Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 46
46 SUNNUÐAGUR 10. DESEMBER 2000
*--------------------------
MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Grettir
Ljóska
Ferdinand
Smáfólk
Þakkargjöröarhátíðin er
liðin, sagði ég.. þið getið
komið út núna..
'5______________________
I 5AIRTHANK56IVIN6
15 OVER..VOU CAN
COME OUT NOU)..
—
Við viljum ekki
„blindflug“
Opið bréf til Flugfélags
Islands og stjórnvalda
Frá íbúum á Austur-Héraði:
UNDIRRITAÐIR íbúar á Austur-
Héraði taka heilshugar undir orð
Sigrúnar Theódórsdóttur í grein
hennar „Blindflug" er birtist í Mbl.
30.112000.
Við teljum að með þessum sífelldu
hækkunum á innanlandsflugi sé verið
að gera okkur sem búum utan Stór-
Reykjavíkursvæðisins og þurfum að
treysta á flug enn erfiðara fyrir. Það
duga ekki lengur rök þeirra sem
halda því fram að allir vijji búa í
Reykjavík. Með tilkomu Islandsflugs
í innanlandsfluginu lækkuðu fargjöld
umtalsvert og gerðu öllum kleift að
fljúga þegar þeim hentaði á viðráðan-
legu verði. Sá kostur sem skapaðist
með ódýrum samgöngum opnaði
mörgum leið að velja sér búsetu sem
annars hefði ekki verið í myndinni.
Eftir að Flugfélag íslands komst í
einokunaraðstöðu á ný stóð ekki á
hækkunum þrátt fyrir að forsvars-
menn þess félags hefðu lýst því yfir að
um umtalsverðar hækkanir yrði ekki
að ræða.
Búseta á landsbyggðinni á að vera
raunverulegur valkostur. Það er ekki
neitt lögmál að allir flytji suður. Stað-
reyndin er sú að fólk vill búa úti á
landi. Hækkun flugfargjalda er at-
laga að þessu fólki. Það er í fullkomnu
ósamræmi við yfirlýsta stefnu ríkis-
stjórnarinnar í byggðamálum um að
jafna aðstöðu og styrkja búsetu á
landsbyggðinni að auka álögur á þá
sem búa lengst frá höfuðborgarsvæð-
inu með aukinni skattlagningu á sam-
göngur og flutninga.
Við skorum á stjómvöld að láta
ekki lengur sitja við orðin tóm í
byggðamálum.
Berta A Tulinius
Pálína Þorgilsdóttir
Eygló P. Sigurvinsdóttir
Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir
Vigfús Ingvar Ingvarsson
J. Sigrún Einarsdóttir
Börkur Vígþórsson
Helgi Halldórsson
Hjalti H. Þorkelsson
Einar Rafn Haraldsson
Bima Bjömsdóttir
Gyða Guttormsdóttir
Sigurbjörg Kristjánsdóttir
Sigurveig Halldórsdóttir
Sigríður Friðný Halldórsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir
Karen Erla Erlingsdóttir
Málfríður Hannesdóttir
Erla Ingadóttir
Laufey Eiríksdóttir
Sigurborg Sigurðardóttir
Elva Rún Klausen
Lillý Viðarsdóttir
Ami J. Óðinsson
Dagur Emilsson
Ingibjörg Jóhanna Jónsdóttir
Sigfús Guttormsson
Til Tómasar
Inga Olrich
Frá Jóni Hafsteini Jónssyni
SÆLL vertu, Tómas Ingi Olrich.
Eg var að lesa svar þitt við opnu
bréfi frá mér. Þar kveinkar þú þér
undan því að ég skuli „bera brigður á
dómgreind þína og heiðarleik“,
vegna þíns hlutar í bókinni „Minn-
ingar úr Menntaskólanum á Akur-
eyri“. Er það að vonum því að bréf
mitt mun vafalaust verða til þess að
fleiri en ella (kunnugir þessum mál-
um) lesi bókina og meti grein þína að
eigin viti. En svar þitt fjallar að
mestu leyti um ávirðingar sovét-
skipulagsins og virðist til þess ritað
að gefa andúð þinni á því útrás. Þá
endurtekur þú „að ég hafi verið ein-
lægur aðdáandi þess og rætt af tals-
verðum fjálgleik um sæluríkið fyrir
austan þar sem glæpir ekki þrifust".
Þessu er í grein þinni lýst sem hluta
af fundinum en í svari þínu sem full-
yrðingu í krafti kynna þinna af mér.
Sannleikurinn er þó sá að ég taldi
mig aldrei fróðan um þessi þessi
þjóðfélög, og hef jafnan reynt að
halda mig við það sem ég þekki, það
er nokkuð sem mínar kennslugrein-
ar innræta fólki. Hvað átt þú svo við
með þessari klausu? „Ekki er því að
neita að það var áhrifamikið að kom-
ast í kynni við menn, sem höfðu leyst
lífsgátuna í eitt skipti fyrir öll. Sama
á hverju maður tæpti allt átti sér til-
tölulega einfalda skýringu í hinum
hinstu fræðum." Klausan sú arna er
þó innan þess svæðis í greininni, sem
mér er helgað. Og hvað hefur þú fyr-
ir þér með þessari staðhæfingu?
„Hann hélt því fram að í raun væri
hinna einu sönnu hugvísinda að leita
í stærðfræðinni." Það hafa aldrei
verið taldir góðir siðir að gera við-
mælanda sínum upp skoðanir og
viðhorf, jafnvel þó að manni sýnist að
hann hefði átt að hafa þær. Slíkt
hefur þó verið atvinnusjúkdómur
ákveðinnar gerðar stjómmála-
manna, en nú binda menn vonir við
að þess háttar ritmennska verði ekki
lengur neinum til framdráttar. Ekki
vil ég lengja þessi skrif með smáat-
riðum, en varla er skarpskyggni
þinni rétt lýst, þegar þú slærð því
föstu að við dreifmgu hins bann-
færða Víetnambréfs hafi verið nauð-
synlegt að ná í áskrifendalista Morg-
unblaðsins.
Vandvirkni þinni er hins vegar
best lýst með því að þú varðst þér
ekki úti um upplýsingar á atburðum,
sem þú hlakkandi lýsir og hægt hefði
verið að staðfesta og eignar mér þína
eigin túlkun á ákveðnum viðhorfum
fyrir 40 árum án þess að hafa svo
mikið sem stafkrók fyrir þér um það.
Finnst þér, Tómas, ekki að þú
þurfir að biðjast velvirðingar á fleiru
en „ótraustum heimildum um far-
angurstjón"? Og finnst þér ekki að
þú hafir fremur veitt innsýn í innræti
þitt en Menntaskólann á Akureyri?
Með vinsamlegri kveðju, en
skertri virðingu.
JÓN HAFSTEINN JÓNSSON
fv. kennari við Verzlunarskólann.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.