Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 33 REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. desember Fugladans við Tjörnina. Morgunblaðið/Ásdís að það geti beinlínis verið forsenda fyrir því, að okkur takist að halda þeirri stöðu, sem við höfum náð að tengjast erlendum símafyrirtækjum. Það á eftir að koma í ljós, hvort þau hafa áhuga, þegar kemur að því að láta verkin tala. Ætla má, að símafyrirtæki á Norðurlöndum mundu hafa áhuga á aðild að þessum rekstri hér og vel má vera, að símafyrirtæki í fleiri löndum komi einnig til skjalanna. Þótt markaðurinn sé lítill hefur komið í Ijós, að fyrirtæki á þessu sviði telja, að þessi litli markaður sé kjörinn vettvang- ur til þess að prófa ýmsar nýjungar áður en lagt er með þær á stærri markaði. Sú sérstaka staða getur einnig átt þátt í að tryggja okkur að verða jafnan í forystu á þessu sviði. Það hefur komið fram hjá Davíð Oddssjmi for- sætisráðherra, að í fyrstu verði starfsfólki Landssímans gefinn kostur á að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu og er það sjálfsögð og eðlileg ráð- stöfun. Það verður sífellt algengara að starfsfólk fyrirtækja fái tækifæri til að eignast hluti í þeim fyrirtækjum, sem það starfar við og fer ekki á milli mála, hvert hagræði er af því fyrir fyrirtæk- ið að starfsmenn séu jafnframt eigendur og hafi beina hagsmuni af því, að vel gangi. Samkeppni og einokun ISLAND er land ein- okunar, sagði erlend- ur maður í lykilstöðu, sem hér hefur búið og starfað um nokkurt skeið, fyrir skömmu. Það er of mikið til í þessum ummælum. Því miður. Raunar er fákeppni að verða eitt helzta vanda- málið í viðskiptalífi okkar. Það er sama hvert lit- ið er. Áratugum saman hefur hinn almenni borgari fundið mest fyrir fákeppni í samgöngum. Yfir- leitt hafa verið starfrækt hér tvö skipafélög, sem máli hafa skipt, þótt þau hafi verið þrjú um skeið. í aldarfjórðung hefur fyrst og fremst eitt flugfé- lag séð um samgöngur á milli landa, þótt ítrekað- ar tilraunir hafi verið gerðar til þess að ná fót- festu fyrir samkeppnisaðila, einn í dag og annan á morgun. A síðari árum hefur almenningur fundið mest fyrir þessari þróun í matvöruverzlun, þar sem tvær verzlanakeðjur eru nú allsráðandi á höfuð- borgarsvæðinu, þótt sú þriðja reyni að veita þeim samkeppni. Nú síðast sjást þess merki, að hið sama sé að gerast í lyfjabúðum og ekki enn hægt að sjá fyrir hvers konar áhrif það muni hafa á lyfjaverð. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að íslenzki mark- aðurinn er svo lítill, að það er ekki pláss fyrir marga aðila. Það hefur komið í ljós í flugrekstri og þýðingarlaust annað en horfast í augu við það. Hins vegar hefur sú breyting á orðið, að þjón- usta Flugleiða við almenning er orðin frábær og engin ástæða til að draga úr því. Þá er ekki sízt átt við ferðatíðni á milli landa, sem er okkur gíf- urlega mikilvæg, og við mundum vakna upp við vondan draum, ef verulega drægi úr henni. Eftir sem áður skilur fólk ekki hvers vegna hægt er að selja farmiða frá Kaupmannahöfn til Reykjavík- ur ódýrar en frá Reykjavík til Kaupmannahafn- ar. En allavega sýnir afkoma Flugleiða og al- menn staða félagsins, að þar er ekki verið að raka saman gróða. Þvert á móti veldur versnandi afkoma félagsins áhyggjum um að það geti ekki til langframa haldið uppi þessari góðu þjónustu. Það er líka athyglisvert að þrátt fyrir viðleitni til þess að fá erlend tryggingafélög til þess að koma inn á markaðinn hér gengur það ekki upp. Reynslan af FÍB-tryggingum sýnii’ það. Eftir umræður undanfarinna ára verður ekki annað sagt en íslenzku tryggingafélögin standi með pálmann í höndunum og að tilraun FÍB-trygg- inga hafi staðfest málflutning forráðamanna gömlu tryggingafélaganna að langmestu leyti. Islenzki markaðurinn er einfaldlega svo lítill, að hann skapar ekki rúm fyrir meiri samkeppni. En einmitt vegna þess, að fákeppnin leiðir til þess, að hætta er á samráði á milli markaðsráð- andi aðila, er mikilvægt að öflugt eftirlit sé með því að samkeppnin sé raunveruleg. Reynslan af starfsemi Samkeppnisstofnunar hingað til er misjöfn. En vera má, að ný og breytt sam- keppnislöggjöf eigi eftir að breyta því og að Samkeppnisstofnun verði í framtíðinni sterkara aðhald með þeim fyrirtækjum, sem hér starfa og hafa sum hver gífurlega sterka stöðu á sínu sviði. Um þetta er fjallað hér vegna þess, að það skiptir miklu máli, að einkavæðing Landssíma Islands leiði ekki til þess að það dragi úr þeirri samkeppni, sem þó er komin til sögunnar á fjarskiptamarkaðnum. Þegar Landssíminn sá einn um alla síma- og fjarskiptaþjónustu á ís- landi hagaði hann sér eins og öll símafyrirtæki í heiminum í sömu aðstöðu, eins og versta einok- unarfyrirtæki. Þess vegna urðu fyrirtæki og ein- staklingar árum saman að borga okurverð fyrir millilandasamtöl eins og Morgunblaðið benti ít- rekað á á sínum tíma.Og vegna þess hvað sam- keppni hefur verið takmörkuð á farsímamark- aðnum er verð á símtölum í gegnum farsíma enn óheyrilega hátt og engin rök fyrir því, að það hafi ekki nú þegar lækkað verulega. Hinn almenni borgari þarf ekki annað en skoða símareikninga sína til þess að sjá, hvað samtöl úr venjulegum síma í farsíma eru orðinn stór hluti af símakostn- aði venjulegs heimilis. Undir engum kringumstæðum má til þess koma að einkavæðing Landssímans verði til þess, að það dragi úr samkeppni á þessu sviði. Getui’ það gerzt? Auðveldlega. Það getur t.d. gerzt á þann veg, að annaðhvort Íslandssími eða Tal taki höndum saman við erlent símafyrirtæki um að kaupa ráðandi hlut í Landssímanum og sameina rekstur annars hvors fyrirtækisins rekstri Landssímans. Það er ljóst að tilkoma beggja þessara síma- fyrirtækja hefur orðið til þess að auka verulega samkeppni á símamarkaðnum og lækka verð. Geri Islandssími alvöru úr því að hefja rekstur farsímakerfis á nýju ári getur samkeppni á þvi sviði enn aukizt og verðið til neytenda lækkað. Það verður hins vegar þrautin þyngri þegar fram líða stundir að koma í veg fyrir, að sama þróun verði á síma- og fjarskiptamarkaðnum, eins og orðið hefur á nánast öllum sviðum við- skiptalífsins, að fákeppni skapist með þeim af- leiðingum, sem hún getur haft fyrir neytendur, ef ekki er staðið vel á verði af hálfu þeirra aðila, sem til þess eru bærir. „Þaraa er því að finna forsendur þess að samkomulag hef- ur náðst á milli stj drnarflokkanna um það mikla mál, sem einkavæðing Landssúnans er, og fer ekki á milli mála, að samgönguráð- herra hefur unnið hljóðlega en mark- visst að því að leggja málefnalegan grundvöll að þeirri niðurstöðu, sem nú liggur fyrir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.