Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ „Ég hét mér því að fara í frí ef ég stæði mig að því að vera önugur. Ég held ég hafi sloppið við það,“ segir Hörður. Morgunblaóið/Kristinn Hálf lækning í góðum viðtökum Þrír heiðursmenn, þeir Eiríkur Bjarnason, Úlfar Þórðarson og Hörður Þorleifsson, láta af störfum nú um áramótin og Ijúka þar með langri ogfarsælii starfsævi viö augnlækningar. Allireru þeir landsþekktirfyrirstörf sín, enda hafa þeirorðið mörgum íslend- ingnum að liði í gegnum árin. María Hrönn Gunnarsdóttir hitti einn af heiðursmönnunum þremur, Hörð Þorleifsson, ogskyggnd- ist með honum inn í veröld liöinna daga. Hann segist oft hafa haft áhyggjur af sjúklingum sínum en alltaf hafi ræst úr. Fyrir það er hann þakklátur nú þegar hann stendur við orð sín um að Ijúka störfum um leið og 20. öldin rennur skeið sitt á enda. HÖRÐUR Þorleifsson ákvað fyrir mörgum árum að hann skyldi ijúka starfsævi sinni sem augnlæknir með nýrri öld. „Fátt er aumkunarverðara en að lifa sjálfan sig í starfi,“ eins og hann orðar það þar sem við sitjum í jólaösinni miðri í Kringlunni og drekkum malt og sóda- vatn. Engum dettur í hug að Hörður sé að láta af störfum fyrir aldurs sakir. Svo er nú samt, enda er hann orðinn rúmlega sjötugur að árum. Hann er kvikur í hreyfingum, vel á sig kominn og í betra formi en margur yngri maðurinn. „Ég syndi daglega, hjóla í vinnuna á sumrin og er í leikfimi. Síðan dansa ég mikið. Við hjónin erum mikil dansfífl. Ég byrjaði að dansa árið 1981. Þá var ég á árshátíð lækna og áttaði mig á því að ég gat bara dansað tvö spor áfram og eitt afturábak.“ Eftir það varð ekki aftur snúið og hann og fyrri eiginkona hans, Hulda Tryggvadóttir, skráðu sig í dansskóla. Huldu missti Hörður úr krabbameini fyrir 18 árum. Síðari eiginkona hans er Finnfríður Jóhanns- dóttir, sjúkraliði. „Ég kynntist henni á balli,“ segir hann brosandi og vísar þar til sameig- inlegs áhugamáls þeirra, dansins. Ekkert er þeim hjónum heilagt í þeim efnum og þau hafa lært jafnt tangó sem línudansa. „Við vorum á fyrsta námskeiðinu sem var haldið í línudöns- um,“ segir hann og bætir glettinn við að hann hafi meira að segja keypt sér ekta kúrekahatt í Ástralíu þegar þau hjónin voru á hnattreisu með Ingólfi Guðbrandssyni árið 1997. Flinkur bifvélavirki Starfsævi Harðar er bæði löng og farsæl. Það þakkar hann ekki síst því að hann hefur átt gott fjölskyldulíf. „Jafnvægi hugans er nauðsynlegt í læknisstörfum,“ segir hann. Hörður lauk prófi í læknisfræði árið 1954, þá orðinn þriggja drengja faðir. „Læknanámið skiptist í þrjá hluta þegar þetta var. Fyrsti son- urinn fæddist á meðan ég var í fyrsta hlutanum og tvíburarnir í öðrum hluta. Þegar við vorum á þriðja hluta hvísluðust skólabræður mínir á um á hverju væri von þá.“ En börnin urðu ekki fleiri. Strax að loknu læknaprófi hélt fjölskyldan til Hvammstanga þar sem Hörður leysti af hér- aðslækninn Brynjúlf Dagsson í 7 mánuði. Því næst lauk hann kandidatsárinu sínu á Land- spítalanum en fór svo aftur norður á Hvamms- tanga þar sem hann varð héraðslæknir. „Það var sjúkraskýli á Hvammstanga. Ég tók t.d. botnlanga þar. Sigurður Eiríksson bif- vélavirki svæfði iyrir mig. Sigurður er flinkur í hverju sem er. Hann gerði jafnvel við röntg- entæki. Þá var alsiða að nota sérstaka svæfing- araðferð með svokölluðum „trilene“, sem var brúsi með grímu. Þetta var gott apparat, sem var einkum notað til að létta konum svæfingu." Hörður var á Hvammstanga til ársins 1961 að hann fór á námskeið í augnlækningum til London. „Þar var ég á Institute of Ophthalmology og á Moorfields Eye Hospital í 6 mánuði og fór síð- an sem aðstoðarlæknir á augndeild á Akadem- iska sjukhuset í Uppsölum í Svíþjóð." Þar var hann til vors árið 1964, að hann fór á tauga- sjúkdómadeild háskólasjúkrahússins í Umeá. „Svo kom ég heim í nóvember árið 1964. Ég opnaði augnlæknastofu í ágúst 1965 að Suður- götu 3. Þar var ég í 8 ár. Þá var ég jafnframt á sjúkrahúsinu Sólheimum, sem var einkasjúkra- hús við Tjamargötu. Ég fór til 0rebro í Svíþjóð árið 1966 og þjálfaði mig í augnskurðlækning- um og sérhæfði mig þar í nethimnulosaðgerð- um. Var ég þar í hálft ár.“ Læknar vinna gjaman langan vinnudag og Hörður var þar engin undantekning: „Ég vann 70 til 80 tíma á viku þar til ég fór að draga sam- an. Það gerði ég þegar Landakot og Landspít- alinn sameinuðust árið 1996.“ - Hvernig gekk það? „Það gekk með því móti að fækka vinnudög- unum. Óðm vísi er það ekki hægt. Ég fór þá að vera tvo daga í viku á stofu. Eg hef verið á Hrafnistu í Laugarásnum vikulega síðan árið 1965.“ Margir voru rangeygðir Hörður fór í augnlækningaferðalög út á landsbyggðina í rétt 30 ár, frá árinu 1965 til 1994: „Ég fór einu sinni á ári til Kirkjubæjar- klausturs og yfirleitt var ég fjómm sinnum á ári í Vestmannaeyjum og þá viku í senn eftir gos. Áður fór ég einu sinni á ári og var þar um mán- aðartíma í senn. Ég fór líka til Víkur í Mýrdal einu sinni ári á ámnum 1964-1983,“ segir hann. „Þegar Sólheimum var lokað 1969 fékk ég ráðningu á nýstofnaðri augndeild á Landakoti ásamt Guðmundi Björnssyni. Fyrir vom þar Kristján Sveinsson, Bergsveinn Ólafsson og Ulfar Þórðarson. Guðmundur varð síðan fyrsti prófessorinn í augnlækningum við Háskóla Is- lands. Fyrstu árin unnum við Guðmundur sam- an við flestar aðgerðir - þangað til Edda Bjömsdóttir kom sem aðstoðarlæknir og svo Guðmundur Viggósson árið 1975. Hún aðstoð- aði okkur til skiptis. Við höfðum fasta skurð- ardaga. Þó ég hefði sérhæft mig í nethimnuað- gerðum gerði maðui- allt sem þurfti innan greinarinnar. Ég gerði t.d. um 1.000 aðgerðir við rangeygð, fyrstu árin í samvinnu með Guð- mundi Björnssyni. Það var tiltölulega óplægður akur hér á Islandi og margir vom rangeygðir. Til þess að sjón þroskist eðlilega þarf að beita báðum augum samtímis. Þeir sem em rang- eygðir nota annað augað eða augun til skiptis. „Við þetta þroskast þrívíddarsjónin ekki. Til að fólk hafi þrívíddarsjón verður það að nota bæði augun samtímis og skurðaðgerðinni er ætlað að samstilla augun.“ segir hann. Hörður segir að þótt skurðaðgerðimar hafi verið margar hafi „stofupraxísið" tekið mestan tímann. „Göngudeild augndeildarinnar var opnuð ár- ið 1973 á Öldugötu 17 og ég var þar í 27 ár. Hún var stofnuð að fmmkvæði Guðmundar Björns- sonar til að sinna glákusjúklingum, sem vom kallaðir inn til eftirlits, en augnlæknar hafa einnig leigt þar aðstöðu til að reka stofur. Ég hætti að skera upp um áramótin 1989 og 1990. Mér finnst að augnlæknar eigi ekki að skera á sjötugsaldri. Eftir það rak ég stofu á Öldugötunni," segir hann og nefnir til sögunnar konurnar sem þar hafa starfað, m.a. Sigrúnu Gísladóttur, sem hefur mælt sjónsvið í 27 ár, Ástu Jóhannesdóttur, forstöðukonu til 25 ára og Ásu Björgvinsdóttur, sem var þar ritari í aldarfimmtung. Ekki fer á milli mála samstarf- ið við þær og aðrar starfskonur á Öldugötunni, sem hann hefði helst viljað nefna allar með nafni, var gott og gjöfult. Gamlárskvöldin hættulegust „Ég verð að minnast á systurnar á Landa- | koti,“ segir Hörður hlýlega og lítur til baka inn í heim horfinna daga. „Skurðstofuhjúkmnarkon- an hét systir Elísa. Hún var ákaílega þægilega kona. Yfirhjúkranarkonan á skurðdeildinni var systir Gabríela. Hún var yndisleg kona, hún lést mmlega níræð. Hún grét örlög Landakots.“ - En hvernig kom það til að Hörður valdi augnlækningar? „Þegar ég var héraðslæknir vai-ð ungur pilt- ur íyrir því óhappi að hrasa í hálfkláraðri bygg- i ingu og fá steypustyrktarjám á augnlokið. Það rifnaði af og hékk á bláþræði. Ég saumaði augn- lokið á og það gekk svo vel að ég sá að ég ætti erindi í augnlækningar. Ég hef síðan séð mörg augu illa rifin og oft hefur verið spurning hvort borgi sig að reyna að laga þau. Oftast hefur það orðið ofan á og oft hefúr það tekist vel. Gaml- árskvöldin era hættulegust. Það er líka nokkuð algengt að jámsmiðir og aðiir sem vinna í málmiðnaði vanræki að hafa augnhlífar.“ Hörður segist eiga ánægjulegar minningar frá störfum sínum við augnlækningar. „Ég hef oft haft áhyggjur af sjúklingum en það hefur alltaf ræst úr,“ segir hann þakklátur. „Ég hét mér því að fara í frí ef ég stæði mig að því að vera önugur. Ég held ég hafi sloppið við það. Það má ekki gleyma því að fólk sem leitar til læknis er kvíðið og það verður að taka tillit til þess. Það veit ekki á hverju það á von. Það er hálf lækning í því að taka vel á móti fólki. Fólk kemur t.d. vegna ertingar í slímhimnu, sem er mjög óþægileg. Um leið og það veit að þetta er ekki alvarlegt og að ertingin gengur yf- ir verður það rólegt." Margt hefur breyst í augnlækningum frá því Hörður ákvað að leggja þær fyrir sig og segir hann að læknarnir hafi sannarlega ekki slegið slöku við að endurmennta sig. „Þegar Landakot var og hét var t.d. 75% mætingarskylda á fræðslufundi á laugardagsmorgnum. Þá héld- um við læknamir fyrirlestrana til skiptis. Augnskurðtæknin breyttist mikið eftir að skurðarsmásjá kom á augndeildina 1971. Hún auðveldaði mikið augnaðgerðir með betri yfir- sýn yfir það sem verið var að gera. Leysitæki fengum við svo árið 1981, það var stórt stökk. j Þá var hægt að gera við æðabilanir í augnbotni. Þá fyrst var hægt að stöðva sykursýkisbreyt- ingar í augum. Það var bylting. íslendingar em * mjög framarlega í þessum málum,“ segir Hörð- ur og minnir á að þessi tæki og mörg önnur hafi augndeildin fengið að gjöf frá félagasamtökum á borð við Lions-hreyfinguna, Oddfellow-regl- una og Kiwanis-félögin. Segir hann að gjafirnar hafi í upphafi ráðið örlögum deildarinnar. -En hvað tekur nú við þegar annasamir starfsdagar augnlæknisins era að baki? „Nú ætla ég að vera á lausu og gera það sem ; mér sýnist þegar mér sýnist,“ segir hann glað- ur í bragði og ekki er laust við að tilhlökkunar gæti í röddinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.