Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ofurhetia eður ei? KVIKMYNDIR S a in b í ó i n UNBREAKABLE★ ★★ Leikstjóm og handrit: M. Night Shyamalan. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Samuel L. Jackson, Robin Wright Penn, Charlayne Wood- ard og Spencer Treat Clark. Touchstone Pictures 2000. HVERS vegna komst aðeins einn af 131 farþega lífs af úr hræðilegu lestarslysi og án þess að sæist skráma á honum? Hinn brothætti Elijah, í túlkun Samuel L. Jacksonar, vill halda því fram að hinn óbrjótanlegi David Dunn, sem Bruce Willis leikur, sé gæddur ofurnáttúrulegum eigin- leikum líkt og ofurhetjurnar í teiknimyndasögunum sem hann hefur svo mikið dálæti á. David trúir honum ekki í fyrstu en sí- fellt fleira bendir til þess að sá brothætti hafí á réttu að standa. Leikstjórinn sem gerði The Sixth Sense í fyrra, með svo óvið- jafnanlegum endi, leikur hér sama leikinn að vissu leyti. Un- breakable fjallar á sama hátt um yfirnáttúrulega eiginleika venju- legrar manneskju og endahnút- urinn gerir það að verkum að í lokin sér maður myndina skyndi- lega í allt öðru ljósi. Alla myndina hendir leikstjór- inn fram spurningum um hvort til séu útvaldar mannverur fæddar með sérstakt hlutverk í þjónustu mannkyns. I lokin gæti fylgjend- um þess fundist þeir fá kalda vatnsgusu framan í sig og snuð- aðir um svör en efasemdarmönn- um gæti verið létt. En í raun er endirinn það útpældur að hann felur í sér tvöfalt svar, svo allir geta farið glaðir heim. Mér finnst myndin skemmtileg pæling um hverju maður getur fengið áork- að ef maður bara trúir því nógu mikið. Auk áhugaverðra vanga- veltna um tilvist útvalinna ein- staklinga sem margir velta fyrir sér þegar þeir líta til framúrskar- andi einstaklinga í heimssögunni. Mér fannst þetta mjög ánægju- leg mynd að horfa á, eiginlega þægileg, hvernig sem það hljóm- ar. Hún er hæg, dimm og með fínum ryþma. Hún er að mestu átakalaus, Bruce fær litla útrás fyrir þá hetjutakta sem hann er svo góður í. Kvikmyndatakan er áferðarfalleg og vönduð, kannski svolítið einsleit og sviðsmyndin dauf. Persónusköpun er mjög fín. Fjölskylda Bruce er viðkunnan- leg og sannfærandi, þar sem þau glíma við hversdagsleg og vel þekkt vandamál á mörgum bæj- um. Elijah er áhugaverður kar- akter og sú ferska sýn sem gefin er á heiminn hans; teiknimynda- sögur og áhrif þeirra á áhangend- ur. Leikararnir standa sig allir mjög vel enda úrvalslið á ferð en það er stundum eins og þeir hefðu mátt vera kraftmeiri, og það er eini krafturinn sem ég saknaði í myndinni. Það er helst að hlutverk eiginkonu David, sem Robin Wright Penn fer með, bjóði upp á dramatíska dýpt. Áhugaverð, smekkleg og „þægileg“ kvikmynd sem áhorf- endur eiga sjálfsagt eftir að deila um; bæði endi og innihald. Hildur Loftsdóttir Nflarprinsessa og nykurssonur BÆKUR B a r n a b « k NÍLAR- PRINSESSAN Ævintýrasaga fyrir börn á öllum aldri eftir Guðjón Sveinsson. Erla Sigurðardóttir myndskreytti. Muninn, 2000.69 bls. VIÐ kynnumst Nílarprinsess- unni, Flóðhildi fögru, og fjölskyldu hennar þar sem þau flatmaga í Nílarfljóti og njóta lífins. Prins- essan er að mati foreldra sinna fegurst allra og enginn er hæfur sem eiginmaður handa henni nema mjallhvítur prins en þeir eru ekki íinnanlegir í umhverfi Vesturbakk- ans. Gráhegi-inn veit allt um óskir flóðhestakóngs og svo villist greyið á leið sinni til Danmerkur og lend- ir illa á sig kominn á landinu bláa. Þar fréttir hann hjá Spóalangi fréttafugli að forkunnarfagurt hvítt folald, Prins, hafi nýlega fæðst þar í landi. Prins er afkvæmi hryssunnar Tinnusvartrar og nyk- urs sem býr í vatni skammt frá Reykjavík. Hryssan, og þar með Prins, eru reyndar í eigu Ingólfs Arnarsonar og frú hans Hallveig kemur Iítillega við sögu lfka. Til sögunnar kemur líka Elding, vinkona hvíta folaldsins, enda vita allir hvert má rekja ættir allra hvítra pg rauðskjóttra hesta á Islandi. Ekki er að sökum að spyrja að Gráhegri flytur fréttirnar um hinn mjallhvíta Prins til baka til Nílarkóngs og samstundis er brugðið á ráðin með að sækja þennan dular- fulla prins og gifta hann prinsess- unni fögru. Sögusviðið flýgur milli heimsálfa og alls kyns skepnur eru kallaðar til að leysa þessa erfiðu þraut. Við sögu koma hýenur, krókódíll, albatrosar og háhyrningur fyrir utan bátskrifli sem líkist mjög Örkinni hans Nóa og á að nota við flutningana. Hersingin kemst til íslands og þá verður auðvitað Jöt- uninn, einn af verndarvættum Is- lands, til kallaður til að bjarga málum en margir aðrir hjálpast að. Sagan um Nílar- prinsessuna og hinn fagra hvíta íslenska Prins krefst þess af lesanda að hann noti hugmyndaflugið til að fylgja eftir stórum stökkum sögunnar. Textinn er ekki neitt barnamál og höfundur leyfir sér að nota mergjaðan texta sem er í senn glettinn og fullur tvíræðrar merk- ingar. Flóðhestakóng- ur fórnar auðvitað framfótum til himins, jórtrar bóluþang og sprengir, og dóttirin fleytir lót- usblómum, rekur við og hagar sé á „ódannaðan hátt auk þess sem hún hrekkir pabba sinn. Hönnun og myndskreyting þess- arar bókar er alveg í sérflokki. Myndskreyting Erlu Sigurðardótt- ur er hrein snilld og myndirnar styrkja söguefnið og þráðinn sér- staklega vel. Það er í raun með ólíkindum hversu hugmyndarík myndskreytingin er, því hver opna er sérstakt listaverk, öllu er til haga haldið og hvert smáatriði vandlega útfært. Enn einu sinni hefur Erla skap- að dýrmætar myndskreytingar, en það er einkenni góðra mynd- skreytinga að þær styrkja og styðja textann en reyna ekki að skapa eigin sögu án tillits til þess sem textinn segir. Hafi menn ekki haft hugmynd um hvernig hvítur nykur lítur út þá er Erla búin að draga einn slíkan og sömuleiðis hefur hún dregið fagra mynd af vatnabúanum sem slær hörpu sína í fossinum. Það er sama hvort Erla dregur flóðhest, hvítan íslenskan fák, landslag við Reykjavík áður en borgin byggist, eða þreyttan grá- hegra - allt er jafn vel gert. Hönn- un bókarinnar, letursetning og frá- gangur allur er einnig til mikillar fyrirmyndar og bókin hinn eigu- legasti gripur. Nílarprinsessan er líklega barnabók, en hún er ekki fyrir mjög ung börn, til þess er textinn of mikill og of kröftugur. En ég held að allir geti haft gaman af að lesa dellusöguna um Nílarprins- essuna sem samkvæmt minni aust- firsku máltilfinningu hefði verið kölluð „uppátakanleg". Sigrún Klara Hannesdóttir Guðjón Sveinsson Kvennablómi Islandsdjassins DJASS T ó n I e i k a r KAFFI REYKJAVIK Kristjana Stefánsdóttir söngur, Sunna Gunnlaugsdóttir píanó, Joris Teppe bassa og Scott McLemore trommur. Kaffi Reykjavík fimmtu- dagskvöldið 28.12.2000. EITT af því sem gleður um jólin er að heim flykkjast ýmsir ágætir djassleikarar sem dvelja við nám og störf erlendis. M-2000 Mánudagur 1. janúar SJÓNVARPIÐ BALDUR Heimildarmynd og upptaka frá svið- setningu á Baldri eftirJón Leifs í Laugardaishöll 18. ágúst2000. Liður í Stjörnuhátíð menningarborg- arinnar. Einn þeirra er píanistinn Sunna Gunnlaugsdóttir, sem hér er stödd ásamt eiginmanni sínum, tromm- aranum Scott McLemore. Þau búa og starfa í New York þar sem Sunna rekur fleiri en eina hljóm- sveit. Annar geisladiskur hennar, Mindful, kom út „sem handrit" í fyrra og leitar Sunna nú að alvöru- útgefanda. Sunna og eiginmaður hennar ásamt „dívunni" okkar, Kristjönu Stefánsdóttur, héldu tónleika á Kaffi Reykjavík, niðri, meðan Ás- geir Ásgeirsson gítarleikari og félagar léku uppi. Með stúlkunum og Scott lék hol- lenski bassaleikarinn Joris Teepe. Hann býr í New York, en gerði stuttan stans í Reykjavík á leið sinni til Amsterdam. Hann er ekki alveg ókunnur Kristjönu, sem hef- ur í tvígang sótt hjá honum vinnu- námskeið. Joris er hörkubassaleik- ari, með kröftugan tón og frábæran hryn. Það þarf ekki að koma á óvart því á sólóskífu hans nýrri leika ekki minni bógar en Chris Potter, er hér blés á síðustu djasshátíð með Dave Holland- kvintettnum. Tónleikarnir hófust á lagi Sunnu, Good Stuff, af Mindful, en síðan steig Kristjana á svið og söng All of You og Sometimes I’m Happy þarsem Sunna „kompaði" af óvenjumikilli drift. Þegar kynntur var Cole Porter söngdans og Scott upphóf latnesk- an hryn var deginum ljósara að Love for Sale væri dansinn og svo söng Kristjana Daydream Billy Strayhorns, betur en ég hef heyrt hana gera áður. Þar sýndi Joris stórkostlegan bassaleik einsog allt- af þetta kvöld. Það gat ekkert farið úrskeiðis þegar þessi örvhenti bassaleikari var kjölfestan. Á dagskráinni voru líka þrjú lög er Sunna hefur samið við ljóð Tóm- asar Guðmundssonar. Sunna er lýrískur píanisti fyrst og fremst og sama má segja um lagahöfundinn Sunnu. Lögin voru ljómandi áheyrnar og vel flutt af Kristjönu og tríóinu. Lestin mikla var kannski einum of ljúft fyrir ljóðið, en Frá liðnu vori og Fagra veröld smellpössuðu við Tómas og píanósóló Sunnu í því síðarnefnda var einstaklega falleg- ur, leikin í klassískum impressjón- ískum stíl. Ymislegt fleira gott var á dag- skránni, s.s. fínt og músíkalskt „skatt“ Kristjönu í I’s Almost Like Being in Love, skemmtileg fraser- ing hennar á My Sacred Love og loks lag Kaldalóns við einn feg- ursta jólasálm íslenskrar tungu: „Nóttin var sú ágæt ein“ eftir síra Einar í Eydölum og kannski var langur bassasóló Joris Teepe í þeim sálmi hápunktur tónleikanna. Sterkur, einfaldur og sannur. Það var einsog bassaleikarinn skynjaði til fulls þessa íslensku þjóðarger- semi. Slíkt er aðeins á færi af- burðamanna. Vernharður Linnet Fornir dagar Blake MÁLVERKIÐ á myndinni er eftir breska skáldið og myndlistarmann- inn William Blake. Myndin nefnist „The Ancient Days“, sem útleggja má á íslensku sem „Hinir fornu dagar“, og er þessa dagana til sýnis íTate-safninu í London. Verk Blake vöktu litla athygli meðan listamaðurinn var á lífí en hafa á seinni tímum hlotið uppreisn æru. Tate-safnið stendur til að mynda nú fyrir sýningu á verkum listamannsins og er sýningin sú stærsta sem tileinkuð hefur verið Blake. „Collage“- myndir í Listhúsi Ófeigs SIGRÍÐUR Ólafsdóttir opnar sýningu á textílhönnun og coll- age-myndum í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðustíg 5, þriðjudaginn 2. janúar kl. 16. Sigríður hefur hlotið mennt- un sína hér heima og í útlönd- um, nú síðast árið 1996 í Forum design center i Malmö. Sýningin stendur til 16. janú- ar. Sýningu lýkur Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýningunni Hærra til þín, sem er samstarfsverkefni List- safns Sigurjóns Ólafssonar og Listasafns Reykjavíkur - Ás- mundarsafn, lýkur fimmtudag- inn 4. janúar. Sýningin fjallar um trúarleg minni í vestnorrænni list en til sýnis eru málverk, myndvefn- aður og höggmyndir eftir níu listamenn. Allt eru þetta lista- menn frá 20. öldinni sem hafa skarað framúr í sínu heima- landi og víðar. Sýningin fer síð- an í Listasavn Fproya, Tórs- havn, Sophienholm, Lyngby, Museet pá Spnderborg og Mus- eet for religios Kunst, Lemvig.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.