Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Þúsaldar- ár án heimsendis Marfft hefur þokast í rétta átt í heiminum á árinu 2000 og horfurnar ekki slæmar við upphaf nýs árþúsunds. Reuters Skólanemendur á Norður-írlandi sýna stuðning sinn við friðarsamninga. Gwynne Dyer álítur að víða horfi nú friðvænlegar í heiminum en oft, áður ef undanskilið er ástandið í Afríkulöndum. eftir Gwynne Dyer ATHYGLISVERÐAST við árið 2000 var hve laust við þúsaldarein- kenni það var: öli tilfinning fyrir því að um sérstætt ár væri að ræða guf- aði strax upp með flugeldasýning- unni á gamlárskvöld. Þeir sem höfðu birgt sig upp af dósamat og skotfær- um komu út úr skóginum og voru vandræðalegir yfir því að ekki skyldi verða heimsendir, jafn vandræðaleg- ir og tölvusérfræðingai’nir, sem spáðu fyrst 2000-vandanum en lag- færðu hann síðan, hefðu átt að vera. (Hinir síðarnefndu voru of önnum kafnir við að telja peninga). Árið var áfram harla tilþrifalítið allt til enda, engar stórbrotnar ham- farir af völdum náttúru eða manna. Ekki voru framin þjóðarmorð eins og sínum tíma í Bosníu og Rúanda á miðjum áratugnum, engin umtals- verð stríð háð með þátttöku stór- veldanna eins og Kosovo-stríðið 1999 eða Flóabardagi 1991, engin meiri- háttar efnahagskreppa varð eins og hrunið á Asíumörkuðum 1997-1998. Helsta alþjóðlega fréttin var í raun og veru farsinn vegna bandarísku forsetakosninganna. Klúðrið í Bandaríkjunum var hrikalegt þegar það var borið saman við auðskiljanlegar og vel fram- kvæmdar kosningar í tveim grann- ríkjum Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Forsætisráðherra Kanada, Jean Chretien, vann í nóvember þriðja sigurinn í röð í þingkosning- um og þar að auki minnkaði stuðn- ingur við flokk aðskilnaðarsinna í Quebec, Bloc Quebecois. Og í Mexíkó, þar sem hinn einráði Porf- irio Diaz sagði fyrir einni öld að sá sem „teldi atkvæðin" ynni kosningar var það stjórnarandstæðingurinn Vicente Fox sem sigraði í forseta- kjörinu í júlí og batt þannig enda á 71 árs pólitíska einokun af hálfu Bylt- ingarflokksins PRI. „Hið fullkomna einræði", eins og perúski rithöfundurinn Mario Varg- as Llosa kallaði einu sinni stjórnar- farið í Mexíkó, hvarf af sviðinu án mikils hávaða, það heyrðist ekki einu sinni snökt. Er Fox sór eiðinn 1. des- ember héldu 100 milljónir Mexíkóa inn á land opins lýðræðis, inn á stigu sem þeir þekkja annars lítið til en jafnt í landinu sjálfu sem utanlands er menn afar vongóðir um að Mexíkóum muni takast vel upp. Loks má nefna átökin milli uppreisn- armanna Zapatista-hreyfingarinnar og stjómvalda er virðast nú ætla að enda með friðarsamkomulagi. Þróun mála annars staðar í Róm- önsku Ameríku var tvíbentari. Dóm- stólar í Chile fóru loksins að búa sig undir að draga Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra, til ábyrgðar fyrir glæpi hans og Ijúka þannig ferli sem hófst fyrir tveim ár- um er Pinochet var handtekinn í Bretlandi. En í Kolumbíu mistókust allar tilraunir Andres Pastrana for- seta til að stöðva fjögurrra áratuga uppreisn skæruliða, er breyst hefur í raunverulegt borgarastríð. Stuðn- ingsmenn „styrjaldarinnar gegn fíkniefnum" í Washington fengu á hinn bóginn samþykkta áætlun um málefni Kólumbíu er getur haft í för með sér að Bandaríkjamenn hefji beina hemaðarþátttöku í átökunum í landinu. Fyrr á árinu leit út fyrir að Al- berto Fujimori Perúforseti kæmist upp með að tryggja sjálfum sér með ólöglegum hætti þriðja kjörtímabilið sem forseti með kosningasvikum. Allt hrundi hjá honum þegar birt var myndband af yfírmanni leyniþjón- ustunnar, Vladimiro Montesinos, þar sem hann var að múta þing- manni. I lok ársins var búið að ákveða að halda nýjar kosningar og Fujimori var farinn í útlegð og orð- inn japanskur ríkisborgari. Hugo Chavez, fyrrverandi her- maður, sem segir að Simon Bolivar sé fyrirmynd sín en minnir öllu meira á Juan Peron, stóð fyrir nokkram þjóðaratkvæðagreiðslum í Venesúela sem afnámu nær allar hömlur í stjórnarskránni á forseta- vald hans. Chavez er vissulega vinsæll meðal fátækra landa sinna - alveg eins og Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseti, er meðal fátækra Haiti-búa. En Aristide komst aftur til valda í forsetakosningum sl. haust sem voru að minnsta kosti jafn vafasamar og kosningarnar í Venesúela og gerðu tilraun Sameinuðu þjóðanna, aðal- lega Bandaríkjanna, til að endur- reisa lýðræðið á Haiti með beinni íhlutun árið 1994 hlægilega. Þáttaskil í friðargæslu SÞ Þrátt fyrir allt getur verið að árið 2000 hafi skipt sköpum í sögu SÞ en þá var í fyrsta sinn gerð gagnrýnin úttekt á hemaðarlegri íhlutun sam- takanna á ýmsum stöðum eftir lok kalda stríðsins en þær aðgerðir hafa tekist misjafnlega. Illa undirbúið herlið á vegum SÞ í Sierra Leone var auðmýkt á árinu, 500 manns úr gæsluliðinu urðu gíslar uppreisnar- manna, drukkinna og undir áhrifum fíkniefna. Mánuði síðar, í ágúst, sendi Kofi Annan, framkvæmda- stjóri SÞ, frá sér óvægna og mjög hreinskilnislega skýrslu um málefni friðargæslu. „Engin mistök hafa haft jafn slæm áhrif á álit og trúverðugleika frið- argæslu SÞ á tíunda áratugnum og hik hennar við að greina á milli árás- araðila og fómarlambs," skrifaði Annan. „Stjórnendur SÞ verða að segja öryggisráðinu það sem það þarf að vita, ekki það sem ráðið vill heyra.“ Og jafnvel þótt líða kunni langur tími áður en ríkisstjórnir hætta að finna hjá sér brýna þörf á að hlaupa í felur í hvert sinn sem SÞ biðja um herlið til friðargæslu ein- hvers staðar eru framfarir í aðsigi. Lítum á nokkrar aðgerðir sem samtökin hafa lagt blessun sína yfir og voru enn í gangi á árinu. Um 9.000 manna gæsluliði undir forystu Ástr- ala hefur tekist að stöðva þjóðar- morð á Austur-Timor og tryggja sjálfstæði landsins. Þótt 13.000 manna liði er sent var til Sierra Leone tækist illa upp til að byrja með hafði það náð miklum árangri við að berja niður uppreisnina er árinu var að Ijúka. íhlutunin í Kosovo batt enda á annað þjóðarmorð og 4.000 friðar- gæsluliðar SÞ, sem enn eru þar, halda þó í horfinu meðan allir eru að velta fyrir sér hvernig eigi að bregð- ast við sjálfstæðiskröfum Kosovo- manna, nú þegar lýðræðið hefur sigrað í Serbíu. Um 4.200 manna gæslulið verður sent til Austur- Afríku til að hafa eftirlit með brott- flutningi liðs frá hernumdum svæð- um en Erítreumenn og Eþíópíu- menn sömdu um frið um miðjan desember eftir tveggja ára stríð sem kostaði minnst 100 þúsund manns lífið. En þótt SÞ taki framföram er alls ekki sömu sögu að segja um ríki Afr- íku. Um tíundi hluti mannkyns býr í álfunni en þar er þriðja hvert ríki í heimi og meira en tveir þriðju hlutar allra styrjalda sem nú eru háðar geisa þa.r. Allt gengur þar á afturfót- unum. í sumum ríkjanna, Líberíu, Búrúndi og Sómalíu, hefur undan- farinn áratugur einkennst af mann- drápum og upplausn, annars staðar hefur slíkt ástand varað í nær tvo áratugi. Sýkin breiðist enn út, stærstu og auðugustu löndin í Vest- ur-Afríku, Nígería, þar sem enska er ráðandi, og Fflabeinsströndin, þar sem franska hefur yfirhöndina, ramba nú bæði á barmi borgara- styrjaldar milli múslíma í norðurhér- uðunum og kristinna í suðri. Enginn getur útskýrt hvers vegna svo mikið er um stríð í Afríku, einna helst er bent á að hvergi í heiminum séu þjóðarbrotin jafn mörg og fá- menn miðað við sambærileg svæði í heiminum. Enginn hefur lausnir á takteinum. Jafnvel í þeim Afríku- ríkjum þar sem ekki er barist er enn- fremur almenna þróunin, án þess að það sé algilt, í átt til versnandi efna- hags, lélegra ástands í menntamál- um og hrans í heilbrigðismálum - hið síðastnefnda er nátengt alnæmis- plágunni. Jafnvægi í Evrópu Munurinn á Afríku og Eviópu, tveim heimsálfum með svipaða íbúa- tölu, hefur aldrei virst vera jafn mik- ilvægur og ægilegur. í fyrsta sinn frá því að stríðin milli lýðveldanna í gömlu Júgóslavíu hófust í upphafi tí- unda áratugarins, má heita að friður ríki um alla Evrópu. Skæruliðastríð á lágum nótum geisaði enn í hinni fjarlægu Tsjetsjníu, baskneskir að- skilnaðarsinnar fóru aftur að myrða fólk sem var ósammála þeim á Spáni en jafnvel á Norður-írlandi hélt frið- arsamkomulag. Og í október steyptu Serbar Slobodan Milosevic, mannin- um sem bar mesta ábyrgð á Balkan- stríðunum, af stóli án blóðsúthell- inga og niðurstaðan var staðfest með yfirburða sigri stjórnarandstöðunn- ar í þingkosningunum 23. desember. Stærsta land álfunnar, Rússland, virtist enn geta fallið í hyldýpi alræð- isins er Vladímír Pútín forseti, sem kjörinn var arftaki Borísar Jeltsíns í febrúar, reyndi að treysta stöðu sína. Ömurleg frammistaða Pútíns þegar þjóðin átti í sálarstríði er kafbátur- inn Kúrsk fórst í ágúst jók ekki álit forsetans. Fyrir nokkram dögum lögðu dómstólar hömlur á tilraunir hans til að kúga fjölmiðla til hlýðni er þeir úrskurðuðu að ásakanir um spillingu, sem bomar vora fram gegn fjölmiðlakónginum Borís Gús- ínský, væru af pólitískum rótum Og jafnvel þótt líða kunni langur tími áður en ríkisstjórnir hætta að finna hjá sér brýna þörf á að hlaupa í fel- ur I hvert sinn sem SÞ biðja um herlið til frið- argæslu einhvers staðar eru framfarir í aðsigi. runnar og tilhæfulausar. Taflinu er ekki lokið en Rússland er enn þá lýð- ræðisrfld, þótt litlu megi muna. Það vora einnig mikil tíðindi að í ljós kom að stækkun Evrópusam- bandsins úr 15 aðildarríkjum í 27 myndi í raun verða að veraleika. Á leiðtogafundi í Nice í desember tókst aðildai-þjóðunum að berja saman samning sem laga mun stofnanir sambandsins að breyttum aðstæðum er fylgja svo mikilli fjölgun aðildar- ríkja - og ýttu áformunum um sam- eiginlegt, evrópskt „hraðlið“ nokkuð lengra áleiðis. Við árslok var meira að segja kleift að trúa því að sameig- inlegi gjaldmiðillinn, vandræðabarn- ið evran, sem hefur fallið stöðugt í verði frá því að hún fæddist, myndi senn byrja að ná sér í samanburð- inum við Bandaríkjadollara. En jafnframt þessum hræringum urðu þessar hefðbundnu smá-breyt- ingar í stjórnmálum einstakra þjóða, breytingar sem fólki á staðnum finnst afar spennandi en eru lítt skiljanlegar öðram. Helmut Kohl, fyrrverandi kanslari Þýskalands og Jacques Chirac Frakklandsforseti eru báðir á kafi í gríðarlegum hneykslismálum vegna fjárframlaga til stjórnmálaflokka. Giuliano Amato, þáverandi forsætisráðherra Ítalíu, skýrði frá afsögn sinni í sept- ember í spjallþætti í sjónvarpi. Le- oníd Kútsjma, forseti Ukraínu, horf- ist nú í augu við ásakanir um að hafa staðið að baki morði en lík gagnrýn- ins blaðamanns fannst í nóvember skammt frá Kiev og vantaði á það höfuðið. (Stjómarandstaðan segist hafa undir höndum myndband þar sem Kútsjma og tveir aðstoðarmenn hans sjást skipuleggja morðið). Með öðrum orðum, allt var með eðlilegum hætti í Evrópu sem ekki fyrir alls löngu hratt af stað heims- styrjöldum 0g var líklegust til að koma þeir þriðju af stað. Langflestar þjóðir hennar búa nú við lýðræði og frið. Svo vill til að þar eru 45 ríki, hvert þeirra með eigin hefðir, eigin vandamál, eigin ragludalla. Ekki er völ á neinu skárra - og þetta er nú í rauninni ekki svo slæmt. Hið sama verður ekki sagt um As- íu þar sem helmingur mannkyns býr. Kína, Norður-Kórea, Víetnam, Búrma og Pakistan era enn einræð- isríki ásamt nokkram litlum löndum með krýnda þjóðhöfðingja svo að að- eins annar hver Asíumaður býr í lýð- ræðislandi. En það era samt geysi- legar framfarir sé miðað við fortíðina og þótt tekið sé tillit til að í mörgum löndum lýðræðisins hvflir það á veik- um grunni. Langveikasta lýðræðisríkið er Indónesía. Ekki eru nema tvö ár síð- an um 210 milljónir Indónesa losn- uðu við 30 ára einræði Suhartos og þeir sem urðu ríkir undir vemdar- væng hans (þ.ám. margir innan hersins) reyna enn að grafa undan nýja lýðræðisskipulaginu. Markmið þeirra er hið sama, hvort sem það er herinn að trafla viðræður við að- skilnaðarsinna 1 Aceh eða Vestur- Papúa, róið er undir trúarbragða- átökum milli múslíma og kristinna á Kryddeyjum, eða 18 sprengjutilræði við kirkjur á aðfangadag sem urðu 15 manns að bana. Svo er nú komið að Abdurrahman Wahid forseti, heilsutæpur og nær blindur múslímaklerkur sem ljóst er að ræður ekki við forsetastarfið, þarf að kljást við vaxandi kröfur um af- sögn en það merkir ekki að lýðræðið hafi verið knésett í Indónesíu. Öðru nær, það merkir að fjöldi fólks er staðráðinn í að bjarga því. Svipað mætti segja um málshöfðunina á Fil- ippseyjum sem miðast að því að fá Joseph Estrada forseta settan af, fyrstu málaferli af því tagi í Asíu. Ef Filippseyingar myndu láta hjá líða að sækja Estrada til saka væri það merld um að kerfið hefði bragðist, svo öflugar era vísbendingamar um sekt hans. Þrír mánuðir af „síðari intifada- uppreisninni" og meira en 300 fallnir Palestínumenn valda því að margir Israelar hafa nú fundið hjá sér hvöt til að slaka til og ná þannig fram raunverulegum samningum, hvöt sem þeir fundu ekki fyrr. Ljóst er orðið að Palestínumenn munu ekki hætta árásunum fyrr en f sraelar láta þeim í té það sem þeir eiga rétt á, jafnvel þótt tíu sinnum fleiri Palest- ínumenn en ísraelar láti lífið eða tuttugu sinnum fleiri og álagið vegna stöðugra átaka er farið að íþyngja mörgum ísraelum. Skyndilega eru aðstæður því gerbreyttar. Þannig er staðan við áramót. í ýmsum málum hefur ekkert þokast í rétta átt svo að greint verði með vissu. Nefna má vandann vegna hækkandi hitastigs á jörðunni, sem menn kinokuðu sér enn við að takast á við á loftslagsráðstefnunni í Haag, en meira hefur áunnist á mörgum sviðum en nokkurn hefði getað dreymt um fyrir tíu árum. Þetta er ekki slæm byrjun á nýju árþúsundi. Gwynne Dyer er sjálfstætt starfandi blaðamaður í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.