Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 11
hafa spáð því að verðbólga á íslandi verði sambærileg við
það sem gerist í helstu viðskiptalöndum okkar. Nú munar
1,3% á verðbólgu hér og meðaltali Evrópusambandsríkja.
Það vekur athygli að verðbólga er mest hjá írum, í Lúx-
emborg og á Spáni, sem eru í myntsamstarflnu en lægst
hjá Bretum og Svíum sem eru utan þess. Það eru því allar
líkur á að forsendur kjarasamninganna haldi og lands-
menn búi áfram við fríð á almenna vinnumarkaðinum.
IV
AÁRINU LAGÐI auðlindanefnd undir forystu Jó-
hannesar Nordal fram tillögur sínar um stjóm
fiskveiða. Vinna nefndarinnar var með ágætum
og má öruggt telja að lagður hafi verið grunnur að sátt um
þetta mikla deilumál sem svo mjög hefur skipt þjóðinni í
fylkingar. Ekki þarf að brýna fyrir Islendingum mikil-
vægi þess að einhugur náist um þennan helsta atvinnuveg
þjóðarinnar svo að hann geti skilað sem mestum verð-
mætum til þjóðarbúsins. Álitsgerð auðlindanefndar skipt-
ir því miklu. En einmitt vegna mikilvægis sjávarútvegs
áttuðu menn sig á að sátt yrði aldrei keypt því verði að
samkeppnisstaða hans skertist og afraksturinn minnkaði.
Við Islendingar eigum afkomu okkar undir skynsam-
legri nýtingu náttúruauðlinda. Umhverfisvemd hlýtur því
að gegna lykilhlutverki í allri efnahagsumræðu hér á
landi. Jafnframt er það nauðsynlegt að við forðumst allar
öfgar í þessu sambandi. Umhverfisvernd á að tryggja
okkur mannfólkinu í bráð og lengd hin bestu skilyrði í
sambýli okkar við náttúmna. Þýðingarmikið er að náttúr-
an veiti okkur sem ríkulegastar gjafir, hvort sem við drög-
um fisk úr sjó, bjóðum ferðamenn velkomna eða nýtum
liftækni til að skapa verðmæti úr áður ónýttum auðlind-
um. Við megum aldrei skemma hin náttúralega höfuðstól,
en það er bæði rétt og skylt að nota rentu hans til betra
lífs í landinu. Það var því ánægjuleg frétt sem barst hing-
að á dögunum að hópur sérfræðinga í samvinnu við Col-
umbia- og Yale háskólana í Bandaríkjunum hafi komist að
þeirri niðurstöðu að ísland væri eitt umhverfisvænasta
land heimsins. Þessi niðurstaða er um leið staðfesting á
því, að við eram á réttri leið í þessum mikilvægu málum og
að þeir sem mest eiga undir nýtingu náttúrannar fara að
jafnaði best með hana.
V
IMAI NÆSTKOMANDI verða liðin fimmtíu ár frá
því að ísland og Bandaríkin gerðu með sér varn-
arsamning. Varnarsamstarfið hefur reynst farsælt
þennan langa tíma, enda hvílir það á skýram gagnkvæm-
um skuldbindingum íslands og Bandaríkjanna og þjónar
öryggishagsmunum beggja og bandamanna þeirra í Atl-
antshafsbandalaginu.
Þegar öryggisstefna íslands var í mótun á áranum eftir
síðari heimsstyrjöid var orðið víst að brátt mundi aftur
reyna á lýðræðisríkin í baráttu við alræðis- og yfirgangs-
öfl, að þessu sinni við kommúnismann undir forystu Sov-
étríkjanna. Flestum var orðið ljóst að óvarlegt yrði að
treysta á hlutleysi í þeim átökum sem nú kynnu að vofa yf-
ir. Island skipaði sér því hiklaust í sveit með lýðræðisríkj-
unum til þess að taka þátt í að verja sameiginleg gildi og
tryggja frið. Allt gekk það eftir.
Kalda stríðinu lauk með ósigri alræðisaflanna vegna
staðfestu ríkjanna í Atlantshafsbandalaginu en áratug-
urinn sem liðinn er frá þeim stórviðburðum hefur minnt
rækilega á að ekki má sofna á verðinum. Áfram verður að
halda hiklaust fram gildum lýðræðisins og vinna gegn öfl-
um sem virða frelsi og mannréttindi að vettugi og ógna
friði og stöðugleika.
Atlantshafsbandalagið hefur í hálfa öld tryggt öryggi
bandalagsríkjanna og á undanfórnum áram verið fremst í
flokki við að reyna að skapa varanlegan frið í Evrópu. í
Evrópusambandinu er stefnt að sameiginlegri öryggis- og
vamarmálastefnu. ísland er sátt við vilja sambandsins til
öflugri þátttöku í vömum þessa heimshluta og til að taka á
sig auknar byrðar. En afleiðingin má ekki verða veikara
NATO á aðra hönd og evrópskt kerfi á hina, sem líður fyr-
ir skort á afgerandi forystu. Þannig verður að búa um
hnúta að samskipti bandalagsins og Evrópusambandsins
verði traust og evrópsku bandalagsríkjunum sex utan
Evrópusambandsins verði tryggð eðlileg þátttaka í ör-
yggis- og vamarmálasamstarfí sambandsríkjanna. Við
höfum unnið ötullega að þessu með sérhagsmuni íslands
og heildarhagsmuni Atlantshafsbandalagsins að leiðar-
Jjósi.
Islensk stjómvöld hafa horft til þess, hvemig megi efla
framlag íslands til alþjóðlegra öryggismála og gert áætl-
anir um aukna þátttöku íslendinga í friðargæslu. Slíkt er í
samræmi við gildismat og skuldbindingar okkar og þjón-
ar öryggishagsmunum þjóðarinnar. Islendingar sinna
friðargæslu á Balkanskaga með lögreglumönnum, lækn-
um og hjúkranarliðum. Rík áhersla er lögð á skjóta þátt-
töku borgaralegra starfsmanna og sérfræðinga í friðar-
gæslu einkum við verkefni sem lúta að myndun
þjóðfélagsstofnana og sköpun skilyrða fyrir varanlegum
sáttum milli stríðandi fylkinga.
Utanríkisþjónustan færir út kvíarnar á næsta ári með
opnun tveggja nýrra sendiráða, í Japan og Kanada, og
þessi lönd opna sendiráð hér. Viðskipti við Kanada fara
ört vaxandi. Tengslin við Kanadamenn hvfla á gömlum
merg og sameiginlegum arfi vegna þess fjölda Vestur-
íslendinga sem þar er í landinu. Islendingar eiga mikilla
hagsmuna að gæta í Japan og sendiráð þar opnar nýja
möguleika til öflugra viðskipta við önnur Ásíuríki og auka
ferðamannastraum þaðan auk þess að gefa kost á sam-
skiptum af ýmsu öðra tagi sem gagnast á fjölmörgum
sviðum.
Fyrir skömmu kom alvarlega til álita í Evrópusam-
bandinu, vegna kúariðufárs þar á bæjum, að taka ákvarð-
anir sem hefðu stóriega skaðað íslenska fiskimjölsfram-
leiðslu. Að því kom þó ekki enda hefur fiskimjöl ekkert
með kúariðu að gera. Islensk stjómvöld gerðu og veralegt
átak til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ríki í
ESB og framk\'æmdastjórn þess, þar sem mikið var í húfi.
í kjölfar þessa máls hefur verið hent á lofti að það sé
dæmi um nauðsyn þess að íslendingar séu innan dyra í
ESB. Það er ekki sannfærandi málflutningur. Innan ESB
hefðum við líkt og nú þurft að vinna með ríkjum með sam-
eiginlega hagsmuni á þessu sviði. Um málið gilti ekki neit-
unarvald heldur var því ráðið með atkvæðagreiðslu þar
sem þurfti aukinn meirihluta fyrir ákvörðun. Sú niður-
staða sem málið fékk hefði með öðram orðum verið hin
sama hvort sem íslendingar hefðu verið í ESB eða ekki.
Enda er heitt trúuðum Evrópusinnum orðið flest hey í
harðindum ef það era veigamikil rök að íslendingar verði
að ganga í Evrópusambandið til að kynna þeim sem þar
era innandyra að fiskar og jórturdýr séu harla ólíkar
skejinur.
Okostir þess að ganga í ESB fyrir íslendinga era kunn-
ir. Þeir vora síðast staðfestir í viðamikilli skýrslu sem ut-
anríkisráðherra lagði nýlega fyrir Alþingi. Síðan hefur
það gerst, sem við vai'búist, að á leiðtogafundi ESB í Nice
í Frakklandi fyrr í þessum mánuði var ákveðið að breyta
veralega atkvæðavægi innan þess á kostnað smáríkja í
sambandinu. Stigin vora skref til að skerða fullveldi ein-
stakra ríkja, þótt þau hafi ekki orðið eins stór í þessari at-
rennu og sumir óttuðust. En áfram var þó haldið á þeirri
braut.
Þá er áfram ljóst að EES-samningurinn stendur undir
þeim væntingum sem til hans vora gerðar á sínum tíma.
Auðvitað þurfa menn að halda vöku sinni, en engin ástæða
er til að ætla að utanrfldsþjónustan sé ekki því starfi vax-
in. Stundum er bent á hér að gangi Norðmenn í ESB verði
íslandi og Liechtenstein ofviða að reka samninginn fyrir
sitt leyti. En þegar EES-samningurinn var gerður var
gert ráð fyrir að félagar okkar, Austurríki, Finnland, Sví-
þjóð og Noregur gengju í ESB. Norðmenn hættu svo
reyndar við aðild 1994, árið sem EES-samningurinn gekk
í gildi, en hinar þjóðirnar þrjár gengu í ESB.
Þannig vora mestar líkur á því á sínum tíma að ísland
og Liechtenstein yrðu ein eftir og olli ekki teljandi
áhyggjum. Ekki má gleymast, eins og bent er á í skýrslu
utanríkisráðherra, að styrkur íslands og Liechtensteins
lýtur að því að ESB þyrfti að eiga framkvæði að því að
EES samningnum yrði sagt upp. Uppsögn samings væri
mjög ólíkleg, enda þyrfti uppsögn að hljóta samþykki
allra þjóðþinga ESB-ríkjanna, þar á meðal Norður-
landanna og fleiri ríkja sem ekki mundu sætta sig við slíka
framkomu í garð tveggja vinaþjóða.
Allir þættir þessara mála era kunnir og margræddir.
Þó er sjálfsagt að halda þeirri umræðu áfram. En þá mega
menn ekki víkja sér undan að skýra hvaða kostir við aðild
vega þyngi-a en þeir ókostir sem við blasa og margstaðfest
er að mundu fylgja aðild íslands að Evrópusambandinu.
Umræða sem einkenndist af óskhyggju um að ókostir að-
ildar geti horfið eins og dögg fyrir sólu í ímynduðum aðild-
arviðræðum við ímyndað Evrópusamband, yrði hins veg-
ar ekki að gagni. Menn verða að ræða málin á grandvelli
staðreynda, rökstyðja hvað áynnist með aðild og segja
skýrt hverju þeir telja fórnandi.
VI
JÓÐSKÁLDIÐ séra Matthías Jochumsson orti eitt
sinn svo til brottfluttra landa sinna í Vesturheimi:
Særi’ ég yður við sól og bára,
særi yður við líf og æra:
yðai’ tungu (orð þó yngist)
aldrei gleyma’ í Vesturheimi!
Skáldið vissi að ekkert varðveitti betur þjóðernið en að
geta hugsað á og talað íslensku. Matthíasi var í mun að
sambandið við Islendingana í Vesturheimi rofnaði ekki,
þeir skyldu eftir sem áður teljast til íslenskrar þjóðar.
Þrátt fyrir eggjan skáldsins hlaut svo að fara að landar
okkar brottfluttir samlöguðust nýjum heimkynnum, tæku
upp aðra tungu og nýja siði. En þótt þeim hafi mjög fækk-
að sem enn tala íslensku á meðal afkomenda vesturfar-
anna þá má enn sjá „megin-þráð yfir höfin bráðu, þann er
lönd og lýði bindur“ sem skáldið góða orti um.
Hátíðarhöldin á meðal Vestur-íslendinga á árinu tók-
ust mjög vel. Ég átti því láni að fagna aá taka þátt í hátíð-
inni og skynjaði enn þann mikla áhuga sem frændur okk-
ar í vesturvegi hafa á uppruna sínum. Er óskandi að hér
séu endurvakin mikil og góð samskipti milli okkar íslend-
inga og frænda okkar í Kanada.
Við fögnuðum því sérstaklega á árinu að nú era eitt
þúsund ár liðin frá því að forfeður okkar fundu Vest-
urheim. Landafundanefnd stóð að mikilli kynningu vestan
hafs á þessum atburði. Er það samdóma álit að vel hafi
tekist til í alla staði og ísland notið mikillar athygli fjöl-
miðla og almennings. Vandasamt er að mæla í krónum og
auram afrakstur starfa landafundanefndar þótt vel hafi
gengið. En á okkur íslendingum hvílir sú skylda að halda
á lofti afrekum forfeðra okkar. Leifur Eiríksson var ís-
lenskur maður, Guðrún Þorbjarnardóttir var íslensk kona
og viðleitni okkar til að minna umheiminn á afrek þeirra
og landkönnun íslenskra manna í Vesturálfu, hálfu árþús-
undi á undan öðram Evrópumönnum, verður ekki metin
til fjár.
En hugprýði þeirra og dirfska og hve óttalaus og hnar-
reist þau gengu til móts við hið óþekkta í leit sinni að nýrri
og betri heimi má gjarnan verða okkur fyrirmynd er við
göngum á vit nýrrar aldar.
Ég þakka löndum mínum samfylgdina á liðnu ári og bið
þeim heilla og blessunar á nýju ári.
Þú svífur með okkur
Það er alltaf sérstök hátíðarstemning á Vínartónleikum
Sinfóníunnar. Enda kemur sama fólkið ár eftir ár, allir
í sínu fínasta pússi og skálar í kampavíni áður en ballið
byrjar. Og Vínartónlistin ersannkölluð kampavínsveisla
i tónum.
Fyrir fullu húsi ár eftir ár. Tryggðu þér miða í tíma!
Arndís Halla Ásgeirsdóttir
Hljómsveitarstjóri: Peter Guth
Einsöngvari: Arndís Halla Ásgeirsdóttir
Kór Islensku óperunnar
Kórstjóri: Garðar Cortes
(Z) LEXUS
Fimmtudaginn 4. janúar ki. 19.30 örfá sæti laus
Föstudaginn 5. janúar kl. 19.30 laus sæti
Laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 laus sæti
Að þessu sinni verða Vínartónleikarnir
í Laugardalshöll. Númeruð sæti
(?)
SINFONIAN