Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
• LESIÐ í MÁLVERK
MADONNA Á ENGINU
1505 EÐA 1506
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Rafael, Guðsmóðirin á enginu 1505 eða 1506.
(RAFAEL1483-1520)
í MÓTUM er ritsmíð um sjónmenntir í Vínarborg,
þar sem mcðal annars er vikið að hinu þekkta mál-
verki, Madonna á enginu, á Listsögusafninu við
Theresíutorg. Uppgötvaði þá, að ég yrði að vera
fuliorðmargur til hliðar ef myndinni skyldu gerð
nokkur skil, yrði best gert með því að lesa sér-
staklega í hana, og tel við hæfi á hátíð vetrar-
sólhvarfa og stóraldarskila. Að baki er mikil og
upplýsandi saga sem þrengir að, hermir af tím-
unum sem gerandinn lifði á, ennfremur hve ferli
málverks getur á stundum verið langt og marg-
þætt. Sjálft verkið mun snillingurinn ekki hafa
verið lengi að Ijúka við, því fæmi hans með miðla
sína var eitt af undrum endurreisnartímabilsins.
Tveim dögum áður en myndina bar fyrir augu mín
hafði ég skoðað stórsýninguna Sjö hæðir í Berlín,
sem tók til meðferðar sögu hnattarins og mann-
kynsins, öllu dauðu og lifandi á yfirborði hans til
innsta frumkjarna og efnasamsctningu. Varð svo
líkast til þess, að þegar ég stóð fyrir framan mál-
verkið altók mig sterk lifun, ekki einvörðungu að
skiliríið væri yfirmáta fallegt og nyti sfn vel í saln-
um þar sem það er staðsett, heldur sóttu stíft á
mig hugrenningar um bakgrunninn að tilorðn-
ingu þess í tíma og rúmi.
Málarinn er jafnaðarlega vígður umhverfinu
sem hann lifir og hrærist í og verður ennfremur
virkur þáttakandi í sjónrænni þróun samtúnans, á
einkum við um snillinga sögunnar sem voru öllum
öðrum jarðtengdari hve langt sem hugarflugið
annars teygði þá og togaði. Þannig ber Guðsmóð-
irin á enginu í sér nýja birtingarmynd heimsins,
kennda við endurfæðingu fornra gilda og markar
jafnframt túnaskeiðið er listhugtakið varð til.
Huglæg og skynræn athöfn þrepi ofar handverk-
inu, og myndlistir um leið viðurkenndar sem ígildi
annarra hugvísinda. Á það eitt skal þó ekki ein-
blínt, heldur einnig næstliðinn túna, miðaldir voru
að baki, jafnframt hálf stóröld, ennfremur túna-
skeiðið er allir andar virtust í uppnámi við þau
táknþrungnu hvörf. Þær mannskæðu pestir
gengnar hjá sem tóku stæri toll öllum styrjöldum í
álfunni, faraldurinn geisaði þrisvar og náði annað
afbrigðið, svarti dauði, til afskekktustu byggða í
suðri og norðri, einnig íslands, sú válega saga
flestum kunn.
Þessu ógnarfári í mannheimi má likja við ham-
farir f náttúrunni; eldgos, jarðskjálfta, hvirf-
ilvinda og skýjastróka er öllu umbreyta er fyrir
verður. Að slíkum hamförunum afstöðnum er lík-
ast sem allt verði nýtt, stórhreingeming hafi farið
fram, endurfæðing og fersk grómögn taki við.
Mannskepnan þekkir þetta í smærra mæli þá ger-
ir úrhelli eftir langan þurrk á sumri, hvernig allt
verður nýtt og ferskt eftirá, loftið mettað him-
nesku súrefni, líkast endurfæðingu náttúmnnar.
Fannst ég skynja forsöguna að baki málverks-
ins, ferli sem hafði verið í beinu sjónmáli á sýning-
unni einstæðu í Berlín. Birtingarmynd sem ber í
sér mörg fleiri skilaboð en augað nemur á ytra
byrði verksins, þá helsta að yfirhafnir töfrar og
yndisþokki jafnt í náttúmnni sem mannheimi em
ávöxtur og víxlverkun baráttu og átaka.
Rafael var einn hinna þriggja stóru sem mótuðu
háendurreisnina, hinir vom Leonardo da Vinci og
Michaelangelo, allir byggðu þeir myndheim sinn á
fyrri hefðum og gildum. Vom ófeimnir að sækja
til innbyrðis reynslu þótt keppinautar væra, en
hugmyndir annarra vom þeim þó einungis gerð-
arkveikja til örvunar fágunar og skipulagningar
eigin sköpunarmáttar. Allir Iögðu þeir gmnninn
að myndhugsun seinni kynslóða sem er í fullu gildi
enn í dag, byggðist á hinum sjónrænu grunn-
iögmálum og þeim foma arfi sem nú var end-
urreistur, og því nefna menn tímabilið í senn end-
urfæðingu sem endurreisn. Allir voru þeir til
hliðar við aðalstarfið vísindamenn út í fing-
urgóma, sem fylgdust vel með því sem var að ger-
ast í hugmyndaheimi Evrópu, jafnvel héngu
myndir eftir Niirnbergmálarann Diirer á vinnu-
stofu Rafaels í Flórens. Einnig voru þeir allir arki-
tektar og leystu þrautir sem öðrum voru ofviða, til
að mynda leysti Michaelangelo vandamálið mikla
varðandi byggingu hvolfþaksins yfir Péturskirkj-
una í Róm, sem allir starfandi arkitektar höfðu
gefist upp á, og um Leonardo er óþarfi að fjöl-
yrða. Nefni þetta hér vegna þess að myndin af
Guðsmóðirinni á enginu, sem aðrar madonnu-
myndir Rafaels, er ekki nafnkenndust fyrir hina
miklu framstreymandi trúarlegu útgeislan sem
hún inniber, heldur einstæða og hárnákvæma
myndbyggingu, sem helst minnir á gotneska
kirkjulist þá hún rís hæst. Hinn guðlegi gotneski
oddbogastíll ríkti frá byrjun tólftu aldar til loka
hinnar fimmtándu, sumar heimildir nefna töl-
umar 1250-1500, og hann var vel að merkja eink-
um ríkjandi á ítaliu á fimmtándu öld. Rafael var
þannig með arfleifðina 1 lúkunum þegar hann
mótar hér nýja og tæra myndbirtingu í upphafi
sextándu aldar, mýkri og manneskjulegri, heldur
þó hinu upphafna risi sem var einkenni gotneska
stflsins. A yfirborðinu er öll myndin jafneinföld og
áreynslulaus sem hugsast getur og er aðal hennar,
en að baki hennar aldalöng þróun og hug-
myndafræði, blóð tár og sviti. Minnast skal þess
hér að ris skapandi handverks hafði aldrei verið
meira en á tímum gotneska stflsins, sem í sjálfu
sér bar í sér kímið að fæðingu listhugtaksins og
endurreisnarinnar.
Rafael var frá Urbino í Toskana, einu fegursta
og merkilegasta héraði ítali'u. Faðir hans Giov-
anni Santi (1435-1494), var einnig málari og
sennilega fyrstur lærimeistari sonarins, en Pietro
Perugino frá Perugina Iíkast til sá næsti. Faðirinn
hélt verkstæði í Urbino, og fyrstu skráðu heim-
ildir er geta um Rafael, eru frá aldamótaárinu
1500, og leiða líkum að því að hann hafi tekið við
verkstæðinu að föðurnum látnum. Árið 1504 flyst
Rafael til Flórens, án þess þó að slfta sambandinu
við Urbino og Perugina, hélt þar verkstæði til
1508, er Julius II páfi kallaði hann til hirðarinnar í
Róm. Rafael bjó yfir yfirnáttúralegum hæfileikum
til að likja eftir og svo hermir hinn mikli sagn-
fræðingur túnanna Giorgio Vasari í skrifum sín-
um, að ekki hafi verið hægt að þekkja í sundur
málverk lærimeistarans Peruginos og Rafaels, en
nemandinn notaði þessa færni súia einungis sem
gerðarkveikju eigin hugmynda sem fyrr segir.
Allt helst í hendur í þessu lífi, eitt er afleiðing ann-
ars, þannig era rústir stórmerkilegs þorps í hæð-
unum ofan við Flórenz er Fiesole nefnist, og telst
kímið að undursamlegustu listaborg Italíu og alls
heimsins. Eins og skrifað stendur; Fiesole fæddi af
sér Flórenz. Þá halda margir því fram, að feg-
ursta ítalskan sé Toskanamállýskan í munni hins
menntaða Rómverja; Lingua Toskana in Bocca
Romana. Hér mætti allt eins halda áfram, leggja í
róminn og segja að fegurstu pensilstrokurnar hafi
komið frá Toskana, en fullkomnast í Róm.
Bragi Ásgeirsson
Súrefoisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
Stjörnuspá á Netinu
v^«> mbl.is
~ALLTa/= E!TTH\SA£> rJÝTT~