Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vetrarbolti á Húsavík UNGIR knattspyrnumenn á Húsa- vík sýndu bæði keppnisskap og knatttækni í blárri og naumri dag- skímunni, þegar þeir brugðu sér í vetrarfótbolta í frímínútum á dög- unum. Boltinn sveif sem máni á himni, á meðan st rákarnir biðu þess að skalla hann i netið um leið og tunglið lækkaði á lofti. SA segir heimildir um kaup- rétt þrengri SAMTÖK atvinnulífsins (SA) hafa sent efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, þar sem vakin er athygli á reglum, sem ríkisskattstjóri setti í júlí og þrengja heimildir laga um kauprétt starfsmanna á hlutabréfum í fyrirtækjum. Samtökin segja að í reglunum svífi andi launakerfa opinberra starfs- manna yfir vötnum og þær komi í veg fyrir að starfsmönnum, sem skara fram úr vegna hæfni, getu, frumkvæðis, ástundunar eða hug- myndaauðgi, sé umbunað sérstak- lega með hærri kaupréttarsamningi en öðrum. Þá leggjast samtökin gegn þeirri breytingu, sem lögð er til í stjórnarfrumvarpi, að ekki verði hægt að safna upp rétti til kaupa á hlutabréfum samkvæmt kauprétti á milli ára. Náðugt hjá Vega- gerðinni ÓVENJULEG tíð hefur verið á Vestfjörðum það sem af er vetri og Vegagerðin haft það náðugt. Geir Sigurðsson rekstrarstjóri segir að ástandið sé nokkuð sérstakt. „Það hafa reyndar á undanförnum árum komið snjóléttir vetur og þetta er reyndar að gerast oftar á síðustu ár- um,“ segir Geir. Núna eru allir vegir opnir á Vest- fjörðum. Hægt er að aka Vestfjarða- hringinn sem er óvenjulegt á þessum tíma árs. Geir segir að þetta hafi í för með sér mikinn sparnað fyrir Vega- gerðina. Hann segir að snjór hafi verið á fjallvegum í byrjun septem- ber en síðan ekki söguna meir. Morgunblaðið/RAX Níu Islendingar jafngamlir öldinni ALDAMÓTABÖRNIN 1900 fagna hundrað ára afmæli í ár. Þetta fólk hefur fylgt öldinni skref fyrir skref og man tímana tvenna; breytingar á lífsháttum og stjdrnarfari, styrj- aldir og gríðarlegar tækniframfarir svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt tölum þjdðskrárinnar eru níu núlifandi íslendingar jafngamlir öldinni og sautján eru eldri en 100 ára. Karla elstur er Helgi Símonarson, bdndi á Þverá. Helgi er fæddur 13. september 1895 og er því 105 ára. Þdrdís Þorkelsddttir er elst ís- lenskra kvenna, rúmum mánuði yngri en Helgi, fædd 26. oktdber 1895. Svava Oddsddttir í Stykkishdlmi er ein þeirra sem náð hafa háum aldri en Svava hélt upp á hundrað ára afmælið sitt á miðvikudag ásamt Qölskyldu sinni á St. F ransiskus-spítalan- um í Stykkishdlmi þar sem hún hefur dvalið síðustu ár. Aíinælis- barnið hefur búið í Stykkishdlmi alla sfna tíð þar sem hún og eiginmaður hennar, Sigurður Jdnasson, létu að sér kveða í kaupmennsku og ráku m.a. Bdkaversl- un Jdns Eyjólfssonar allt til ársins 1980 en þá var Svava orðin áttræð. Þau hjdn eignuðust þrjú börn og er eitt barna þeirra, Ingveldur, á lífi og býr í Hdlminum. Svava Oddsddttir fagnaði aldarafmæli á miðvikudag. Oljós tengsl ofbeldis og efnis í sjónvarpi ERFITT er að sýna fram á orsakatengsl milli of- beldis í sjónvarpi og of- beldishegðunar, en þó má leiða líkur að því að þeir sem horfa mikið á slíkt efni geti verið lík- legri til að gera sig seka um ofbeldi, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Júlíusar Grétarssonar, prófessors í sálarfræði við Háskóla Islands. í Morgunblaðinu á fimmtudag var greint frá því að tyrknesk eftirlitsyf- irvöld ljósvakamiðla hefðu ákveðið að refsa sjónvarpsstöð með eins dags útsendingarbanni vegna sýningar á þætti úr japönsku teiknimyndaröð- inni um Pokémon-verurnar. Var það rökstutt með tilvísun í skýrslu þar sem fullyrt er að þættirnir ýti undir ofbeldi meðal barna. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi mikið verið rætt um það hvort ofbeldi í sjón- varpi leiddi til ofbeldis. Niðurstaðan væri óljós vegna þess að erfitt væri að meta áhrifin og ákvarða orsakasam- hengi, t.a.m. hvort það væru ekki fyrst og fremst ofbeldismenn sem sæktu í ofbeldis- efni. Góðar rannsóknir sýndu veika fylgni í þessum efnum, en síðan væru aðrar rannsóknir sem sýndu jafnvel að fólk yrði rólegra eftir sýningu á ofbeldisefni. Þær rannsóknir hefðu að vísu verið kost- aðar af stóru bandarísku sjónvarps- stöðvunum og það kastaði rýrð á þær. Sigurður segir að fólk vilji gjaman benda á einhvern ákveðinn sökudólg í þessum efnum, en það sé mjög erf- itt. Hann segir að menn verði að meta þetta á öðrum forsendum en sálfræðilegum eingöngu. Deilur vegna Kárahnjúkavirkjunar til umfjöllunar á fréttavef CNN-sjónvarpsstöðvarinnar Talsmaður WWF segir möguleika á verndun há- lendisins hafa stóraukist LANDSVIRKJUN hyggst stífla 11 ár og þverár og mynda 57 km miðl- unarlón sem veit á ógæfu fyrir vaxtarstað lífríkis, að því er fram kom á fréttavef bandarísku frétta- sjónvarpsstöðvarinnar CNN nýver- ið. Þar segir að umhverfisverndar- sinnar sjái fyrir sér hinar hefð- bundnu afleiðingar stíflugerðar; flóð í dölunum umhverfis Kára- hnjúkasléttuna, brotthvarf hrein- dýra og gæsa og greftrun vatns- falla og þess gróðurlendis sem fyrir er. Fréttin sem birtist á undirsíð- unni CNN Nature er unnin af um- hverfisfréttastofunni ENN (Envir- onmental News Network) og skrifuð af blaðamanninum Tony Snape í Brussel. Hann skrifar að hin umdeildu áform Landsvirkjun- ar hafi orðið kveikjan að stofnun ýmissa óháðra samtaka á Islandi og málflutningur þeirra hafi þegar vakið athygli. „Síðan í september hafa mögu- leikar á því að vernda hálendi Is- lands stóraukist á nýjan leik,“ er haft eftir Peter Prokosch, stjórn- anda verkefnis umhverfissamtak- anna World Wide Fund For Nat- ure (WWF), um náttúru norður- heimskautsins. „Stjórnvöld hafa nú í fyrsta sinn lagt til stofnun þjóð- garðs, en þeirri hugmynd hefur WWF reynt að koma á framfæri um sjö ára skeið,“ segir Prokosch. í fréttinni er lýst áformum um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og tilheyrandi framkvæmdir og skýrt frá því að linnulaus gagnrýni um- hverfisverndarsamtaka hafi skilað sér í því að Kárahnjúkavirkjun gangist nú undir mat á umhverfis- áhrifum, en í fyrra hafi einmitt ver- ið fallið frá viðlíka áformum í ná- grenninu og er þar vísað til áforma um Fljótsdalsvirkjun og gerð miðl- unarlóns á Eyjabökkum. Segir í fréttinni að nú snúist baráttan um að stöðva fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Lýst er í fréttinni þeim áformum stjórnvalda að hvetja til uppbygg- ingar stóriðju á Austurlandi í því skyni að hægja á fólksflótta til höf- uðborgarsvæðisins. Aukin atvinnu- tækifæri séu liður í þeim áformum, ekki síst eigi það við unga fólkið. Þá kemur fram að Norsk Hydro og félag íslenskra fjármálastofn- ana, sem saman hyggist standa að byggingu álversins í Reyðarfirði, sjái fyrir sér góða arðsemi af fyrir- tækinu, gangi eftir spár sérfræð- inga um aukna eftirspurn eftir áli á heimsmarkaði. Skýrt er frá því að Landsvirkjun selji um 90% allrar raforku í land- inu og leiti nú leiða til að útvíkka starfsemi sína. Fyrirtækið bjóði mjög ódýra orku, eða 2 sent per kílóvattstund, en hún kosti 4 sent í Bandaríkjunum og 7 sent í Kanada. Haft er eftir upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, Þorsteini Hilmars- syni, að hann viðurkenni að hann sjái ekki fyrir sér hvernig íslend- ingar eigi að íýlla þau 500 störf sem skapast verði álverið að veru- leika. Atvinnuleysi á íslandi sé að- eins um 2% og álverið verði því að reiða sig á erlent vinnuafl, að sögn Þorsteins. í lok fréttarinnar gagnrýnir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsam- tökum íslands þann stutta tíma sem ætlaður sé í umhverfismat vegna virkjunarinnar. Eftir Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra er hins vegar haft að ákvörðun um hvort leyfa skuli framkvæmdir verði tekin sjálfstætt, óháð hags- munum Landsvirkjunar. „Það er mér mjög mikilvægt að almenningi sé veittur aðgangur að umhverfismatsvinnunni frá upp- hafi. Umhverfið er samheiti fyrir mannfólkið, dýrin, plöntur, loftslag- ið, heilsu, vinnu og efnishyggju," er haft eftir ráðherranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.