Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 19
LISTIR
Tímamótaverk
Magnús Blöndal Jóhannsson Morgunblaðið/Sverrir
TOJVLIST
Hljómdiskar
ELEKTRÓNÍSK STÚDÍA
Magnús Blöndal Jóhannsson:
Elektrónísk stúdía f. píanó & tón-
band (1959); 15 minigrams f. tré-
blásarakvartett (1961); Samstirni
(Constellation) f. tónband (1960);
Punktar f. sinfóníuhljómsveit &
tónband; Sonorities I f. píanó
(1963); Sonorities III f. píanó &
tóband (1973); 4 abstraktsjónir f.
píanó. Halldór Haraldsson, píanó;
ónefndir tréblásturshljóðfæraleik-
arar; Sinfóníuhljómsveit íslands u.
s(j. Páls P. Pálssonar. Smekkleysa
SMK 18. Upptökur: AADj?] frá til-
urðartimum verkanna. Utgáfuár:
2000. Lengd: 73:48. Verð (Japis):
2.199 kr.
„ATÓMSKEIÐIГ sem einu sinni
nefndist svo - fyrstu áratugimir í
skugga sveppaslfyjanna yfir Hirosh-
ima og Nagasaki - voru miklir um-
brotatímar í listum, og fóru íslend-
ingar hvorki varhluta af módem-
ískum sprengjuáhrifum í myndlist né
bókmenntum, eins og rækilega hefur
verið frá greint á prenti á seinni ára-
tugum. Öðmvísi horfir við í umfjöllun
um tónlist, sem á íslandi hefur jafnan
staðið í skugga orðlistar. M.a. vegna
þess - auk landlægrar einangrunar,
íhaldssemi og aðstöðuleysis almennt
- var nýi tíminn 15 ámm seinna á ferð
hér í tónlist en í öðmm listgreinum.
Lítið eitt hefur hins vegar verið gefið
út í hljóðriti af fyrstu framsæknu tón-
verkum landsins, og enn sér þess
varla dæmi í jólabókaflóðum undan-
farinna ára að umbrotaskeiðið mikla
um og eftir 1960 þyki neinum frá-
sagnarvert.
Því íúrðulegra er þetta tómlæti
miðað við þá vemlegu athygli hlust-
enda og fjölmiðla sem nýja tónlistin
naut á frumbýlingsárunum. Einkum
ef höfð er í huga sérgeta tónlistar til
miðlunar tilfinninga og andrúmslofts,
ekki sízt gagnvart ógnarumhverfi
Vesturlandabúa á áratugnum milli
Spútniks I og Vorsins í Prag, er náði
hámarki með Kúbudeilunni 1962. í
hugum margra vom það ekki sízt nýj-
ustu geirar framsækinnar tónlistar,
konkret- og raftónlist, sem naprast
lýstu tilfinningum eða öllu heldur til-
finningaleysi nýrrar tækni og vél-
rænna gereyðingarvopna. Og eimir
ugglaust eftir enn í dag.
Jákvæða hliðin á framsækni upp-
hafsára var að sjálfsögðu eðlislæg
framfaratrú ungra manna, nýjunga-
leit og tilraunagleði. Þrá þeirra eftir
að rjúfa einangrun landsins og taka
þátt í nýjustu alþjóðlegu straumum
og stefnum. í íjarvem öflugrar tón-
listarhefðar blasti við tafla nýsköpun-
ar auð og opin, og helzta ljónið á veg-
inum var skortur á aðstöðu, sem
mætt var með stofnun fyrsta félags-
ins um nýja tónlist, Musica Nova.
I innsta kjama þessa frumheija-
hóps stóð Magnús Blöndal Jóhanns-
son, sem nam við Juilliard tónlistar-
háskólann í New York 1947-54.
Tveim ámm á undan Stravinsky varð
hann fyrstur íslenzkra tónhöfunda til
að yrkja undir afströktum tólftóna-
hætti Schönbergs (4 abstraktsjónir,
1950). Einnig varð hann fyrstur hér
til að semja raftónverk (Elektrónísk
stúdía, 1959), og gegndi á því sérsviði
áberandi forystuhlutverki á upphafs-
ámm íslenzka módemismans. Þrátt
fyrir svo rýran tækjakost - í fyrstu
aðeins sínustóngjörva og mónó-segul-
bandstæki Ríkisútvarpsins - að tölvu-
vædd raftónskáld nútímans, sem
varla kunna lengur á límband og
skæri, hljóta að hrista hausinn í for-
undran.
Þó væri ekki nema fyrir bara þessi
tvö brautryðjandaverk, væri í sið-
menntuðum löndum fyrir löngu búið
að gefa út heildardisk með tónsmíð-
um eftir slíkan fmmherja á kostnað
ríkisins. En hér er hann loksins kom-
inn - fyrsti og eini portrettdiskurinn
frá upphafi með verkum eingöngu eft-
ir Magnús, hálfri öld eftir smiði elzta
verksins. Þökk sé einkum framtaki
Smekkleysuútgáfunnar fyrir atbeina
dr. Bjarka Sveinbjömssonar, sem
virðist hafa þurft að leita uppi gögn á
hinum ólíklegustu stöðum. Rúmar 73
mínútur með flestum helztu verkun-
um frá sköpunarsprengjuskeiðinu
1959-64, auk píanó-Abstraktsjónanna
frá 1950 og Sonorities III fyrir píanó
frá 1973.
Ber fyrst að teija stærsta verk
Magnúsar, Punkta fyrir sinfómu-
hljómsveit og tónband (1961), 15 mini-
grams f. tréblásarakvartett (1961),
Elektróníska stúdíu f. píanó & tón-
band (1959) og Sonorities I f. píanó &
tónband (1963). Síðast en ekki sízt hið
klassiska konkret-rafblendingsverk,
Samstími (Constellation) fyrir tón-
band frá 1960 - mest flutta verk
Magnúsar og sennilega eitt kunnasta
íslenzka tónbandsverkið frá fyrstu
tíð, enda yfir því sérstæð skáldleg
vídd og hugvitssamleg fjölbreytni
þrátt fyrir notkun sárafárra tóngjafa.
Það mun á sínum tíma hafa verið
kynnt vestan hafs af Karlheinz Stock-
hausen og sagt „tónlist frá elektrón-
íska stúdíói Ríkisútvarpsins á ís-
landi“, sem staðkunnugum héðra
hefur eflaust þótt í meii-a lagi orðum
aukið.
Sonorítíes I og III tilheyra flokk
verka þar sem nýir hljóm- (=
„Klang-‘j möguleikar píanósins em
kannaðir og samin að hluta út frá
slembiaðferð („aleatorík"). Þótt al-
kunna sé í dag, var strengjamöndl pí-
anista innan hljómkassans með
fingranöglum, sleglum og hvers kon-
ar lauslegu dóti harla fáheyrt hér fyr-
ir 40 árum og þótti sumum boða enda-
lok tónlistar. 4 abstraktsjónir eru
skrifaðar af mikilli spameytni á efni-
við og víða aðeins einradda; sem fyrr
sagði fyrsta tólftóna (dódekafóna)
verkið í íslenzkri tónlistarsögu og ef
að likum lætur samið a.m.k. hálfum
áratug á undan því næsta. Punktar
var fyrsta veridð fyrir samleik af tón-
bandi í sögu íslenzkrar hljómsveitar-
tónlistar, og frumflutt af Sinfóníu-
hljómsveit Islands 8.9. 1962. Veridð
er nýstárlegt fyrir tónsmíðaað-
ferðina, þar sem hrynræn útfærsla
byggir á mismunandi flatarmáls-
fræðilegri afstöðu þriggjajiunkta um
sameiginlegan hvarfás. I 15 mini-
grams leikur kvartett ónafngreindra
flautu-, óbó-, klarínett- & fagott-
leikara fjögur tólftónafrum í ftjálsri
tímaröð. Elektrónísk stúdía var frum-
flutt í Musica Nova í aprflmánuði árið
1960 og skiptast þar á sínustónar af
bandi og leikur píanós og tréblásara-
sextetts.
Um upptökugæði á þessum diski er
örðugt að dæma, enda fátt til viðmið-
unar, en ekki verður í fljótu bragði
annað heyrt en að flest sé þar í lagi.
Vitaskuld er hætt við að dofni yfir
diskant á 40 ára gömlum segulbönd-
um, og vera má að sumt hafi betur
varðveitzt en annað. Um þau mál hefði
verið fróðlegt að fá smá pistil í annars
vel skrifaðan bæklinginn. Sömuleiðis
hefði auðveldað yfirlit að raða verkum
í tilurðarröð (og bæklingsumfjöllun í
sömu röð og á diskinum), auk þess
sem vantar upplýsingar um einstaka
atriði eins og upptökutíma og -stað og
nöfn hljómlistarmanna í tréblásturs-
hópunum. En að öðru leyti virðist eins
vel frá hlutum gengið og hægt er að
ætlast til af einstaklingsframtaki í
sjálfboðavinnu án vonar um fjárhags-
legan ábata.
Meginhneisan er auðvitað sú, að
engin opinber stofnun, eða hálfopin-
ber eins og Tónverkamiðstöðin, skuli
á umliðnum áratugum hafa séð tilefni
til að varðveita þessi tímamótaverk á
sómasamlegan hátt, og segir það sitt
um þann afgang sem tónlistarmál
virðast mæta í vitund menningaryfir-
valda þessa lands. Öllu skiptir þó að
nú skuli helztu brautiyðjandaverk
Magnúsar Blöndal Jóhannssonar loks
orðin öllum tiltæk í hljómandi mynd,
og ekki er að efa, að áhugamenn um
íslenzka tónlistarsögu almennt eða
raftónlist sérstaklega, hvað þá upp-
rennandi kynslóðir íslenzkra tölvu-
tónlistarmanna, muni líta þennan
feng hýru auga.
Ríkarður Ö. Pálsson
Myndin sem myrti
KVIKMYNDIR
Sljnmubfó
URBAN LEGENDS: FINAL
CUT - SÖGUSAGNIR 2 'h~k
Leikstjóri John Ottoman. Handrits-
höfundur Silvio Horta, Paul Harris
Boardman og Scott Derrickson.
Tdnskáld John Ottoman. Kvik-
myndatökustjdri Brian Pearson.
Aðalleikendur Jennifer Morrison,
Matthew Davis, Hart Bochner,
Loretta Devine, Joseph Lawrence.
Sýningartími 90 mín. Bandarísk.
Columbia. Árgerð 2000
FJÖLDAMORÐINGI gengur laus
á heimavistinni. Hljómar ekki inntak
Sögusagna 2 dáh'tið kunnuglega?
Þetta er ósköp einfaldlega inntakið í
flestöllum unglingahrollum síðustu
áratuga, hvorki meira né minna. Ef
einhver heldur að hann sé fær um að
bæta einhveiju við lummuna, þá er
það örugglega hvorki John Ottoman
né Silvio Horta; leikstjóri og handrits-
höfundur þessarar lapþunnu hroll-
vekju, sem í ofanálag er framhald
slæiegs blóðhrolls, sem sjálfur var allt
annað en frumlegur. Það er því ekki
von á góðu.
Umhverfið er kvikmyndaskóli,
nemendur að leggja hönd á lokaverk-
efnin, það besta færir höfundi sínum
hin eftirsóttu „Hitchcock-verðlaun".
Minna má það ekki vera; nafn meist-
ara hrollsins lagt við lágkúrulegasta
hégóma kvikmyndagreinarinnar.
Amy (Jennifer Morrison), er efnileg-
asti nemandinn og hklegasti sigur-
vegarinn. Það er Ijóst að einhveijir
bekkjarfélagar hennar óttast sam-
keppnina því leikararnir Amy og að-
stoðarfólk fer að týna tölunni og blóði-
drifin líkin hrannast upp í valkesti.
Svo mikið er víst, unglingahrollur-
inn er ódrepandi. Lifir góðu lífi á öll-
um tímum þó hver myndin sé svipuð
annarri. Kreditlistinn í myndinni
hennar Amy er dauðalistinn að þessu
sinni, í íýrri myndinni voru það
krakkaskinn sem voru að bauka við
að endurgera sögusagnir af fjölda-
morðingja. Umhverfið, sem fyrr,
skólalóðin og næsta nágrenni. Sú
mynd lúrði þó á örfáum bröndurum,
ef ég man rétt. Þessi er ekki svo vel
búin, skopskynið hans Horta, greini-
lega uppurið. Hefur þó tvo hjálpar-
kokka að þessu sinni. Hinsvegar eru
leikararnir slarkfærari, sumir hveij-
ir. Annað er það ekki.
Sæbjörn Valdimarsson
Nýjar bækur
• SJÓNBAUGAR er Ijóðabók
eftir Garðar Baldvinsson en hún
hlaut viðurkenningu dómnefndar
um Bókmenntaverðlaun Tómas-
ar Guðmundssonar fyrr á þessu
ári.
Sjónbaugar er safn 32 ljóða í
fimm ljóðaflokkum sem bera
heitin: hélog, hringir, um sorfin
ský, til hermanns og jafndægur.
I ljóðunum er ort um borgina og
náttúruna, framandleikann,
tengls tækni og náttúru, um
Reykjavík og ísland, ort er um
samband fólks, um sorg yfir föð-
urmissi og um ferðalög. I ljóðum
bókarinnar er leikið með hljóm
orða, fínlegar vísanir í ýmsar
bókmenntir og heillandi ljóð-
myndir, segir í fréttatilkynningu.
Sjónbaugur er önnur bókin í
þriggja bóka flokki eftir Garðar.
Fyrsta bókin, sjónhimnur, kom
út 1997 en sú þriðja, sjónhögg,
er væntanleg vorið 2001.
Útgefandi er Ásgarður - bóka-
útgáfa. Leiðbeinandi verð: 1.790
kr.