Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
—
285. TBL. 88. ÁRG.
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Forseta-
kosningar
í Rúmeníu
Búkarest. AFP.
RÚMENAR kjósa í dag í
annarri umferð forsetakosn-
inganna. Búist er við því að
Ion Iliescu, fyrrverandi for-
seti og frambjóðandi jafnað-
armanna, muni fara með sig-
ur af hólmi. Nýjustu
skoðanakannanir spá honum
70% fylgi en andstæðingi
hans, þjóðernisöfgamanninum
Corneliu Vadim Tudor, 30%
fylgi-
Mjög kom á óvart hversu
mikið fylgi Tudor hlaut í fyrri
umferð kosninganna, 20. nóv-
ember, en þá kusu 28,3%
hann en 36% Iliescu. Tudor
hefur einangrast enn frekar
síðan þá en margir fyrrver-
andi bandamanna hans
flykkja sér nú að baki Iliescu.
Þeir, eins og fleiri Rúmenar,
óttast mjög einangrun Rúm-
eníu, færi svo að Tudor, sem
er aðdáandi einræðisherrans
Ceausescu og hefur sagt að
Rúmeníu verði eingöngu
stjórnað með vopnavaldi,
kæmist til valda.
ÞÚSUNDIR aðdáenda Johns Lenn-
ons komu saman í Central Park í
New York á fostudagskvöld til að
minnast þess að 20 ár eru liðin frá
því að bitillinn fyrrverandi var
skotinn fyrir utan heimili sitt.
Aðdáendurnir söfnuðust saman
við Strawberry Fields-minnismerk-
Minnast
Lennons
ið, sem heitir eftir þekktu bitlalagi.
Það er ekki svo langt frá Dakota-
byggingunni þar sem bítillinn bjó.
Það voru ekki eingöngu banda-
rískir aðdáendur sem minntust
Lennons, Fidel Castro, leiðtogi
Kúbu, var viðstaddur afhjúpun
styttu af Lennon í Havana. Castro
sagðist leiður yfir því að hafa ekki
hitt Lennon á lífsleiðinni.
Mikil óánægja með tillögur Frakka á leiðtogafundinum í Nice
Átakafundur um skipu-
laffsbreytingar í ESB
rtce.AP.AFP. ^ ^
„ÞAÐ gengur hvorki né rekur,“ sagði Göran Pers-
son, forsætisráðherra Svíþjóðar, í hádegishléi á
þriðja og síðasta degi leiðtogafundar Evrópusam-
bandsins, ESB, í gær. Fundurinn vai- mjög átaka-
mikill eins og búist hafði verið við.
A dagskránni var að ræða tillögur Jacques Chir-
acs Frakklandsforseta, sem fer með formennsku í
ESB núna, um hvaða leiðir verði famar í endur-
skipulagningu ESB, sem þykja nauðsynlegar til að
bregðast við væntanlegri stækkun þess á næstu ár-
um.
Tillögumar, sem aðildarríkin fengu í býtið á laug-
ardagsmorgun, fela m.a. í sér róttækar breytingar
á framkvæmdastjóm ESB, endurmat á vægi at-
kvæða í ráðherraráðinu og að gert verði í auknum
mæli út um mál í meirihlutakosningum sem þýðir
að neitunarvald ríkja minnkar.
Mikil ónánægja einkenndi fyrstu viðbrögð við til-
lögunum. Fulltrúar smærri ríkja ESB vora t.a.m.
mjög óánægðir með það sem þeir telja vera skertan
hlut sinn í stjómun sambandsins. Ekki gerðu tillög-
umar heldur ráð fyrir að komið yrði til móts við
AP
Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, á leið
á fund leiðtoga ESB í gær.
kröfu Þjóðverja um aukið vægi þeirra í atkvæða-
greiðslum.
Bretar vora óánægðir með tillögur sem veikja
vald þeirra til að hindra óvinsæla löggjöf ESB um
skatta og almannatryggingar. Erindrekar Evrópu-
þingsins vora einnig ósáttir. Hinn þýski Elmar
Brok og hinn gríski Dimirios Tsatosos sögðu tillög-
umar ekki ganga nægilega langt í afnámi neitunar-
valds í mikilvægum málum eins og skattamálum.
Franskir hagsmunir hafðir að leiðarljósi
Það vora franskir embættismenn sem sömdu til-
lögumar aðfaranótt laugardags að loknum tvíhliða
fundum Chiracs með fulltrúum hinna aðildairíkj-
anna. Þeir fundir vora haldnir eftir að komið hafði í
ljós að þeir vora ekki tilbúnir til að lýsa yfir í allra
viðurvist að hvaða málamiðlunum þen, fyrir hönd
ríkja sinna, væra tilbúnir að ganga. Fulltrúar
sumra ríkjanna vora sammála um að þessi aðferð
hefði fyrst og fremst komið Frökkum til góða.
Breskur embættismaður sagði Frakka nú vera þá
einu sem vissu hug allra í samningaviðræðunum.
frumskoginn
Sala lyfja aukist
um fimm millj-
arða á tíu árum
Talning vafaatkvæða
í Miami-Dade
Gore
fær byr
í seglin
Washington, Tallahassee. AFP. AP.
ÆTLUNIN var að talning 9.000 vafa-
atkvæða í Miami-Dade-sýslu hæfist
eftir hádegi í gær að íslenskum tíma í
kjölfar óvæntrar ákvörðunar hæsta-
réttar Flórída um að verða við beiðni
lögmanna Als Gores, forsetafram-
bjóðanda demókrata, um endurtaln-
ingu atkvæða. Alls á að endurtelja um
43.000 atkvæði úr sýslum Flórída.
Dómarinn Terry Lewis, sem hefur yf-
irumsjón með endurtalningunni,
sagðist vænta þess að henni yrði lokið
í kvöld að íslenskum tíma.
Barátta Als Gores fyrir forseta-
embættinu hefur fengið mikinn byr í
seglin eftir að hæstiréttur komst að
þessari niðurstöðu. Sömuleiðis hefur
andstæðingur hans, George W. Bush,
frambjóðandi repúblikana, orðið fyrir
miklu áfalli en hann og stuðnings-
menn hans höfðu vonast til þess að sjá
myndi fyrir endann á baráttunni um
forsetastólinn, sem þykir orðin æði
langdregin, nú um helgina.
Endurtalning verði stöðvuð
Bush lagði þó ekki árar í bát heldur
krafðist þess að alríkishæstiréttur í
Washington stöðvaði endurtalning-
una umsvifalaust þar til áfrýjun hans
á dómi hæstaréttar Flórída yrði tekin
fyrir.
Kosningastjóri Gores, William Dal-
ey, sagði ákvörðun hæstaréttar Flór-
ída vera „sigur fyrir réttlætið". James
Baker, aðalfulltrúi Bush, sagðist hins
vegar óttast að úrskurðurinn hefði
kjörmennina af Flórídaríki.
Fákafeni 9
Sími 568 2866
Opið í dag frá 13 -17
MORGUNBLAÐIÐ10. DESEMBER 2000