Skírnir - 01.07.1891, Qupperneq 1
I.
Fréttir frá íslandi 1891.
Lögffjöf og landstjórn. Á þingmálafundum þeim, sem um vorið
voru haldnir í flestum kjördæmum landsins, voru rædd ýms af þeim mál-
um, er nú hafa verið efst á borði hin siðari árin, og verður þá fyrst að
nefna stjðrnarskrármálið. í flestum kjördæmum kom í ljðs nokkurn veg-
inn eindreginn vilji kjósenda, að alþingi bæði fjallaði um það mál enn af
nýju og héldi fram þeirri stefnu, er fram var fylgt í frumvarpi neðri
deildar 1889, en miðlun sú, er þá kom fram í frumvarpi efri deildar, var
feld og lagt ríkt á við þingmenn að slaka eigi til í kröfum þeim, er
gerðar höfðu verið á hinum fyrri þingum; en í fáeinum kjördæmum voru
menn nokkuð hikandi í þessu máli og vildu helzt, að það yrði alls eigi
rætt á þinginu, með því að sýnilegt væri, að það mundi eigi ná fram að
ganga. Um afnám vistarskyldunnar, er allmjög hefir verið rætt um að
undanförnu, voru skoðanir manna mjög svo tvískiptar; vildu sum kjör-
dæmi alls eigi sleppa vistarskyldunni, önnur vildu að eins Iækka að mun
gjald fyrir lausamenskuleyfi og enn önnur voru því eigi mðtfallin, að vist-
arskyldan væri úr lögum numin. í nokkrum kjördæmum var skorað á
þingmennina að halda fram málinu um stofnun lagaskóla, um lækkun ept-
irlauna og óþarfra embætta (amtmanna og biskups), að efla alþýðument-
unina með ríflegri fjárframlögum, en verið hefði, og styðja atvinnuvegi
landsins, en einkum lýsti það sér í flestum kjördæmum, að menn höfðu á-
huga mikinn á að fá betri og greiðari samgöngur innanlands, en verið
hefir. Ýms önnur mál voru rædd á þessum fundum, þar á meðal mörg,
er snerta að eins einstök kjördæmi, og yrði of langt að telja þau hér
upp.
í einu kjördæmi, Bangárvallasýslu, var kosinn 15. júni nýr þingmað-
Frfittir frá Islandi 1891. 1