Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Davíð Oddsson forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins . VIÐ, ARAMOT AU ÁRAMÓT, sem nú fara í hönd, marka árþús- undaskipti meðal þeirra þjóða heims sem miða tímatal sitt við fæðingu frelsarans. Sá atburður markaði dýpstu spor í sögu mannkyns. Þá hófst ný tíð. Vissulega tókum við Islendingar, líkt og aðrar þjóðir með sama tímatal, forskot á sæluna fyrir ári og fögnuðum síðustu áramótum sem kveðju- og komustund alda. Það er tím- anna tákn að hin myndræna umgjörð árþúsundaskiptanna réð meiru um tímasetningu hátíðarhaldanna heldur en rétt rímtal. En þótt mörgum talnaspekingi haíi runnið þetta til rifja þá er ekki um að fást og ekki hægt að leyna því að mestur ákafinn yfir aldamótum er liðinn hjá. Því gefst nú betra tóm til að líta yfir farinn veg og huga að því sem bíða kann í nánustu framtíð. Við íslendingar slógumst í hópinn og fögnuðum nýju árþús- undi, en um leið minntumst við þess að liðin voru eitt þúsund ár frá því að þing kom saman á Þingvöllum til þess að ákveða, hvort íslendingar skyldu með góðu taka upp kristinn sið. Ákvörðun þingsins var heilladrjúg. Það var mikið happ fyrh- ís- iendinga að leiðtogar kristinna manna og heiðinna, þeir Hallur af Síðu og Þorgeir Ljósvetningagoði, voru gæfusmiðir, sem tókst á elleftu stundu að sætta hinn vígfúsa lýð með rökunum einum, á að taka upp hinn nýja sið og það án eftirmála. Mannvit og skynsemi réðu en ekki afl vopna eins og víðast hvar annars staðar varð raunin. Það var því ærið efni til að stofna til mann- fundar á Þingvöllum og halda hátíð, gleðjast, fagna og þakka á þessum miklu tímamótum Engum, sem lagði leið sína til Þing- valla þessa fögru júlídaga mun líða úr minni sú mikla samkennd og hátíðarbragur sem ríkti á hinum fornhelga stað. Það er skoð- un mín að þúsundir íslendinga muni geyma þessa sumardaga á Þingvöllum árið 2000 á meðal sinna bestu minninga. Vissulega sýnist hverjum sitt um gildi trúar í nútímasam- félagi og ýmsir höfðu á orði að of mikið hefði verið lagt í hátíð- arhöldin. Ollum má þó vera ljóst að megn óánægja hefði orðið, ef ríki og kirkja hefðu ekki skapað skilyrði fyrir þá sem vildu minnast atburðanna á þeim stað sem til þess var einn fallinn. Og af slíku hlýst lágmarkskostnaður, ef nokkur sómi á að verða að. Kristin trú og þjóðkirkjan eru enn svo samofin íslenskri menn- ingu og sögu að vart verður í sundur skilið, hvað sem síðar verð- ur. II RIÐ 2000 VAR okkur Islendingum sameiginlega happa- drjúgt á flestum sviðum, þótt á ýmsu hafi gengið hjá hverjum og einum. Lista- og íþróttafólkið okkar náði góðum árangri á erlendum vettvangi og við sem heima sátum fengum að njóta margra ágætra listviðburða og er vart ofsagt að menningarlíf okkar íslendinga standi í miklum blóma. Mik- ilvæg forsenda þess að listir og menning fái notið sín og almenn- ingur þeirra, er sú að grundvöllur efnahagsstarfseminnar sé réttur. Undanfarin ár hafa verið okkur fslendingum fádæma gjöful. Árið í ár er þar engin undantekning enda hagvöxtur mik- ill. Jafnframt er reiknað með að kaupmáttur ráðstöfunartekna aukist enn eitt árið í röð. íslendingar geta því borið höfuðið hátt, þá er gerður er alþjóðlegur samanburður á kjörum og lífsskil- yrðum þjóða. Mörg okkar, sem nú erum á miðjum aldri, minnumst viðtala sem Stefán fréttamaður Jónsson tók við Steinþór Þórðarson frá Hala í Suðursveit. Lýsingar hans, eftir minni, af atburðum, stórum og smáum frá æskuárum á liðinni öld þóttu með ólík- indum vegna nákvæmni um smæstu atriði. Og flest höfúm við þekkt fólk sem með svipuðum hætti gat greint skilmerkilega frá löngu liðnum tíðindum og því sem borið hafði fyrir augu og menn skynjuðu að þar var engu hallað. Slíku fólki fer fækkandi og til þess liggja sjálfsagt margar ástæður. Fullyrða má, að eng- in þeirra sé sú að fólk sé nú verr af Guði gert en forðum og enn síður að almenn menntun sé lakari. Því hefur að vísu verið hald- ið fram að þeim fáu sem áður nutu menntunar og urðu oft að leggja mikið á sig hafi orðið meir úr henni en gerðist eftir að hún varð almenningseign. Þetta skiptir þó ekki máli í þessu sam- bandi. Sennilega má leita drýgsta hluta skýringar til þess sem stundum er kallað hugarfarsbreyting. Hraði þjóðlífsins, breyt- ingar, sveiflur og sókn í stundarávinning hafi ekki tíma fyrir for- tíðina. Viðbragðsflýtir, aðlögunarhæfni og hæfileikinn til að aka seglum eftir nýjum og nýjum vindi sé það eina sem veigur sé í. Meira að segja sé „sjóður reynslunnar“ böggull sem menn eigi helst ekki að burðast með. Þannig heyrði ég nýlega tvo erlenda rekstrarsérfræðinga, fræga og virta á sínu sviði, spjalla um þró- un fyrirtækja. Þeir voru báðir flóðmælskir eins og títt er um slíka menn. Þar kom umræðu þeirra að annar sagði að nú væri það víða vandamál að menn sætu uppi með hæft starfsfólk með mikla reynslu! Ég lagði betur við hlustir og hélt að manninum hefði orðið fótaskortur á tungunni og hann hlyti að bæta úr eða viðmælandinn að taka hann í bakaríið. Öðru nær. Hinn tók óða- mála undir. Fyrirtæki í harðri samkeppni, sem iðulega þyi-ftu að gera breytingar til að standast hana, yrðu helst að losa sig við slíkt starfsfólk hið snarasta og ráða þess í stað ungt fólk, sem væri ódýrara, sæi ekki eftir því sem úrelt teldist og væri ekki hlaðið reynslu, sem þvældist fyrir því. Starfsfólk með mikla reynslu væri vissulega Akkilesarhæll í nútíma fyrirtæki. AI- þjóðavæðing, opnir markaðir og dýnamísk þróun viðskiptalífs- ins annars vegar og gagnkvæmt tryggðarsamband innan íyr- irtækis hins vegar gætu ekki lengur farið saman. Lítill vafi er á að víða örlar á hugsun af þessu tagi, en verði hún almenn mun það hafa mikil eftirköst. En hví eru framangreind dæmi nefnd til sögu á þessum tíma- mótum? Það er vegna þess að þau kalla beinlínis á að staðnæmst sé stundarkorn og horft um öxl áður en lagt er á bratta komandi aldar. I annan stað tel ég að angi af þessari þróun sé sá, að jafn- vel til skemmri tíma haldist mönnum uppi að þvaðra um hluti opinberlega án þess að hafa til þess nokkrar forsendur. Ég tel til að mynda augljóst að ýmsir fréttamenn hafi fjallað um nýgeng- inn dóm Hæstaréttar, án þess að lesa hann sjálfir rækilega í gegn, hvað þá heldur að fá sérfróða til að úLskýra hann fyrir sér, áður en hafin voru viðtöl við hina og þessa um dóminn. Og því skyldu þeir ekki vinna sér verkið svo létt, þar sem reynslan hef- ur sýnt að þeir komast aftur og aftur upp með það? En fjöl- miðlamenn á fámennum fréttastofum í tímahraki eru ekki þeir einu. Mín stétt, stjórmálamennimir, hafa heldur betur færst í aukana. Menn koma fram í hverjum umræðuþættinum af öðrum og fimbulfamba um mál með innstæðulausar íúllyrðingar í allar áttir. Og öllum virðist sama. Það sem Bandaríkjamenn kalla „so what“-sjónarmiðið færist einnig í vöxt hér á landi. Um fortíðina geta menn deilt ellegar lagt út af henni eins og þeir kjósa. Framtíðin er flóknari og enginn hefur hana í hendi sér. Um hana verður því ekki deilt af viti. En um hana má spá. Leiða má sitthvað að líkum og ekkert er á móti því að reyna að stikla á steinum fortíðarinnar yfir það flóð sem skilur að nútíð og framtíð. Stjórnmálamenn eru veikir fyrir slíkum gönguferð- um. Það hefur aðeins borið á þvi að undanfömu að sumum þyki að efnahagsleg velgengni þjóðarinnar hafi staðið fulllengi og af þeirri ástæðu einni sé óhætt að bæta nokkrum bölmóði í reglu- bundnum og stækkandi skömmtum út í umræðuna um þau mál. Fyrir tæpum tveimur árum fullyrti einn snillingurinn að hann byggi yfir þekkingu sem aðrir gerðu ekki eða afneituðu. Hann einn heyrði tikkið í hinni tifandi tímasprengju sem myndi springa strax eftir kosningar með hvelli og efnahagslegu öng- þveiti. Það hefur svo komið í hlut hans að trekkja þessa klukku aftur og aftur þegar allur vindingur hefur verið úr fjöðrinni, auðvitað í þeirri von að geta einhvem tíman sagt: „Sko, hvað sagði ég ekki?“ Allar pólitískar vonir og væntingar virðast hafa verið bundnar við þetta fírverkerí framtíðar. En hvernig er staðan? Hvað getum við stuðst við þegar horft er til næstu framtíðar? Myndin sem blasir við í báðar áttir er hagfelld. Árangur í efnahagsmálum hefur orðið mikill á síðustu ámm. Hagvöxtur hefur ekki verið meiri í annan tíma og sama gildir um lífskjörin almennt. Þetta hefur ekki byggst á óvenju- legri fiskgengd eða öðmm uppgripum eins og stundum í fyrri tíð. Það em fyrst og fremst hinar umfangsmiklu skipulags- breytingar í hagkerfinu sem gert hafa gæfumuninn, ásamt stór- felldum vexti í nýjum atvinnugreinum og nýrri sókn og hagræð- ingu í hefðbundnum greinum, sem umbreytingar í efnahagslífinu gerðu mögulegar. En einmitt af þessum ástæð- um er okkur auðveldað að horfa fram eftir veg. Með endumýjun hagkerfisins síðastliðinn áratug hefur verið búið í haginn lyrir framtíðina og þess vegna blasa við mörg og álitleg sóknarfæri. Horfum um stund yfir sviðið. Hagvöxtur hefur verið ör. Störfum hefur fjölgað. íslendingar hafa flutt heim á ný. Lífskjör hafa stórbatnað. Verðbólgan er innan viðráðanlegra marka. Rekstur ríkisins hefur aldrei verið í betra horfi. Fyrri hagvaxtarskeið hafa verið stutt, en ekkert þeirra hefur getað státað af öllu því sem að framan var nefnt, og því síður umfangsmiklum end- urbótum á efnahagskerfinu, sem ekki eru bundnar við eitt hag- vaxtarskeið. Þær breytingar fela í sér að sveiflur á milli hag- vaxtartímabila verða nokkru minni en ella. RDdsstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir að slá ekki nógu fast á þensluna. Hún hefur svarað og sagt að hún hafni gamaldags úrræðum sem notuð hafa verið til að slá á einkenni þenslu, en myndi einbeita sér að því að draga úr þenslunni sjálfri. Það tæki lengri tíma en gömlu aðferðimar en væri varanlegra. Ljóst er orðið að nú dregur úr ofhita í efnahagslífinu eins og lofað var. Þá er hrópað að kreppan sé að koma! Ekki er fótur fyrir því. Stóra myndin sem við blasir er mjög hagfelld. Ágæt skilyrði eru til að ná miklum árangri í íslenskum efnahagsmálum á næstu 5-10 ár- um, ef sæmilega er á haldið. í fyrsta lagi eiga skipulagsbreyt- ingar á efnahagsgerðinni enn eftir að skila miklu. I öðra lagi er mikið vaxtarrými fyrir nýju atvinnugreinarnar. í þriðja lagi era fiskistofnar í góðu meðallagi og gætu farið vaxandi og í fjórða lagi er áhugi á að stórauka álframleiðslu hér á landi á næstu 10 áram, svo að nokkrir þættir séu nefndir til sögu. Það er því ekk- ert sem bendir til að illa fari í íslensku efnahagslífi á næstunni. Þeir stjómmálamenn sem sjá ekkert nema svartnættið fram- undan era ekki burðugir leiðsögumenn fyrir aðra inn í framtíð- ina. III EINN MARKVERÐASTI atburður ársins var undirritun kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins. Samningarnir einkenndust af ábyrgð og víðsýni og vilja til að tryggja og efla kaupmátt fólks. í febrúar á næsta ári verður gengið úr skugga um að forsendur kjarasamninga hafi haldið. Meginfor- sendan var að verðbólgan héldist innan ákveðinna marka. Að undanförnu hafa heyrst fullyrðingar um að verðbólgan sé við það að fara úr böndunum og um síðustu mánaðamót fór tals- maður Samíylkingar hamföram í þeim efnum. Það hlýtur að hafa komið þessum bölsýnismönnum nokkuð á óvart þegar verðbólgumælingar sýndu tíu dögum síðar núll prósent verð- breytingar á milli mánaða. Fjármálastofnanir, svo sem FBA,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.