Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 38
t 38 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar Brýn þörf á tvöföldun Reykjanes- brautar Á FUNDI bæjarstjómar Reykja- nesbæjar 19. desember sl. var eft- irfarandi ályktun lögð fram og bók- uð: „Bacjarstjórn Reykjanesbæjar áréttar samþykkt 23. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum frá 14. október sl. um brýna þörf á tvöföldun Reykjanesbrautar. I ályktuninni segir m.a.: „Aðalfundur SSS haldinn í Garði 13. og 14. okt. 2000 fagnar framkominni vegaáætl- un fyrir árin 2000-2004, þar sem kveðið er á um flýtingu framkvæmda frá því sem áður var áformað varð- andi Reykjanesbraut og Suður- strandarveg. Aðalfundurinn harmar þó, að enn er gert ráð fyrir 5 ára framkvæmda- tíma og að verktími verði á árunum 2002 til 2007. Aðalfundur SSS bendir á að sívax- andi umferð á Suðumesjum, ekki síst í tengslum við flugstarfsemina, kall- ar á brýna þörf á að fjármagn verði tryggt til að hrinda vegaáætlunum í framkvæmd og að áfram verði unnið að því af fullum krafti að útvega meira fjármagn til að flýta verkinu." Hinir alvarlegu atburðir sem átt hafa sér stað á brautinni á undanförnum áram, undirstrika enn hve alvarlegt ástandið er og hafa ýmsir, jafnt al- þingismenn og ráðherrar, tekið undir það. Öllum ætti því að vera Ijóst hve brýnt er að allir leggist á eitt við að finna leiðir til að fjármagna fram- kvæmdimar og að 5 ára fram- kvæmdatími er alltof langur. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar tel- ur sérstaklega mikilvægt að tvöföld- un Reykjanesbrautar frá Reykja- nesbæ að Hafnarfirði hafi forgang og að tryggt verði fjármagn á vegaáætl- un 2001-2004 til að ljúka þeim fram- kvæmdum." Dæmdir fyrir að ræna pizzusendil HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt tvo nítján ára pilta í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi en þeir rændu pizzu og 1.000 krónum af pizzusendli aðfaranótt laugardagsins 14. mars sl. fyrir utan fjölbýlishús í Reykjavík. Refsingin fellur niður eftir tvö ár haldi þeir almennt skilorð. Hjördís Hákonardóttir, héraðsdóm- ari, kvað upp dóminn. Piltamir játuðu fyrir dómi að hafa í sameiningu ráðist að pizzusendlinum. Annar þeirra sneri hann niður á með- an hinn tók pizzuna og peningana. PUtamir bára fyrir dómi að ránið hefði verið skyndiákvörðun sem ráð- ist hafi af tilvifjun en hafi ekki verið skipulagt fyrirfram. Þeir sögðust báð- ir iðrast verknaðarins. Pizzusendill- inn bar fyrir dómi að hann hefði meiðst h'tillega á hálsi og fæti en ekki hlotið varanlegan skaða. Auk skil- orðsbundinnar refsingar var piltun- um gert að greiða málsvamarlaun veijenda sinna, 80.000 krónur hvor. Ymislegt annað en steiktar pylsur og súrkál í boði Knut Hanschke var spurður hvort hann væn til sölu eða leigu. en skógar og fjalllendi. Hann dvelur í Þýskalandi í fáeina daga, ferðast jafnvel um akandi og er kaupglaður að hætti íslendinga. En af hverju skyldi fólk leggja leið sína til Þýska- lands? Knut hefur svör á reiðum höndum: „Traustir innviðir þjóð- félagsins og öraggir áfangastaðir, miðaldabæjarkjarnar í borgum, vin- og bjórhátíðir og menning, allt frá Wagner-óperam til popptónleika. Margt annað mætti nefna eins og fótbolta og byggingarhst en þetta tel ég vera aðalatriðin.“ Síðan er Knut spurður hvemig starf í ferðaþjónustu hafi breyst í gegnum tíðina. „Áður fyrr miðaðist starfið við að bíða þar tU haft væri samband við okkur en nú er ráðið mun starfsam- ara og hefur frumkvæði að við- skiptum. Markaðssókn er lykilorðið ásamt samstarfi einka og opinbera geirans. Við höfum haft erindi sem erfiði en eftir sameiningu þýsku ríkjanna jókst ferðamannstraumur gífurlega, ekki síður frá ríkjum Norð- ur-Evrópu en annars staðar frá. Fjöldi gistinótta Breta sem era um 60 milljónir var jafnmikil og hjá Norðurlandabúum samanlagt sem telja 24 milljónir. Þrátt fyrir alla markaðssetningu tel ég að persónu- leg samskipti séu enn mjög mikilvæg í starfi sem mínu.“ Eftir fjögur ár lætur Knut af störf- um hjá ferðamálaráði og hyggst þá flytja til Saarbriicken í Þýskalandi ásamt eiginkonu sinni. Enn er Knut á besta aldri, 57 ára gamall, og kveðst ekki ætla að setjast í helgan stein þegar hann kemst á eft- irlaunaaldur heldur sinna áhuga- málum af kappi; sighngum og út- varpsmennsku, m.a. lýsa fótbolta- leikjum en fótbolti hefur lengi verið honum hugleikinn, hann fer meira að segja á íslenska fótboltaleiki en í Þýskalandi segir hann Eyjólf Sverr- isson halda merki Islendinga á lofti hjá Herthu-Berlín. „Góðir knatt- spymumenn eru prýðileg landkynn- ing. Ef leikmennimir era slyngir hlýtur landið að vera gott! Éyjólfur er mikill baráttumaður og það kunna Þjóðverjar að meta.“ Það er þó langt í frá að Knut hafi lagt árai- í bát hjá ferðamálaráði því ýmsilegt hefur hann á pijónunum um hvemig lokka megi í slendinga til Þýskalands. „Ætlunin er meðal annars að höfða meira til unga fólksins á næstunni, komið hefur verið upp heimasíðu með skemmtilegum leikjum og fleira og er slóðin www.germany-tourism.de. Einnig höfum við undanfarið lagt áherslu á, að ýmislegt annað en steiktar pylsur og sýrt kál sé á boð- stólum í þýðverskum borgun og bæj- um. Þessu til staðfestingar gáfum við nýlega út bækling sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Við ætlum einnig að höfða meira til fjöl- skyldufólks en áður og síðast en ekki síst er hafinn undirbúningur að heimsmeistarmótinu í knattspymu sem haldið verður í Þýskalandi árið 2006 en ég er þegar farinn að leggja á ráðin ásamt Atla Eðvaldssyni um hvemig skipuleggja skuli ferðir ís- lenskra fótboltaáhugamanna á mót- ið.“ Þar með var Knut Hanschke rok- inn út í veður og vind, flugvélin hans til Kaupmannahafnar var á leiðinni í loftið eftir örfáar klukkustundir en ekki er ólíklegt að við megum búast við honum hingað til lands fljótlega aftur. Ferðir Knuts Hánschke, yfírmanns þýska ferðamálaráðsins í Norður-Evrópu, til Is- lands nálgast nú fjórða tuginn en örlögin hafa tengt starfsferil hans við landið okkar. Hrönn Marinósdóttir ræddi við hann um ferðaþjónustu, kurteisi, fótbolta og fleira. KNUT Hánschke, yfirmað- ur þýska ferðamálaráðs- ins í Norður-Evrópu, er léttur í lund og miídll herramaður, minnir jafnvel á bresk- an slíkan en það aftekur hann með öllu. ,Áttu þá við að Þjóðverjar séu ekki herramenn? ímynd fólks er oft hjákátleg og á við engin rök að styðj- ast. Bretar era sjálfsagt kurteisir en að meðaltali h'tið betri en aðrir. Telja má um 5% hverrar þjóðar vera fá- bjána, þeir era því meira áberandi í Þýskalandi en til dæmis Islandi en hinir era eins fjölbreytilegir og þeir era margir.“ Til er skemmtileg saga af iyrstu ferð Knuts Hanschke með íslenska blaðamenn til Þýskalands en þá vai- hann sem endranær ötull við að hjálpa konum í hópnum úr kápunum, opna fyrir þær bíldymar og svo fi-am- vegis. Á öðrum degi ferðar var hann því spurður af skeleggri blaðakonu: Ertu til sölu eða leigu? Knut er ekki falur en hann er boðinn og búinn til þess að kynna landið sitt hvar og hve- nær sem er en varla er til sá þýski , staður semhannekkiþekkir,íþað minnsta kveðst hann geta mælt með gististöðum eða veitingahúsum í nán- ast hverjum bæ og borg landsins. íslensku blaðamannaferðirnar tii Þýskalands með Knut Hánschke í fararbroddi era ófáar, að meðaltali ein á ári í frá því hann hóf störf hjá ferðamálaráði Þýskalands árið 1986. Fjörutíu ár að baki Starfsferill Knuts á sviði ferðamála spannar reyndar fjöratíu ár, hvorki meira né minna. Árið 1960 hóf hann störf á ferðaskrifstofu í Frankfurt en þaðan fluttist hann frá Braunschweig þar sem hann er uppalinn. í tæp tutt- ugu ár starfaði hann að sölu- og markaðsmálum hjá hinum ýmsu flug- félögum víða um heim, meðal annars í New York en þaðan á hann afar góð- ar minningar. Síðan fluttist hann til Kaupmannahafnar og hóf störf hjá þýska ferðamálaráðinu. Örlögin hafa hagað því þannig að Island hefur á ýmsan máta fléttast inn í líf Knuts um dagana en hjá Loft- leiðum í Frankfurt vann hann á ár- unum 1975 til 1982. „Tilviljun réð þvi nokkum veginn en þannig var að ég hafði verið starfsmaður TWA sem hafði skrifstofu við hlið Loftleiða í Frankfurt. Þeir hættu að bjóða ferðir til Þýskalands svo ég gekk yfir á næstu skrifstofu og bað um vinnu sem ég og fékk. Frá þeim tíma á ég góða vini hér á landi en segja má ég hafi kynnst betur íslendingum, sið- um þeirra og venjum eftir að ég hóf störf hjá ferðamálaráði.“ Rnut hitti blaðamann í skammdeg- inu skömmu fyrir jólin en þá var hann í 35. Islandsheimsókn sinni. „Mér telst svo til að ég hafi lent á Keflavík- urvelli fimmtíu og einu sinni um æv- ina en í um þriðjungi tilfella verið á leið minni tÚ eða frá Bandaríkjunum. Fyrstu árin kom ég hingað mér til skemmtunar en undanfarið hef ég verið mest í viðskiptaerindum." Ekki kveðst Knut hafa týnt hjart- anu á Islandi eins og segir í frægu kvæði Goethe um Heidelberg en hann kann ákfalega vel við sig. „Þótt ekki sé unnt að telja ykkur jafnopin og ítali eða Spánveija við íyrstu kynni þá býr hér gott fólk og heiðarlegt. Mér finnst þið ættuð að gæta Vel að sérkennum ykkar sem lítil eyþjóð og halda áfram að lesa bækur, þar með talin unga kynslóðin, þótt Netið sé til staðar." Á íslandi nýtur Knut þess að borða fiskmeti sem hann telur með því besta í heiminum, auk þess sem lambakjötið okkar sé hreint afbragð. „Ég er mikill áhugamaður um vín- og matarmenningu og skipulegg oftast fríin mín með tilliti til þess hvar hægt er að fá góðan mat og drykk.“ Ijóð- veijar era miklir bjórdrykkjumenn en Knut segist hafa breyst úr bjór- áhugamanni í léttvínsmann, það ger- ist hjá mörgum með aldrinum. Ferðum fækkað héðan til Þýskalands Ferðum Islendinga til Þýskalands hefur fækkað með árunum, þær náðu hámarki í kringum árið 1989 með um 81.000 gistinóttum en era nú um 50.000 talsins. Þó er örlítil aukning á ferðum frá því í fyrra, að sögn Knuts, sérstaklega jókst straumurinn í ágúst og september eða um 20% frá því á sama tíma í fyrra. Líklega skýr- ingu telur hann vera aukna sam- keppni; möguleikar okkar á ferðum til annarra landa hafa aukist, auk þess sem flug Flugleiða til Hamborg- ar hefur verið lagt niður en það var vinsæll áfangastaður íslendinga. Knut segir Bæjaraland vera hvað mest heimsótt af I slendingum en þar á eftir kemur Nordrhein Westfalen ' og um 100% aukning hefur orðið á ferðum til Berlínar. Þjóðveijar ferðast mikið til Is- lands, mest á eftir Bandaríkjamönn- um, með um 40.000 gistinætur en auðveldlega má tvöfalda þá tölu ef meira fjármagni væri veitt til kynn- ingar- og markaðsmála, að mati Knuts. Dæmigerður íslendingur sem ferðast til Þýskalands er 47 ára gam- all karlmaður í borgarferð en svo virðist sem borgimar heilli fólk meira -------- GAMLARSKVÓLD ------------ Greifarnir fylgja okkur inn í árið 200 I Miðaverð í forsölu kr. 2000, við inngang kr. 2500. Húsið opnar kl. 01,00 --------- NÝÁRSKVÖLD ------------- Nýársfagnaður Leikhúskjallarans Galakvöldverður. Uppselt Ósóttir miðar seldir á milli jóla og nýárs. Nýársball rneð hljómsveitinni Sixties Miðaverð kr. 4000 • samkvæmisklæðnaður takmarkaður miðafjöldi Hverfisgötu 19 sími 55 1 9636
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.