Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 41 RANNVEIG DYRLEIF MA TTHÍASDÓTTIR + Rannveig Dýr- leif Matthías- dóttir fæddist í Grímsey 4. nóvem- ber 1910. Hún lést 21. desember síðast- liðinn. Foreidrar hennar voru Matth- ías Eggertsson, prestur, f. 15. júní 1865, og kona hans Mundíana Guðný Guðmundsdóttir, f. 29. aprfl 1869. Systkini: Ásgeir, f. 3. júlí 1891; Kristín, f. 9. ágúst 1892; Emelia Guðrún, f. 26. júlí 1894; Hallgrímur, f. 17. júlí 1896; Hall- grímur, f. 8. janúar 1898; Matth- ías, f. 26. maí 1900; Daníel Will- ard Fiske, f. 15. aprfl 1902; Guðmundur, f. 15. maí 1904; Anna f. 24. ágúst 1905; Rannveig Dýrleif, f. 11. desember 1906; Guðmundur Egg- ert, f. 26. febrúar 1909; Agnes, f. 25. aprfl 1912; og Hall- dór, f. 7. október 1915. Þau eru öll látin. Rannveig eignað- ist dótturina Hjör- dísi Hreiðarsdóttur, f. 22. september 1943, og er dóttir hennar Rannveig Ása Guðmundsdótt,- ir, f. 4. september 1970. Rannveig vann allt til 75 ára aldurs við sauma og sníðar og þá helst hjá Sjó- klæðagerðinni, Max og Hlín. Einnig vann hún heima við saumaskap fyrir Sólídó, barna- fatagerð, og ýmsa einstaklinga. Utför Rannveigar fór fram í kyrrþey. Jæja, elsku amma mín, nú ertu loksins búin að fá hvíldina sem þú hefur þráð svo lengi. Dagur er að kveldi kominn og tími til kominn að hvfla lúin bein og sinna öðrum verk- efnum annars staðar. Þú varst síðust af 14 systkinum til að yfírgefa þessa jarðvist, síðasti hlekkurinn í sterkri og traustri keðju. Mikið erum við mamma lánsamar að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur. Ég ólst upp hjá ykkur mömmu, Önnu systur þinni og þér og ég sé það alltaf betur og betur með hverju árinu hvflík forréttindi og lán það var fyrir mig. Ég fæ seint fullþakkað „kellunum mínum“ fyrir alla ástúðina ogumhyggjuna. Þú varst fædd í Grímsey og alltaf leitaði hugurinn til æskustöðvanna þótt þú hafír ung að árum flust þaðan og ekki heimsótt eyna nema einu sinni eftir það. Ung fórst þú að vinna við sauma og sníðar og hélst því áfram allt til 75 ára aldurs. Dugnað- ur, kraftur og seigla voru þín aðals- merki og ég er ekki frá því að þrjósk- una hafi ég erft frá þér, amma mín, ásamt mörgum öðrum góðum kost- um. Þú varst mikil húsmóðir og eld- aðir bestu sunnudagssteik með brún- uðum kartöflum, sem ég hef nokkru sinni smakkað. Mér varð nú hugsað til þín, amma mín, á aðfangadag þegar ég var að elda hátíðarmatinn. Mér hefur ein- hverra hluta vegna aldrei tekist al- mennilega að brúna kartöflur, en þennan dag tókst mér það fullkom- lega. Þær urðu alveg eins og þær voru hjá þér. Ég er viss um að þú hef- ur verið þama með mér, kíkt yifír öxl- ina á mér og leiðbeint mér. Einhvem veginn finnst mér þú nær mér núna en þú hefur verið síðastliðin ár og sú tilfinning hjálpar mér mikið við að sætta mig við fráfall þitt. Líkamleg og andleg vanheilsa hafði sett sitt mark á þig. Þú, sem varst alltaf á ferðinni og svo algjörlega sjálfbjarga, varðst skyndilega upp á aðra komin og ég er viss um að það hefur ekki verið auðvelt að sætta sig við. En nú ertu laus úr fjötmnum, elsku amma mín, og við mamma munum gera okkar besta til að syrgja þig ekki of lengi, heldur fagna frelsi þínu. Við vitum að það hjálpar þér til að aðlag- ast á þeim stað sem þú ert nú. Hann frændi okkar, Matthías Jochumsson, kom svo fallega orðum að því, sem mig langar að segja við þig: Nú frjáls y á Guði gleðst þín önd í góðri höfn á friðarströnd. Það gleður þá, sem gladdir þú, að gleðin eilíf skín þér nú. Elsku, besta amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Ég þakka Guði fyrir allai- góðu minningarnar, sem ég á um þig. Ég minnist heitu handanna þinna og hlýja faðmsins þíns, hlátursins sem gat verið svo dillandi, hvemig þú tókst öll á loft þegar þú heyrðir harmonikkutónlist, hvemig þú dottaðir fyrh- framan sjónvarpið og svafst af þér heilu bíó- myndimar og sagðir svo „Ekki var nú mikið varið í þetta“ þegar þú vaknaðir þegar myndin var á enda. Ég minnist hvernig þú bjóst til bestu kleinur og laufabrauð í heimi og hvernig alltaf var sérstök „ömmu- lykt“ af þér. Ég finn þess lykt enn fyrir vitum mér. Nú ertu komin til foreldra þinna og systkina og ég er viss um að nú er glatt á hjalla hjá ykkur og nóg að skrafa. Við mamma þökkum þér sam- fylgdina og fyrir alit sem þú gerðir fyrir okkur. Nærvera þín í hjörtum okkai- og vissan um að þú vakir yfir okkur gefur okkur styrk. Minning þfn mun lifa. Far þú í Guðs friði. Þín nafna, Rannveig Ása. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN GUÐNASON, lést fimmtudaginn 28. desember á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin verður auglýst síðar. Regína Jörgensdóttir Kjerulf, Alda Kjerulf Jóhannsdóttir, Sveinn Gunnar Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÚTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Frágang- ur afmæl- is- og minning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit töivusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfund- ar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstak- ling birtist formáli, ein uppi- stöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama ein- stakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínu- bil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálk- sentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 dr. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri_________________útfararstjóri Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. 'sLi 896 8242 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is Sverrir Olsen útfararstjóri. I Baldur I Frederiksen wá ja útfararstjóri, II j^tisími 895 9199 + Elskulegur bróðir minn, faðir og frændi okkar, SIGURÐUR FINNSSON útgerðarmaður, frá Siglufirði, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðviku- daginn 3. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð um drukknaða sjómenn á Siglufirði. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Finnsdóttir, Arnar Sigurðsson, Bylgja Hauksdóttir, Bára Hauksdóttir, Jóhanna Hauksdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og lang- amma, SIGURBJÖRG ÓLÖF GUÐJÓNSDÓTTIR, Grýtubakka 10, Reykjavík, sem lést á Landspitala Landakoti föstudaginn 22. desember, verður jarðsungin frá Seljakirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Jósep Matthíasson, böm, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, VALGEIR MAGNÚS GUNNARSSON, er lést föstudaginn 22. desember, verður jarð- sunginn frá Digraneskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 15.00. Ása Gunnarsdóttir, Þorleifur Jóhannesson, Gunnar Bjartmarsson, Hulda Kolbeinsdóttir, Ásólfur Gunnarsson, Sigríður Gunnarsdóttir, Guðrún Hlíf Gunnarsdóttir, Bjöm Vilhjálmsson, Berglind Gunnarsdóttir, Garðar Svavarsson og frændsystkini. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, HRÓLFUR ÁSMUNDSSON, sem lést á Droplaugarstöðum á aðfangadag, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 4. janúar kl. 13.30. Tryggvina Steinsdóttir, Kristrún Hrótfsdóttir, Gestur Hrólfsson. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SVEINS SIGURSTEINSSONAR, Njálsgötu 86, Reykjavík. Katrín Pálsdóttir, Kristinn Ómar Sveinsson, Lára G. Sighvatsdóttir, Eyjólfur H. Sveinsson, Aldís Kristinsdóttir, Bergdís Sveinsdóttir, Þorbjörn Sveinsson, afabörn og langafabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ELÍASAR ÞÓRÐARSONAR frá Fit. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Patreksfjarðar og hjúkrunarheimilisins Eirar. Marta Þórðardóttir og aðstandendur. i 4 41 I c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.