Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Aldamótahátíð á Aust- urvelli á nýársnótt 1901 IBORGARSKJALASAFNI má finna gamalt og lúið dreifibréf sem lætur lítið yfir sér og geymir þó „pro- gram“ hátíðarhalda alda- mótanna 1900-1901 en boðað var til mannfagnaðar á Austurvelli af því tilefni. Ef við skoðum þetta gulnaða plagg má máske gera sér í hugarlund hvernig bæjarbúar, sem þá voru einungis 6.682, kvöddu öldina sem senn var að líða í ald- anna skaut og fögnuðu nýrri. í Þjóðólfi er komist svo að orði 1. janúar 1901: „í nótt kl. 12 hvarf nýja öldin í tímans djúp og kemur aldrei aldrei aptur, en 20. öldin rann upp, sú öld, er leggur oss alla að velli, sem nú erum komnir til vits og ára, og óvíst, hvort nokkurt íslenzkt barn, sem nú er í vöggu, lítur ljós næstu aldar, að minnsta kosti með óskertri rænu, því að hundrað ár er löng æfi, og þeir eru fáir, sem þeirri aldurshæð ná.“ Illviðri í hátíðardagskránni segir: „Ef ilt veður verður á gamlárskveld verður hátíðahaldinu á Austurvelli frestað. Til merkis um það verður sett ljós á siglutréð hjá Stýri- mannaskólanum. Hátíðin verður þá haldin fyrsta góðviðrisdag nýju aldarinnar og þá auglýst um allan bæinn.“ Gamli Stýrimannaskólinn er við Stýrimannastíg. Hafði mikil „frostvægð" verið undanfarið og „spakviðrasamt“. Þegar gamlárs- dagur 1900 rann hins vegar upp var skollinn á austan landnyrð- ingsstormur og hlóð fönn að dyr- um bæjarbúa, er leið á daginn snerist veðrið úr kafaldshríð í slyddu og rok. Gáfu flestir bæj- arbúar upp alla von um nokkurt hátíðahald en þeir höfðu vitanlega óskað sér stillu og þurrviðris. En er líða tók á daginn lægði storm- inn snögglega og brá til blíðviðris og um sexleytið blakti varla hár á höfði. Gamlársmáninn gægðist fram milli skýja og varð brátt skafheiður tunglskinsbjartur him- inn yfir öllum bænum og var rétt eins og veðurguðirnir væru að bæta fyrir illviðrishaminn fyrr um daginn. Hátíðin undirbúin A svipstundu voru allir á þönum með silkipappír, klísturkrukkur og kertisstúfa til að skreyta glugg- ana, voru „gagnsæismyndir" límd- ar á rúður og þar mátti lesa: „Aldamót", „Gleðilega nýja öld“ og fleira í þeim dúr, var sá viðbún- aður misjafn að gæðum og smekk enda gluggar smáir og bæjarbúar óvanir skreytingum. Umhverfis Austurvöll var mikið umstang og fór þó margt í handaskolum. Til ljósaskrauts við Austurvöll hafði bæjarstjórnin veitt 200 krónur, en til samanburðar má geta að ár- skaup verkamanns var 120 kr., vinnukonulaun voru 60 kr. Með- fram girðingu sem umlukti völlinn voru reistar fánastengur og staur- ar með þverslám að ofanverðu til að hengja á ljósker. Á milli staur- anna voru þandar snúrur til að raða á pappírsljóskerum í öilum regnbogans litum. Umhverfis styttu myndhöggvarans Bertels Thorvaldsen sem þá stóð á miðjum vellinum (nú í Hljómskálagarði) var reistur söngpallur skreyttur grænum trjágreinum og allur Ijós- um prýddur. Sjálfur Thorvaldsen gamíi var hins vegar hulinn myrkri svona eins og til að hlífa fegurðarpostulanum við að sjá óteglda staurana allt í kringum sig. Minnisvarði sálmaskáldsins Hallgríms Péturssonar, Hallgríms- harpan, var einnig umkringd ljós- kerum og framan á svölum Alþing- ishússins blasti við nafn Kristjáns konungs stafað ljósstöfum. Stúd- entafélagið hét 100 króna verð- Málverk Jóns Helgasonar biskups af Austurvelli og Dómkirkjunni 1893. Hluti apóteksins sést í hægra homi. Hátíðargestir söfnuðust saman á túni Austurvallar. Hvernig skyldu Reykvíkingar hafa fagnað síðustu aldamótum, aldamótunum 1900- 1901? í Borgarskjalasafni Reykjavíkur er að fínna dagskrá aldamótahátíðar Reykvíkinga á Austurvelli gamlárskvöldið 1900 og fram á nýársnótt 1901. Hér á eftir rýnir Ragnhild- ur Bragadóttir, skjalavörður á Borgar- skjalasafni, í þetta hundrað ára gamla plagg og reynir að draga upp mynd af hátíðarbrag aldamótanna fyrir réttum hundrað árum þegar tuttugusta öldin gekk í garð. Dagskrá aldamótahátiðar á Austurvelli á nýársnótt 1901. launum fyrir besta kvæðið við þetta tækifæri og tíu skáld sendu verðlaunanefndinni kvæði. Einar Benediktsson var þeirra hlut- skarpastur. Ljósin tendruð og lúðrar þeyttir Á ellefta tímanum um kvöldið var farið að tendra ljósin í skreyttum gluggum bæjarins, einkum í miðbænum og var versl- unin Glasgow íburðarmest að sjá, öll uppljómuð. Klukkan 23 lagði fylking bæjarbúa af stað frá Iðn- aðarmannahúsinu við Tjörnina og var hornaflokkur í fararbroddi. Flestir bæjarbúar er fótavist höfðu og ekki þurftu ljósa að gæta í híbýlum sínum tóku þátt í henni. Riðluðust fylkingar og var skrúð- gangan heldur óskipuleg. Var gengið um Lækjargötu, Austur- stræti, Aðalstræti, Kirkjustræti og inn á Austurvöll og var gengið undir merki hornaflokksins. Þegar inn á Austurvöll kom var leikið „Ó, guð vors lands“. Söngpallurinn brestur í miðju lagi svignaði skyndilega söngpallurinn undan 100 manna (sumir segja 140) söngflokknum og hlupu þá óvæntar snurður á radd- bönd söngfólksins og söngvararnir féllu næstum hver um annan þver- an, syngjandi þó. Eftir sönginn sem lét trúlega misljúft í eyrum sté Þórhallur Bjarnarson presta- skólakennari fram á svalir þing- hússins og minntist skörulega ald- arinnar sem var að líða og kvaddi gömlu öldina en bað guðsblessunar Myndin er tekin undir lok 19. aldar úr Bakarabrekkunni (Bankastræti). Horft er á Austurvöll yfir húsin í Lækjargötu. Húsaröðin við Thorvald- senstræti blasir við og fyrir miðri mynd er apótekið þar sem upp var brugðið eldi á nýársnótt 1901. Nicoline Weyward / Þjóðmiiyasafn Aldamótahátíðir voru víða haldnar úti á landi 1901 en yfirlcitt færðar fram á sumrið. Þessi mynd er frá Djúpavogi og eins og sjá má hefur ver- ið útbúið skilti með ártalinu 1901. yfir land og lýð á komandi öld, yfir konung og ætt hans og samþegna og yfir bræðurna íslenzku fyrir vestan hafið. Að því loknu varð djúp þögn. Menn biðu þess hljóðir að kirkjuklukka dómkirkjunnar boðaði aldamótin. Nýju öldinni heilsað með fallbyssuskoti Á slaginu tólf þegar nýja öldin gekk í garð var hleypt af fall- byssum með hvelli og tilheyrandi púðurreyk og er viðbúið að það hafi þótt sérkennileg upplifun. Flugeldum var „þeytt upp“ frá miðjum Austurvelli og klukkna- hringing ómaði úr turni dómkirkj- unnar en á þaki apóteksins, sem þá stóð fyrir vestari enda Aust- urvallar, var tendraður eldur sem sló björtum ljóma á umhverfið, svo að mönnum sýndist Thorvaldsen gamli kinka harla ánægður kolli framan í nýársmánann. Þegar skothríð flugeldanna lauk hófu söngvararnir hundrað upp raust sína að nýju og nú stóðu þeir fast- ari fótum og sungu upphafið að aldamótaljóðum Einars Benedikts- sonar, „Við aldahvarf nú heyrum vér“, undir nýju lagi Helga Helga- sonar en söngurinn fór fyrir ofan garð og neðan hjá flestum áheyr- endum. Þess meira heyrðist horna- blásturinn sem þó átti að vera undirleikur. Þar næst gekk Hall- dór Jónsson bankagjaldkeri fram á þinghússvalirnar og heilsaði hinni nýju öld með því að lesa upp úr miðkafla aldamótaljóða Einars Benediktssonar. Síðan var sungið „Ein hnígur aldarsól", sem er nið- urlag ljóðanna, og fleiri kvæði og nú tóku allir undir. Menn tíndust síðan burt og smám saman dofnaði yfir ljósadýrðinni. Sumir spáss- eruðu þó enn um stræti bæjarins enda veður hið fegursta, kyrrt og tunglskin og áttu bágt með að slíta sig undan áhrifavaldi þessarar fögru næturstundar og létu hugar- flugið bera sig á vit hinnar nýju aldar og hafa sennilega fæstir get- að gert sér í hugarlund hversu gíf- urlegum stakkaskiptum veröldin sem hafði svo til staðið í stað í ár- hundruð tæki, svo ekkert var sem áður. Drottinn, sem veittir frægð og heill til foma, farsæld og mannúð, vek oss end- urborna! Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna, hniginnar aldar tárin láttu þoma. Dagur er risinn, öld af öld er borin, aldarsót ný er send að skapa vorin. Ardegið kallar, áfram liggja sporin. Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn. Hannes Hafstein I Fjallkonunni 11. janúar segir: „Þessi aldamótahátíð tókst vel, og þótt ekki sé víst, að mikil hátíð- arbrigði hafi verið í öðrum löndum á aldamótum, er þessi hreyfing góðra gjalda verð, því hún hefur orðið til að vekja menn hér í svip- inn.“ Þótti eftirtektarvert að vín sást ekki á neinum „í hinum mikla manngrúa", er þar var saman kominn. Þjóðólfur segir 8. janúar 1901: „Fyrir 10-20 árum, hvað þá heldur fyr, mundi hátíðarhald hér í bænum á nýársnótt hvorki hafa orðið róstulaust né slysalaust að öllu.“ Á nýársdag var sama veðurblíð- an og kvöldið fyrr. Ekki voru þó nein hátíðarbrigði fremur venju önnur en að góðtemplarar gengu hátíðargöngu um bæinn með lúðrahljómi. ísafold hefur eftir „einum merkasta borgaria bæjar- ins“, sem lifað hafði full sjötíu ára- mót og ekki var bindindismaður, þegar hann horfði á prúðbúið bind- indisliðið í skrúðgöngunni: „Fyrir þessari fylkingu ætti öll Reykjavík að taka ofan. - Fyrir 16-17 árum var varla friður í dómkirkjunni, hvað þá heldur annars staðar, fyr- ir ólátum ofdrykkjumanna. Nú sést ekki vín á nokkrum manni“. (ísafold, 2. jan. 1901). Stórstíg framfaraöld var að renna upp sem drap úr dróma all- ar hinar góðu heillavættir þessa lands sem enn voru fjötraðar. Heimildir: Fjallkonan, ísafold, Þjóðólfur, Öldin okkar, minnisverð tíðindi 1901-1930. Ritstj. Gils Guð- mundsson. Rvk. 1950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.