Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Menning og mennt- un á nýrri öld í GREIN minni hér í blaðinu í gær gerði ég lífsgæði og lífskjör að umræðuefni, enda er það þegar upp er staðið meginverkefni opinberra yfirvalda að stuðla að bættum lífs- gæðum í samfélaginu og tryggja jöfnuð og lífskjör borgaranna. I 'þessu felst m.a. það hlutverk yfirvalda að treysta undirstöður samfélagsins og búa í haginn fyrir framtíð- ina. Sú skoðun hefur lengi átt nokkurn hljómgrunn að opinber framlög til menningarmála séu í besta falli skemmtilegur lúxus en í versta falli ófyrirgefanleg eyðsla. Það má hins vegar færa sterk rök fyrir því að öflugt lista- og menningarlíf sé mikilvæg forsenda þess að borgir samtímans nái að halda sínum hlut - og helst auka hann - í ört vax- andi samkeppni um nýsköpun í at- •vinnulífi, arðbær fyrirtæki og vel menntað vinnuafl. Ég hyggst í þessari grein fjalla um menningu og menntun sem eru nátengd hug- tök. I hagkerfi framtíðarinnar eru menntun og menning lykilhugtök. í báðum þessum málaflokkum hefur Reykjavíkurborg fjárfest á síðustu árum og þar með fjárfest í framtíð- inni. Menning - í víðu samhengi Menningarborgarárinu er nú að ljúka og það er engum vafa undir- ' orpið að menningarlíf borgarinnar er mun auðugra og fjölbreyttara eftir menningarborgarárið 2000 en það var áður. Hefur árið nýst mjög vel til að styrkja menningarsam- starf borgarinnar við ríkið, við önn- ur sveitarfélög á landinu og við borgir erlendis. Gróska og nýsköp- un í listum hefur einkennt árið og hún skilar sér í öflugra og skemmtilegra borgarsamfélagi. Þá hefur Reykjavík verið í brennidepli í menningarumræðu víða um heim þar sem athyglin hefur beinst að fjölbreyttu menningar- og mannlífi borgarinnar. Hugtakið menning hefur nú mun víðtækari skírskotun en áður tíðkaðist og um leið hefur -listastarfsemi af ýmsum toga feng- ið nýtt félagslegt, efnahagslegt og jafnvel pólitískt hlutverk. Þetta nýja hlutverk birtist m.a. í því að fjölbreytni í lista- og menningarlífi hefur aukist verulega í Evrópu í kjölfar þeirra fólksflutninga sem átt hafa sér stað milli landa á und- anfornum áratugum. Hið fjölmenn- ingarlega samfélag er orðið að veruleika í flestum löndum álfunn- ar og 1 stað þess að líta á nýja menningarstrauma sem ógnun við ríkjandi þjóðmenningu er í auknum mæli farið að nýta þann kraft og þá nýsköpun sem þeir bera með sér. íslendingar geta margt af öðrum FERSKT • FRftMflNDI • FRUMLEGT La Espanola Olívuolía þjóðum lært í þessu efni, bæði til góðs og ills. Það er mín skoð- un að tímabært sé að við tökumst á við þau verkefni sem fylgja fj ölmenningarlegu samfélagi og liður í því er stofnun og starfræksla alþjóða- húss hér á höfuðborg- arsvæðinu. Húsið myndi þjóna því tví- þætta hlutverki að miðla öflugum nýjum menningarstraumum inn í íslenskt samfé- lag og um leið vera miðstöð hvers kyns þjónustu við nýbúa. Öll sveitarfé- lögin á höfuðborgarsvæðinu hafa lýst áhuga sínum á því að taka þátt í rekstri slíks húss en mörg hafa gert þann fyrirvara að ríkið komi að rekstrinum ásamt sveitarfélög- unum. Ríkisvaldið, ekki síður en sveitarfélögin, hefur ríkum skyld- um að gegna við það fólk sem hing- að hefur flust á umliðnum árum - oftar en ekki fyrir tilstuðlan at- vinnufyrirtækjanna og með sam- þykki ríkisins. Nú búa ríflega 7 þúsund einstaklingar með erlent ríkisfang á íslandi og að auki eru 15 þúsund íslenskir ríkisborgarar fæddir erlendis. Hið nýja hlutverk lista endurspeglast í áherslu á tengsl lýðræðis og menningar, þ.e. að listin og menningin séu fyrir alla en ekki fáa útvalda. í því sambandi skiptir verulegu máli að auka að- gang fólks að hvers kyns listastarf- semi, ekki bara sem neytendum heldur sem virkum þátttakendum. Menningarnótt í Reykjavík og fjölmargir atburðir tengdir menn- ingarborgarárinu hafa fært okkur heim sanninn um að hjá borgar- búum er mikill og einlægur áhugi á að taka þátt í lista- og menningar- starfsemi. Sá áhugi vex eftir því sem fjölbreytnin er meiri og kostn- aður þátttakenda minni. Aukinn stuðningur fyrirtækja við listastarf- semi átti drjúgan þátt í að á þessu ári var unnt að bjóða upp á fjöl- marga menningarviðburði sem fjöl- skyldur gátu notið saman, sér nán- ast að kostnaðarlausu. Efnahagslegt hlutverk menningar Mikilvægt er að hafa í huga að listir og menning stuðla að frjóu og kraftmiklu efnahagslífi. í þekking- arsamfélaginu, sem m.a. byggist á örri þróun í upplýsinga- og sam- skiptatækni, skiptir öllu máli að hafa aðgang að vel menntuðu, framsýnu og skapandi fólki. Slíkt fólk mótast ekki í ládeyðu og logn- mollu heldur þar sem ólíkir straumar mætast í öflugu menning- arlífi. Hið efnahagslega hlutverk menningar verður sjaldan jafnsýni- legt og í menningartengdri ferða- þjónustu sem er einn helsti vaxtar- broddur ferðaþjónustunnar um I hagkerfi framtíðarinn- ar eru menntun og menning lykilhugtök. Ingibjörg Sólrún Gfsla- dóttir segir að Reykja- víkurborg hafí fjárfest í báðum þessum mála- flokkum á síðustu árum og þar með fjárfest í framtíðinni. allan heim. Er óhætt að fullyrða að á því sviði, sem og í heilsutengdri ferðaþjónustu, eiga íslendingar mikla möguleika. Borgin vill leggja sitt af mörkum í því sambandi og á næsta ári verður lokið við fram- kvæmdir í menningarmálum sem staðið hafa yfir á undanfömum ár- um. En um leið verður hafist handa við verulega uppbyggingu íþrótta- mannvirkja. Þau mannvirki gagn- ast borgarbúum öðrum fremur en það eru sígild sannindi að það sem heimamönnum hugnast vel hefur líka aðdráttarafl fyrir gesti þeirra. Er næsta víst að baðaðstaðan í Nauthólsvík, en þar verður opnað nýtt þjónustuhús á næsta ári, og 50 m yfirbyggð sundlaug í tengslum við heilsuþjónustu í Laugardal, á eftir að laða að sér marga ferða- menn á komandi árum. Staða Reykjavíkur í ferðaþjón- ustu er tvímælalaust sterk en í því sambandi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum þótti varla taka því að minnast á Reykjavík í landkynningarefni. Núna er Reykjavík í hópi þeirra borga sem áhugaverðast þykir að heimsækja og er nú svo komið að borgin getur tæpast hýst alla þá fjölmörgu ferðamenn sem hingað vilja koma. Mikilvægt er því að fjölga hótelher- bergjum í borginni og eru nú þegar í undirbúningi verkefni á því sviði, m.a. í miðborginni þar sem fyrir- hugað er að reisa nýtt hótel á horni Túngötu og Aðalstrætis. Ný viðhorf til menntunar í fjárhagsáætlun borgarinnar á þessu ári, og enn frekar á því næsta, má glöggt sjá þá áherslu sem lögð er á að styrkja stoðir undir menntun og menningu í borginni. Hækkun rekstrarútgjalda borgarinnar frá þessu ári fer að stærstum hluta til fræðslumála - bæði leik- og grunnskóla - og full- yrða má að í stofnunum sem sinna þessum málaflokkum fari fram öfl- ugt mennta- og menningarstarf. Alþjóðlegar kannanir benda til þess að við íslendingar verjum talsvert minna fé til menntamála en þær þjóðir sem við viljum gjarn- an bera okkur saman við. Framlög okkar til menntamála eru 5,1% af landsframleiðslunni en þetta hlut- fall er 6,3% til 6,8% annars staðar á Norðurlöndum. Ef við ætlum að halda í við aðrar þjóðir í samkeppni um fólk og fyrirtæki verða opinber- ir aðilar, bæði ríki og sveitarfélög, að auka verulega framlög sín til menntamála á komandi árum. Þekking, menntun, rannsóknir, upplýsingar og færni eru horn- steinar hins alþjóðlega samfélags og skapandi hugsun eða hugvit verður sú auðlind sem mestu máli skiptir á 21. öldinni. Ný viðhorf til menntunar munu án efa leiða til talsverðra breytinga á hefðbundn- um menntastofnunum á komandi árum. Hið gamla máltæki að svo lengi lærir sem lifir fær nýja merk- ingu og menntun mun í auknum mæli verða stunduð samhliða starfi. Þá verður nám, á öllum skólastig- um, eflaust einstaklingsmiðaðra en verið hefur og skólastofan og bekkjarkerfið verður ekki sú um- gjörð um námið sem áður tíðkaðist. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Grunnskólastigið Fræðsluráð og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur eru þegar farin að að- laga sig þessum nýja veruleika og hafa sett sér það markmið að á næstu árum verði unnið að þróun kennsluhátta þannig að skipulag námsins verði nemendamiðaðra en nú er og aukin áhersla verði lögð á gerð námsáætlana fyrir einstakl- inga. Til að hægt verði að ná ár- angri á þessu sviði er mikilvægt að tryggja gott aðgengi að tölvum í öllum skólum borgarinnar og hefur verið mótuð sú stefna að allir kenn- arar hafi eigin tölvu til umráða, all- ar skólastofur verði nettengdar og aðeins fimm grunnskólanemendur verði að meðaltali um hverja tölvu. Þessi breyting sem er að verða á náminu mun að sjálfsögðu hafa áhrif á skipulag skólastarfsins og þar með kennaramenntunina og kennarastarfið. Þetta verða menn að hafa í huga þegar kjarasamn- inga kennara ber á góma. Að mörgu leyti eru gildandi samningar sniðnir að skólastarfi gærdagsins og þeir bjóða ekki upp á þann sveigjanleika sem nauðsynlegur er til að hægt sé að aðlaga grunnskól- ann nýjum kröfum. Mikilvægt er að í kjarasamningum nú finni sveit- arfélögin og kennarar sameiginleg- ar leiðir til að bæta kjör kennara en sem um leið búa til nauðsynlegt svigrúm fyrir nútíma skólastarf. Það þarf kerfisbreytingu en það þarf væntanlega líka að finna að- ferð sem auðveldar öllum sem hlut eiga að máli breytinguna úr einu kerfi yfir í annað. I samfélagi fram- tíðarinnar getur skortur á menntun haft alvarlegar afleiðingar fyrir stöðu einstaklingsins og takmarkað aðgang hans að góðri vinnu og við- urkenningu. Því er mjög mikilvægt að skólakerfið leggi sig fram um að hjálpa öllum nemendum til að þroska hæfileika sína þannig að þeir fái notið þeirra til fulls. Sér- kennsla og sérúrræði af ýmsu tagi hafa færst mjög í vöxt á umliðnum árum - bæði í leik- og grunnskólum - og á næsta ári er ráðgert að verja um 600 m.kr. til sérskóla ým- iss konar sem og sérúrræða og nýbúafræðslu í almennum grunn- skólum. A leikskólum borgarinnar er áætlað að kostnaður vegna slíkra sérúrræða og sálfræðiþjón- ustu verði 110 m.kr. á næsta ári. Borgaryfirvöld hafa metnað til að hlúa að öllum skólastigum en skyldur þeirra eru öðru fremur við leik- og grunnskólann. Borgin hef- ur m.a. sett sér það markmið að grunnskólar borgarinnar verði í hópi bestu skóla innanlands og ut- an á nýrri öld. Til að stuðla að þessu hefur þjónusta borgarinnar í grunnskólunum aukist verulega á umliðnum árum. Kostnaður vegna þessarar þjónustuaukningar er var- lega áætlaður 500-600 m.kr. á ári. Á árunum 1995-2001 hafa heildar- framlög til bygginga grunnskólans numið 7.737 m.kr. Leikskólastigið í lögum um leikskóla er kveðið á um að leikskólinn sé fyrsta stig í skólakerfinu. Starfsemi hans hefur þó víðast hvar á landinu verið því marki brennd að talsvert vantar upp á að nægilega greiður aðgang- ur sé að þessu fyrsta skólastigi fyr- ir öll börn. Reykjavíkurborg hefur á umliðnum árum lyft grettistaki í því að fjölga leikskólaplássum og koma til móts við óskir foreldra um dagvistun fyrir börn sín. I þessu sambandi ætla ég að leyfa mér að fara aftur til ársins 1994 þegar ákveðinn vendipunktur varð í stefnu og starfi í þessum mála- flokki. Samanburður á árunum 1994 og 2000 sýnir best þá geysi- legu uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá Leikskólum Reykjavík- ur og hvernig þjónustugeta hefur aukist. I stað þess að vera úrræði fyrir fáa og leysa aðeins hluta þess vanda sem það fólk stóð frammi fyrir varðandi dagvistun fyrir börn sín var mörkuð sú stefna að leik- skóladvöl væri hluti af sjálfsagðri þjónustu sem borginni bæri að veita fjölskyldum, án tillits til hjú- skaparstöðu foreldra. Dvalarstund- um barna á leikskólum borgarinnar hefur fjölgað um 40% á sex ára tímabili, úr 28.900 í desember 1994, í rúmlega 40.000 nú. Árið 1994 nutu um 1.500 börn heilsdagsþjónustu en nú er fjöldi þeirra barna að nálgast 4.000. Ef litið er til saman- burðar milli ára þá er hlutfall heils- dagsvistunar orðið 72% nú miðað við 65% á sama tíma í fyrra. Tæp 90% barna á aldrinum 1-5 ára í Reykjavík eru í öruggri vist á leikskólum borgarinnar eða njóta niðurgreiddrar dagvistunar af hálfu borgarinnar hjá dagmæðrum eða á einkareknum leikskólum. Nánar til- tekið er skiptingin sú að 67% barna 1-5 ára eru í leikskólum Reykjavík- urborgar og 21% í niðurgreiddri vistun annars staðar. Framhaldsskóla- og háskólastigið Framhaldsskólarnir í borginni eru reknir á kostnað og ábyrgð rík- isins. Lög kveða þó á um að við stofnun nýrra framhaldsskóla geti ríki og sveitarfélög gert með sér samning um framlög til stofnkostn- aðar. Skiptast þau þá þannig að ríkið greiðir 60% en sveitarfélagið 40%. I Reykjavík hafa slíkir samn- ingar verið gerðir um Fjölbrauta- skólann í Breiðholti, Fjölbrauta- skólann við Ármúla, Iðnskólann, Kvennaskólann og Borgarholts- skóla. Engir slíkir samningar eru til um gömlu menntaskólana, þ.e. MR, MH og MS, og eru þeir að öllu leyti í eigu ríkisins. Hefur menntamálaráðuneytið árum sam- an haft uppi kröfur um að borgin greiði 40% í byggingarkostnaði þessara skóla en því hefur ávallt verið hafnað af borgaryfirvöldum með tilvísun til framhaldsskólalaga. Hefur borgin m.a. aflað álits Sig- urðar Líndal lagaprófessors á þessu máli og staðfestir hann sjón- armið borgarinnar. Álitið hefur verið kynnt ráðuneytinu og hefur því ekki verið andmælt. Ef frá er talinn Borgarholtsskóli búa allir framhaldsskólar borgarinnar við þröngan kost í húsnæðismálum og er mikilvægt að ráðast í endur- bætur á húsnæði þeirra hið fyrsta. Til að vinna áætlun um forgangs- röðun þeirra framkvæmda var að minni beiðni settur á laggirnar vinnuhópur í samstarfi borgarinnar og menntamálaráðuneytisins. Hóp- urinn hefur enn ekki skilað af sér en vonandi verður þess ekki langt að bíða. Háskólar eru án efa ein mikilvægasta fjárfesting nútíma- samfélags. Það er því áhyggjuefni hversu framlög til háskólastigsins eru lág hérlendis miðað við aðrar þjóðir eða aðeins um 0,7% af lands- framleiðslu en meðaltal 28 viðmið- unarþjóða í OECD er 1%. Reykja- vík er háskólaborg og góð tengsl milli borgar og háskóla eru báðum aðilum ómetanleg. Hefur samstarf þessara aðila styrkst mjög á und- anfömum misserum og má í því sambandi nefna að borgin styrkir tiltekna starfsemi á vegum Háskóla íslands og lét honum á þessu ári í té 62,5 m.kr. sem hún fékk fyrir sölu á byggingamétti til íslenskrar erfðagreiningar á lóð í nágrenni há- skólans. Það sem skiptir þó mun meira máli þegar til lengri tíma er litið er samstarf borgarinnar og Háskóla íslands um stofnun Borg- arfræðaseturs við háskólann en því er ætlað að standa fyrir, efla og samhæfa rannsóknir og fræðslu í greinum sem tengjast bæjum og byggðum, að efla rannsóknatengt framhaldsnám í borgarfræðum og stuðla að samstarfi við innlenda og erlenda rannsóknaraðila á sviði borgarfræða. Með stofnun Borgar- fræðasetursins er í fyrsta sinn til formlegur vettvangur fyrir skipu- legar þéttbýlisrannsóknir á íslandi. Uppbygging í fjölmörgum mála- flokkum skilar okkur nú þegar miklum ávinningi, en þó má ljóst vera að viðamikil úrlausnarefni eru framundan. Víða eru bil sem þarf að brúa, undirstöður sem þarf að treysta og í mörgum málum þarf að vinna að sátt. Til mikils er að vinna. Ef íslendingar svo kjósa, og stjórnvöld setja sér skýr markmið og fylgja þeim eftir, eru allar for- sendur fyrir því að hér eflist á 21. öld samfélag sem er fyllilega sam- keppnisfært við þau fremstu í heiminum og hér kjósi menn í enn ríkari mæli að starfa og lifa. Höfundur er borgarstjóri ( Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.