Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Jólaskreytingameistarinn í Hlyngerði kominn á stjá: Konan skammaði Það er alveg ótrúlegt aö þegar Ólat'ur Ragnar forseti handleggs- brotnaði felldi Dorrit tár en kon-* an mín skammaöi mig og hann, var fluttur með þyrlu en ég þurftU Þú getur sko alveg hætt að láta þig detta svona, góði. Þú færð hvorki tár né þaðan af síð- ur að ég kalli á þyrlu, þú ert enginn Ólafur Ragnar forseti. ^rífandi hvernig sem á þær er li NSDV-55 Samanstendur af DVD spilara, útvarpi og dolby digital magnara. > Spilar alla diska: C0 - CDR - CDWR - DVO • Magnari 5x40W RMS • 1x50 djúpbassi • DTS Digital Surround í ’ i I • Dolby digital 5.1 útg. • Meiri tengimöguleikar Verð 119.900 stgr Verölaun og prúfútkoma: UK - What Hi-Fi? tæknitímarit: //1 já>ntœLi ársins 2000 - 2001 NSF-10 NS-9 Hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvfsklptur hátalari (2 way) • Djúpbassi Verð 59.900 Hljómflutningstæki • 2x50W RMS-útvarpsmagnari með 24 stöðva minni • Einn diskur • Aðskilinn bassi og diskant • Stafræn tenging • Tvískiptur hátalari (2 way) • Djúpbassi • Hátalarar líka til í rðsavlð Verð 64.900 stgr Lfttu viíf f glæsiíegri hljómtcekjadeild okkar að Lágmúla 8 og rœddu við sölumenn. Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Hjálpræðisherinn á Akureyri Setur út jólapott- inn eftir helgi NU EFTIR helgina verður tekið á móti beiðnum um fjárhagsaðstoð hjá Hjálp- ræðishernum á Akureyri. Erlingur Níelsson, starfs- maður Hjálpræðishersins, sinnir þeim beiðnum ásamt fleiri starfsmönnum hersins. Hann var spurður hvort mikið væri um hjálp- arbeiðnir til Hjálpræðis- hersins á Akureyri. „Við eigum von á að það verði fyrir þessi jól. Reynslan hefur sýnt okk- ur að þörfin fyrir fjárhags- lega aðstoð hefur aukist að undanförnu og þetta ger- ist þrátt fyrir mikið tal um góðæri í landinu. Við vor- um með fataúthlutun í sl. viku og höfðum opið hús þannig að þeir sem þurfandi voru fyrir fatnað gátu valið sér það sem hentaði og til var.“ - Hversu háan fjárstuðning getið þið veitt skjólstæðingum ykkar? „Hvað verður veitt fer eftir því hvað inn kemur í jólapottinn og við setjum hann út núna eftir helgi og sjáum svo til hversu rausnarlegt fólk verður. Stefnt er að því að úthluta í kringum 20. desember og þá sjáum við hversu margar umsóknir hafa borist og hvað hægt er að hjálpa hverjum og einum. Fyrirtæki hér í bænum hafa verið mjög hjálpleg við okk- ur undanfarin ár svo við gætum sinnt þessu hjálparstarfi og St. Georgsgildið hefur gefið rausnar- legar upphæðir í þessa söfnun undanfarin ár.“ -Eruð þið með annars konar fjáröflun? „Fjáröflun okkar byggist mest á framlögum í jólapottinn auk þess sem við höfum fengið föst framlög eins og fyrr gat frá ýms- um fyrirtækjum." - Rekur Hjálpræðisherinn um- fangsmikla starfsemi á Akureyri? „Já, hún er nokkuð umfangs- mikil og myndarleg, sérstaklega á barna- og unglingasviðinu. Það er þó nokkuð mikið af krökkum og unglingum sem sækja fundi hér. Við erum bæði með sunnu- dagaskóla og krakkaklúbb sem við nefnum Örkina hans Nóa. Annan klúbb erum við með fyrir eldri krakka sem við köllum Mannakorn og svo tvo klúbba fyr- ir yngri og eldri unglinga." - Hvað með húsnæðisaðstoð? „Það eru nokkuð mörg ár síðan við seldum gistihúsið sem við rák- um hér, það var um 1980, og síðan höfum við ekki verið með aðstoð afþvítagi.“ - Er ekki þörf á slíku að þínu mati? „Nei, ég held að þörfin sé ekki fyrir hendi hér á Akureyri. Að- stæður hér eru talsvert aðrar en í Reykjavík. Við höfum t.d. reynt að hafa opið hús á aðfangadags- kvöld eins og tíðkast hjá Hjálp- ræðishemum í Reykjavík en að- sókn hjá okkur var engin. Það erum við ánægðir með ___________ hér, það sýnir að Akur- eyri nýtur þess að vera lítið bæjarfélag þar sem fólk veit hvað af öðru og menn sitja ekki einir á aðfanga- dagskvöld." "" -Hvert er þá höfuðviðfangs- efni ykkar hjá Hjálpræðishernum á Akureyri? „Höfuðviðfangsefnið er að út- breiða fagnaðarerindið um Jesú Krist með ýmsu móti. Jafnframt því að reyna að koma til móts við fólk með ýmiss konar aðstoð. Við erum með fatamarkað hér sem Erlingur Níelsson ► Erlingnr Nielsson fæddist á Akureyri 5. febrúar 1962. Hann lauk prófi eftir almennt nám frá Foringjaskóla Hjálpræðishersins 1983 í Ósló og hefur starfað hjá Hjálpræðishernum á Akureyri, á fsafirði og í Reykjavík frá þeim túna. Nú er hann starfsmaður í bama- og æskulýðsdeild Hjálp- ræðishersins á Akureyri. Erling- ur er kvæntur Ann Merethe Jakobsen sem stundar hjúkrun- araám við Háskólann á Akur- eyri. Þau eiga fjögur börn. Stór hluti skjólstæð- inga okkar er ungir foreldrar opinn er einu sinni í viku og þar seljum við föt á mjög vægu verði. Mjög margir nýta sér þetta.“ - Hvaðan fáiðþið fötin? „Þau fáum við frá fólki í bænum og úr sveitunum í nágrenninu.“ - Hvað með matarúthlutun fyr- irjólin? „Nei, eina úthlutunin sem við erum með er peningaúthlutun en þó hafa stundum fylgt matargjaf- ir sem við höfum fengið frá fyrir- tækjum i bænum og reyndar hef- ur einn einstaklingm-, ágætur maður hér í bæ, komið með úr- beinuð hangikjötslæri sem hann biður okkur jafnan að koma í rétt- ar hendur.“ -Hvers vegna heldur þú að beiðnir verði fieiri núna en endra- nær? „Það er margt sem bendir til að margir búi við léleg kjör og þurfi á aðstoð að halda til að geta veitt sér og sínum gleðileg jól. Því er ekki að neita að kröfurnar sem við gerum aukast alltaf og það hefur að sjálfsögðu áhrif á þessa þörf. En stór hluti skjólstæðinga okkar er ungt fólk sem á börn og þar er oft ákaflega þröngt í búi. Þetta getur stafað af atvinnu- leysi, veikindum að sjálfsögðu og sumir skjólstæðingar okkar eru einstæðir og hafa fyrir mörgum börnum að sjá.“ - Hefur Hjáipræðisherinn miklu hiutverki að gegna í bæjar- lífi Akureyrar? „Já, ég held að hann hafi tals- verðu hlutverki að gegna. Það fer svolítið eftir því hvernig okkur tekst að rækta þetta hlutverk okkar. Við er- um öll af vilja gerð og reynum að setja svip á bæinn okkar og láta gott af okkur leiða.“ - Hvað á herinn ....... langa sögu á Akureyri? „Árin eru orðin 96. Hjálpræðis- herinn kom hingað 1904 frá Reykjavík, en þangað kom hann 1895. Virkir heimenn í Hjálpræð- ishernum á Akureyri eru á bilinu tíu til tólf en þar fyrir utan eru margir félagar í kvennahreyfing- um hersins sem vinna gott og óeigingjarnt starf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.