Morgunblaðið - 23.11.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 23.11.2000, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ .56 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN Gleymdir þú nokkuð að signa þig í morgun? SÚ einfalda en markvissa og inni- haldsríka athöfn að signa sig kvölds og morgna, eða þegar við á, er gamall og góður siður sem hefur fylgt ' kristnum mönnum og þjóðum um aldir, þar á meðal Islendingum. Hvort signingin sé á undanhaldi á meðal ís- lendinga skal ekki dæmt um hér, en full ástæða er til að minna á hana því hún er dýr- mæt gjöf og hjálpar- tæki til daglegra verka. Veistu að þú mátt signa þig í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda, kvölds og morgna og um miðjan dag eða hvenær sem þér hentar og falið þig þannig Guði á vald? Signingin er ekki eitthvert mark- : laust handapat út í loftið, heldur hljóðlátt en kröftugt tákn hlaðið innihaldi og djúpri alvöru. án þess að þú hefðir nokkuð til unnið. Þú ert hans og ekkert fær slit- ið þig úr kærleiksríkum faðmi hans. Þú ert hans um eilífð. Verum ófeimin við að signa okkur Verum því ófeimin við að signa okkur og leggja okkur þannig í Guðs almáttugu hend- ur. Þannig biðjum við hann meðvitað og markvisst en hljóðlát- lega um blessun, varð- veislu og styrk. Þannig getum við þakkað hon- um allt sem við fáum að lifa og reyna, Ijúft og sárt. Þakkað honum að hann skuli hafa verið með í verki. Með signingunni játumst við Jesú í lotn- ingu og með þakklæti fyrir það sem hann hefur fyrir okkur. Gert með því að gera dauðann að engu og tileinka okkur lífið. Sigurbjöm Þorkelsson Bæn og þakkargjörð Signingin er bæn um fyrirgefn- ingu Guðs og helgun. Hún er bæn um blessun hans og varðveislu. Bæn um að hann sé með í verki og að verk okkar þóknist honum. Hún er bæn til þess Guðs sem við treystum og vilj- um tilheyra, Guðs föður, sonar og heilags anda. Signingin er hljóðlát bæn án orða en hlaðin innihaldi og alvöru, djúpt tákn. Signingin getur einnig verið þakk- argjörð til Guðs fyrir daginn og lífið, varðveislu hans og fyrir hvaðeina sem við kunnum að vilja þakka hon- um fyrir. Bæn um fyrirgefningu, helgun, æðruleysi og styrk. Trúaijátning Signingin er trúaijátning. Við ját- umst hinum þríeina Guði og minnum okkur þannig á hver við erum og hverjum við tilheyi-um og viljum til- heyra og treysta. Hinum upprisna og lifandi frelsara, Jesú Kristi. Signingin er vitnisburður. Hún er vitnisburður í umhverfinu um lífið sem hefur sigrað. Signingin, kross- markið, er sigurtákn lífsins. Með því að signa okkur vitnum við fyrir þeim sem við umgöngumst, sýnum hvert við viljum sækja styrk- inn til daglegra verka og mannlegra samskipta. Þannig sjá samferða- menn okkar hverjum við treystum fyrir lífi okkar og hverjum við viljum tilheyra í gleði og sorg, lífi og dauða. Krossmarkið er sigurtákn hins krossfesta og upprisna. Hins lifandi frelsara, Jesú Krists. Þess sem vill viðhalda lífinu í okkur um alla eilífð. Frelsarans sem hefur rist þig á lófa sína og skráð nafn þitt í bók lífsins. Hann tók þig að sér í heilagri skím, Signing Full ástæða er til að minna á signinguna, segir Signrbjörn Þorkelsson, því hún er dýrmæt gjöf og hjálpar- tæki til daglegra verka. Signingin er ekki bæn um happ- drættisvinning eða sigur í íþrótta- keppni. Heldur bæn um leiðsögn og vilja Guðs. Bæn um styrk hans í meðlæti sem mótlæti. Bæn, trúar- játning og vitnisburður um að þú ját- ist honum og viljir vera hans. í því trausti að hann muni vel fyrir sjá. Lifum lífinu, lifum honum sem sigraði dauðann og gaf okkur lífið. Minnumst þess hver við erum og hvers við erum. Signum okkur og sækjum þannig styrk, fyrirgefningu, æðruleysi og frið til hans í djúpri þögn, hlaðinni innihaldi og alvöru í amstri dagsins. Með bæn, þegar við komum ekki orðum að því sem við vildum biðja um. Mætti líf okkar allt, hvert fótmál, hver andardráttur og hvert æðar- slag vera ein samfelld signing, bæn til Guðs, bæn um blessun hans og vilja. Þannig verðum við meðvitaðri um lífið, okkur sjálf, náungann og umhverfið. Sú trúarjátning, vitnis- burður og bæn sem fylgir því að signa sig mun því örugglega gera líf- ið betra og mannlífið fegurra. Höfundur er rithöfundur. Betra starf www. rad n i ng.is RYKSUGUR SKEIFUNNI 3E-F • SlMI 581 2333 FAX 568 0215 ■ rafver@simnet.is Hræddir við hvað? ÞAÐ ER með ólík- indum hvað hann Krist- ján Ragnarsson vaknar með jöfnu millibili til að gera grein lyrir vanda útgerðarmanna og biðja um skilning þess að marglofaði sjávarút- vegsgeirinn eigi um sárt að binda. Þetta er sami maðurinn og hefur ávallt sagt að útgerð- inni sé best borgið í stórum útgerðareining- um, að fiskveiði- stjórnunarkerfið sé það besta í heimi o.s.frv. Þessi maður, ásamt lærisveinum sínum, er búinn að koma því þannig fyrir í dag, að öll útgerðareggin eru komin í sömu körfuna, og sökum hækkandi olíuverðs er nú aukin hætta á að sú karfa fari að láta undan. Það þarf því ekki að undra að maðurinn bölvi sjó- mannasambandinu fyrir skilnings- leysi, enda skilja þeir sjálfsagt ekki frekar en ég þessar svakalegu olíu- hækkanir. Fækkun sjómanna á stór- um skipum er ekki ný rulla þeirra LÍÚ-manna. Þeir hafa borið þessa hugmynd og von lengi, enda tæknin alltaf að aukast og þörfin fyrir hand- aflið að minnka. Sjómannasambandið ætti að styðja núverandi fiskveiði- stjóm aðeins betur en þeir hafa gert... og hafa þeir nú gert nóg. Þeir virðast alltaf fyrstir á eftir LIÚ að mótmæla mótbárum á kerfið, en átta sig ekki á því að þeir eru í stórhættu ef fer sem horfir. Maður fær nú þær fréttir að olíu- verð sé að auka útgerðarkostnað- arliðinn úr 10 prósentum í rúm 20 prósent. Þarna hefði nú betur farið ef Islendingar væru ekki svo auðginntir af LÍ Ú. Það er nefnilega svo, að ríkis- stjómin, undir forystu LÍÚ-manna, hefur miðað að því, frá því kerfinu var komið á, að útiýma smábátaútgerð sem mest hún mátti og troða öllum veiðiheimildum á stóru olíuíreku dallana sína. Stór mistök segi ég, enda nota smábát- arnir einungis olíu þeg- ar þeir sigla frá og til lands. Annars er bátur- inn stopp á meðan dregið er, og hlýtur það að spara olíukostnað veralega. Togaramir hljóta að brenna meiri olíu þegar þeir draga, enda um aukið átak að ræða og það veldur allt- af meiri orkubrana. Þama er kominn stór punktur sem dregur það veralega í efa að stórút- gerðir séu hagkvæmastar. Fiskveidistjórn Þegar þeir tala eru þeir einungís að verja sína eigin hagsmuni, segir Kristján Ragnar As- geirsson, en ekki hags- muni þjóðarinnar. Þar að auki era stór skip mun dýr- ari í viðhaldi og ef marka má Kristján Ragnarsson, þá munu þau stækka at- vinnuleysisskrá okkar velmegunar- ríkis veralega eftir næstu kjara- samninga. Eg tel að minni einingar með fleira fólki séu heppilegri leið að fara. Það virðist einnig brenna heitt í brjósti Kristjáns, sem og ritstjóra Morgunblaðsins, ef marka má leiðara Morgunblaðsins fostudaginn 10. nó- vember, að Evrópusambandið komi ekki nálægt úthlutunum fiskveiði- heimilda. Þetta þýðii’ semsagt nei við inngöngu í það ágæta samband, en ég er algjörlega ósammála þeirri skoð- un. Sjávarútvegsráðherra ESB hefur sagt það að úthlutun myndi algerlega fara eftir ráðleggingum okkar ágætu Hafrannsóknastofnunar og skil ég því ekki við hvað menn eru hræddir. Séu þeir hræddir við að þessar reglu- legu undanþágur frá ráðleggingum Hafró hverfi, þá spyr ég bara: Var ekki kvótakerfið sett á til að vernda fiskinn fyrir ofveiði? Þessi hræðsluáróður stjórnvalda, LÍÚ og síðast enn ekki síst hans Kristjáns Ragnarssonar hefui- að miklu leyti snúist um að ef við göng- um í ESB fái útlendingar auknar veiðiheimildir í íslenskri lögsögu. Þessu var neitað í fjórða þættinum um fiskveiðistjómunina við ísland, sem Ríkissjónvarpið sýndi um dag- inn, og staðfesti það sem ég vissi fyr- ir. Hver heldur í raun og vera að ESB, lýðræðissamband 380 milljóna einstaklinga fari að taka upp á þeim óskunda að ryksuga einu veralegu náttúraauðlind okkar? Haldið þið að þetta séu villimenn? Auk þess þyrfti að stokka upp allt kerfið innan ESB til að úthluta okkur heimildum ann- ars staðar, og það vill enginn, hvorki við né þeir. Ég loka alltaf eyranum þegar Kristján Ragnarsson og hans félagar opna munninn. Enda granar mig það að þegar þeir tala séu þeir einungis að verja sína eigin hagsmuni, en ekki hagsmuni þjóðarinnar. Ég vona að við göngum í ESB sem allra fyrst, þó ekki nema til að tekið verði fram fyrir hendurnar á þessum fyrirgreiðslu- púkum sem nú stjóma. Höfundur er nemi við Við- skiptaháskólann á Bifröst. Kristján Ragnar Ásgeirsson Skattaafsláttur vegna rannsókna og þróunar MIKIÐ er rætt og ritað um hið nýja hag- kerfi, sem nefnt hefur verið svo. Undirstaða þessa nýja hagkerfis er þekking. Til þess að afla þeirrar þekkingar þarf að efla fyrirtæki til auk- innar þátttöku í rann- sóknum og þróun enda er nýsköpun í atvinnu- lífi forsenda efnahags- legra og félagslegra framfara. Islensku at- vinnulífi er nauðsynlegt að auka framleiðni en nauðsynleg forsenda þess að framleiðsla verði verðmætari er að fyrirtæki stórauki rannsókna- og þró- unarstarf. Með því styrkist staða á heimamarkaði, innflutningur minnk- ar og útflutningur eykst. Það hefur í íbr með sér bætta afkomu fyrirtækj- anna og hærri laun starfsmanna. Til þess að fyrirtæki treysti sér í slíka vinnu er nauðsynlegt að veita þeim skattalegt hagræði vegna rannsókna og þróunar. Lög um skattaafslátt Undirritaður hefur lagt fram frumvan) til laga á Alþingi til breyt- iiiga á lögum um tekju- og eignaskatt og lögum um Rannsóknarráð íslands. Tilgangur frumvarpsins er að hvetja fyrirtæld til nýrrar sóknar á sviði ný- sköpunar- og þróunarverkefna. Hug- mynd frumvarpsins gengur út á að gefa fyrirtækjum tækifæri til að draga helming kostnaðar af rann- sóknar- og þróunarverkefnum frá tekjum fyrirtækisins við álagningu skatta. Hér er um að ræða nýjan frá- dráttarlið, sem kemur til viðbótar frá- drætti sem fyrirtæki hafa þegar. Þannig veiti ríkið í raun stuðning við rannsóknir og þró- unarstarf fyrirtælqa í formi skattaafsláttar. í gildandi skattalögum er ekki að finna neina hvatningu fyrir fyrir- tæki til að leggja út í slíka vinnu. Fyriifram samþykkt rannsóknarverkefni I frumvarpinu er einnig lagt til að Rann- sóknarráði Islands verði falið að fara yfir rannsóknar- og þróun- Páll aráætlanir og samþykki Magnússon ráðsins verði forsenda þess að til skattaafslátt- ar komi. Þannig verði fyrirtækjum veitt aðhald og það skilyrði sett að RANNÍS hafi fyrh-fram viðurkennt verkefni sem raunveruleg rannsókna- og þróunarverkefni. Ekki er gert ráð fyrir að það verði sett sem skilyrði að verkefnið hafi notið styrks úr sjóðum RANNÍS, og einnig getur afsláttur- inn komið ofan á opinbera styrki, hvort sem þeir koma úr sjóðum ís- lenska ríkisins eða t.a.m. úr vísinda- áætlunum Evrópusambandsins. Staða rannsókna á íslandi Útgjöld til rannsókna og þróunar sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu hafa aukist nokkuð á liðnum áram. Það var um 0,8% árið 1987 en fór í um 1,8% árið 1997. Framlag hins opinbera hefur verið stöðugt síðustu ár, en það er framlag fyrirtækjanna sem hefur aukist. Heildarútgjöld til þessara mála námu innan við fjórum milljörðum króna árið 1987, en vora um tíu milljarðar árið 1997. Þó ísland sé meðal þjóða, sem hvað mest hafa aukið útgjöld til rannsókna og þróun- ar á liðnum áram, er Island enn undir Frumvarp Hugmynd frumvarps- ins, segir Páll Magnús- son, er að gefa fyrir- tækjum tækifæri til að draga helming kostnað- ar af rannsóknar- og þróunarverkefnum frá tekjum fyrirtækisins við álagningu skatta. meðaltali OECD-landa. Með því framvarpi til laga, sem hér er gert að umtalsefni, er bent á leið sem myndi stuðla enn að auknum útgjöldum ís- lendinga til rannsókna og þróunar. Skynsamleg leið ríkisvaldsins Það er hlutverk ríkissvaldsins að skapa íslensku atvinnulífi bestu mögulegu skilyrði til vaxtar og ái-ang- urs í rekstri. Margoft hefur heyrst talað um nauðsyn þess að ríkið hvetji fyrirtæki í almennum rekstri til auk- innar áherslu á rannsóknir og þróun, en lítið orðið úr þeim orðum. Nauð- synleg forsenda þess að íslensk fram- leiðsla verði verðmætari er að stórefla rannsókna- og þróunarstarf, ekki síst beina þátttöku fyrirtækjanna sjálfra. Verði umrætt framvarp að lögum yrði það tvímælalaust íslenskum fyr- irtækjum hvatning til frekari rann- sóknaogþióunar. Höfundur er varaþingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykja- neskjördæmi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.