Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.12.2000, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ i6 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 Morgunblaðiö/Orri Páll Andreas ásamt starfsbræðnim sínum frá hinurn menningarborgunum í lokaveistunni í ráðhúsi Bologna. Andreas á fullri ferð í eldhúsinu í Locanda del Castello. ^mreasar -raður j ‘. ^?“ðv*lSfflar- Italía er land lífsnautna. Menn gera vel viö sig í mat og drykk. Þaö er því ekki lítil áskorun fyriríslenskan matreiöslumeistara aó axla lamb sitt og silung og stefna skónum suður á bóginn. Þaó dró þó ekki kjarkinn úr Andreasi Jacobsen, mat- reiöslumeistara Bláa lónsins, sem kynnti íslenska matargerð á Ítalíu á dögunum. Orri Páll Ormarsson slóst í för meö Andreasi og skráöi ferðasöguna. Andreas Jacobsen færir heiðursgesti kvöldsins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, silung. I m **'■ v1'•• . ’OA jf- ‘j ’l % ■ . [-■'' ys - 1 ahI V, fÆM f M j' \ V • 'v' Í S'rpM Vel fór á með Andreasi og eiganda Locanda del Castello. HONUM brá f brún, vikapilt- inum á hótel- inu góða í Bol- ogna sem kennt er við þrjá öldunga, þegar hann tók upp töskuna. Æðar stóðu út úr hálsi og blóð hljóp í augu. „Hvað er eiginlega í töskunni, lík?“ hefur þessi smái og spengilegi piltur örugglega hugsað. Hefur vísast ekki komist í hann krappari. Og það var rétt. Lík var það. Þó ekki af manneskju. Heldur sauði. Is- lenska fjallalambið var komið til Ítalíu. '„Það var ekki svo flókið að flytja þetta milli landa. Leigubílstjórarn- ir supu raunar hveljur og aum- ingja vikapiltinum var brugðið," segir maðurinn með líkið, Andreas Jacobsen matreiðslumeistari, „en að öðru leyti gekk þetta eins og í -sögu.“ 130 kíló hafði hann í farteskinu, þar af vó rauðvínslegið lambið um 35 kíló. Annað eins hafði Andreas með af heitreyktum silungi úr Út- ey og svo lax, saltfisk, skyr og mysu svo eitthvað sé nefnt. Þjóðlegur, kokkurinn. Til þess var leikurinn líka gerður - að kynna Itölum íslenskan mat. Til- efnið var fundur samtaka menn- ingarborga Evrópu árið 2000 í Bologna. „Flugleiðir voru búnir að sam- þykkja yfirvigtina frá Keflavík til Parísar," svo við leyfum Andreasi að komast að með ferðasöguna aft- ur. „En ég þurfti að borga dágóða summu fyrir flutninginn frá París til Mílanó. Maður má víst ekki vera með nema tuttugu kíló. Eg var búinn að búa mig undir ít- arlega skoðun á Malpenza-flugvelli í Mílanó. Mönnum yrði örugglega starsýnt á allt mitt hafurtask. En þetta vara bara eins og að lenda á Höfn í Hornafirði, hvergi tollara að sjá og enginn spurði um vega- bréf. Eg gekk bara út í rólegheit- unum.“ Andreas er vanur að ferðast með matvæli milli landa og hefur lært á ferðum sínum að vænlegra er að pakka góssinu niður í töskur en ekki kassa. Það vekur minni eftirtekt. ,Jknnars hefði það svo sem ekki skipt máli. Ég var með vottorð frá landbúnaðarráðuneytinu. Það er ekki eins og ég hafi verið að smygla þessu inni í Iandið. Það getur aftur á móti sparað tíma að hafa matinn í töskum. Maður veit aldrei hvenær maður lendir á úr- illum tollara. Kollegar mínir frá hinum menningarborgunum, sem komu til Italíu á sama tíma, kom- ust líka í allskonar klandur og urðu sumir hverjir að skilja mat eftir. Það náðist þó allt út úr toll- inum að lokum.“ Andreas segir matnum ekki verða meint af flandri af þessu tagi. „Hann kemst í kæli í fiugvél- inni og svo aftur á hótelinu. Þann- ig að ef þessu er vel pakkað inn er engin hætta á ferðum.“ Enginn ofn í eldhúsinu Andreas hóf leikinn í Mílanó, þar sem hann bauð upp á saltfisk, silung, lax, harðfisk og fleira á Is- landskynningu fyrir ítalska blaða- menn og fólk sem starfar að ferða- málum. Var kynningin haldin í glæsilegu húsi í miðbæ Mílanó. „Húsið var fínt en mér varð ekki um sel þegar ég kom inn í eldhúsið og sá engan ofn. Hélt ég þyrfti að pönnusteikja allan saltfiskinn. Ofn- inn reyndist þó vera til staðar. Vel falinn. Þetta var mjög gaman og ekki annað á fólki að heyra en það væri ánægt.“ Frá Mílanó lá leið Andreasar til Bologna með Eurostar-hraðlest- inni. Blaðamaður slóst í för með honum og aðra eins eðalmýkt hef- ur hann ekki í annan tíma upp- lifað. Það er greinilega fleira en fótboltinn sem hefur svæfandi áhrif á mann þarna syðra. Menn voru á mörkum meðvitundar á löngum köflum í hægindastólun- um. Líkið góða, laxinn og hitt góð- gætið fór í farangursgeymslu lest- arinnar og menn ráku upp stór augu á lestarpallinum í Bologna þegar við hófúmst handa við af- fermingu. Með í för voru Jón Gunnar Grjetarsson og Viðar Odd- geirsson af fréttastofu sjónvarps, með annan eins farangur og Andr- eas, tæki og tól, og var brugðið á það ráð að mynda keðju. Taska rak tösku og fólk horfi felmtri slegið hvert á annað. Sá ekki fram á að komast um borð í lestina. En þolinmæði þrautir vinnur allar. Vel var tekið á móti matreiðslu-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.