Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lítill snjómokstur en mikil hálkueyðing á vegum landsins Kostnaður svipaður eða meiri ení meðalári ÞRÁTT fyrir lítinn snjómokstur fyrri hluta vetrar er útlit fyrir að kostnaður við vetrarviðhald vega landsins verði svipaður og í meðalári, eða jafnvel meiri. Hjörleifur Ólafsson, vegaeftirlits- maður hjá Vegagerðinni, telur að kostnaður við vetrarviðhald fari í um um það bil milljarð kr. á þessu ári sem er heldur meira en meðaltal undanfarinna ára þegar vetrarvið- haldið hefur kostað 900 til 1.000 milljónir kr. Segir Hjörleifur að fyrstu mánuðir ársins hafi verið heldur þungir og þurft að kosta tölu- verðu við snjómokstur. Lítill snjó- mokstur hafi verið það sem af er yf- irstandandi vetri en á móti komi kostnaður við hálkuvörn sem sé lítið minni en snjómoksturinn. Vegir opnir sem yfirleitt hafa verið lokaðir Vegir, sem yfirleitt eru lokaðir all- an veturinn, hafa verið opnir í allan vetur. Þannig er suður- og vestur- leiðin um Vestfirði opin, það er segja um Barðastrandarsýslur og yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði op- in, einnig vegurinn um Eyrarfjall í ísafjarðardjúpi og vegurinn norður Strandir, í Árneshrepp. I gær var að visu þungfært um þessa vegi. Það styttir leiðina milli Isafjarðar og Reykjavikur um 34 kílómetra þegar unnt er að fara um Eyrarfjall í stað þess að aka fyrir Reykjanes í ísa- fjarðardjúpi. Fjárhagsáætlun sprungin Mikill kostnaður við snjómokstur fyrstu mánuði ársins sprengdi þá fjárveitingu sem Reykjavíkurborg ætlar til vetrarviðhalds. Lítill mokst- ur það sem af er vetri hefur ekki náð að vega það upp, að sögn Höskuldar Tryggvasonar, starfsmanns gatna- málastjóra, enda töluverður kostn- aður við hálkueyðingu. Hins vegar er kostnaður Akureyr- arbæjar minni í ár en á síðasta ári. Guðmundur Guðlaugsson, deildar- stjóri framkvæmdadeildar, telur að kostnaður við vetrarviðhald verði um 30 milljónir á móti 35 milljónum á árinu 1999. Hann segir að kostnað- urinn hafi tilhneigingu til að vaxa vegna aukinna krafna fólks um þjón- ustu. Íslandssími gerir samstarfssamning við Listasafn Reykjavikur Styrkir safnið um 20 milljónir á þremur árum I fannhvítri vetrarhempu FÁTT VIRTIST raska ró rjiípunnar sem sat hin spakasta á grein við Laugarás í Biskupstungum þegar ljósmyndari átti leið hjá. Kalt hefur verið í veðri í uppsveitum Árnes- sýslu síðustu daga og rjúpan eflaust fegin að hafa fannhvítan og hlýjan vetrarhaminn til að halda á sér hita. ÍSLANDSSÍMI hf. verður helsti samstarfsaðili Listasafns Reykja- víkur næstu árin, samkvæmt nýjum samningi sem undirritaður var í gær af forsvarsmönnum Islandssíma og Listasafnsins. Stuðningur Islands- síma við safnið nemur rúmum 20 milljónum króna á þriggja ára tíma- bili samningsins. Stærstur hluti fer til fræðslustarfa safnsins en einnig verður fénu varið til útgáfustarf- semi, fyrirlestra- og rannsóknar- starfs auk kynningarverkefna. Hluti af greiðslunni felst í þjón- ustu sem Íslandssími veitir safninu, og þannig verða Hafnarhúsið við Tryggvagötu, Kjarvalsstaðir og Ás- mundarsafn tengd Netinu með há- hraðatengingum. Íslandssími mun einnig sjá um alla símaþjónustu við Listasafn Reykjavíkur. Við undiiTÍtun samningsins vai- ný heimasíða Listasafnsins tekin í notk- un og í kjölfarið verður hafist handa við að setja upp tölvur í kaffiteríum Hafnarhússins og Kjarvalsstaða þar sem gestum verður veittur frír að- gangur að Netinu. í byrjun mars verður tekið i notkun fræðsluver á fyrstu hæð Hafnarhússins sem ætl- að er bæði nemendum og almenn- ingi. grunnskólana í Reykjavík og vinnu- skólann og leikskólana um það. Okk- ur langar að gera þá hluti enn betur, útbúa gott efni fyrir skólana og hjálpa þeim í starfi sínu við fræðslu á sviði myndlistar og teygja það i fleiri áttir. Við munum einnig nota hluta af þessum samstarfsstuðningi til að efla rannsóknir og kynna það sem er að gerast í safninu betur út í þjóðfé- lagið.“ Framsækið safn Eyþór Ai'nalds, framkvæmda- stjóri Íslandssíma, segir að ákveðið hafi verið að gera þennan samstarfs- samning við Listasafnið þar sem safnið sé viðskiptavinur Íslandssíma og að fyrirtækið hafi áhuga á að efla menningu og menntun með þeim ráðum sem hægt er. „Við teljum líka að Listasafnið sé mjög framsækið safn með nýrri list, ekki síst með nýja listasafninu þar sem verið er að styðja við bakið á lifandi list. Það er bara í okkar anda.“ Að sögn Eyþórs hefur Íslandssími átt góð viðskipti við Reykjavíkur- borg á árinu, og það megi líta þannig á að með þessum samstarfssamningi sé fyrirtækið að þakka fyrir ánægju- leg viðskipti á árinu. Frekari lækk- un á skipaolíu SKELJUNGUR hf. hefúr ákveðið að lækka verð á skipagasolíu um 3 krónur á lítra og verð á svartolíu um 1 krónu, en Olís og Olíufélagið hafa tilkynnt lækkun á skipagasolíu um 2,60 og svartolíu um 50 aura. Þá ætl- ar Skeljungur að lækka útsöluverð á bensíni og dísilolíu um 4,20 krónur á lítra um áramótin, líkt og hin olíu- félögin hafa ákveðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eyþdr Arnalds, framkvæmdastjóri Islandssima, og Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur, undirrita samninginn. Eiríkur Þorláksson, forstöðumað- ur Listasafns Reykjavíkur, segir samninginn hafa mikla þýðingu fyrir safnið og vafalaust sé hann einn stærsti samstarfssamningur milli fyrirtækis í atvinnulífinu og menn- ingar- og listastofnunar. „Við ætlum að nýta þetta til að efla fræðslustarf- ið. Við höfum verið að fá mikinn fjölda af nemendum í safnið, á sýn- ingar í þessum þremur byggingum, og höfum verið í ágætu samstarfi við Rdlegl hjá veðurathugunarfdlki á Hveravöllum yfír hátíðarnar Yndislegt að sjá sól- ina koma upp daglega Framkvæmdastjdri LIU segir rangt að útvegsmenn vilji ekki semja við sjdmenn Ekki forsendur til að auka hlut í aflaverðmæti FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍU, segir það rangt að útgerðarmenn hafi hafnað öllum kröfum sjómanna og segir hann að LÍÚ leggi mikið upp úr því að semja við sjómenn. Sævar Gunn- arsson, formaður Sjómannafélags íslands, gagnrýndi útvegsmenn á aðalfundi Sjómannafélags Eyja- fjarðar fyrr í vikunni og sagði greinilegt að þeir ætluðu ekki að semja, þar sem þeir græddu dag- lega á því að semja ekki við sjó- menn. Hann sagði jafnframt að út- vegsmenn hefðu hafnað öllum tilboðum sjómanna. Að sögn Friðriks hafa sjómönn- um verið boðnar sömu hækkanir og aðrir hafa fengið, þ.e. á tímakaupi og kauptryggingu sem eru föst laun sjómanna. „En síðan erum við með hlutaskiptakerfi, sem þýðir að þeir fá hluta af aflaverðmætinu. Þá á það ekki við að heimafæra allt sem aðrir semja um yfir á okkar launa- samning. Þetta er stórt mál í þessu, en það er alveg ljóst að við viljum og leggjum mikið upp úr að ná sam- komulagi við þá.“ Að sögn Friðriks fá sjómenn það stóran hluta af verðmæti aflans að ekki eru forsendur til að auka slíkt enn frekar. „Það eru ekki forsendur til þess að auka heildarútgjöldin umfi’am það sem ég sagði fyrr varð- andi kauptryggingu og tímakaup og slíka launaliði. Þá eru afkomulegar forsendur ekki fyrir hendi heldur.“ Friðrik segir að reynt hafi verið að semja allt síðasta árið, en það haíl gengið illa vegna þess hve for- ystumenn sjómanna séu ósamstæð- ir. „Þeir hafa ekki getað talast við, forystumenn sjómanna. Þeir hafa ekki getað setið í sama herbergi fyrr en núna eftir miklar brýningar okkar og það er útilokað að semja við þá, nema þeir komi saman. Þess vegna hefur málið verið algjörlega í hnút, vegna þess hve þeir hafa ver- ið ósamstæðir.“ RÓLEGT var á Hveravöllum um jólin og ekki er gert ráð fyrir mik- Uli umferð fólks þar um áramótin, að sögn Hafsteins Eirfkssonar veð- urathugunarmanns. Þetta er fyrsti vetur Hafsteins og Kristínar Björnsdóttur, eiginkonu hans, á Ilveravöllum og hann segir að fyrstu mánuðirnir hafi verið frá- bærir og hreinlega engu líkir. „Hér er geysileg náttúrufegurð og frábært að vera. Fyrir okkur sem komum frá fsafirði er einnig dásamlegt að sjá sólina koma upp dag eftir dag um hávetur," segir Hafsteinn. Hann segir einkum hafa komið þeim hjónum á óvart í vetur að ein- angrunin sé alls ekki jafn mikil og þau hafí fyrirfram talið. „Hér er talsverð umferð allan ársins hring og helst að í miðri viku séu ekki einhverjir á ferli. Jeppa- fólk og sleðamenn eru annars mikið á ferðinni," bætir hann við. Að sögn Hafsteins eru sleðamenn nú óðum að taka við sér eftir snjó- leysið og segja nú skaplegt færi vfða. Hann á því von á meiri umferð þeirra um Hveravelli og nágrenni á nýju ári. Fáir í skála Ferðafélagsins Fáir gistu skála Ferðafélagsins á Hveravöllum yfir jólin, en þar geta 70 manns vel gert sig heimakomna. Hafsteinn sagðist vita af tíu manna hópi sem boðað hefði komu sína yf- ir áramótin, en um fleiri vissi hann ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.