Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ * _________ A meðan ETA heldur morðunum áfram hafna Katalónar sjálfstæðishugmyndinni sem slrkri „Sjálfstæði er hugmynda- fræði nítjándu aldarinnar“ rekast óhjákvæmilega á í þessu fjöl- menningarlega þjóðfélagi. Aivarlegasta vandamálið tengist hins vegar sjálfstæðisbaráttu bask- nesku þjóðarinnar og þá einkum því fámenna broti hennar sem kennir sig við ETA, frelsissamtök Baska, og hefur háð blóðuga baráttu sína með hryðjuverkum í meira en þrjátíu ár. Frá því að eins og hálfs árs vopnahléi samtakana lauk í desember síðast- liðnum hafa þau myrt 21 mann, nú síðast katalónska stjórnmálamann- inn Ernest Lluch, fyrrverandi heil- brigðisráðherra Spánar. Ein milljón manna kom saman í miðborg Barsel- óna, heimaborg Lluchs, tveimur dög- um eftir morðið í mótmælaskyni við ofbeldisverk ETA og kröfðust þess að viðræður jrðu hafnar á milli ríkis- stjórnar José María Aznars, forsæt- isráðherra Spánar, og baskneska þjóðernisílokksins, PNV, sem er við völd í Baskalandi. Esteve segir það skoðun sína og 99% Katalóna að deil- an verði ekki leyst nema með viðræð- um. PNV er á sama máli enda hefur hann slitið tímabundin tengsl sín við pólitískan arm ETA eftir að vopna- hléinu lauk. Aznai- og ETA eru hins vegar á öðru máli. 1 ljósi þessarar spennu sem ein- kennir héraðasambandið á Spáni og þeirrar spennu sem brotist getur út í baráttu um sjálfstæði (og mörg önn- ur Evrópulönd hafa fengið að reyna) virðist afstaða Katalóna til sjálfstæð- is vera skynsamleg. Sumir eru þó á því að aðrar ástæður liggi að baki því að þeir sækist ekki eftir fullum að- skilnaði frá miðstjórnarvaldinu í Madríd. Gárungarnir orða það þann- ig að Katalónar séu meiri hagfræð- ingar en þjóðernissinnar; þeir viti vel hvaðan þeh- fái saltið í grautinn sinn, ef svo má segja. Pujolflokkurinn á timamótum með nýtt leiðtogaefni Tuttugu ára valdatíð Jordis Pujol og ílokks hans, Convergéncia Democrática de Catalunya eða CDC, er sennilega ein skýrasta birting- armynd frægrar íhaldssemi Katalóna. Flokkurinn hefur unnið síðustu sex kosningar eða allar kosn- ingar til katalónska þjóðþingsins eft- ir franeotíma. Pere Esteve, sem starfað hefur innan flokksins frá stofnun hans árið 1975 og setið á þingi síðastliðin átta ár, segir ástæðu þessarar löngu valdatíðar flokksins einnig vera Pujol sjálfan. „Hann var réttur maður á réttum tíma og á rétt- um stað þegar þjóðin hlaut sjálf- stjómarréttindin. Pujol hafði barist ötullega fyrir viðurkenningu á katal- ónsku þjóðemi á francotíma og var fangelsaður fyrir að tala fyrir lýð- ræðislegum réttindum. Hann var því þjóðþekktur talsmaður frelsis og sjálfstæðis þegar lýðræðið brast á eftir dauða Francos. Og hann hefur staðið undir væntingum fólksins og haldið áfram að færa okkur í átt að meira frelsi og sjálfstjórn til þessa dags.“ Esteve segir að flokkur hans standi á tímamótum nú. Sjálfur sagði hann af sér sem aðalritari flokksins síðastliðinn október. „Ég ákvað að bjóða mig ekki fram í forystu flokks- ins vegna þess að Jjóst má vera að það er komið að því að nýtt fólk taki við forystunni. Sjálfur er ég hættur þing- störfum hér í Katalóníu en ég á sæti á Evrópuþinginu.Til þess að tefja ekki fyrir nauðsynlegum breytingum og valdaskiptum innan flokksins ákvað ég að gefa ekki kost á mér í áfram- haldandi forystuhlutverk." Artur Mas fjármálaráðherra sem tók við af Esteve er að hans sögn sá sem mun taka við af Pujol sem næsti leiðtogi flokksins. Þurfa sjálfstjórnarhéröðin meiri völd? En hvert verður hlutverk nýs leið- toga? Verður það enn að berjast fyrir aukinni sjálfstjóm? Eða eru Katal- ónai' komnir þangað sem þeir vilja í þeim efnum? Margir, þar á meðai Aznar, eru á því að sjálfstjómarhéröðin þurfí ekki meiri völd og ættu ekki að fá meiri völd ef skynsemin fengi að ráða. Rekstrarkostnaðurinn einn vex sum- um í augum en með auknum flutningi valds frá Madríd til héraðanna hefur störfum í opinberri stjómsýslu fjölg- að um tæp 500% síðastliðin fimm ár. Og til vitnis um valdahlutfóllin er að héröðin og bæjarfélögin fara með helming allra opinberra fjárútláta í spænska ríkinu. Öll héruðin nema tvö fá hins vegar bróðurpart peninganna frá Madríd, einungis Baskaland og Navarra innheimta alla skattana sína sjálf. Og það er um þessa útdeilingu miðjunnar á peningum sem héröðin þurfa að hugsa en um hana er samið á fimm ára fresti í harðri og langri póli- tískri rimmu. Héröðin eru missjálfstæð en Katalónía er meðal þeirra sem hefur sjálfstjórn í hvað flestum málum. Hún fer með löggjafar- og fram- kvæmdavald yfir stjórnsýslustofn- unum héraðsins, sveitarfélögum, katalónskri menningu, borgarskipu- lagi, opinberum framkvæmdum innan héraðsins, samgöngum, versl- un, ferðamálum, heilbrigðis- og fé- lagsmálum, íþróttum og tóm- stundastarfi. Sömuleiðis hefur hún með höndum löggjafar- og fram- kvæmdavald í menntamálum, lána- starfsemi, bankastarfsemi og trygg- ingastarfsemi, námastarfsemi, orku- málum, umhverfismálum og fleira mætti telja. Svo virðist sem Katalónar standi ansi vel. Utanríkis- og varnarmál eni ekki á könnu heimamanna, nema það sem snýr beinlínis að þeirra málum í alþjóðlegum samningum og sam- starfi. Fjármálaleg sjálfstjóm er heldur ekki til staðar, en eins og gefið var í skyn í úttekt The Economist á stjórnmálaástandinu á Spáni fyrir skömmu þá eru Katalónar ekki áfjáð- ir í að slíta sig úr fjármálalegum tengslum við Madríd; „Katalónía er stórskuldug," sagði í fróðlegri úttekt tímaritsins, og „Pujol vill fá meiri peninga frá Madríd“. Á Spáni búa fjórar þjóðir í sautján héröðum Núverandi skipan mála í Katalóníu virðist því skynsamleg og sjálfstæðis- kröfur óskynsamlegar. Að mati Est- eve er staðan sem nýr leiðtogi tekur við þessi: „Við erum ekki sjálfstæð þjóð. Sjálfstæði myndi þýða að við slitum tengsl við Spán, yrðum frjáls. Við erum heldur ekki fullveldi. Þetta er staða sem við kjósum okkur að vera í. En hvað vantar? Við viljum vera viðurkenndir sem þjóð innan spænska ríkisins og jafnframt innan Evrópu. Og við verðum að hafa í huga að hugtakið þjóð felur ekki í sér það sama og hugtökin sjálfstjórnarhérað og fullveldi. En spumingin er þá þessi: Er ómögulegt að viðurkenna Katalóna eða líta á Katalóna sem þjóð innan spænska ríkisins? Það var ekki hægt á francotíma því þá bjó op- inberlega aðeins ein þjóð í landinu. En það er hægt núna vegna þess að við búum við annað kerfi. I Evrópu er líka breytt ástand þar sem vald hefur dreifst á fleiri og smærri þjóðarein- ingar.“ Esteve bendir á að á Spáni búi fjór- ar þjóðir í sautján héröðum, það er að segja Katalónar, Baskar, Galíseu- menn og svo Kastillumenn eða Spán- veijar. I menningarlegu, sögulegu og stjórnmálalegu tilliti sé einungis hægt að tala um fjórar þjóðir. „Ef all- ir væru sammála um þetta myndi Spánn vera allt annað ríld, ekki brot- ið ríki, einungis öðruvísi saman sett,“ segir Esteve. Hugleiðingar um sjálfstæði segir Esteve ekki vera uppi á borðinu hjá stjóm Pujols. Inntur eftir ástæðum þess svarar hann einfaldlega: „Sjálf- stæði kemur baráttu Katalóna fyrir réttindum sínum innan Spánar og Evrópu ekki við. Sjálfstæði er vissu- lega spennandi hugmynd en hún er hugmyndafræði nítjándu aldarinnar og skiptir okkur ekki máli hér og nú. Aðalatriðið er að Katalóma haldi áfram að tryggja efnahagslega, póli- tíska og menningarlega stöðu sína innan Spánar og Evrópusambands- ins með gagnkvæmum samningum, að við tryggjum okkur þau réttindi sem við eigum að hafa sem þjóð.“ Þessi höfnun á sjálfstæðishug- myndinni er athyglisverð, ekki síst þar sem afstaða CDC til stöðu Katal- óna innan Spánar og Evrópu virðist mjög byggjast á þjóðemislegum hug- myndum að öðm leyti eins og komið hefur fram. Sú afstaða endurspeglað- ist til dæmis skýrt í yfirlýsingu Puj- ols í liðinni viku um að hann myndi berjast fyrir því að katalónska yrði viðurkennd sem eitt af opinbemm tungumálum Evrópusambandsins en þannig yrði hún jafnrétthá þar og kastiljanska og aðrar þjóðtungur. Og raunar virðist þjóðernishyggja nítjándu aldar hafa gengið í endur- nýjun lífdaga sé litið til þess sem hef- ur verið að gerast í Evrópu undan- farinn áratug. Eins og Esteve bendir á era að- stæður þó aðrar á Spáni en í fyrram Júgóslavíu svo dæmi sé tekið. „Júgó- slavía var brotið ríki og það þurfti að endurreisa það. Það fyrsta sem fólk gerir við slíkar aðstæður er að spyija sig: Hver erum við? Eram við Júgó- slavar eða eram við Króatar eða Bosníumenn? Síðan fylgir fólk sann- færingu sinni en það verður að skapa nýtt ríki úr brotum hins gamla. Spánn er ekki brotið ríki. Hjá okkur snýst málið því ekki um nýtt ríki heldur um það hverjir taki ákvarðan- irnar og hvar. Hjá okkur snýst málið um það hvemig samstarfinu er hátt- að við viðsemjendur okkar. Þar krefj- umst við þess að vera metnir sem þjóð en það teljum við okkur geta gert þótt við séum ekki sjálfstætt ríki. Burtséð frá þessu er ég hins veg- ar sammála því að þjóðemishyggja og sjálfstæðishugmyndir era afar áhugaverð athugunai-efni í þessu samhengi." ETA vinnur á eigin forsendum Sjálfstæði og þjóðemishyggja era driíkrafturinn á bak við hryðjuverk ETA þótt vissulega megi draga í efa raunveralegan tilgang slíkra að- gerða. Þegar horft er til atburða síð- ustu mánaða virðist staðan í sam- skiptum Baska og ríkisstjórnai' Aznars brothætt. Að mati Esteve er ástandið afai' erfitt. „Það ríkir mikil óvissa enda er ekki að sjá að lausn verði fundin á málinu í bráð. Á meðan halda morðin áfram með fárra daga millibili. Við eram þeirrar skoðunar að samræður við Baskneska þjóðernisflokkinn sé eina leiðin til þess að reyna að leysa málið. Aznar telur það hins vegar ekki koma til mála að ræða við þjóð- ernissinna í Baskalandi, ekki frekar en ETA-menn sjálfa. Hann vill fara pólitísku leiðina og telur að með því að sigra þjóðernisflokkinn í næstu kosningum í Baskalandi geti hann náð tökum á ástandinu. Eg tel það mjög ólíklegt enda vinnur ETA á sín- um eigin forsendum." Flokkur Jordis Pujols hefur setið að völdum í Katalóníu, einu af sautján sjálfstjómarhér- uðum Spánar, í tuttugu ár samfleytt. Pólitískt markmið hans hefur ætíð verið að faera héraðið í átt til aukinnar sjálf- stjórnar en á sama tíma og Baskar krefjast sjálf- stæðis og ETA heggur meira og meira þá hafna Katalónar öllum hug- myndum um sjálfstæði sem gömlum og úreltum. Þröstur Helgason ræddi við Pere Esteve, fráfarandi aðalritara flokks Pujols, um stöðu Katalóníu og ástandið á Spáni almennt. SJÁLFSTÆÐI er ekki á dag- skrá Katalóna, að sögn Pere Esteve, eins af aðalhug- myndafræðingum hins þaulsætna stjórnarflokks Jordis Pujols, forseta Katalóníu, síðustu tuttugu ár. „Sjálfstæði er hugmynda- fræði nítjándu aldarinnar og skiptir okkur ekki máli hér og nú,“ heldur hann áfram. „Aðalatriðið er að Katal- ónía haldi áfram að tryggja efnahags- lega, pólitíska og menningarlega stöðu sína innan Spánar og Evrópu- sambandsins með gagnkvæmum samningum, að við tryggjum okkur þau réttindi sem við eigum að hafa sem þjóð.“ Katalónía er eitt af sautján hérað- um Spánar sem hlutu sjálfstjómar- réttindi með nýrri stjómarskrá sem tók gildi árið 1978 eftir fyrstu lýðræð- islegu kosningamar í landinu í meira en fjóra áratugi. Dreifing valds þótti nauðsynleg á Spáni eftir áratuga- langa fasíska einræðisstjóm Francos þar sem það var meira að segja bann- að að tala annað tungumál en kast- iljönsku, tungumálið sem umheimur- inn kallar spænsku. Að margra mati varð valddreifingin hins vegar meiri en hún þurfti að vera og ljóst má vera að fjöldi sjálfstjómarhéraðanna gef- ur allýkta mynd af fjölda þjóða og þjóðarbrota innan Spánar. Hugsan- lega hefði verið skynsamlegra að koma einungis á sjálfstjórn í hérað- um þar sem þjóðemisleg og menn- ingarleg rök voru augljóslega fyrir hendi, í Katalóníu, Baskalandi og Galisíu. Markmiðið var hins vegar alltaf að koma á valdajafnvægi í land- inu og kannski hefðu þessi þrjú sjálf- stjómarhérað ekki staðið vel gagn- vart hinum fjórtán héraðunum sameinuðum undir hatti Kastih'u ef þessi kostur hefði verið valinn. Um þetta eru þó enn skiptar skoðanir. Nú, tuttugu og fimm áram eftir dauða Francos, rikir talsverð tog- streita á milli sjálfstjórnarríkjanna sautján. Fyrst og fremst er þetta pólitísk og efnahagsleg togstreita þar sem ríkari héraðunum, svo sem Katalóníu, þykir þau halda uppi þeim verr settu sem aftur telja sig aldrei fá næga peninga frá miðstjórnarvaldinu í Madríd. Menningarlegrar tog- streitu verður einnig vart þar sem ólík tungumál og menningarheildir Morgunblaðið/Þröstur Helgason Pere Esteve, fráfarandi aðalritari Þjóðarflokks Katalóníu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.