Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 23 reikna með að velta Lyfju og Lyfja- búða sé ríflega 2,7 milljarðar á höfuðborgarsvæðinu, en þar er velta Lyfja og heilsu um einn og hálfur milljarður og velta sjálfstæðu apó- tekanna um 500 milljónir. Miðað við þessar tölur er því markaðshlutdeild nýju keðjunnar um 60% á höfuð- borgarsvæðinu. I aðdraganda þess að ný lög um frelsi í lyfsölu voru samþykkt á Al- þingi, var tekist á um það hvort slíkt fyrirkomulag myndi leiða til aukinn- ai' samkeppni og lækkunar lyfja- verðs. í upphafi 21. gr. gildandi lyfjalaga nr. 93/1994 segir: „Hvert lyfsöluleyfi takmarkast við rekstur einnar lyfjabúðar og ber lyfsöluleyf- ishafi sjálfur faglega ábyrgð á rekstri lyfjabúðarinnar. Lyfjafræð- ingi má einungis veita eitt lyfsölu- leyfi í senn, en leyfishafi getur sótt um leyfi til að reka útibú frá lyfjabúð sinni í byggðarlagi þar sem ekki er starfrækt lyfjabúð." Þróunin skilað sér í lægra verði og betri þjónustu I athugsemdum í frumvarpi við þessa grein segir að rétt þyki að tak- marka hvert lyfsöluleyfi við faglega ábyrgð á rekstri einnar lyfjabúðar, til þess að samkeppni fái betur notið sín gagnvart einokun og hringa- myndun. Þessi grein laganna nær þó ekki til eignarhalds á apótekum, heldur gerir einungis kröfu um að sá aðili sem telst ábyrgur fyrir rekstri hverrar lyfjabúðar skuli vera fagleg- ur ábyrgðaraðili. Með þessum hætti hafa því margir apótekarar i raun breyst í það að verða launþegar í stað sjálfstæðra verslunarrekenda, eftir því sem eignarhald lyfjaversl- ana færist á færri hendur. Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segir að svo virðist sem að samkeppni á þessum markaði sé nú miklu meiri en hún var, áður en frelsi var veitt í lyfjasölu. Samein- ing á apótekunum hafi m.a. verið gerð í því skyni að ná niður kostn- aði við innkaup og aðföng, og það virðist almennt hafa skilað sér í lægra verði. „Síðan er auðvitað spuming í hvaða farveg þetta fer, og hvernig á þessari nýju sameiningu verður tek- ið af samkeppnisyfirvöldum. Eg á nú ekkert von á að það verði öðruvísi tekið á samruna í þessari starfsemi heldur en gengur og gerist annars staðar. Markaðurinn er auðvitað galopinn, og ég tel að þróunin hafi skilað sér í lægra verði og betri þjónustu við neytendur. Og ég tel að það sé nú aðalútgangspunkturinn. En ég held að í þessu, eins og öðru, þurfi að fylgjast með þróun- inni. Það er þó engin ástæða til að grípa inn í þetta ferli fyrr en mark- aðurinn breytist þannig að það sé neytendum eitthvað verulega í óhag. En á meðan verðlag og þjónusta er sífellt að þróast til hagsbóta fyrir neytendur, sé ég ekki forsendur til þess að grípa inn á þá þróun.“ Mun fylgjast vel með þróun á lyfjamarkaði Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, segir að þessar sameiningar lyfjaverslana, sem átt hafa sér stað undanfarið, komi sér ekki verulega á óvart, enda væri þróunin ekki ólík því sem gerst hefur í öðrum verslunarrekstri. Ráð- herra segist þó ætla að fylgjast vel með framhaldinu, enda sé sala á lyfj- um hluti heilbrigðisþjónustunnar og skipti þar gríðarlega miklu máli. „Ef þetta verður til þess að lækka lyfjaverð til sjúklinga og Trygginga- stofnunar, þessi samruni sem núna hefur orðið, þá er það auðvitað eitt- hvað sem er gott mál. En ef þetta verður til þess að samkeppni minnk- ar og verðið hækkar til sjúklinga, þá verðum við auðvitað ekki eins ánægð. Ég mun því fylgjast mjög grannt með því á næstunni hver þró- unin verður. Þetta er auðvitað hluti heilbrigðisþjónustunnar og skiptir gríðarlega miklu máli, þannig að það er von okkar að þetta verði til lyfja- lækkunar, annars fer þróunin ekki í þá átt sem menn stefndu að.“ Gera þarf heildarúttekt á lyfjamarkaðinum Margrét Frímannsdóttir, fulltrúi Samfylkingar í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis, telur að skoða þurfi vel hvort sameining Lyfju og Lyfjabúða samrýmist samkeppnis- lögum. Hún segir að sjúklingar hafi þurft að búa við hækkandi lyfjaverð og hækkandi hlutfall sjúklinga í lyfjaverði undanfarin misseri. Mar- grét segist hins vegar sannfærð um nauðsyn þess að hagræða á þessum markaði, en engu að síður hljóti að þurfa að skoða þetta mál sérstak- lega. „Markaðurinn er það lítill hjá okkur og þröngur, að það verður að setja þar skýrar línur hvar mörkin liggja í samkeppnislögunum, og ég er smeyk um að þetta þýði of mikla samþjöppun og að hætta sé á fá- keppni. Ég held að það verði að skoða þetta mjög vel og stöðva það með öllum tiltækum ráðum að fá- keppni verði á þessum viðkvæma markaði, sem skiptir miklu máli fyr- ir sjúklinga. Fyrir utan það, að við erum oft á tíðum með fólk sem þarf verulega á þessari þjónustu að halda, sem hefur litla möguleika til þess að afla sér tekna.“ Ögmundur Jónasson, fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og við- skiptanefnd, telur að gera þurfi heildarúttekt á þróun þessara mála í lyfsölu og lyfjaverði. „Það þarf að skoða tilkostnað sjúklinga við kaup á lyfjum og hlut- deild ríkisins í niðurgreiðslum lyfja. Síðan þarf einnig að gera úttekt á markaðnum og rannsaka þær stað- hæfingar sem annars vegar hafa komið frá stjómvöldum um að unnt sé að lækka lyfjakostnað meira og þá á kostnað lyfjafyrirtækjanna og þau taki minna til sín. Hins vegar hafa komið fram gagnstæðar full- yrðingar frá lyfjafyrirtækjunum um að ríkið niðurgreiði ekki nóg.“ Að sögn Ögmundar þarf fyrst og fremst að tryggja hag sjúklinganna, en jafnframt að huga að hlut skatt- borgara, og því þurfi að sameinast um að gera faglega úttekt á þessum málum í heild sinni. „Ég hef aldrei verið einn af þeim sem hafa verið trúaðir á að sam- keppnin eigi eftir að færa lyfjaverð hér stórkostlega niður, og setti spurningamerki við það þegar farið var út á þá braut. Vegna þess að menn gleyma þvi stundum, að í sam- keppninni þurfa menn að fjármagna yfirbyggingu. Og í annan stað er sú hætta fyrir hendi, sem virðist vera að gerast núna, að hringamyndun geri samkeppnina að engu, en eftir sitjum við að sjálfsögðu með yfir- byggingarkostnaðinn." Ofnæmi eða óþoli gagnvart hreinsiefnum í heimilishaldi og iðnaði. Tlðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, olíu, kítti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. LYFIA K. Pétursson ehf www.kpetursson.net j Ifiaiíam Srosir við þér á nýrri oíd! íPúfinnur vart arman eins vaífost að vetril ‘E9fy(fáein stetí lO.jatu: SffÖSRfV Lwqis í <BangRpkí Cfiiang ftíai/Rai og sóC á ÖRjFÁ sœti /Toppar ftustarCanda “ 21. jan. SctCdarClfí MaCasíu og ‘IhaiCandi: SpffuríPetuirtg 9forður *TfiaiCand, CwqisdvöC í ‘BatigkpF °£ Kjada 1 Ódýrara en heima hjá sér! Hvað segja farþegarnir, sem reynt hafa? „Vel var greitt úr öllu, allar upplýsingar góðar og rétta! stóðst. Veðrið var himneskt, fararstjórarnir einstakir, uppfullir af fróðleik, glaðir, skemmtiiegir og tilbúnir að leysa hvers manns vanda. Og hótelin. hvílíkur lúxus. no sem mig drevmdi ekki um að upplifa! Frábær matur og þjónusta. Hafðu þökk fyrir að opna okkur slík undur o menningarheim. Þvílík upplifun fyrir lítinn pening. OKKAR BESTA FE FERDASKRIFSTOFAN PRIMAP HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavik, sími S62 0400, fax S62 6S64, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasiða: hppt://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK Fyrir frábærar ferðir gerir jólin gleðilegri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.