Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 37

Morgunblaðið - 31.12.2000, Side 37
<1T(ÍA.THV[TTOHOM OOOS* fl HM WWG ff‘ HT ? Q A fíl Í1*WTP H' MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 37 > meistaranum í Bologna, honum ek- ið aftur á bak og áfram um borg- ina, sem meðal annars státar af elsta háskóla í heimi. „Það var mjög fagmannlega að öllu staðið í Bologna. Séð um allt. Það var mik- ill munur,“ segir Andreas. Allir í kaffi Honum var ekki til setunnar boðið við komuna til Bologna. Komið fram á miðjan dag og á Cantina Bentivoglio, vinsælum veitingastað í miðbæ Bologna, biðu menn íslenska matreiðslumeistar- ans í ofvæni. „Raunar var þessi staður ekki á planinu í upphafi. Þeir hjá Bologna 2000 báðu mig að bæta honum við mig svona tveimur vikum fyrir ferðina. Það þýddi að ég þurfti að matreiða fjögur kvöld í röð, sem er mikil keyrsla í framandi eldhúsum, en ég lét mig hafa það. Maður sleppir ekki svona tækifæri." Lítið þurfti að eiga við lambið og silunginn, þannig að Andreas byrj- aði á því að sýsla við skyrið. Fjórir kokkar voru fyrir í eldhúsinu og hendur flugu fram og til baka í fleiri en einum skilningi. „Þeir töl- uðu litla sem enga ensku. Einn þjónn talaði sæmilega ensku en aðrir ekki. Samskipti okkar fóru því nær alfarið fram á fingramáli.“ Og ítalirnir voru ekki að æsa sig. „Þegar ég var búinn að hafa til desertinn gellur í einum þeirra: Coffee, coffee. Ég var alveg til í smá kaffisopa og svipaðist um eftir kaffistofunni. Það var eitthvað annað. Hersingin skálmaði öll út úr eldhúsinu, út af staðnum og inn á næsta kaffihús - í fullum her- klæðum. Þeir voru alveg sallaró- legir þessir menn. Svona lagað sæi maður aldrei á Islandi. Við mynd- um í það minnsta fara úr gall- anum.“ Andreas segir eldhúsið á Cant- ina Bentivoglio ágætt - en ekkert meira. „Ég er ekki að segja að þessum stað hefði verið lokað á ís- landi en það hefðu verið gerðar ýmsar athugasemdir. Kokkarnir voru að vísu góðir, allt fagmenn, en þjónarnir voru misjafnir. Ekki í hæsta gæðaflokki. Eldúsið var miðað við starfsemi staðarins, skipulagt fyrir fjóra kokka. Það var því þröngt um fimmta mann- inn. Andinn var þó góður.“ Andreas var með um fjörutíu manns í mat, þar af dágóðan hóp af fundi samtaka menningarborga Evrópu. Meðal annarra Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Þórunni Sigurðardóttur stjórn- anda Reykjavíkur - menningar- borgar. „Það var virkilega gaman að hafa þær þarna og viðtökur voru mjög jákvæðar. Ég heyrði að minnsta kosti engan kvarta." Matseðill hússins var jafnframt í gangi og alls voru um tvö hundruð gestir afgreiddir um kvöldið. „Þetta er miklu meiri fjöldi en við þekkjum hér heima og atgang- urinn eftir því. Það var fróðlegt að fylgjast með þessu. Þetta var al- gjör mokstur.“ Fokdýr ólífuolía Daginn eftir var Andreas sóttur um miðjan dag og ekið með hann á veitingastað sem heitir Locanda del Öastello í Sassa Marconi skammt utan við Bologna. Hann er til húsa í gömlum glæsilegum kast- ala og þykir einn af fínustu veit- ingastöðum héraðsins. „Þarna var aðstaðan mun betri og tæknilegri en á hinum staðnum. Greinilega mun vandaðri staður. Ég var raunar mjög heppinn með staðina. Annar var einn af vinsæl- ustu stöðunum og hinn einn af þeim fínustu." Samskiptin voru líka mun ein- faldari á Locanda del Castello. „Eigandinn bjó um árabil í Eng- landi og talar því góða ensku. Það gerðu tveir af kokkunum líka. Það sparaði tíma og er bara skemmti- legra en að pota og benda. Eig- andinn er mjög sérstök týpa, hress og skemmtilegur. Lék á als oddi allt kvöldið. Hann er líka marg- fróður um vín og matargerð en þeir sérhæfa sig í ítölskum vínum þarna.“ Andreas segir það gott merki um gæði staðarins að hann var lát- inn steikja lambið upp úr „extra virgin“ ólífuolíu. „Það er fínasta olía sem maður fær. Ég yrði um- svifalaust rekinn ef mér dytti í hug að steikja upp úr henni heima. Hún er svo dýr. Þarna er greini- lega engu til sparað. Ég tímdi nú samt ekki að setja of mikið,“ segir matreiðslumeistarinn og hlær dátt. Hann segir eigandann hafa sýnt sér ólífuolíur frá hinum og þessum héröðum. Það hafi verið upplifun. Um sjötíu manns voru í mat á Locanda del Castello um kvöldið, þár af 44 hjá Andreasi. Heiðurs- gestir voru Ingibjörg Sólrún og Þórunn en auk þeirra voru mættir nokkrir íslendingar búsettir í Bol- ogna og nágrenni. Margrét Ponzi, söngkona búsett á Italíu, söng íslensk lög milli rétta. Ekki var annað að sjá en mat- urinn færi vel í fólk og var Andr- easi klappað lof í lófa þegar eig- andinn leiddi hann f salinn. Sessunautur blaðamanns, sem kom frá skrifstofu Bologna 2000, furðaði sig raunar á því hvað mat- reiðslumeistarinn var ungur. Hálf- gerður „bambino". Fannst með ólíkindum að hann gæti eldað svona góðan mat. Einhver benti á að Italir væru ekki í rónni nema matreiðslumeistarinn væri kominn yfir fimmtugt. í því ljósi rak blaðamaður upp stór augu þegar hann var síðar um kvöldið kynntur fyrir héraðsstjóra Bologna-héraðs. Vart var að sjá að hann væri far- inn að raka sig. En reyndir skulu þeir vera í eldhúsinu. Hlaðborð í ráðhúsinu Fjórða og síðasta kvöldið tók Andreas þátt í mikilli veislu í ráð- húsi Bologna. Var hún haldin til að fagna endalokum menningarborg- arársins. Matreiðslumeistarar frá gestaborgunum átta og um tutt- ugu veitingahúsum í Bologna lögð- ust á eitt í eldhúsinu. „Þetta var mjög skemmtilegt. 250 manns að smakka. Við skipt- um með okkur réttum, sumir höfðu til forrétt, aðrir aðalrétt og enn aðrir eftirrétt. Ég var með forrétt. Islendingarnir hafa örugg- lega verið orðnir þreyttir á silung- inum,“ segir Andreas og hlær. Oðru nær! „Það var mjög gaman að hitta kollegana, spjalla við þá og smakka það sem þeir höfðu fram að færa. Ég var á borði með kokk- um frá Björgvin, Helsinki og Prag og við skemmtum okkur hið besta. Norðmaðurinn var sérstaklega líf- legur. Það var létt yfir þessu. Ekki spillti svo fyrir að vera kallaður upp og afhentur viðurkenningar- peningur frá Bologna-borg fyrir þátttökuna. Ég fer með góðar minningar frá Italíu.“ Andreas hefur farið í nokkrar ferðir af þessum toga en Italíu- ferðin er sú langstærsta. „Þetta var mikil keyrsla. Fjögur kvöld í röð í eldúsum sem maður er óvan- ur. Kokki líður alltaf best á heima- velli. Þetta gekk samt vonum framar, viðtökur voru hlýjar og starfsfélagarnir fínir, þrátt fyrir tungumálaörðugleikana. Ég er reynslunni ríkari.“ Seinir til svars Það eina sem Andreasi fannst miður var hvað illa gekk að fá svör frá Italíu fvrirfram. „Ég var búinn að margsenda þeim fyrirspurnir, aðallega um það hvað ég mætti bú- ast við mörgum á hverjum stað og svo framvegis. Þessu gátu þeir ómögulega svarað. Ég óð því eig- inlega blint í sjóinn.“ Fyrir vikið tók hann með sér meiri mat en hann þurfti á að halda. Betra að hafa of mikið en of lítið. Segjum vikapiltinum það! Andreas hreifst af Ítalíu. Samt gæti hann ekki hugsað sér að fara utan til að starfa, stæði það til boða. „Ekki eins og staðan er í dag. Fyrir nokkrum árum hefði ég kannski hugsað málið en ekki núna. Ég er fjölskyldumaður, tveggja barna faðir, og líður mjög vel heima. Ég hef ekki hugsað mér ^ til hreyfings.“ En Italía gleymist ekki svo glöggt. „Ég kem heim með fullt af hugmyndum. Sá margt á veitinga- stöðunum og hjá hinum menning; arborgakokkunum. Það á eftir að skila sér. Ég stefni til dæmis að því að hafa ítalska helgi í Bláa lón- inu í janúar. Prófa eitthvað af því sem ég sá í ferðinni." Þau gerast íslenskari nöfnin en Andreas Jacobsen. Er maðurinn ekki íslenskur? „Ég á íslenska móður en fær- eyskan föður. Ég ólst upp í Dan- mörku til tólf ára aldurs en hef bú- ið á Islandi síðan.“ Og starfsferillinn? „Ég vann á ýmsum stöðum fram til 1993 að ég hóf nám á Hótel Sögu. Lauk sveinsprófi þaðan 1997. Ég vann á Sólon íslandus frá 1997-99 og hóf störf hjá Bláa lón- inu um síðustu áramót. I nóvem- ber síðastliðnum tók ég við starfi yfirmatreiðslumanns. Mér líður vel í Bláa lóninu, er með gott starfslið, fagmenn í hverri stöðu, og mögu- leikarnir eru margir. Við höfum sérhæft okkur í að taka á móti stórum og litlum hópum. í hvaða tilefni sem er. Ferðamenn eru auð- vitað atkvæðamiklir á sumrin, þeg- ar á bilinu tvö til þrjú þúsund manns baða sig í lóninu á degi hverjum. Einhver hluti þeirra skil- ar sér til okkar. Það er líka vin- sælt að halda brúðkaups- og ferm- ingarveislur hjá okkur. Og reyndar aðrar veislur líka. Síðan tökum við að sjálfsögðu vel á móti pörum og einstaklingum.“ Spurning hvort aumingja vika- piltinum á nokkurn tíma eftir að skola á land suður frá. Ætli Andr- eas yrði þá ekki að slá dável af reikningnum?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.