Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 39 Morgunblaðið/Jim Smart Styrkurinn var afhentur þann 29. desember 2000 í húsakynnum Teymis. Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Kristín Ólafsdóttir frá Teymi, Arngrímur Fannar Haraldsson úr Skitamóral, talsmaður verkefnisins, Gunnar Bjarnason framkvæmdastjóri Teymis, Elva Sigvaldadóttir frá stuðningsfólaginu ásamt Guðbjörgu Thorstensen, sem er einnig frá fclaginu, og Frosti Bergsson, stjórnarformaður Teymis. Stuðningsfélagið Fátæk börn á fslandi Teymi hf. veitir hálfrar milljónar krdna styrk TEYMI hf. hefur allt frá stofnun fyrirtækisins styrkt fjölda líknar-, góðgerðar- og menningarmála með margs konar hætti. A síðasta ári var tekin sú ákvörðun að styi'kja ár- lega aðeins einn aðila í stað þess að dreií'a þeirri upphæð sem í styi'ki fer milli fjölda aðila. Einnig hefur Teymi ákveðið að hætta sendingu jólakorta og sá kostnaður sem af því annars hlytist bætist við upp- hæð styrksins, segir í fréttatilkynn- ingu. Jólakveðja Teymis var þess í stað send út í tölvupósti og birt á vef fyrirtækisins. Arlegur styrkur Teymis er hálf milljón króna og í fyrra hlaut félagið Einstök börn styrkinn. Árlegur styrkur Teymis var aug- lýstur til umsóknar í nóvember síð- astliðnum og rann umsóknarfrestur út þann 12. desember. I ár bárust fjölmargar umsóknir sem fyrr og voru þær allar styrksins verðugar. Valnefndinni reyndist erfitt valið en niðurstaðan varð sú að hálfrar millj- ónar króna styrkur Teymis fellur í ár í skaut stuðningsfélaginu Fátæk börn á Islandi. Stuðningsfélagið var stofnað haustið 1997 til hjálpar fyrir fátæk- ar barnmargar fjölskyldur. Þessi hópur er að stærstum hluta ein- stæðir foreldrar sem eiga í erfíð- leikum með að sjá um framfærslu barna sinna og ekkert má út af bregða til að neyðarástand skapist á heimilinu. Stuðningsfélagið veitir styrki til þeirra aðila þar sem þörfin er brýnust að mati stjórnar félags- ins hverju sinni. Markmið félagsins er að hjálpa börnum fátækra for- eldra á íslandi þannig að þau fái notið sín til jafns við önnur börn. Val á málefni I valnefnd Teymis voru Frosti Bergsson sem fulltrúi stjórnar Teymis, Kristín Ólafsdóttir sem fulltrúi starfsmanna ásamt Arn- grími Fannari Haraldssyni úr hljómsveitinni Skítamóral sem er utanaðkomandi aðili og jafnframt talsmaður þessarar styrkveitingar. Við útnefningu þjónustu- og samstarfsaðila ársins. Frá vinstri: Hannes Strange hjá Bílheimum, Július Vífill hjá Bílheimum, Þórunn Reynisdótt- ir hjá Avis og Pétur Steinn hjá Avis. Avis velur þjónustu og sam- starfsaðila ársins 2000 BÍLALEIGAN Avis tók upp þá ný- breytni á þessu ári að velja í fyrsta sinn þjónustu- og sam- starfsaðila ársins. Fyrir valinu urðu Bílheimar hf./Ingvar Helga- son hf. Við afhendinguna sagði Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Avis-bílaleigunnar, að þetta væri kærkomið tækifæri að veita þess- um fyrirtækjum viðurkenninguna. Oll þjónusta hafi verið til sóma og öðrum fyrirmynd. Avis keypti tæplega 250 bfla af gerðunum Opel og Nissan á þessu ári og reyndust þeir í alla staði mjög vel. Viðræður eru þegar hafnar um áframhaldandi kaup fyrir næsta ár, segir í fréttatilkynningu. Yfir vetrartímann er Avis með um 200 bfla í notkun en yfir sum- arið fer bflaflotinn upp í 500 bfla. Þá skipti verulegu máli sú þjón- usta sem umboðið getur boðið. Dagbók Háskdla Islands DAGBÓK Háskóla íslands 1.-7. janúar. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla ís- lands. Itarlegri upplýsingar um við- burði er að finna á heimasíðu Há- skólans á slóðinni: http://www.hi.is/ stjorn/sam/dagbok.html X. ráðstefnan um rannsóknir í læknadeild HÍ Fimmtudaginn 4. janúar kl. 9 og föstudaginn 5. janúar kl. 8-17 verð- ur í tíunda skipti haldin ráðstefna um rannsóknir í læknadeild HÍ. Umsjón með ráðstefnunni hefur Vísindanefnd læknadeildar HÍ. Gestafyrirlesari hinn 4. janúar kl. 13 verður Snorri S. Þorgeirsson í boði Urðar, Verðandi, Skuldar og hinn 5. janúar kl. 13 mun Kári Stefánsson flytja fyrirlestur í boði íslenskrar erfðagreiningar. Yfir 200 fyrirlestrar og veggspjalda- kynningar verða á ráðstefnunni. Ráðstefnunni lýkur með því að Björn Bjarnason menntamálaráð- herra veitir besta unga vísinda- manninum verðlaun. Ráðstefnan verður haldin í stof- um 101 og 201 í Odda og er öllum opin. Ráðstefnugjald er 3.000 kr. (almennt gjald) og 1.000 kr. fyrir háskólanema. Skráning fer fram hjá Birnu Þórðardóttur (birna@- icemed.is / gsm: 862 8031). Afhend- ing þinggagna er hinn 3. janúar í Odda kl. 16-17 og hinn 4. janúar frá kl. 8. Sjá nánari dagskrá ráð- stefnunnar á slóðinni: http:// www.hi.is/nam/visindanefnd/Rad- stefna2001.htm Málstofa efnafræðiskorar Fimmtudaginn 4. janúar mun Sigrún Hrafnsdóttir, Department of Cell Biology and Histology, Uni- versity of Amsterdam, Niðurlönd- um, flytja fyrirlestur sem hún nefnir: „Transbilayer movement of phospholipids“. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.20 í stofu 158, VR II. Málstofa efnafræðiskorar er öllum opin en nemendur eru sérstaklega hvattir til að mæta. Málstofa efnafræðiskorar Föstudaginn 5. janúar mun Jó- hannes Reynisson, Max-Planck Institut fúr Strahlenchemie, Þýskalandi, flytja fyrirlesturinn „Eiginleikar DNO-peptíða rann- sakaðir með pýren eximer mynd- un“. Málstofan hefst kl. 12.20 í stofu 158 VR II og er öllum opin. Vísindavefurinn Hvers vegna? - Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Há- skólans og stofnana hans geti svar- að eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vís- indi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nem- endur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: http://www.visindavef- ur.hi.is Sýningar Árnastofnun Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15. maí og kl. 11-16 mánudaga til laugardaga, 1. júní til 25. ágúst. Þjóðarbókhlaða Fimmtudaginn 16. nóvember á degi íslenskrar tungu var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni sem ber yfirskriftina Frá huga til hug- ar. Með þessari yfirskrift er verið að vísa til lestrar almennt. Á sýn- ingunni verður saga prents og bókaútgáfu á íslandi í sviðsljósinu með sérstakri áherslu á útgáfu Biblíunnar. í máli og myndum verður tvinnuð saman útgáfusaga Biblíunnar og þróun prentiðnaðar- ins á Islandi og hún rakin frá fyrstu tíð og allt til dagsins í dag. Sýningin mun standa út janúar 2001. Orðabankar og gagnasöfn Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagn- söfnum á vegum Háskóla Islands og stofnana hans. íslensk málstöð. Orðabanki. Hef- ur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ ob/ Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn. Gegnir og Greinir. http://www.bok.hi.is/gegnir.html Órðabók Háskólans. Ritmáls- skrá: http://www.lexis.hi.is/ Rannsóknagagnasafn Islands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þró- unarstarfs: http://www.ris.is * * >mairao dvipjooar óskot löndum sínum á ístandi og Lándsmönnum öCCum farsczCdar á nýju ári. NUDDNAM hefst 10. janúar nk. Kvöld- og helgarnám. Námið er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu og Félagi íslenskra nudd- fræðinga. Útskriftarheiti er nuddfræðingur. Upplýsingar og innritun í síma 897 2350 og 511 1085 virka daga frá kl. 13—17. Nuddskóli Guðmundar, Hólmaslóð 4, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.