðvaranir r íkisskattstj ór a
og skattrannsóknarstjóra
Með upptöku fjármagnstekju-
skatts árið 1996 var ákveðið af
-ríjórnarflokkunum að mismuna í
skattlagningu eftir því hvemig
tekjur myndast. Skattlagning af
eignatekjum og söluhagnaði var
lækkuð og ákveðin 10% en af launa-
tekjum var þá greiddur rúmlega 40%
skattur sem nú hefur lækkað í um
38%.
Ríkisskattstjóri og skattrannsókn-
arstjóri vöruðu þá við slíkum áform-
um og kom fram að ef allar ijár-
magnstekjur yrðu skattlagðar með
Nýbýlave
Amerísku lu’ilsudýiiimmr
mun lægri skattprós-
entu en launatekjur
myndi það hafa þau
áhrif að þeir sem ættu
þess kost myndu taka
laun sín út sem arð,
vexti og leigu. Var m.a.
bent á að þessi mis-
munun myndi verða
hvati til að stofna
einkahlutafélög. Þetta
virðist komið á daginn
þegar gífurleg aukning
á arðgreiðslum og sölu-
hagnaði samkvæmt
skattskýrslum er skoð-
uð, ekki síst í samhengi
við stofnun einkahluta-
félaga, sem frá árslok-
um 1996 til októberloka í ár hefur
fjölgað um 64% eða um 4.900 aðila og
eru nú orðin 13.700 talsins.
Arðgreiðslur sexfaldast
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti
embættis Ríkisskattstjóra hefur
söluhagnaður aukist úr 493 milljón-
um króna á árinu 1996 í tæpa 7,6
milljarða árið 2000 eða um 1533%. Á
einu ári hefur hagnaður af sölu hluta-
bréfa aukist um 89,5% eða úr 3,6
milljörðum 1999 í tæpa 6,7 milljarða
árið 2000 og framtalinn arður um
56%. Arðgreiðslur af hlutabréfum
hafa sexfaldast á fimm árum og auk-
ist úr 1,1 miHjarði 1996 í 6,3 milljarða
á yfirstandandi ári.
Athyglisvert er einnig að sölu-
hagnaður af fasteignum og lausafé
vex um rúmlega 300% milli ára eða
úr 357 milljónum í 1075 miHjónir,
sem að mestu liggur í söluhagnaði af
eignarlóðum og jörðum. Stofn til
fjármagnstekjuskatts er í dag tæpir
25 milljarðar króna og hefur vaxið
um 20 milljarða á 5 árum.
Áfram skilin eftir
skattsmuga
Samfylkingin undir forystu Svan-
fríðar Jónasdóttur hefur beitt sér
fyrir því á Alþingi að afnema heimild
til frestunar á skattlagningu á sölu-
hagnaði bæði hjá einstaklingum og
lögaðilum. Því miður er gengið skem-
ur í frumvarpi fjármálaráðherra og
einungis lagt til að afnema þessa
heimild hjá einstaklingum. Sú hætta
er vissulega fyrir hendi ef skilja á
áfram eftir þessa löglegu en siðlausu
undankomuleið frá eðlilegum skatt-
Skattar
Endurskoða á skatt-
kerfíð með það að
markmiði, segir
Jóhanna Sigurðar-
dóttir, að jafnræði ríki
í skattlagningu launa-
og fjármagnstekna.
greiðslum sem snertir lögaðila, að
enn fjölgi einkahlutafélögum til að
geta nýtt sér þessa skattsmugu, sem
getur frestað um alla eilífð skatt-
greiðslum á söluhagnaði í sameigin-
legan sjóð landsmanna. I tillögum
fjármálaráðherra er líka gert ráð fyr-
ir að lækka enn skattgreiðslur af
söluhagnaði og nú með þeim hætti að
af öllum söluhagnaði líkt og arð-
greiðslum reiknist 10% skattur.
Aukin mismunun
Þannig er enn verið að auka á mis-
munun á hvemig tekjur eru skatt-
lagðar eftir því hvort um er að ræða
launatekjur eða tekjur af fjármagni.
Enn er því verið að búa til hvata til að
þeir sem það geta skammti sér arð-
greiðslur í stað launa og greiði aðeins
af þeim 10% skatt meðan launamað-
urinn þarf að greiða 38% skatt af sín-
um tekjum.
Þær upplýsingar liggja fyrir úr
frumvarpi frá fjármálaráðherra að
ekkert af löndum OECD skattleggur
söluhagnað með sama hætti og arð,
en það er tillaga fjármálaráðherra að
svo verði nú gert hér á landi. Sölu-
hagnaður hlutabréfa í OECD-lönd-
unum er yfirleitt skattlagður með
skatthlutfalli hlutafélaga.
Hér á landi er skatthlutfall hluta-
félaga 30% en allan söluhagnað af
arði á nú að færa niður í 10%. Öll rök
mæla því með því að af fullri alvöru
séu metnir kostir og gallar þess að
endurskoða skattkerfið með það að
markmiði að jafnræði ríki í skatt-
lagningu launa- og fjármagnstekna
með verulegri lækkun á tekjuskatti
og lækkun eða afnámi stimpilgjalda
og eignaskatta.
Höfundur er alþingismaður.
Kókaín er komið
til Reykjavíkur
FULL ástæða er til
að beina þeirri viðvörun
til allra sem málið varð-
ar að kókaínneysla er
komin til íslands og
hefur aukist verulega
undanfarin þrjú ár.
Með tilkomu kókaíns
virðist þó ekkert draga
úr amfetamínneyslu
svo að Ijóst er að neysla
örvandi vímuefna er að
stóraukast á Islandi.
Allt frá því að kók-
aínfaraldurinn mikli
braust út í Bandaríkj-
unum um 1980 hefur
starfsfólk SÁÁ átt von á
því að stómeytendur
efnisins færu að leita sér meðferðar á
sjúkrahúsinu Vogi. Stutt er héðan til
New York, kókaínborgarinnar miklu.
Biðin var löng en nú er hún á enda.
Sem betur fer bíðum við þó ennþá
eftir heróíninu sem grasserar í Kaup-
mannahöfn.
Kókaínneysla hefur aldrei náð sér
á strik í Evrópu eins og í Bandaríkj-
unum. Þó að tollverðir í Evrópu hafi
orðið varir við efnið og lagt hald á það
hafa tölur frá meðferðarstofnunun-
um í Evrópu aldrei líkst þeim banda-
rísku. Nú kann þetta að vera að
breytast.
Kókaínvandinn kemur til okkar
með öðrum hætti en þegar hann birt-
ist í Bandaríkjunum.
Þar byijaði vandinn
meðal þeirra sem voru
efnameiri og dreifðist
til allra, líka þeirra allra
fátækustu og þá sem
krakkvandamál. Hér á
landi birtist vandinn
eins og annars staðar í
Evrópu sem vandi
hinna ungu og þeirra
sem þegar eru ánetjað-
ir öðrum ólöglegum
vímuefnum eins og
kannabis og amfeta-
míni.
Þórarinn Stómeytendur kók-
Tyrfingsson aíns, sem hafa notað
efnið vikulega eða oftar
í hálft ár eða lengur og komu á
sjúkrahúsið Vog, voru 10-20 á ári frá
1984 fram til ársins 1998.
Árið 1998 urðu tilfellin 40 og 1999
voru þau 75 - en það sem af er þessu
ári eru tilfellin orðin 151.
Meðalaldur þessa 151 einstaklings
er tæp 24 ár og 30 þeirra eru daglegir
neytendur efnisins.
Þriðjungur þessara einstaklinga
hefur aldrei leitað sér vímuefnameð-
ferðar áður og fjórðungur er konur.
Ekki er hægt að segja að þeir sem
leita sér meðferðar vegna þessa
vanda séu ríkir, 39 þeirra eru yngri
en 20 ára. 53 þeirra hafa sprautað
vímuefiium í æð.
Listnám -
listuppeldi
HINN 29. janúar sl.
skrifaði Tinna Gunn-
laugsdóttir, forseti
Bandalags íslenskra
listamanna, grein hér í
Mbl. undir yfirskrift-
inni „Listnám - listupp-
eldi“. Þar komu fram
hugleiðingar hennar
um mikilvægi listiðkun-
ar fyrir þroska bama
og áhyggjur af því hve
vægi listgreina innan
grunnskólakerfisins
hefur minnkað, það er
sem hlutfall af heildar-
stundafjölda. I leikskól-
anum lítur þetta öðm-
vísi út. Ef við horfum á
nýja aðalnámskrá leikskóla, sem er
gefin út árið 1999, kemur greinilega
fram viðurkenning á mikilvægi list-
iðkunar. I henni er leikur og skap-
andi starf viðurkennt sem náms- og
þroskaleið. Aðalnámskráin leggur
línurnar með því að segja: „I leik-
skóla á að leggja áherslu á skapandi
starf og leik barnsins." Hver leikskóli
gerir síðan sína eigin skólanámskrá,
byggða á aðalnámskránni, þar sem
m.a. kemur fram hvemig viðkomandi
skóli ætlar að vinna með námssvið
leikskóla, en þau em hreyfing, máL
rækt, myndsköpun, tónlist, náttúra
og umhverfi og menning og samfé-
lag. Þar kemur fram sú hugmynda-
fræði og þær kennsluaðferðir sem
viðkomandi skóli ætlar að vinna eftir.
I mínum huga felst listuppeldi í
ákveðinni hugmyndafræði sem mið-
ast að því að örva skapandi og gagn-
rýna hugsun bama. Gmndvallar-
atriðið er barnið og þörf þess fyrir að
tjá hvemig það sér umhverfið, sam-
félagið og sjálft sig. Upplifun og tján-
ing era lykilorð. Þau þurfa að upplifa
til að skynja og tjáningin hjálpar
þeim að koma reglu á hugsanir sínar.
Leikur, myndsköpun, sögur, tónlist
og hreyfing, þetta era leiðirnar sem
þau nota. Þar skapa þau þann heim
sem þau þekkja. Það er mikilvægt að
böm fái að skoða og sjá og rannsaka.
Eftir því sem þau rannsaka meira,
skoða meira og virkja ímyndunarafl-
ið, þeim mun stærri verður reynslu-
heimur þeirra. Það eitt og sér að setj-
ast niður að teikna eða
að leika sér með hljóð-
færi er ekki nóg. Það
þarf að vinna með efni-
viðinn. Listuppeldi
tengir öll námssvið leik-
skólans og er góður
grannur fyrir nám í
raungreinum eins og
stærðfræði, náttúra-
fræði og eðlisfræði. Það
er einnig góður grann-
ur fyrir lestramám og
ritun. Við eram að
skoða mismunandi
stærðir og form. Við er-
um að rannsaka náttúr-
una, vinna með fjöl-
breyttan efnivið. Vinna
með hfyóð og orð og form. Listupp-
eldi hjálpar bömum að skynja betur
tilfinningar sínar og annarra, því
Leikskóli
Listuppeldi, segir Linda
Björk Ólafsdóttir, eflir
skapandi og gagnrýna
hugsun barna.
unnið er með tjáningu um leið og
sköpun. Listuppeldi leggur rækt við
alhliða þroska bamsins. Listuppeldi
eflir skapandi og gagnrýna hugsun
bama. Til að lifa í upplýsingasamfé-
lagi dagsins í dag hygg ég að þetta
séu eftirsóknarverðir kostir. Við
þurfum að vera fær um að velja og
hafna, að vita hvað við viljum. Að
geta bragðist við og sýnt framkvæði.
Verið sjálfstæð og haft skoðun á hlut-
unum. Að geta verið gagnrýnin á það
sem við sjáum og heyram. Böm era
forvitin, áhugasöm og tilbúin að læra.
Þau vfija skilja hlutina og prófa og
era gagnrýnin í spurningum sínum.
Þau era skapandi og hugmyndarík.
Besta veganestið sem við getum gef-
ið þeim er ef til vill að viðhalda þess-
um þáttum.
Höfundur er formaður faghóps
leikskólakennara með sémám
í listgreinum.
Linda Björk
Ólafsdóttir
Fjöldl stómeyteiuia kannablsefna á
Sjúkrahuslnu Vogl 1984-1999 ')/{/{
21711/2000 __________Þðradnn Tyrfingsson_________________________________________1
Vímuefni
Kókaín er öflugasta og
hættulegasta vímuefni,
segir Þórarínn Tyrf-
ingsson, sem maðurinn
hefur komist í kynni við.
Kókaín er hættulegt vímuefni sem
örvar heilann. Það hrindir burt
hungri, þreytu og syfju. Setur menn í
vímu, hressir þá upp og gerir þá
hugrakka og sjálfsöragga. Efnið hef-
ur verið unnið úr blöðum kókarann-
ans í Suður-Ameríku frá 1880.
Vinnslan á kókaíni er talsvert flókin
en það kemur venjulega sem hvítt
lídokaíni, koffeini, amfetamíni eða
skyldum efnum til að drýgja það.
Krakk er ákveðin gerð af kókaíni
sem hægt er að reykja.
Kókaínfíkn leiðir af sér mjög mörg
líkamleg og geðræn vandamál fyrir
neytandann og þjóðfélagið líður
vegna fylgifiska neyslunnar sem era
ofbeldi, afbrot og önnur félagsleg
vandamál.
I kókaínfikn gerist allt hratt. Fíkn-
in þróast á vikum eða mánuðum en ár
era notuð til að mæla tímann sem það
tekur að þróa aðrar fíknir.
Þegar litið er til sögunnar og til-
rauna á mönnum og dýrum má segja
að kókaín sé öflugasta og hættuleg-
asta vímuefni sem maðurinn hefur
komist í kynni við.
Höfundur er forstöðulæknir
sjúkrastofnana SÁÁ.