Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Garðar Jónsson sér um að bræða mörinn sem konur úr sveitinni hafa brytjaö. Morgunblaðið/RAX MORINN ER TIL MARGS NÝTUR eftir Guðna Einarsson GARÐAR og Jóhanna tóku við búi að Stóru- völlum í Bárðardal 1982. Þar var rekinn hefðbundinn kúabú- skapur til ársins 1987. Þá lá fyrir að ef halda átti áfram með kúabúið þurfti að endumýja fjós og fleiri byggingar. Það var kostnaðarsöm framkvæmd og voru hjónin eindreg- ið hvött til að fara frekar út í loðdýra- eldi. í framhaldinu var sett upp minkabú að Stóruvöllum samkvæmt þágildandi uppskrift stjórnvalda. Á fundum með bændum á þessum ár- um var staðhæft að vísitölufjölskylda ætti að lifa vel af búi með 400 minka- læðum, en raunin varð allt önnur. Hjónin urðu bæði að leita vinnu utan búsins til að framfleyta sér. Garðar vann m.a. við jarðboranir víða um land og Jóhanna í banka. Eftir fjögurra ára basl í loðdýra- rækt var minkunum lógað. Garðar segir að síðar hafi hann heyrt dansk- an ráðunaut tala um að í Danmörku væri miðað við 1.100 til 1.200 læður þyrfti til að framfleyta fjölskyldu. Almennileg hamsatólg Garðar og Jóhanna vildu skapa sér atvinnu heima fyrir og leituðu nýrra atvinnutækifæra. Að loknu landsprófi hafði Garðar verið til sjós fyrir sunnan og meðal annars róið þrjár vetrarvertíðir á Álaborginni frá Þorlákshöfn. Það rifjaðist upp fyrir honum hvað það hafði verið slæmt að fá ekki almennilega hamsa- tólg með saltfiskinum á laugardög- um. Garðari og Jóhönnu datt í hug hvort ekki væri markaður fyrir hamsatólg sem stæði undir nafni. Ekki vantaði að nóg féll til af mör í sláturtíðinni, en honum var að mestu hent á þessum árum. Það var því líka umhverfisvænt að nýta þetta hráefni og koma þannig í veg fyrir að mörinn væri urðaður. Upphafið í eldhúsinu Þau Jóhanna og Garðar byrjuðu að bræða mör í eldhúsinu heima á Stóruvöllum árið 1991. „Við brædd- um í nokkrar dósir að gamni okkar og færðum félaga okkar sem vann í fiskbúð fyrir sunnan,“ segir Garðar. „Svo fórum við að reikna út hvað þetta þyrfti að kosta og það var auð- vitað helmingi dýrara en nokkur hamsatólg sem þá var í boði. Við urð- VEDSKQTIMVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Garðar Jónsson, framkvæmdastjóri Stóruvalla ehf,, fæddist á Stóruvöllum 1958 og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Laugum í Reykjadal 1973 og starfaði síðan til sjós og lands, m.a. á þungavinnuvélum þar til hann tók við búi á Stóruvöllum 1982. Fyrirtækið Stóruvellir ehf. var stofnað 1995. ► Jóhanna Rögnvaldsdóttir fæddist á Húsavík 1960 en fluttist með foreldrum sínum að Mývatni sex ára gömul og ólst þar upp. Hún lauk viðskipta- og rekstrarnámi hjá Viðskipta- og tölvuskólanum í Reykjavík 1996. Jóhanna er hreppstjóri Bárð- dælahrepps, i sveitarstjórn og fleiri nefndum. Hún rekur eigin bókhaldsstofu. Þau eiga tvo syni. Morgunblaðið/RAX Sigri'ður Baldursdóttir í Víðikeri, Kristín Ketilsdóttir á Lækjavöllum og Garðar Jónsson á Stóruvöllum við sýnishorn af framleiðslunni. Hamsa- tólg, útikerti og steikingartólg. Fylgt er ströngum hreinlætiskröfum í verksmiðjunni og skal þess getið að starfsfólkið tók ofan hámetin rótt á meðan myndin var tekin. Morgunblaðið/RAX Jóhanna Rögnvaldsdóttir rekur eigin bókhaldsstofu á Stóruvöllum og annast meðal annars bókhald mörbræðslunnar. um því að lækka verðið verulega. Nokkrum dögum seinna hringdi fisksalinn og vildi fá viðbót. Við vor- um á leið til útlanda og létum hann fá nokkrar dósir þegar við komum til Reykjavíkur. Þegar við komum heim aftur biðu skilaboð um að hann vildi meira!“ Þau Garðar og Jóhanna keyptu sér litla veltipönnu sem sett var upp í þvottahúsinu og þar var haldið áfram að bræða mör. Nú segjast þau ekkert botna í því hvernig þau fóru að við svo frumstæð skilyrði. Mörbræðsla í mjólkurhúsi Gamla mjólkurhúsinu að Stóru- völlum var breytt í mörbræðslu árið 1994. Gerð var áætlun um framtíð fyrirtækisins og húsnæðið miðað við að þar yrði unnið úr 10 tonnum af mör á ári. „Við höfðum samráð við heilbrigðisfulltrúann. Þetta var allt samþykkt,“ segir Garðar. Til að byrja með var byggður sjö rúmmetra frystiklefi og talið að hann myndi nægja fyrir starfsemina. Fljótlega þurfti að bæta við 40 feta frystigámi undir hráefnið. Garðar segir að þegar þau hófu að bræða mörinn hafi þetta hráefni lítið verið notað en samt erfitt að fá það. „Maður kom alls staðar að lokuð- um dyrum. Þessu var öllu hent nema því sem fór í slátur. Mönnum fannst það tímasóun að hirða mör og litu á hann sem hvern annan úrgang. Þetta er mikið breytt. Menn eru líka orðnir miklu fúsari að hirða mörinn fyrir okkur og við getum jafnvel haft áhrif á það hvernig honum er pakk- að. Þetta er orðið allt annað - en það kostaði töluvert nöldur!“ Garðar tel- ur að nú sé mör óvíða hent, nema þá af fullorðnu fé. Fimmtíu tonn af mör Á Stóruvöllum er nú unnið úr um 50 tonnum af mör á ári. Það er mör úr um 50 þúsund lömbum. Aðalframleiðsluvaran er hamsa- tólg. Einnig hrein steikingartólg sem er vinsæl til að steikja úr kleinur að ekki sé talað um laufabrauð. Þá er unnin sáputólg fyrir S. Hólm í Reykjanesbæ sem býr úr henni um- hverfisvænar hreinsivörur, m.a. penslasápu, tjöruhreinsi og línusápu svo nokkuð sé nefnt. Fyrir nokkrum árum hófst fram- leiðsla á útikertum sem steypt eru úr Aðalframleiðsluvaran er hamsatólg. Einnig hrein steikingartólg sem er vinsæl til að steikja úr kleinur að ekki sé talað um laufabrauð. Þá er unn- in sáputólg fyrir S. Hólm í Reykjanesbæ sem býr til úr henni umhverfisvænar hreinsivörur. hreinni tólg. Þessi kerti eru dýrari en innflutt fjöldaframleidd vaxkerti, en hafa einnig ýmsa kosti umfram þau, að sögn þeirra Garðars og Jó- hönnu. Útikertin loga lengur en vaxkerti, allt að tíu klukkustundir, að sögn Garðars. Þá hafa þau þann I, kost að auðvelt er að þrífa tólgina af fötum, skóm og húsveggjum. Til þess nægir að skola með heitu vatni. Garðar segir að þeir sem hafa orðið fyrir því að fá rautt kertavax í fötin sín kunni að meta þenna kost tólgar- kertanna. „Það var hringt til okkar nokkrum sinnum í fyrra vegna þess að hundar eru svo sólgnir í útikertin. Fólk var að spyrja hvort við blönduðum ein- hverju í tólgina sem hundarnir sæktu svona í. Það er ekki svo, þetta er hrein tólg og því hættulaus.“ Jó- hanna nefnir að ein kona hafi hringt vegna þess að hundurinn hennar hafði hámað í sig tvö kerti. Það sem afgangs verður við fram- leiðsluna fer í svínafóður. Hráefnið gengur því alveg upp. Þau á Stóruvöllum hafa gert til- raunir með framleiðslu á dýfðum tólgarkertum og hafa áhuga á að feta sig lengra á þeirri braut. Til þess þarf þróunarvinnu sem hvorki hefur ’ gefist tími né fjármagn til. „Það er líka of lítil velta á fyrirtækinu til að geta kostað mikla þróunarvinnu," segir Garðar. „Við fáum til dæmis enga búsetustyrki eins og sauðfjár- bændur, fyrir að eiga heima hér. Við eigum engar rollur, en þær eru skil- yrði fyrir því að fá búsetustyrk.“ Lélegt rafmagn og sími Kaupa verður allt hráefnið fyrir mörvinnsluna á haustin, því slátur- húsin kæra sig ekki um að geyma það. Hráefnið er nú geymt í tveimur 40-feta frystigámum sem knúnir eru þriggja fasa rafmagni. Annar gám- urinn er geymdur á Húsavík og hinn á nágrannabænum Engi, þar sem er heimarafstöð og þriggja fasa raf- magn. Ekki er hægt að fá þriggja fasa rafmagn að Stóruvöllum. Garðar segir að það standi starf- seminni fyrir þrifum að hafa ekki f þriggja fasa iðnaðarrafmagn og ef ekki verið breyting á því þá verði að flytja starfsemina. Öll tæki sem not- uð eru við framleiðsluna eru gerð fyrir þriggja fasa straum og verður að breyta þeim fyrir einfasa straum. Þetta er töluverður kostnaðarauki. Tæki sem eru smíðuð fyrir einfasa straum eru yfirleitt tómstundatæki eða gerð fyrir heimilisnot en ekki til iðnaðamota. Garðar segist ekki eiga von á að fá þriggja fasa straum frá j veitu. „Þeir sjá þetta byggðarlag I ekki fyrir sér öðruvísi en svo að það sé að fara,“ segir Garðar. Hann seg- ist skilja að það sé of dýrt að leggja þriggja fasa rafmagn um alla króka og kima landsins. Eigin virkjun Til að starfsemin að Stóruvöllum eigi einhverja framtíð fyrir sér verð- ur Garðar því að grípa til eigin ráða. | „Ég hef áhuga á að virkja sjálfur, \ setja upp heimarafstöð og fá þannig þriggja fasa straum," segir Garðar. Hann telur að það sé hægt að fram- leiða mikið rafmagn hér á landi án þess að leggja stór flæmi undir uppi- stöðulón og breyta farvegum vatna. Þessar litlu rennslisvirkjanir séu ekki áberandi og hægt að leiða raf- magn frá þeim um jarðstrengi. „Það er engin framtíð í landbúnaði hér. Það er miklu nær að verða raforku- | bóndi, setja upp heimarafstöð og | selja rafmagn út á dreifikerfið," seg- | ir Garðar. Hann segir að stóru orku-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.