Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 31.12.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 BRÉF TIL BLAÐSINS Hugleiðingar um áramót Er mennt máttur? Frá Eyjólfí Guðmundssyni: SKIPTAR skoðanir hafa verið um það hvort sálir okk- ar mannanna lifi eftir þessa jarðvist. Sumii' álíta jafnvel að engin sál sé tíl. Meðal fjölhæfs gáfufólks er þessi hugsanagangur rikjandi og er þá hvorki trú- að á tilveru Guðs né annarra ósýnilegra anda. Sá sem þetta ritar hefur aðra skoðun. Guð er til sem vitigæddur andi og kraftur, okkur mönnum lítt skiljanlegur. Góðar verur, svo sem englar, eru tengdar þessum guð- dómi, geta komið okkur til hjálpar, þegar á reynir. Mótaðilinn - myrkrahöfð- inginn, sem stundum er nefndur Satan, er líka til. Hann er andi og persóna, ásamt illum öflum, sem for- feður okkar nefndu ýmist ára, djöfla eða púka. Þessi illu öfl geta sótt að okkur, á degi sem nóttu og orðið or- sakavaldur að margs konar ógæfu. Til að berjast gegn þessum neikvæðu öflum, er bænin besta vopnið og þá einfaldlega vegna þess að góðir andar laðast að okkur, en hin illu öfl verða að hopa af hólmi. Þorlákur biskup helgi. gripið inn í líf okkar og skap- að gæfu eða ógæfu. Eftir að land varð kristn- að, beindu menn bænum sín- um ekki aðeins til Guðs, held- ur einnig til dýrlinga - manna og kvenna sem í lif- anda lífi höfðu stundum lækningamátt og voru mjög trúaðar persónur. Við ís- lendingar eigum okkar þjóð- ardýrling, Þorlák Þórhalls- son, sem fæddur var á Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133. Hann varð síðar klerk- ur í Odda og eftir það biskup í Skálholti. Þorlákm- biskup hinn helgi, eins og hann hefir oft verið nefndur, hefir lengi þótt góður til áheita, reyndar allt frá því að hann lést árið 1198. Rétt er að geta þess, fyrir þá sem vilja heita á Þorlák, að til er Áheitasjóður Þorláks helga. Hann er varðveittur í Búnaðarbankanum á Hellu. Með stjórn hans fara: Banka- stjórinn í Búnaðarbankanum á Hellu, sýslumaður Rang- æinga, Hvolsvelli, sóknar- presturinn í Odda. EYJÓLFUR GUÐMUNDSSON frá Heiðarbrún, Sólvallagötu 45, Reykjavík. Sálir okkar mannanna lifa, eftir dauða líkamans, en geta verið jarð: bundnar í misjafnlega langan tíma. I sumum tilvikum eru þær tengdar jörðinni svo öldum skiptir. Nokkuð haldgóðar upplýsingar um þetta hafa fengist gegnum miðla og sjá- endur. Forfeður okkar trúðu því að til væru náttúruandar, svo sem álfar, huldufólk og áhrifamiklar landvætt- ir. Þeir reyndu á ýmsan hátt að vingast við þessar ósýnilegu verur, eða guði. Það var gert með fórnum, svokölluðum blótum. En í dag trúa íslendingar að til séu duldar vættir, úti í náttúrunni - andar sem eigi að umgangast með tillitssemi. Ut frá þessu má segja að við lifum í heimi, þar sem ýmsar ólíkar verur eða andar hafa sína tilvist. Þetta skiptir okkur miklu því þessi öfl, hverju nafni sem þau nefnast, geta Útsalan byrjuð! Kays sumarlistinn kominn. Nýja sumartískan á alla fjölskylduna. Viðskiptavinir sækið frílista strax. B. Magnússon, Austurhrauni 3, Gbæ/Hf. Frá Margréti Á Halldórsdóttur: ÞESSI spurning hefur oft komið upp í huga mér undanfarnar vikur eftir því sem lengra hefur liðið á verkfall framhaldsskólakennara. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvaða skilaboð það eru sem ráðamenn þessarar þjóðar eru að senda okkur skattborg- urum. Telja þeir ástæðu til þess að hafa hér góða skóla og mennta æsku- lýðinn á sama hátt og gert er hjá öðr- um menntuðum þjóðum eða eru þeir að reyna að rífa niður það sem búið er að byggja upp og drepa niður alla löngun og vilja unga fólksins til æðri menntunar? Ég hef miklar áhyggjur fyrir hönd okkar allra yfir viðbrögð- um ráðherra vorra. Því hvað á allt þetta unga og skynsama fólk sem við eigum svo fúllt af að halda, þegar þessir menn koma fram í fjölmiðlum með miklum hroka og úthúða kenn- urunum? Því fólki sem þetta unga fólk hefur sett traust sitt á og sótt menntun sína til? Hvemig á unga fólkið að geta sett sér skynsamleg og háleit markmið þegar viðbrögð þeirra sem valdið hafa eru þannig að þeim virðist alveg sama um það? Þetta er ungt fólk í mótun. Það þarfnast uppörfunar og aðhlynning- ar til þess að hugsun þess og hæfi- leikar nái að blómstra. Þess vegna finnast mér þessi viðbrögð ráða- manna eins og köld vatnsgusa fram- an í unga fólkið okkar og ótrúleg van- virðing við það. Sem móðir tveggja framhalds- skólanema hlýt ég að krefjast þess af ykkur, ráðamenn, að þið gerið eitt- hvað í málinu strax. Þetta verkfall er mikill álitshnekkir fyrir ykkur. Til þess að nemendur og við foreldráS^ höfum einhverja trú á því að hér á landi sé góða menntun að fá og að mennt sé máttur, verða að vera vel menntaðir kennarar til staðar, það segir sig sjálft. Anægðir kennarar, sem geta sinnt starfi sínu áhyggju- lausir um afkomu sína, hljóta að vera gulls ígildi. Ekki satt? MARGRÉT Á. HALLDÓRSDÓTTIR, móðirtveggja framhaldsskólanemenda, Hrauntungu 56,200 Kópavogur. Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna www.skb.is/framlog/minningarkort.html sími 588 7555 H . Tækifæri aldarinnar Mjög stór húseign, eins og ný, til sölu fyrir athafna- mann/menn. Fjölbreyttir rekstrarmöguleikar. Vel stætt og vel rekið sveitarfélag býður alla mögu- lega aðstoð. Nægur undirbúningstími. Jarðhiti. Mikið landrými, gott útsýni. í þjóðbraut. Akstur í 2-4 klst. frá Reykjavík. Gjafverð. Hagstæð stofnlán. Nefndu störf þín og atvinnuhugmyndir og þér verður svarað. Tilboð merkt: „Fyllsti trúnaður — 21021“ berist fyrir 5. janúar til auglýsingadeildar Morgunblaðsins. UTSALAN hefst 2. janúar kl. 9.00 —retélisHnn- v/Laugalæk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.