Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Elskuleg eiginkona mín, móðir, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA NANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, frá Flatey, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, fimmtudaginn 28. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður Bjarnason, Gunndór Sigurðsson, Valþór Sigurðsson, Hörður Sigurðsson, tengdadætur og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, DAGNÝ HELGADÓTTIR frá Kaldárholti, Dofraborgum 38, verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju mið- vikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Logi Helgason, Kristín Þ. Logadóttir, Helgi Þór Logason, Guðrún Vala Davíðsdóttir. + Hjartkær móðir og amma, RANNVEIG DÝRLEIF MATTHÍASDÓTTIR frá Grímsey, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkrun- arheimilisins Grundar fyrir einstaka umönnun. Hjördís Hreiðarsdóttir, Rannveig Ása Guðmundsdóttir. Útför eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓSÍÖNU MAGNÚSDÓTTUR, Lindargötu 14, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. janúar klukkan 10.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er vinsamlegast bent á minningarkort Félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga, sími 533 1088. Steinar Guðmundsson, Anna Steinarsdóttir, Gísli Snorrason, Magnús Steinarsson, Eygló Guðjónsdóttir, Hansína Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, sonar og bróður, SÍMONAR PÁLSSONAR, Hörgsiundi 6, Garðabæ. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki gjör- gæsludeildar Landsþítalans Háskólasjúkrahúss. Einnig stjórn og starfsfólki Flugleiða á (slandi og erlendis, fjölskyldu okkar, ættingjum og vinum. Guð blessi ykkur. Þurfður Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Símonardóttir, Vilhjálmur Styrmir Símonarson, Sveinn Orri Símonarson, Jóhanna Símonardóttir, Páll Þorsteinsson, Vigdís Pálsdóttir, Áslaug Katrín Pálsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Páll Ásgeir Pálsson, Gylfi Þór Pálsson og aðrir aðstandendur. + Elías Þórðarson fæddist á Fit á Barðaströnd 7. októ- ber 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Pat- reksfjarðar 11. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórður V. Marteinsson frá Grænhól, f. 1. maí 1879, d. 7. maí 1929, og Ólaffa Ingibjörg Elíasdóttir frá Siglunesi, f. 26. september 1885, d. 1. ágúst 1970. Systk- ini Elíasar urðu ellefu en tvö þeirra dóu í bernsku, Marteinn Ólafur vikugamall og Árdís tæpra tveggja ára. Önnur voru og eru: Ólafía Ástríður, Guðrún Elísa, Gísli, Aðalsteinn, Lilja Sigurrós, Marta, Lára, Kristján Hákon og Þórarinn Fjeldsted. Öll voru systkinin fædd á ára- biiinu 1904 til 1924. Að Eliasi KæriElli. Þegar þín er minnst kemur margt upp í hugann og allt ber það að sama brunni. Hver einasti hugsandi maður sem til þín þekkti sá í þér þá mann- kosti sem hann vildi sjálfúr hafa. Hver stjórnar örlögum okkar? Hvers vegna eru svo misjafnar byrð- ar á okkur lagðar? Þegar litið er yflr lífshlaup þitt, Elli minn, verður það sannmæli „að lengi má manninn reyna.“ Það er með miklum ólíkind- um sem lagt var á herðar þínar. Föð- urmissir á barnsaldri og seinna stór- felldur systkinamissir, mest af völdum ættgengs sjúkdóms. Sjálfur færð þú lömunarveiki sem barn og á látnum er Marta ein sinna systkina á lífi. Þriggja ára lam- aðist Elías vegna veikinda og varð hann því ávallt að styðjast við staf hvert sem leið hans lá. Þetta hindraði hann þó ekki í því að vinna og afla, einkum sér og móð- ur sinni, lífsviður- væris. Elías hafði gott lag á handflök- un og bústörfum. Hann starfaði því einkum að þessu tvennu eftir því sem aðstæður leyfðu hverju sinni. Tiltölulega ungur tók Elí- as að þjást af augnsjúkdómi sem stöðugt ágerðist og á miðjum aldri má heita að Elli, eins og hann var almennt kallaður, hafi verið orðinn algjörlega blindur. Útför Eh'asar fór fram frá Pat- reksfjarðarkirkju 16. desember. besta aldri fer sjónin. Þetta eru stærstu áfollin en ekki þau einu. Er hægt að standa uppréttur í viðlíka brotsjó? Elli, hvaða ofurkraftur hélt þér uppi? Þú varst með fjárbúskap á Hreggsstöðum þegar ég man fyrst eftir þér. Þá var sjónin nánast horfin en með góðra manna hjálp tókst þér að sinna fé þínu af alúð þótt þú geng- ir við staf. Það er á þessum tíma sem þú hefur sjálfsagt oftar en einu sinni hugsað okkur krökkunum þegjandi þörfina því börn geta verið tillitslaus og svo var þarna, því miður. Sjálf- sagt hefur þú fyrirgeílð þessum púk- um síðar. Minningin um það hve mikill söngmaður þú varst er einnig frá Hreggsstöðum. „Bláu augun“ og „Fjólan“ voru þá gjarnan tekin af miklum sannfæringarkrafti. Miklu seinna eru minningarnar bundnar við litlu húsin þín tvö á Pat- reksfirði þar sem við, þessir sömu krakkar, fengum oft að gista og dvelja hjá þér. Það var á þeim árum sem við töldum okkur vera orðin full- orðin. Þú tókst ævinlega vel á móti gestum og veittir þeim af því sem þú hafðir að bjóða hverju sinni. Þá var gjarnan rætt um daginn og veginn. Þú fylgdist vel með þínu fólki, varst vel að þér í þjóðfélagsumræðunni og fylgdist vel með því sem var að ger- ast í atvinnulífínu á staðnum og inn um allar sveitir. Þú naust þess að ræða málin og það var gaman að tala við þig. Þú áttir auðvelt með að hlæja og gera að gamni þínu. Og það var virkilega gefandi að fá þig til að hlæja. Fyrir nokkrum árum kom ég til þín á gjörgæsludeild Landspítalans og þá var ástandið ekki gott en þú reifst þig upp og nokkrum sinnum áttum við eftir að hittast eftir þetta. Þá áttir þú oft eftir að gera að gamni þínu við gesti og gangandi. En þú áttir líka eftir að líða mikinn sárs- auka og mikið líkamlegt máttleysi. Þegar þú svo fórst fórstu hljótt, það var eins og örlögin hefðu gefíst upp og játað sig sigruð og nú væri kominn á friður með ykkur. Best man ég þig, Elli, þar sem þú stóðst fyrir utan húsin, sperrtur og óbeygður, með stafína og tókst veðr- ið þrátt fyrir takmarkaða eða enga sjón. í huga mínum ert þú sá sem aldrei gafst upp og bauð harðneskju- legum örlögum birginn. Hvort sem litið er á brottför þína úr þessum heimi sem ósanngjama eða sem frið frá erfiðum veikindum stendur alltaf sú staðreynd eftir að veröldin verður fátækari að þér gengnum. Gísli Marteinsson. ELIAS ÞÓRÐARSON n Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta zí R S OSWALDS SÍMI 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVÍK Dnvid Inger Óláfur l Ufinmtj. Utfiimrstj. . Utfmtrstj. I. í KKIST UVÍNNUSTO L A EWINDAR ÁRNASONAR JULIANA VIGGÓSDÓTTIR + Júlíana Viggós- dóttir fæddist í Reykjavfk 2. ágúst 1929. Hún lést 14. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 28. desember. Mér finnst svo skrít- ið að þú skulir vera farin, ég trúi því eig- inlega ekki. Það er allt svo tómlegt og það vantar svo mikið þeg- ar það vantar þig - bestu mömmu í heimi. Þú varst allt- af svo kát og glöð og þú máttir aldr- ei vita af veikri sál, þá varstu komin til hjálpar. Þú varst góð við alla, enda dýrkuðu þig allir. Og þegar Blómabúðin öauðsKom v/ T-ossvogskiekjwgarS Símú 554 0500 Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan sólarhringinn. Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja % £ UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF. vinir mínir komu í heimsókn komst þú fram við þá eins og syni þína og þeir voru alltaf velkomnir. Mamma, ég sakna þín svo mikið að orð fá því ekki lýst, ég vildi að þú værir hérna ennþá, svo ég gæti sagt þér hvað ég elska þig rosalega mikið elsku mamma mín. Eg veit að þér líður vel núna og ég verð að sætta mig við að þú sért farin, en minning- in um þig verður alltaf í hjarta mínu og þangað til örlögin bera mig til þín. Bless í bili mamma mín. Elsku mamma. Eg mun alltaf sakna þín, ég mun aldrei gleyma þér, þú munt alltaf vera hér, í hjarta mínu og ég veit að þú munt bíða mín, þegar örlögin senda mig til þín. Elsku mamma mín Ég bið til þín. (Finnur Andrésson.) Þinn yngsti sonur, Finnur. Mikið úrval af fallepm rúmfatnaíi Skólavörðustíg 21, Rcykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.