Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Verslun og vísindi „Nú á dögum eiga meðvitaðir draumóramenn fáa kosti vilji þeirfinna átrúnaðarþörf'sinni farveg. “ VKMfORF Það er harla dauflegt um að litast í íslensk- um hugmyndaheimi í lok aldar (og kemur þá út á eitt hvort maður hefur aldarlokin í kvöld eða hafði þau fyrir ári). Það er bara eina línu að hafa í heimi hugmyndanna núna - þá línu að verslun og viðskipti séu upphaf og endir alls, og að allt skuli skilið og skilgreint á for- sendum þessarar grundvali- arhugsunar. Markaðslögmál gilda alls staðar, og sú hugsun sem að baki þeim býr á nú að nota á öllum sviðum mannlífsins. Nú má enginn misskilja. Það er ekki nema gott eitt að segja um verslun og viðskipti og frjálsan markað. Það er bara þegar einlínuhugsuðir ætla að nota þau lögmál og þá hugsun sem þar gildir sem grund- „„ vallarskil- ollum sviðum mannlífsins, að fer að síga á ógæfuhliðina. Um síðustu aldamót var reyndar líka svona algildistrúboð í gangi, en þá var það ekki markaðurinn sem menn trúðu að myndi leysa heiminn undan allri áþján, heldur vísindin. Þá, eins og nú, voru trúboð- arnir samir við sig og lofuðu því að þjáningum myndi linna og að smjör myndi fara að drjúpa af hverju strái. Þetta var einfalt mál, það átti bara að beita vís- indalegri hugsun á hvaðeina, og þá myndi sannleikurinn koma í ljós og gera menn frjálsa. Þetta einlínuhugarfar er enn við lýði, nema núna eru það markaðslögmálin sem á að gera algild til þess að frelsa mennina undan þeim kaunum sem þeir hafa verið slegnir. Þá, eins og nú, hafði töfra- lausnin margt til síns ágætis - og hefur svo sannarlega enn. Það var því ekki hugmyndin sjálf, vísindin og hin vísindalega aðferð, sem var óheppileg, held- ur ofurtrúin á hana sem svar við bókstaflega öllum vanda og sannfæringin um að einungis þetta, og ekkert annað, væri málið. Kannski er þetta þó fyrst og fremst sálrænn kvilli sem leggst á menn og lýsir sér í óhemju sterkri þrá eftir einu svari - hinu rétta, hinu eina rétta. Þessi kvilli á sér kannski rætur í því að menn eiga erfitt með að þola óreiðu og óvissu og að til séu fleiri svör en eitt við einhverri spurningu. Svo hefur það jú löngum loðað við að mönnum sýnist að það eina sem þurfi til að allt fari á hinn besta veg sé að allir hinir fari að hugsa eins og þeir sjálfir. Einnig er þetta náttúrlega praktískt atriði - það er þægi- legra upp á samskipti og sambúð að allir hafi sama gildismat, lúti sömu lögmálum, og þá eru markaðslögmálin sennilega ekki veiri en hver önnur. Áðurnefnd eingyðistrú á vís- indin hérna fyrir réttri öld eða svo kom fram á öllum sviðum mannlífis. Það sem skyldi ráða ferðinni var vélræn rökvísi, eins og þegar arkitektinn Corbusier komst að þeirri niðurstöðu að hús væri á endanum bara vél til GúnterGrass: Blikktromman að búa í. Öll fræði - allt frá heimspeki til hagfræði - fylltust vísindaöfund og reynt var að troða hinni vísindlegu aðferð upp á alla fræðiiðkan. En sennilega voru áhrif algild- ingar vísindalegrar hugsunai' hvergi eins afgerandi og hvergi eins alvarleg - að ekki sé nú minnst á hvergi eins skelfileg - og í kommúnistaríkjunum, þar sem átti beinlínis að koma á vís- indalegri þjóðfélagsskipan. Hugsunin þar virðist hafa ver- ið sú, að það hlyti að verða öllum til góðs að vísindaleg hugsun réði ferðinni í samfélaginu. Svo kom auðvitað í ljós að þótt vís- indaleg aðferð sé allra góðra gjalda verð þá hefur hún sín tak- mörk, og þótt hún geti tvímæla- laust komið til góða í mannlífinu getur hún ekki verið grundvall- arforsenda þess. Vísindin verða að lúta manneskjunni, ekki öf- ugt. Því hvarflar að manni, að markaðseinlínuhugsunin, sem er orðin upphaf og endir alls í ís- lenskum hugarheimi, sé ekki einasta leiðinleg vegna þess hve hún er einhæf, heldur geti hún beinh'nis verið mannfjandsamleg vegna þess hve hún er einhæf. Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í viðtali við Dag íyrir nokkrum dögum að það væru forréttindi fyrir skáld að þurfa ekki að lúta markaðnum. Virtist Matthías eiga við að það væri vegna þess að markaðurinn væri ekki sérlega hallkvæmur listum, og gæti ekki ráðið ferðinni á því sviði. Það er að segja, markaðurinn getur ekki skorið úr um hvað er mikil list og hvað ekki. Þar gilda önnur lögmál (án þess að það sé endilega alveg augljóst nákvæm- lega hvaða lögmál gildi, eða hvort þau séu ætíð þau sömu). Engu að síður hafa markaðs- einlinuhugsuðir heyrst halda því fram að í rauninni geti enginn vitað betur en markaðurinn - það er að segja neytendur - hvað sé „mikil“ list og hvað ekki. Breytir sennilega engu þótt bent sé á að „markaðurinn" hefur í gegnum tíðina lítið viljað í byrj- un hafa með að gera menn eins og van Gogh og Mozart. En þessu má auðvitað svara með einhverskonar „tímarnir breytast" - rökum, og segja sem svo, að fyrr á öldum hafi mark- aðslögmálin kannski ekki ráðið því hvað er list, en þau séu farin að gera það núna. Það er kannski ekki fráleitt. í Sovétinu var það Flokkurinn, það er að segja ráðamenn og skriffinnar flokksins, sem réð því hvað væri list, en núna er það markaðurinn, það er að segja, útgefendur, markaðs- stjórar og sjónvarpsstjömur, sem ræður hvað er list. En meg- inatriðið er, að hvort heldur það er Flokkurinn eða Markaðurinn sem ræður þá situr listamað- urinn eftir og ræður engu. Og hefðin og sagan hefrn- ekki held- ur neitt að segja. í báðum tilvikum er gallinn sá, að mannlífinu er gert að lúta lögmáli sem er ekki þess eigið, heldur er því í raun framandi. Og í báðum tilfellum þýðir ekk- ert að vera með múður - ákvörð- unin kemur að ofan. Morgunblaðið/Ásdís Umhverfið er á dagskrá sjálfboðaliða. Breskir sjálfboðaliðar em hér við stígagerð í Esjunni. Blessuð er hjálparhöndin Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 2001 alþjóðaár sjálf- boðaliðans. Sjálfboðaliðinn vinnur oft hættuleg störf sem aðrirveigra sérviö að sinna. Umhyggju- störf þeirra eru máttarstólpar velferðarkerfisins. Gunnar Hersveinn fjallar um sjálfboöaliöa sem leggja lóð á vogarskálar fyrir þurfandi, t.d. með því að gefa þeim fæði og klæði: Hinar þöglu hetjur. 4& é þ SJÁLFBOÐALIÐINN gef- ur öðrum án þess að taka út laun sín, jafnvel án þess að láta nafns síns getið. Hann er fús til að rétta öðrum hjálparhönd án þess að eiga inni greiða hjá þeim. Sjálfboðaliðinn býst ekki við að vera getið fyrir verk sín í fjölmiðlum. Hann er hinn þögla hetja og nú hafa Sameinuðu þjóðimar helgað honum árið 2001 með því að gera það að alþjóðaári sjálfboðaliðans (Inter- national Year of Volunteers). Fæða, klæða, bjarga, vilja Nútímavelferðarkerfi, eins og það sem Islendingar búa við, á sér djúpar rætur í starfi sjálfboðaliðans. Um- hyggja og umönnun kvenna fyrir sjúkum, öldruðum og börnum fyrr á öldinni og á stríðstímum hefur verið nefnt þessari fullyrðingu til stuðn- ings. Sjálfboðaliðar gáfu fátækum börnum og munaðarlausum að borða, klæddu þau og reistu barnaheimili handa þeim (d: Bamavinafélagið Sumargjöf). Sjálfboðaliðar hlúðu að særðum hermönnum og þeir önnuð- ust aldraða og var það upphaf nú- tímaheilbrigðiskerfis. Starf sjálf- boðaliðans er um að minnka þján- inguna í heiminum og auka gleðina; fæða, klæða, bjarga, vitja, og ef til vill stæðust samfélög ekki ef sjálfboða- liðans nyti ekki við. Sjálfboðaliðinn afsannar kenn- inguna um að sjálfselskan stjómi allri mannlegri hugsun og hátterni. Starfi nútíma sjálfboðaliða má raða í marga flokka sem lúta t.d. að; mann- úð, borgaralegum störfum, menntun annarra, umhverfismálum, styrktar- sjóðum, eftirliti með stjórnendum ríkja sem brjóta mannréttindi, ör- yggismálum. Sjálfboðaliðar hafa einnig gengið í heri og tekið þátt í stríðsátökum. Margir sjálfboðaliðar börðust t.d gegn Þjóðverjum í heimsstyrjöldun- um, einnig í Spánarstríðinu. Flestall- ir herir þjóða hafa fengið liðsauka frá sjálfboðaliðum. Þöglu hetjur heimsins Alþjóðaár sjálfboðaliðans verður haldið hátíðlegt hér á landi eins og annars staðar og hefur alþjóðaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins umsjón með því og mun standa fyrir viðburði af þessu tilefni. Islensk sjálfboðaliðafélög eru sennilega fleiri en flesta grunar, því fæst þeiira starfa í sviðsljósinu. Hér eru t.d. starfandi ýmiss konar sjálf- boðaliðafélög á sviði mannúðar og líknarmála. Hér er-u hjálparstofnanir og björgunarsveitir, einnig félög sem hlúa að bömum og þurfandi í öðum löndum, t.d. Hjálparstaf kirkjunnar pg ABC hjálparstarf og Rauði kross Islands. Sjálfboðaliðinn leynist víða. Nefna má Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðisherinn sem áberandi eru í desember. íþróttastarf er oft unnið af sjálfboðaliðum. Tilvalið væri að taka saman lista yfir íslensk sjálf- boðaliðafélög í tilefni alþjóðaársins, en slíkur listi yrði unninn af Hagstof- unni eða Skýrr hf. eða Markhúsinu? Nýlega fögnuðu sjálfboðaliðar Rauða krossins alþjóðlegum degi sjálíboðaliðans 5. desember. Hátíða- höldin voru upphafið að þessu alþjóð- lega ári sjálfboðaliðans. í ræðu við upphaf hátíðarinnar í Ráðhúsinu í Reykjavík sagði Þór Halldórsson, formaður Reykjavíkurdeildar, meðal annars að þó að margir væru upp- teknir við lífsgæðakapphlaupið þá hefði verið vöxtur í sjálfboðnu staifl að undanfómu og mikill hugur í fólki. Astrid Heiberg, forseti Alþjóða- sambands Rauða krossins, sagði á al- þjóðadegi sjálfboðaliðans við athöfn Sameinuðu þjóðanna í New York. „Við eram hér samankomin í dag til Hvaða þroski fæst? Hvaða þætti þroskar sjálfboða- liðastarfíð helst hjá ungu fólki? „Ég mundi segja að sjálf- boðaliðastarf þroski marga þætti hjá ungu fólki. Ungt fólk sem tekur þátt í sjálfboðaþjón- ustu á vegum Ungs fólks í Evr- ópu fer eitt til annars Evrópu- lands. Unga fólkið þarf því að standa mikið á eigin fótum, vera sjálfbjarga, sjálfstætt og taka ábyrgð á sjálfum sér,“ svarar Lára Baldursdóttir forstöðu- maður landsski-ifstofu - Ungt fólk í Evrópu og verkefnisstjóri hjá Hinu húsinu. „Þar sem unga fólkið vinnur sjálfboðaþjónustuna í öðra landi þá kynnist það ólíku menning- arsamfélagi og víkkai- þannig sinn reynsluheim og þroskar um leið með sér fordómaleysi." Lára segir að verkefnin sem unga fólkið fáist við í sjálfboða- þjónustu UFE séu ávallt sam- félagslegs eðlis, þ.e. í tengslum við mannlegt samfélag. „Unga fólkið þarf því að leggja til vinnuframlag sem era viðkom- andi samfélagi til góða án þess að fá eiginleg laun (launin era í formi fæðis, húsaskjóls og hóf- legra dagpeninga). Á tímum efnishyggju er hollt að þroska með sér verðmætamat sem segja má að byggist á mann- gæsku,“ segir hún. Þannig er því óhætt að segja að siðferð- isþroski aukist. „I raun þá er erfitt að svara því í stuttu máli hvaða þætti sjálfboðaliðastarf þroskar helst hjá ungu fólki, því ég tel að allir þeir þættir sem gera okkur að manneskjum þroskist, þ.e. ungt fólk þroskast vitsmunalega, til- finningalega og siðferðislega. Það að taka þátt í sjálfboða- starfi er mikil lífreynsla,“ segir Lára og vitnar í orð eins sjálf- boðaliða: „Það liggur við að ég láti ekki duga að kynna mig ein- ungis með nafni, ég finn mig knúinn til að bæta við að ég hafi starfað sem sjálfboðaliði í öðra landi því að sú reynsla er svo stór hluti af mér.“ (Sjá nánar: www.ufe.is.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.