Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 35 Islenska er ekki kúl Enska erkúl, en íslenska erheimóttar- leg, og þess vegna hlýturþað sem er auglýst á ensku að vera flottara en það sem er auglýst á íslensku. M enn hafa af því nokkrar áhyggj- ur hér á landi að enska sé að verða heldur fyrirferð- armikil, ekki síst í ýmsum starfs- greinum á borð við flug og líka í viðskiptum. Munu þess vera_ dæmi að íslensk fyrirtæki á ís- landi sendi íslenskum fjölmiðlum til birtingar auglýsingar á ensku. Það eru sennilega tvær aðal- ástæður fyrir því hvað enska er útbreitt mál á íslandi á sviðum þar sem íslenska ætti að duga. I fyrsta lagi er oft mest um vert að ekki verði VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson misskilning- ur í samskipt- um. Þessi ástæða er til dæmis mikilvæg í flugi, viðskipt- umogvísindum. í öðru lagi skiptir það máli að íslenska er ekki sérlega spenn- andi tungumál í samanburði við enskuna, að margra mati - senni- lega þó aðallega þeirra sem hafa alist upp við íslensku, en kunna hana samt ekki sérlega vel. Það er að segja, íslenska er bara ekki mjög kúlt mál. (Hér með er lagt til að orðið „kúl“ verði tekið upp í íslensku á þeim forsendum að það hagi sér nákvæmlega eins og lýsingarorð- ið „fúlt“. Eitthvað er kúlt, rétt eins og eitthvað er fúlt - en merk- ingin er þó að vísu þveröfug). Ef nánar væri að gáð gæti vel komið í ljós að síðarnefnda ástæðan vegi þyngra en mann grunaði. Fyrst þetta með að forðast þurfi misskilning. Sennilega er það augljósast í samskiptum flug- manna og í samskiptum vísinda- manna. Þýðingar hafa galla. Þær taka tíma - og í flugi er enginn tími aflögu - og þær bjóða upp á mismunandi túlkanir á hugtökum og orðum - sem er fínt í skáld- skap, en í vísindum gildir að vera nákvæmur og mikilvægt að allir séu að meina það sama. Þess vegna getur það beinlínis verið spurning um öryggi að tala ensku fremur en til dæmis ís- lensku. Þessi ástæða fyrir ensku- notkun er meðvituð, og það væri hægt að ráðast gegn henni með reglugerðum og ráðuneytisátaki. Hins vegar alveg spurning hvort slíkt myndi skila árangri. Flugmönnum gæti þótt þeir vera að stofna lífi farþega sinna í voða og vísindamönnum kynni að þykja sem þeir væru beinlínis að fela rannsóknarniðurstöður sínar fyrir öðrum vísindamönnum með því að skrifa þær á íslensku. Það er beinlínis hluti af hinni vísinda- legu aðferð að birta niðurstöður rannsókna til þess að hægt sé að gagnrýna þær. Að skrifa slíkar niðurstöður á íslensku (eða ein- hverju öðru máli sem fáir skilja) gæti því hreinlega staðið vísinda- legum framförum fyrir þrifum. Þannig getur verið fullgild ástæða fyrir því að íslendingar vilji fremur nota ensku en sitt eigið móðurmál. Mætti nefna þetta nytsemisástæðu. En það er önnur ástæða fyrir því að íslendingar láta freistast og nota ensku fremur en ástkæra ylhýra, og sú vegur jafnvel þyngra vegna þess að hún er lík- lega ómeðvituð. Hún er sú, að mörgum íslendingum finnst ís- lenska er ekki nærri eins æsandi og enska. Morgunblaðið greindi frá því um daginn að verslanaeigendur á Islandi sendu stundum íslenskum fjölmiðlum auglýsingar til birt- ingar á ensku. Hvers vegna skyldu verslanaeigendurnir gera þetta? Vegna þess að þeir þekkja kúnnahópinn sinn. Vegna þess að auglýsing á ensku minnir á út- lönd. Vegna þess að enska er kúl, en íslenska er heimóttarleg, og þess vegna hlýtur það sem er auglýst á ensku að vera flottara en það sem er auglýst á íslensku. Þetta atriði vegur sífellt þyngra eftir því sem auglýsingar og markaðssetning verða stærri þáttur í því að selja vöru og þátt- ur vörunnar sjálfrar minnkar. Spurning hvort það að auglýsa vöru á íslensku gæti jafnvel í ein- hverjum tilfellum gert úti um sölumöguleika á henni. (Væri þetta tækt rannsóknarverkefni í markaðssálfræði - eða heitir það viðskiptasálfræði?) Islendingum - og ekki bara ís- lenskum unglingum og fíflurn - hefur löngum þótt eitthvað út- nesjalegt við málið, og þá sér- staklega ýmsar gerðir þess er þrífast utan höfuðborgarsvæðis- ins. Hefur til dæmis jafnvel há- menntuðu fólki þótt mjög fyndið að gera sér upp ýmsa útnesja- framburði sjálfum sér og öðrum til kæti. Vandinn við þessa ástæðu fyrir því að íslendingar vilja stundum nota ensku fremur en íslensku er sá, að það er ekki hægt að bein- línis gera tungumál kúl. Engin auglýsingaherferð, ekkert ráðu- neytisfrumkvæði, engar reglur - ekkert - dugar gegn því dapur- lega hlutskipti íslenskrar tungu að vera ekki spennandi í saman- burði við ensku. Þar af leiðandi er þessi ástæða, sem kalla mál fag- urfræðilega, síst léttvægari og auðveldari viðfangs en nyt- semisástæðan sem nefnd var að ofan. Stundum er sagt að tungumál hafi tvennskonar eðli. Annars vegar sé það samskiptatæki, og hins vegar sé hvert og eitt tungu- mál heimur út af fyrir sig og lykill að sjálfsvitund og heimsmynd þeirra sem erú mæltir á það. Samskiptatækisútskýringin á því hvað tungumál sé á miklu fylgi að fagna nú á tímum. (Það skyldi þó ekki hafa eitthvað með það að gera að hún á sér líklega rætur í ensk-amerískri heimsmynd?) Heimsmyndarútskýringin þykir óþægilega rómantískog bjóða heim þjóðernisrembingi - og það er nokkuð til í því. En hún er einmitt það sem liggur til grundvallar fagurfræði- legu ástæðunni fýrir því að ís- lendingar vilja margir fremur nota ensku en íslensku. Enskan færir manni nýjan heim þar sem er gáfað fólk, flott föt, veðrið er gott og óendanlegt magn til af peningum. Islenskan er gamall staður þar sem allt er á einhvern hátt um fisk. Þetta er ekki beint sanngjörn samkeppni. ALLT ER FERTUGUM FÆRT VALHÚSGÖGN 40 ÁRA Stofnað l.des 1960 - Sigurjón Björnsson prófessor hefur lengi stundað hestaferðir og í þessari bók segir hann frá ferðum sfnum, iýsir reiðleiðum, segir frá náttúrunni, rifjar upp sögur tengdar þeim stöðum sem riðið er um og lýsir stemmningunni meðal samferðamanna og hesta. í bókarlok eni viðtöl við nokkra þekkta hestamenn. Bókin er litprentuð með um 300 Ijósmyndum þar sem sjá má íslenska hestinn við ýmsar aðstæður. Þá er í bókinni fjöldi korta af reiðleiðum. Glæsileg bók fyrir alla unnendur íslenska hestsins www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.