Skírnir - 01.01.1890, Blaðsíða 63
VERKMENN 0. FL. AllIÖ 1889.
83
Danmörku sést af kosninguDum í janúar 1890, að sósíalistum
hefur munað þar stórum áfram.
Sósíalismus er farinn að færast út um Suður-Ameríku, og
eru það þjóðvcrjar, sem hafa komið honum þar í land. I Banda-
ríkjunum í Norður-Ameríku koma út 13 sósíalistablöð á þýzku,
eitt á ensku og eitt á dönsku. Sósíalistum hefur þar fjölgað,
en fclagsmenn í hinum stóru verkmannafclögum, »riddarar
viununnam og »sameiningarverkmenn« (Knights of Labour,
United Labour Party), hafa fækkað, einkum af því, að ýms
verkföll, sem þeir hafa verið bendlaðir við, hafa misheppnazt.
1 Ástralíu er sósíalismus að vaxa. í nýlendunni Viktoríu
hefur í 24 ár verið bannað með lögum að vinna meir en 8
stundir á dag, en það hefur ekki ráðið bót á óánægju verk-
manna.
Á Englandi hefur sósíalismus aukizt. Sósíalistar liafa
verið valdir í skólanefndir, og John Burns, »verkfallskonungur-
inn«, sem svo er kallaður, hefur verið kosinn í sýslunefnd í
Lundúnasýslu. En á þing á Englandi hefur enginn sósíalisti
enn komizt, og þeir komast það ekki fyrst um sinn. Aptur
hefur John Burns og öðrum heppnazt, að safna lausamöDnum
í Lundúnum saman í stórt félag; á annað hundrað þúsund
manna eru í því, en þeir hafa ekki gengið inn í hin tvö só-
síalistafélög, sem eru í Lundúnum, »Socialist League« og *Social-
democratic Federation«. Eitt af blöðum sósíalista, Justice,
segir, að þeir hallist að sósíalismus, af þvf að þeir sjá, að
í Bandaríkjum Norður-Ameríku, þar sem stöðuher, konung-
dæmi og ríkisskuldir eru ekki til að spilla, eru verkmenn þó
engu betur staddir; það hljóti því að vera verklaginu og
skipulagi mannfélagsins að kenna. Aptur á móti halda hin
stóru verkmannafélög, Trades Uuions, fram stefuu sinni. 1
þoirn cru um 850,000 af hinum nýtustu og duglegustu verk-
mönnum á Englandi. Fulltrúar þeirra halda opt fund með
fulltrúum húsbændanna, og ræða þá um ýms mál, er þeim
kemur saman um eða ber á milli. þannig standa hvorir-
tveggja að nokkru leyti jafnt að vígi. f>eir verkmenn, sem
eru í Trades Unions, geta komið sínu fram og þurfa ekki að
gerast sósíalistar. þegar stjóru þeirra spurði þá að, hvort
þeir vildu hafa 8 stunda vinnu á dag, þá greiddu að eins 33,000
atkvæði með því. Á ársfuudi félagsmabna i Dundee 1809
voru 87 fulltrúar á móti því og 34 með því. John Burns