Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐALBJÖRN ÞOR- GEIR BJÖRNSSON JÓFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR + Aðalbjörn Þor- geir Björnsson fæddist í Hafnarfírði 6. nóvember 1931. Hann lést 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Maríus Hans- son skipsljóri, f. 16.1. 1898, á Brúarenda í Reykjavík, d. 14.8. 1966 og fyrri kona hans, Sigurborg ^ Magnúsdóttir, f. 24.2. 1896 á Eyri í Seyðis- firði, d. 10.5. 1961. Aðalbjörn var yngst- ur af níu alsystkinum, að auki átti hann eina hálfsystur. Aðalbjörn kvæntist Svandísi Ingólfsdóttir, 26.12. 1951, frá Akranesi, þau skildu. Þeirra börn eru: a) Kristinn Lúðvík, f. 17.11. 1952, pípulagningamaður, fyrri kona hans er Jónína Katrín Jóns- dóttir, þau eignuðust tvö börn, Katrfnu Björk, f. 2.10. 1971, henn- ar barn er Salka Tara og Finn Smára, f. 6. júní 1974, kona hans er Þóra Briem. Seinni kona Krist- ins er Lilja Hauksdóttir. b) Ingólf- ur Bjarkar, f. 7.1. 1954, skipstjóri og útgerðartæknir, kona hans er Sigurlaug Jónsdóttir, kennari, f. 21.3. 1957, börn þeirra eru Alma Ýr, f. 5.6. 1978, Atli Freyr, f. 11.7. 1981 og Aldís Rún, f. 8.3. 1990. c) Rósa Hugrún, f. 7.1.1955, m. Egill Sigurjón Benediktsson, f. 14.7. 1953, þau skildu. Svanur Þór, f. 16.9. 1972, Hugrún Ösp, f. 19.9. 1973, m. Ingi Þór Hauksson sonur þcirra, Isak Örn, Þröstur Rósu- son, f. 14.12. 1986, d. 19.12.1986. M.2. Lovísa Norð- fjörð Jónatansdóttir, f. 10. júlí 1920, d.3.1. 1992, þau skildu. Þeirra dætur eru: d) Linda Sigurborg, f. 30.8. 1959. M.l, Val- ur Smári Geirsson, f. 18.9. 1957 fórst með Hellisey, 11.3. 1984, þeirra börn, Aðalbjörn Þorgeir, f. 13.1. 1977 og Anna Dóra, f. 4.9. 1981, hennar sonur, Örnólfur Smári, f. 30.1. 2000, M.2. Ömólfur Lárusson, f. 29.10. 1963, börn þeirra, Edda Rós, f. 15.5. 1988 og Sævar Helgi, f. 15.12. 1994. e) Sól- veig María, f. 29.3.1962. M.l. Eng- ilbert Eiðsson, f. 29.6. 1964 fórst ineð Hellisey, 19.3.1984. M.2, Ámi Ólafur Reynisson, f. 19.7. 1962, synir þeirra, Engilbert Norðíjörð, f. 11.1.1990 og Vilhelm Norðfjörð, f. 11.11. 1997. Uppeldissonur og sonur Lovísu: Jöhann Norðljörð, f. 29.8. 1956. M.3, Ragnhildur Þór- ólfsdóttir, f. 15.1.1956, þau skildu, sonur þeirra: f) Bjöm Viðar, f. 5.6. 1983. Utför Aðalbjöms fer fram frá Hallgrimskirkju þriðjudaginn 2. janúar og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Bjössi bróðir. Þegar þú sagðir mér fyrir þremur mánuðum að hverju stefndi átti ég bágt með að trúa því. En þegar ég sá hve erfið barátta þín var og þjáning get ég ekki annað en þakkað Guði fyrir lausn þína. Aldrei verður fullþakkað fyrir þá umhyggju og alúð sem þú naust á líknardeild Landspítalans. Móðir Terísa á sér margar systur, sem hlúa að og hjálpa meðbræðrum sínum síðasta spölinn að því hliði sem skilur á milli lífs og dauða. Alla tíð sem þú lifðir varstu svo lífsglaður og viljinn til að lifa sem brennandi logi allt til síðustu daga lífsþíns. Eg veit að við eigum eftir að hitt- ast aftur. Það er eins og allt í gegn- um þetta líf höfum við verið að hitt- ast og kveðjast frá því að þú varst níu ára gamall. Það gátu liðið marg- ir dagar, vikur, mánuðir og ár að við höfðum ekki samband. Já 13 ár var lengsti aðskilnaðurinn, þegar ég bjó Bandaríkjunum. Það var aðeins síðustu árin sem við fórum að hafa reglulegt sam- band aftur. En þótt samverustundirnar væru stijálar á ég margar minningar um spaugileg atvik og skemmtilegheit. Ég minnist þess þegar þið Lúlla voruð gift og þið báðuð mig að halda dóttur ykkar Lindu Sigurborgu undir skím, hve stolt ég varð. Og nokkrum árum síðar gáfuð þið mér nöfnu, og ég stal vasaklútnum þín- um við skírnarathöfnina. Ég varð guðmóðir þeirra beggja. Mér hefur alltaf fundist ég eiga eitthvað í þeim ásamt Birni Viðari. Það er ekki margt sem ég veit um atburðarás fyrrihluta fullorðinsára þinna. Ég man að þú stundaðir sjóinn en seinna meir vannstu sjálfstætt við húsaviðgerðir og húsamálun. Þótt kveðjustundin sé sár fyrir þína nánustu veit ég að þau eru þakklát fyrir að þrautum þínum er lokið. Því ekkert er átakanlegra en að horfa upp á ástvini sína þjást og fá ekkert að gert. Þau verða mörg sem taka á móti þér elsku Bjössi minn. Foreldrar okkar og fjórir bræður og fremst í röð verður amma okkar, Kristín, sem sá ekki sólina fyrir þér. Ég bið góðan Guð að styrkja þá sem þig syrgja og kveð þig í þeirri vissu að við eigum eftir að hittast aftur. Þín systir, Sólveig María. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma569 1115, eðaánetfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegter, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SKÚLA EYJÓLFSSONAR, Lyngholti 18, Keflavík. Guð gefi ykkur gott nýtt ár. Ragnhildur Ragnarsdóttir, Ragnar Jón Skúlason, Bryndís Þorsteinsdóttir, Selma Skúladóttir, Matthías Sigurðsson, Jórunn Skúladótir, Árni Már Árnason, Elsa ína Skúladóttir, Guðni Birgisson, Kristinn Skúlason, Drífa Daníelsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Jófríður Björns- dóttir fæddist í Bæ á Höfðaströnd 27. september 1927. Hún lést á heimili sínu 20. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkróks- kirkju 28. desember. Elskulegu systir og bróðir. Eg trúi því varla enn að þið séuð bæði farin með aðeins átta daga millibili. Að þið munið aldrei koma aftur og gista hjá mér eins og þið gerðuð þegar þið komuð til læknis- rannsóknar eða af öðru tilefni. Okkur kom alltaf svo vel saman. Þú, Gógó mín, varst alltaf með lykla svo þú kæmist inn þótt ég væri ekki heima. Það eru svo margar minningar sem hrannast upp, eins og þegar við Gógó fórum að leggja að fyrir Gunn- ar. Hann var að reykja silung. Við gerðum það svo rækilega að það kviknaði í öllu saman. Ekki vorum við hátt skrifaðar hjá mági mínum þá, hann hló að klaufabárðunum og við þó ennþá meira. Bússi og mað- urinn minn voru betri en nokkur uppþvottavél. Það heyrðist oft hlátur úr eldhúsinu þegar þeir voru þar ein- ir að verki, pottarnir voru svo leið- inlegir. Sem betur fer eru minningarnar góðar. Þá sjaldan sem okkur mislík- aði eitthvað, þá vorum við fljót að sættast. Við systkinin, fóstursystkin- in og makar hittumst alltaf einu sinni á ári í Litla-Bæ til að styrkja vináttu- og systkinaböndin. Mikið skemmtum við okkur vel. Rifjuðum upp gamlar stundir, sungum, fórum í gönguferð- ir, veiddum silung og fylgdumst með fuglalífinu. Það verður tómlegt þeg- ar við komum saman næst. Elskulegu systkini, ég á eftir að sakna ykkar sárt. Innilegar samúðarkveðjur til Gunnars og Þórunnar og fjölskyldna þeirra. Guð veri með ykkur. Sigurlína Bjömsdóttir (Didda). Dauðinn var þunghöggur í raðir systkinanna frá Bæ nú á aðventunni. Fyrst hremmdi hann Jón bónda á Hellulandi eftir hastarleg veikindi, en síðan varð hún Gógó bráðkvödd miðvikudagskvöldið 20. desember. Jófríður hét hún fullu nafni, en var jafnan kölluð Gógó. Við vorum systra- böm, þær Kristín í Bæ og Margrét móðir okk- ar voru hálfsystur, samfeðra. Gógó og Gunnar bóndi hennar voru heimilisvinir okk- ar á Skagfirðingabraut 15. Fjölskyldurnar skiptust á heimsóknum og oftast var gripið í spil og spilað af fjöri og orðum ekki eytt í óþarfa. Menn voru og eru enn kapp- samir við spilaborðið. Gógó var elzt sjö systkina frá Bæ, en auk þess ólu þau Bæjarhjón upp Reyni, systurson Kristínar. I Bæ var myndarheimili og jafnan fjölrnennt rausnai’bú. Gógó var stórglæsileg kona, dökk á brún og brá, glaðleg í framgöngu, glettin og gamansöm. Hjá henni var aldrei deyfð og drungi, engin lognmolla. Hún hló hátt og hressilega og vildi alla gleðja. Hún var framúrskarandi gestrisin og veitul. Margur bitinn kom í pottinn hjá okkur á Skagfirð- ingabraut frá henni og Gunnari, þeii-ri miklu veiðikló, glænýi- silung- ur, svartfugl, gæs, selkjöt og siginn fiskur. Og víst voram við ekki þeir einu sem nutu rausnar þeirra. Gógó var forstöðumaður sauma- stofunnar Ylrúnar á Sauðárkróki þann tíma sem fyrirtækið starfaði. Þangað réð hún foreldra okkar og þar luku þau starfsdegi sínum. Þeim líkaði vel að vinna undir hennar stjórn og minntust þeirra daga jafn- an með ánægju. I þeÚTÍ ágætu vinnu- stöð var jafnan glatt á hjalla. Gógó heimsótti foreldra okkai- reglulega eftir að þau létu af störfum og vissi jafnan hvað við systkinin höfðum fyr- ir framan hendur að iðja við. Það var vissulega gott að eiga hana að. Nú er skarð fyrir skildi hjá ástvin- um hennar öllum. Við sendum Gunn- ari og dætrum hans, Onnu Stínu og Birnu og þeirra fólki öllu hugheilar samúðarkveðjur. Því verður ekki breytt sem orðið er og sorgin er ávallt fylginautur gleðinnar. Herdís, Sigurlaug og Sölvi. Elskú Gógó eða Skessan mín eins og Steini kallaði þig, ekki hefði BENEDIKT ODDSSON + Benedikt Odds- son fæddist í Keflavík 8. maí 1970. Hann lést af slysför- um 30. nóvember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 7. des- ember. Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstin knýr, vér minnumst þeirra, er dóu í draumi um djarft og voldugt ævintýr. Þá koma þeir úr öllum áttum, með óskir þær, er flugu hæst, og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei rætzt. Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon, og allir kveldsins ómar verði eitt angurljóð um týndan son. Og hinzti geislinn deyr í djúpið, - en daginn eftir röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr. (Jóhannes úr Kötlum.) Mamma og pabbi. Mig langar í fátæk- legum orðum að minn- ast þín, Bensi minn. Þú komst eins og þrama inn í þennan heim og stimplaðir þig rækilega inn í hjörtu þeirra sem þér kynnt- ust. Ég man eftir þér litlum og uppátækja- sömum, ég man eftir skákmanninum, breik- aranum, efnilega íþróttamanninum, vill- ingnum, alkóhólistan- um, AA-manninum, pabbanum, náms- manninum, flugvirkjanum og síð- ast en ekki síst vininum Bensa bróður. Þú réðst sjaldan á garðinn þar sem hann var lægstur, alltaf var att kappi við þá sem fremstir voru og óhræddur varstu við að takast á við krefjandi verkefni. Ég minnist þess þegar við feðgarnir vorum að beita saman, en þá iðju kenndi pabbi okkur bræðrunum snemma. Þú lagðir mikla áherslu á að vera á undan kallinum með bjóðið og það tókst hjá þér annað slagið. Það var á þeim stundum sem andrúmsloftið í beituskúrnum var þrangið spennu, lítið talað og lítið borðað. Stærsti sigurinn á þínu stutta lífshlaupi var án efa þegar þú hafð- hvarflað að okkur systkinunum að við ættum eftir að skrifa þessi orð svo stuttu eftir andlát Bússa bróður þíns. Það á eftir að vanta mikið þegar þú kemur ekki lengur til mömmu, eng- inn sem hringir og segir „er mögu- leiki að skutla mér í Kolaportið til að kaupa harðfisk handa kisu?“ Við munum öll svo vel eftir matn- um þínum, gæsinni, laxinum, svart- fuglinum og Atli þakkar sérstaklega fyrir öll eggin sem hann fékk þegar hann var lítill. Góð minning er gulli dýrmætari og öll eigum við góðar minningar um þig, elsku Gógó. Gunnar, Anna Kristín, Birna og fjölskyldur, Guð styrki ykkur í sorg ykkar. Elsku Gógó, kærar þakkir fyrir allt. Adamsbörn. Látin er frænka mín Jófríður Björnsdóttir, eða Gógó eins og hún var alltaf kölluð. Ég hef þekkt Gógó frá því ég man eftir mér og hefur hún verið ein af stóra greinunum í mínu ættartré. Okkur hjónunum brá mikið þegar hringt var að norðan og okkm’ tilkynnt um andlát hennar. Alltaf vai’ gaman að fá frænkurnar Gógó og Diddu í heimsókn þegar Gógó dvaldi hjá systur sinni hér fyrir sunnan. Þær voru alltaf að stríða hvor annarri. Stundirnar okkar sam- an í Litla-Bæ þegar stórfjölskyldan var þar saman komin gleymast seint. Nú eru hoggin stór skörð í þann hóp á skömmum tíma. Elsku Gógó, við fjölskyldan þökk- um þér fyrir öll matarboðin þar sem gæsin og svartfuglinn skipuðu stóran sess. Gæsin hjá Gógó frænku var besta gæs í heimi. Vel hangin og vel sviðin, en það sá eiginmaðurinn og náttúrabarnið, Gunnar Þórðarson, um og þar var hann á heimavelli. Gógó mín, þú vissir að fólkið þitt var að koma norður í útför pabba míns og bróðm' þíns. Þú ætlaðir að bjóða fólkinu þínu í mat. Veturskot- inn svartfugl, vel feitur, beið í skúrn- um hans Gunnars. Allt var klappað og klárt, en þá kom kallið. Ekki kom annað til gi’eina hjá Gunnari þínum en að halda matarboðið. Hún var bú- in að ákveða þetta svona og því verð- ur ekki breytt, sagði Gunnar. Svart- fuglinn var borðaður og mikið vai’ hann góður, Gógó mín. Eg veit að þú varst með okkur og ánægð að við skyldum öll mæta í matinn. Kæra fjölskylda. Við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð. Guð varð- veiti ykkur öll. Konráð Júnsson og fjölskylda. ir betur í baráttunni við Bakkus, ég spurði þig oft hvort þetta væri ekki erfið barátta, og alltaf fékk ég sama svarið: „Ég fékk bara einn séns.“ Það höfðu fáir trú á þér, Bensi, þegar þú varst að stíga þín fyrstu spor í þínum stórsigrum, það var kannski þessvegna sem þetta urðu svona miklir stórsigrar. Það þarf alltaf einhverja til að ryðja brautina fyrir þá sem á eftir koma, þú varst einn af þeim. Marg- ir geta af lífshlaupi þínu lært, þú varst fyrirmynd og gafst mikið af þér. Við vorum kannski ekkert límdir saman, en á milli okkar var alltaf gott samband og þá sérstaklega hin seinni ár. Við áttum það sam- eiginlegt bræðurnir að eiga dætur á svipuðum aldri og þegar Spssa var hjá þér var kátt á hjalla. Aður en þú lagðir í þina hinstu ferð vor- um við búnir að skipuleggja góða helgi með stelpurnar. Við munum passa augasteininn þinn og við för- um bara í sleðaferðina seinna. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við að þú sért farinn, við sem eftir stöndum verðum að trúa að þér hafi verið ætlað mikilvægt hlutverk annars staðar. Þú hafðir svo sterka nærveru að það er ekki skrýtið að við finnum verulega fyr- ir því að þig vantar. Minningin um góðan dreng lifir og mun ylja okkur alla ævi. Ég bið góðan Guð um að veita þeim styrk sem um sárt eiga að binda. Vertu sæll að sinni, kæri vinur, og við sjáumst síðar. Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.