Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 2

Morgunblaðið - 10.12.2000, Page 2
2 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vetrarbolti á Húsavík UNGIR knattspyrnumenn á Húsa- vík sýndu bæði keppnisskap og knatttækni í blárri og naumri dag- skímunni, þegar þeir brugðu sér í vetrarfótbolta í frímínútum á dög- unum. Boltinn sveif sem máni á himni, á meðan st rákarnir biðu þess að skalla hann i netið um leið og tunglið lækkaði á lofti. SA segir heimildir um kaup- rétt þrengri SAMTÖK atvinnulífsins (SA) hafa sent efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt, þar sem vakin er athygli á reglum, sem ríkisskattstjóri setti í júlí og þrengja heimildir laga um kauprétt starfsmanna á hlutabréfum í fyrirtækjum. Samtökin segja að í reglunum svífi andi launakerfa opinberra starfs- manna yfir vötnum og þær komi í veg fyrir að starfsmönnum, sem skara fram úr vegna hæfni, getu, frumkvæðis, ástundunar eða hug- myndaauðgi, sé umbunað sérstak- lega með hærri kaupréttarsamningi en öðrum. Þá leggjast samtökin gegn þeirri breytingu, sem lögð er til í stjórnarfrumvarpi, að ekki verði hægt að safna upp rétti til kaupa á hlutabréfum samkvæmt kauprétti á milli ára. Náðugt hjá Vega- gerðinni ÓVENJULEG tíð hefur verið á Vestfjörðum það sem af er vetri og Vegagerðin haft það náðugt. Geir Sigurðsson rekstrarstjóri segir að ástandið sé nokkuð sérstakt. „Það hafa reyndar á undanförnum árum komið snjóléttir vetur og þetta er reyndar að gerast oftar á síðustu ár- um,“ segir Geir. Núna eru allir vegir opnir á Vest- fjörðum. Hægt er að aka Vestfjarða- hringinn sem er óvenjulegt á þessum tíma árs. Geir segir að þetta hafi í för með sér mikinn sparnað fyrir Vega- gerðina. Hann segir að snjór hafi verið á fjallvegum í byrjun septem- ber en síðan ekki söguna meir. Morgunblaðið/RAX Níu Islendingar jafngamlir öldinni ALDAMÓTABÖRNIN 1900 fagna hundrað ára afmæli í ár. Þetta fólk hefur fylgt öldinni skref fyrir skref og man tímana tvenna; breytingar á lífsháttum og stjdrnarfari, styrj- aldir og gríðarlegar tækniframfarir svo nokkuð sé nefnt. Samkvæmt tölum þjdðskrárinnar eru níu núlifandi íslendingar jafngamlir öldinni og sautján eru eldri en 100 ára. Karla elstur er Helgi Símonarson, bdndi á Þverá. Helgi er fæddur 13. september 1895 og er því 105 ára. Þdrdís Þorkelsddttir er elst ís- lenskra kvenna, rúmum mánuði yngri en Helgi, fædd 26. oktdber 1895. Svava Oddsddttir í Stykkishdlmi er ein þeirra sem náð hafa háum aldri en Svava hélt upp á hundrað ára afmælið sitt á miðvikudag ásamt Qölskyldu sinni á St. F ransiskus-spítalan- um í Stykkishdlmi þar sem hún hefur dvalið síðustu ár. Aíinælis- barnið hefur búið í Stykkishdlmi alla sfna tíð þar sem hún og eiginmaður hennar, Sigurður Jdnasson, létu að sér kveða í kaupmennsku og ráku m.a. Bdkaversl- un Jdns Eyjólfssonar allt til ársins 1980 en þá var Svava orðin áttræð. Þau hjdn eignuðust þrjú börn og er eitt barna þeirra, Ingveldur, á lífi og býr í Hdlminum. Svava Oddsddttir fagnaði aldarafmæli á miðvikudag. Oljós tengsl ofbeldis og efnis í sjónvarpi ERFITT er að sýna fram á orsakatengsl milli of- beldis í sjónvarpi og of- beldishegðunar, en þó má leiða líkur að því að þeir sem horfa mikið á slíkt efni geti verið lík- legri til að gera sig seka um ofbeldi, samkvæmt upplýsingum Sigurðar Júlíusar Grétarssonar, prófessors í sálarfræði við Háskóla Islands. í Morgunblaðinu á fimmtudag var greint frá því að tyrknesk eftirlitsyf- irvöld ljósvakamiðla hefðu ákveðið að refsa sjónvarpsstöð með eins dags útsendingarbanni vegna sýningar á þætti úr japönsku teiknimyndaröð- inni um Pokémon-verurnar. Var það rökstutt með tilvísun í skýrslu þar sem fullyrt er að þættirnir ýti undir ofbeldi meðal barna. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi mikið verið rætt um það hvort ofbeldi í sjón- varpi leiddi til ofbeldis. Niðurstaðan væri óljós vegna þess að erfitt væri að meta áhrifin og ákvarða orsakasam- hengi, t.a.m. hvort það væru ekki fyrst og fremst ofbeldismenn sem sæktu í ofbeldis- efni. Góðar rannsóknir sýndu veika fylgni í þessum efnum, en síðan væru aðrar rannsóknir sem sýndu jafnvel að fólk yrði rólegra eftir sýningu á ofbeldisefni. Þær rannsóknir hefðu að vísu verið kost- aðar af stóru bandarísku sjónvarps- stöðvunum og það kastaði rýrð á þær. Sigurður segir að fólk vilji gjaman benda á einhvern ákveðinn sökudólg í þessum efnum, en það sé mjög erf- itt. Hann segir að menn verði að meta þetta á öðrum forsendum en sálfræðilegum eingöngu. Deilur vegna Kárahnjúkavirkjunar til umfjöllunar á fréttavef CNN-sjónvarpsstöðvarinnar Talsmaður WWF segir möguleika á verndun há- lendisins hafa stóraukist LANDSVIRKJUN hyggst stífla 11 ár og þverár og mynda 57 km miðl- unarlón sem veit á ógæfu fyrir vaxtarstað lífríkis, að því er fram kom á fréttavef bandarísku frétta- sjónvarpsstöðvarinnar CNN nýver- ið. Þar segir að umhverfisverndar- sinnar sjái fyrir sér hinar hefð- bundnu afleiðingar stíflugerðar; flóð í dölunum umhverfis Kára- hnjúkasléttuna, brotthvarf hrein- dýra og gæsa og greftrun vatns- falla og þess gróðurlendis sem fyrir er. Fréttin sem birtist á undirsíð- unni CNN Nature er unnin af um- hverfisfréttastofunni ENN (Envir- onmental News Network) og skrifuð af blaðamanninum Tony Snape í Brussel. Hann skrifar að hin umdeildu áform Landsvirkjun- ar hafi orðið kveikjan að stofnun ýmissa óháðra samtaka á Islandi og málflutningur þeirra hafi þegar vakið athygli. „Síðan í september hafa mögu- leikar á því að vernda hálendi Is- lands stóraukist á nýjan leik,“ er haft eftir Peter Prokosch, stjórn- anda verkefnis umhverfissamtak- anna World Wide Fund For Nat- ure (WWF), um náttúru norður- heimskautsins. „Stjórnvöld hafa nú í fyrsta sinn lagt til stofnun þjóð- garðs, en þeirri hugmynd hefur WWF reynt að koma á framfæri um sjö ára skeið,“ segir Prokosch. í fréttinni er lýst áformum um byggingu Kárahnjúkavirkjunar og tilheyrandi framkvæmdir og skýrt frá því að linnulaus gagnrýni um- hverfisverndarsamtaka hafi skilað sér í því að Kárahnjúkavirkjun gangist nú undir mat á umhverfis- áhrifum, en í fyrra hafi einmitt ver- ið fallið frá viðlíka áformum í ná- grenninu og er þar vísað til áforma um Fljótsdalsvirkjun og gerð miðl- unarlóns á Eyjabökkum. Segir í fréttinni að nú snúist baráttan um að stöðva fyrirhugaðar fram- kvæmdir við Kárahnjúkavirkjun. Lýst er í fréttinni þeim áformum stjórnvalda að hvetja til uppbygg- ingar stóriðju á Austurlandi í því skyni að hægja á fólksflótta til höf- uðborgarsvæðisins. Aukin atvinnu- tækifæri séu liður í þeim áformum, ekki síst eigi það við unga fólkið. Þá kemur fram að Norsk Hydro og félag íslenskra fjármálastofn- ana, sem saman hyggist standa að byggingu álversins í Reyðarfirði, sjái fyrir sér góða arðsemi af fyrir- tækinu, gangi eftir spár sérfræð- inga um aukna eftirspurn eftir áli á heimsmarkaði. Skýrt er frá því að Landsvirkjun selji um 90% allrar raforku í land- inu og leiti nú leiða til að útvíkka starfsemi sína. Fyrirtækið bjóði mjög ódýra orku, eða 2 sent per kílóvattstund, en hún kosti 4 sent í Bandaríkjunum og 7 sent í Kanada. Haft er eftir upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, Þorsteini Hilmars- syni, að hann viðurkenni að hann sjái ekki fyrir sér hvernig íslend- ingar eigi að íýlla þau 500 störf sem skapast verði álverið að veru- leika. Atvinnuleysi á íslandi sé að- eins um 2% og álverið verði því að reiða sig á erlent vinnuafl, að sögn Þorsteins. í lok fréttarinnar gagnrýnir Árni Finnsson hjá Náttúruverndarsam- tökum íslands þann stutta tíma sem ætlaður sé í umhverfismat vegna virkjunarinnar. Eftir Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra er hins vegar haft að ákvörðun um hvort leyfa skuli framkvæmdir verði tekin sjálfstætt, óháð hags- munum Landsvirkjunar. „Það er mér mjög mikilvægt að almenningi sé veittur aðgangur að umhverfismatsvinnunni frá upp- hafi. Umhverfið er samheiti fyrir mannfólkið, dýrin, plöntur, loftslag- ið, heilsu, vinnu og efnishyggju," er haft eftir ráðherranum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.