Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 49
DAGBÓK
BRIDS
limsjóii Uuðmundur
Páll Arnarson
ÚTSPILSDOBL austurs á
ásasvari hjálpar sagnhafa
til að fínna bestu spilaleið-
ina í sex hjörtum.
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
*Á54
¥ AK3
♦ D986
* 642
Suður
* KD106
¥ DG9742
♦ Á
+ KD
Vestur Norður Austur Suður
- ltígull Passl hjarta
Pass lgrand Pass 2 tíglar *
Pass 2 hjörtu Pass 4grönd
Pass 5 tíglar** Dobl 6 hjörtu
Pass Pass Pass
* Gervisögn og geimkrafa
(„tvíhleypan").
** Þrír „ásar“ af fimm
(trompkóngurinn er fimmti
ásinn).
Útspil: tígi lfjarki (reglan
er 3/5 og hátt-lágt með
tvispil). Sagnhafi lætur átt-
una úr borði og drepur tíu
austurs með ás. Spilar svo
hjarta á kóng og vestur
hendir kallspili í laufi. Taktu
við.
Það er nú svo. Austur á
fjórlit í hjarta til hliðar við
lengd í tígli. Líkur á því að
vestur sé með spaðagosann
fjórða eða fimmta eru því
umtalsverðar. Austur virð-
ist eiga KGIO í tígli og
kannski er hægt að fella
sjöuna þriðju í vestur og
byggja þar upp úrslitaslag-
inn. Alla vega er rökrétt að
spila tíguldrottningu og sjá
hvað setur:
Nofður
*A54
v AK3
♦ D986
+ 642
Vestur Austur
+ G972 + 83
¥ - ¥ 10865
♦ 7542 ♦ KG103
+ ÁG1087 + 953
Suður
+ KD106
¥ DG9742
♦ Á
+ KD
Austur lætur kónginn og
þú trompar. Ferð svo inn á
hjartaás og spilar tígulníu.
Aftur leggur austur á, þú
trompar, en sjöan kemur
ekki. Hins vegar hefur stað-
an breyst að því leyti að
vestur er nú sá sem valdar
tígulinn - hann á sjöuna yfir
sexu blinds. Sem þýðir að
hann þolir ekki þrýstinginn
þegar þú tekur nú öll
trompin. Vestur neyðist til
að henda tígulsjöunni eða
frá gosanum fjórða í spaða.
Þetta heitir á fagmáli yfir-
færsluþvingun.
Jú, jú; vissulega gat aust-
ur hnekkt slemmunni með
því að láta lítinn tígul í
fyrsta slaginn, en hvernig
átti hann að sjá að suður
væri með ásinn blankan en
ekki Á2?
Árnað heilla
70
ÁRA afmæli. Á
morgun, mánudag-
inn 11. desember verður
sjötugur Trausti Gestsson,
Búðavegi 45a, Fáskrúðs-
firði. Hann er að heiman á
afmælisdaginn.
LjósmySigríður Bachmann
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 26. ágúst sl. í Dóm-
kirkjunni af sr. Birni Sveini
Björnssyni Anna Dís
Bjarnadóttir og Jóhann
Stefánsson. Heimili þeirra
er að Galtalind 15, Kópa-
vogi.
Ljósmynd/Bonni
BRÚÐKAUP. Hinn 26.
ágúst síðastliðinn voru gefin
saman í Víðistaðakirkju af
sr. Pálma Matthíassyni
Guðbjörg Ágústsdóttir og
Jón Gunnar Ólason. Brúð-
armey var Indíana Rut
Jónsdóttir.
Myndrún ehf./Rúnar Þór
BRÚÐKAUP. Hinn 1. des-
ember sl. voru gefin saman í
Akureyrarldrkju Hólmfríð-
ur Björk Pótursdóttir og
Þorvaldur Örn Arnarson.
Heimili þeirra er á Greni-
völlum 24 á Akureyri.
SKÁK
Umsjón llelgi Áss
Grótarsson
HEIMSMEISTARAMÓT
FIDE fer fram í Nýju-Delhí
á Indlandi. Án efa hafa
heimamenn miklar vænting-
ar um að stjarna þeirra,
Vishy Anand, vinni keppn-
ina. Þeir hafa þó á að skipa
fleiri sterkum skákmönnum.
Einn þeirra er hinn korn-
ungi stórmeistari Krishnan
Sasikirian (2.573).
I stöðunni hafði
hann hvítt gegn
zambíska alþjóð-
lega meistaranum
Amon Simutowe
(2.322) 34. Bb4!
Hb3 35. Dxb3
Dxb3 36. Bxd6
cxd6 37. Hc7+
Kh6 38. Hxb7
Hvitur hefur
hartnær unnið tafl
þó að hann hafi
einungis hrók og
biskup fyrir
drottningu. Peð
hans verða svört-
um ofviða en í lokin kemur
upp skemmtilegt mátstef.
38. ...Db4 39. Hxb6 f5 40.
Hb8 Da5 41. Hc8 Db4 42.
Hc6 g5 43. b6 f4 44. gxf4
gxf4 45. exf4 Kh5 46. Be2+
Kh4 47. Hc8 Del+ 48. Bfl
Dbl 49. Hg8 Dxb6 50. Be2
Dbl+ 51. Kh2 Db8 52. Hg5!
Hvítur varð að hafa allan
varann á þar sem eftir 52.
Hxb8 er svartur patt! 52.
...De8 53. Hh5+ og svartur
gafst upp enda staða hans
vonlaus eftir 53. ...Dxh5 54.
Bxh5 Kxh5 55. Kg3.
UOÐABROT
MORGUNBLAÐIÐ birtir
tilkynningar um afmæli,
brúðkaup, ættarmót og
fleira lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Tilkynning-
ar þurfa að berast með
tveggja daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudagsbiað.
Samþykki afmælisbarns
þarf að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og síma-
númer. Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða sent á
netfangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
ELLIKVÆÐI
1 æsku in unga kæra
um erindi nokkur beiddi mig,
lézt hún vilja læra
og lesa fjTÍr þeim, sem bæði sig.
Skemmra þykir, nær skemmtir nokkur í húmi
eða þá væna veigagátt
um vetrarnátt
vakandi liggur í rúmi.
Nær á mann stríðir elli
(ungir mega þar þenkja á),
flesta trúi eg hún felli,
þótt fordild nokkur þyki á.
Augnaráðið, afl, sem heyrn og minni,
skekur hún þetta skötnum frá,
en skapar þeim þrá,
þögn og þunglegt sinni...
Jón Hallsson.
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hrókur alls fagnaðar
og allir vilja vera nálægt þér.
Mundu að hóf er best á
hverjum hlut.
Hrútur
(21,mars-19. apríl)
Vinsældir þínar í einkaiífi og
starí! eru miklar um þessar
mundir og allir vilja hafa þig
með. Njóttu þess en gieymdu
þó ekki þínum nánustu.
Naut
(20. apríl - 20. maí) F*
Þú ert áhugalaus og hefur
enga burði til að leysa málin.
Hafðu ekki sektarkennd
heldur safnaðu kröftum og
vertu heill í því sem þú gerir.
Tvíburar t
(21. maí - 20. júní) AA
Haltu athygli þinni vakandi
gagnvart hverju smáatriði
því margt smátt gerir eitt
stórt. Þótt hægt gangi muntu
sjá fljótt fyrir endann á verk-
inu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur lengi ætlað að koma
málum þínum á framfæri er,
hefur ekki haft tækifæri til
þess. Hafðu ekki áhyggjur
því tíminn vinnur með þér.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Þú nýtur velgengni á öllum
sviðum því þú leggur mikinn
metnað í allt sem þú tekur
þér fyrir hendur. Þú upp-
skerð virðingu annarra fyrir
vikið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) <B(L
Fólk hlustar á þig ef þú notar
jákvæða gagnrýni. Það veit
að þú ert réttsýnn og traust-
ur og mun leggja sig fram við
að gera sitt besta.
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur vanrækt heimilis-
störfin og þarft að taka þér
tak og taka til hendinni.
Gefðu þér líka tíma til að eiga
samverustundir með fjöl-
skyldunni.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Nú skiptir öllu að huga að
heilsufarinu og gæta hófs í
mat og drykk. Bættu úr
þessu og sjáðu líka til þess að
þú fáir næga hreyfingu.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.)
Þú átt gott með að greina
kjarnann frá hisminu og með
góðra manna hjálp tekst þér
að leysa mál sem hefur hvflt
á þér. Til hamingju.
Steingeit ^
(22. des. -19. janúar) 4HP
Ef þú freistast til þess að
skipta þér af annarra málefn-
um skaltu ekki búast við því
að geta sinnt eigin skyldum á
meðan. Farðu því varlega.
Vatnsberi , .
(20. jan. -18. febr.) CSvl
Forðastu að lenda í þeirri að-
stöðu að þurfa að taka af-
stöðu með einum eða öðrum.
Reyndu að miðla málum á
fordómalausan hátt.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur safnað að þér upp-
lýsingum og getur nú farið að
vinna úr þeim. Eitthvað á eft-
ir að koma þér á óvart en
láttu það ekki trufla þig.
Síjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Flottur
dömufatnaður
Vissir þú aö viö eigum ótrúlegt úrval af
dömufatnaði
Lítil og stór númer.
Það borgar sig að heimsækja okkur
LINDIN
tískuverslun, Eyravegi 7,
____Selfossi, s. 482 1800._
GLesilegt úrval
afsamkvæmiskjólum
Ný sending
Allir jylgihlutir
Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680.
Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14.
susettum
Udunru
tískuverslun
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
Opið
daglega frá kl. 10—18,
laugard. frá kl. 10—16.