Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 49

Morgunblaðið - 31.12.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 49 DAGBOK BRIDS (Jmsjóii (iiiónuinriiir Páll Arnarxiiii ÍSLENSKIR spilarar þekkja vel veiku opnanirnar á tveimur hjörtum og spöð- um, sem sýna fimm spil í við- komandi lit og minnst fjórlit til hliðar í láglit. „Tartan- tveir“ heitir sagnvenjan á al- þjóðavísu, en hérlendis er talað um „Jón og Símon“, því Jón Ásbjömsson og Símon Símonarson voru með þeim fyrstu sem tóku þessa sagn- venju í notkun með góðum árangri. í spili dagsins vekur vestur á Tartan-tveimur og það ætti að duga sagnhafa til að finna góða áætlun í þungu spili: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður 4. K1062 » D753 ♦ Q84 *A9 Suður ♦Á54 VÁK10642 ♦ 652 +3 Vestur Norður Austur Suður 2 spaðar* Pass Pass 3 hjörtu Pass 41yörtu * Veikt með flmmlit í spaða og láglit til hliðar. Útspil vesturs er lauf- drottning. Hvemig myndi lesandinn spila? Við blasa fjórir tapslagir: Þrír á tígul og einn á spaða. Auðvitað er möguleiki á stöku mannspili í spaða í austur, en hitt er sennilegra að vestur sé með litlu hjónin og það dugir til vinnings ef rétt er að málum staðið: Norður ♦ K1062 v D753 ♦ g» + Á9 84 Vestur Austur ♦DG987 *3 v8 vG9 ♦ K973 ♦ÁD10 *DG10 *K876542 Suður ♦Á54 VÁK10642 ♦ 652 *3 Sagnhafi drepur á laufás, aftrompar mótherjana og trompar laufníuna. Spilar svo smáum spaða að hlindum. Vestur stingur upp gosa og hann er drepinn með kóng. Síðan er tígH spilað. Vörnin getur tekið sína þrjá slagi á tígul og ráðið því hvor endar inni í lokin. En það breytir engu. Ef vestur fær síðasta tígulslaginn, neyðist hann til að spila frá spaðadrottningu og gefa slag á tíu blinds. Ekki er betra fyrir vömina að austur eigi þriðja tígulslag- inn, því hann á ekki spaða til að spila og verður þá að koma með lauf út í tvöfalda eyðu. IJá hendir suður spaða heima og trompar í borði. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbams þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavik Arnad heilla D A ÁRA afmæli. Á ö\/ morgun, 1. janúar, nýársdag, verður áttræður Friðrik A. Jónsson, stýri- maður frá Bolungarvík, bú- settur í Hafnarfirði. Eigin- kona hans er Guðrún A. Ingimundardóttir. O A ÁRA afmæli. í dag, Ov/ 31. desember, verður áttræður Sveinn Elfasson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbankans, Dúfnahól- um 2, Reykjavík. Eiginkona hans er Sveinbjörg Zóph- oníasdóttir. Þau eru að heiman í dag. f A ÁRA afmæli. í dag, OU 31. desember, verður fimmtugur Árni B. Sigurðs- son, framkvæmdastjóri, Vorbejergbakken 11, DK 8240, Rissokv, Danmörku. Hann verður staddur á af- mælisdaginn í Mexíkó, Maz- atlan, í síma 52-698-35998. A ÁRA afmæli. Nk. O U þriðjudag, 2. janúar, verður fimmtug Hulda Árnadóttir, Suðurgarði 7, Reykjanesbæ. Eiginmaður hennar er Guðmundur Hall- dórsson. PERLUBRÚÐKAUP. í dag, 31. desember, eiga 30 ára brúð- kaupsafmæli hjónin Hildigunnur Eyfjörð Jónsdóttir og Ás- mundur Hólm Þorláksson til heimilis í Stapasfðu 18, Ak- ureyri. Þau eru heima á þessum tímamótum. LJOÐABROT NU ARIÐ ER LIÐIÐ Nú árið er Hðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baka, nú gengin er sérhver þess gleði og þraut, það gjörvallt er runnið á eilífðar braut, en minning þess víst skal þó vaka. En hvers er að minnast og hvað er það þá, sem helzt skal í minningugeyma? Nú allt er á fljúgandi ferð liðið hjá, það flestallt er horfið í gleymskunnar sjá. En miskunnsemd Guðs má ei gleyma. Hún birtist á vori sem vermandi sól, sem vöxtur í sumarsins blíðum, í næðingum haustsins sem skjöldur og skjól, sem skínandi himinn og gleðirík jól í vetrarins helkuldahríðum. Hún birtist og reynist sem blessunarlind á blíðunnar sólfagra degi, hún birtist sem lækning við böH og synd, hún birtist þó skærast sem frelsarans mynd, er lýsir oss lífsins á vegi. Nú Guði sé lof fyrir gleðilegt ár og góðar og frjósamar tíðir, og Guði sé lof, því að grædd urðu sár, og Guði sé lof, því að dögg urðu tár. Allt breyttist í blessun um síðir. Sb. 1886 - V. Briem. STJÖRMJSPÁ cftir Frances Urake STEINGEIT Þér lætur vel að vera ísviðs- Ijösinu, en þarftjafnmikið á þöglum stundum utan þess að halda. Hrútur (21.mars-19. apríl) Þú þarft að losa aðeins um böndin á sjálfum þér og sletta úr klaufunum. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er hægt að sýna öðrum fram á sannleiksgildi hluta án þess að beita til þess afli. Allt sem til þarf er traust á mál- snilld þína og málstaðinn. Tvíburar . ^ (21. maí - 20. júní) AA Notaðu þá hæfileika, sem Guð hefur gefið þér, en var- astu að reyna að slá ryki í augu manna með einhverri sýndarmennsku. Það hefnir sín bara. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Áður en þú iætur til skarar skríða, skaltu kynna þér alla málavexti vandlega svo þú þurfir ekki í lok ársins að sitja uppi með vanhugsaða ákvörðun. Ljón (23. júh - 22. ágúst) m Elfur tímans áfram rennur og þér er ekki fremur en öðr- um gefið að snúa við þeim straumi. Málið er að sættast við sjálfan sig og halda svo áfram. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) ®(L Leyfðu öðrum að kynnast kostum þínum í ró og næði. Tíminn vinnur með þér og þú getur bara skemmt fyrir með þvi að ganga of ákaft fram. (23. sept. - 22. okt.) m. Láttu ekki sjálfsánægju byrgja þér sýn, heldur haltu ró þinni og veltu málum vandlega fyrir þér. Þú hefur til þess nægan tíma hvað sem aðrir segja. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þótt sumum þyki nóg um þá ábyrgð, sem þér er falin, þarftu hvergi að óttast, því þú ert maður fyrir þinn hatt. Framkvæmdu hlutina með þínu lagi. Bogmaður m ^ (22. nóv. - 21. des.) íSO Þótt alls konar rannsóknir hafi verið framkvæmdar með misvísandi niðurstöðum, skaltu ekki láta það hræða þig. Þú bara metur málin sjálfur, kaldur og rólegur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ttíH Sagt er að sagan endurtaki sig sífeilt svo það getur verið mikill plús að kynna sér liðna tíma til þess að vera betur undir framtíðina búinn. Vatnsberi f , (20. jan. - 18. febr.) CSR Þú þarft á öllum þínum sál- arstyrk að halda til að fást við viðkvæmt persónulegt mál. En enginn leysir það fyrir þig svo þú skalt gefa þér tímann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Reyndu nú að vinna upp hal- ann sem safnast hefur fyrir hjá þér. Taktu svo ekki meira að þér en þú getur afgreitt með góðu móti á tilsettum tíma. Stjömuspána & að lesa sem dægradvöI. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á ti i vísindafe grunm v traustum 'cgra staðreynda. Spáðu í útlitið N°7 loforö sem standast Afsláttur af lúxuskremum núna Betri apótek, B. Magnússon jr A i k i d o Nútíma sjálfsvarnarlist fyrir alla! Opnar kynningaræfingar 8. og 10. janúar kl. 20:00 á Engjateigi 1 (Listdansskóli). Byrjendanámskeið hefst 15. janúar. Nánari upplýsingar í símsvara 881 0083 eða á netinu aikikai@here.is http://here.is/aikikai Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs árs og friðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Fiskbúðin Hafrún, Skipholti 70. 5i@g>a &Tiwo G U L L S M f D I STRANDGATA 19 SÍMI S65 485 Utsala! Hefst 2. janúar kl.8.00 10—50% afsláttur Úlpur Kdpur Jakkar ^£X2<"0 ■J /JS Pelskápur lita út sem ekta \c#HM5IÐ IVIörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardaga frá ld. 10—16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.