Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1890, Page 54

Skírnir - 01.01.1890, Page 54
54 BOULANGER. þingi varð nú mikill gauragangur; kosningar sumra Boulangista voru ónýttar og allt gekk í rifrildi og ryskingum, svo þingstofan líktist fremur strákastúku en hefðarhúsi. Boulanger fiuttist búferlum 8. október frá Lundúnum og yfir á eyna Jersey í sundinu milli Frakklands og Englands og situr þar enn (febrúar, 1890). Hann var orðinn félaus og hafði ekki lengur efni á að búa í Lundúnum. Situr hann á næstu grösum við Frakkland og halda menn, að hann sé að líkja eptir Napóleon, þegar hann sat á eynni Elbu, og ætli sér, þegar tímar líða fram, að bruna ínn á Frakkland, eins og hann. En það er ekkert útlit fyrir, að hann eigi apturkvæmt fyrsc um sinn, því fylgismenn hans eru farnir að verða hálfvolgir og vondaufir. Hann hefur nokkrum sinnum boðið þeim til sín út á Jersey, en fáir hafa orðið við því. Ameríkumenn hafa viljað fá hann til að halda fyrirlestra hjá sér, en hann hefur ekki vilj- að verða við því. Hann er skilinn við konuna og býr með vinkonu sinni á eynni. Ein af vinkonum hans hefur huggað hann, því hún erfði nýlega miljón franka. Hún heitir Mm- Bonnemain, og hefur skilið við mann sinn. f>að er af sem áður var, þegar hann var borinn á höndum þjóðarinnar; nú sér hann Frakklandsströnd frá loptsvölunum á húsi sínu, og er sagt, að honum verði opt litið þangað, þegar hann situr úti í góðu veðri, en hann má ekki stíga fæti sínum á land. Svo virðist sem Constans hafi kveðið Boulanger niður til fulls og alls, ef þjóðveldismenn ekki vekja hann upp apturmeð sundrungu, ódugnaði og hlutdrægni. Greifinn af París hafði stutt Boulanger og mæltist það illa fyrir á eptir. Konungs- sinnar sætta sig nú betur við þjóðveldið en áður, og þjóðveld- ið er óvalltara fyrst um sinn, af því að þessari atreið reiddi svo illa af. Samoa-málið. Hinn 10. desember 1889 var mál útkljáð, sem í þrjú ár hefur staðið á dagskrá í þrem álfum, Evrópu, Astralíu og Am- eríku. |>etta mál er Samoa-málið. |>að hefur verið barizt út af því; það hefur verið ritað svo mikið fram og aptur um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.