Skírnir - 01.01.1890, Blaðsíða 28
28 GRÆNLA.NDSFÖR FRIDf.JÓFS NANSENS.
hallinn jók hraðann mjög mikið. J>ennan dag (19. septem-
ber) grillti í vesturfjöll um kvöldið gegnum kafaldið. Jeg
sá í kafaldinu «svartan» blett fram undan oss á ísnum, og
vissi ekki hvað það var, og vér þutum áfram öruggir. þá
gein við oss svört gjá og vér vorum hér um bil tvö fet
frá brúninni. Að stöðva oss og snúa við sleðanum var
svípstundarverk. Annars hefðum vér eptir tvær sekúndur
verið sokknir í hyldýpið. þetta var fyrsta sprungan, en
það mátti búasti við fleirum. Jeg fór því á undan til að
sjá við sprungum. Tunglsljós var um nóttina, svo vér gát-
um varast betur voðann. Sleðarnir sigldu í loptinu á fleygi-
ferð. Snjóbrú brast niður undan þeim Sverdrup og Kristiansen,
þegar þeir voru rétt komnir yfir á brúnina vestri. þegar
leið á nóttina, fóru sprungurnar að stækka. Loksins gátum
vér ekki siglt fyrir sprungum, og tjölduðu í rokinu á ísn-
um, þó hann væri eggsléttur og háll; var það því enginn
hægðarleikur að tjalda á honum. Síðan sváfum vér vært
eptir alla þessar þrautir.
Næstu dagana sáum vór, að vór höfðum farið of norð-
arlega. Vór vorum á skriðjökli og voru um hann sprungur
þvert og endilangt, fi'am og aptur og í kross. Vér héldum
þá í suðvestur. Isinn var þar hrufóttur, en miklu hægri
yfii’ferðar. Hinn 24. september fundum vér auða jörð. Vér
réðum oss ekki fyrir gleði. Lapparnir tóku undir sig stökk
og hoppuðu og dönsuðu, þegar þeir fundu grasilminn. Vór
réttum allir úr oss.
Vér fórum eptir farveg fljóts, sem rennur úr vatni einu
niður í botinn á Ameralikfirðinum, sem heitir Ameragdla,
og komum um kvöldið 26. september ofan að sjó. Vér
höfðum skilið sleðana eptir, en bárum það, sem vór gátum
af farangri, eptir árdalnum ofan í fjarðarbotninn.
þannig vorum vér komnir yfir um, þrátt fyrir allar
hrakspár, og höfðum farið 65 mílur á 40 dögum. Vér
vorum lengur á leiðinni en vér ætluðum oss. Kom það eink-
um til af því, að vér vorum of seint á ferðinni og fengum
illa færð. Hefðum vér komið nokkru fyr upp á ísinn, þá
hefði snjórinn verið harðfreðinn og vér hefðum komizt yfir
um á 20 dögum. Nú reið á að komast til byggða, því
vér vorum orðnir matarlitlir. Einkum vantaði oss feiti, og
einn spurði mig, hvort það mundi gera honum mein,