Skírnir - 01.07.1891, Page 4
4
Löggjöf og Iandstjórn.
lærða skólanum, um kennaramentun, um sameining búnaðarskólanna og nm
að ráðgjafi íslands sitji eigi í ríkisráði Dana o. fl.
Alþingi var slitið 25. ágúst. Dað hafði haft til meðferðar alls 86
lagafrumvörp og náði 31 þeirra fram að ganga (11 stjórnarfrumvörp af
21, 20 þingmannafrumvörp af 65), hin voru ýmist tekin aptur (5), feld
(36) eða óútrædd (14); þingsályktunartillögur voru alls bornar upp 25, en
19 einar voru samþyktar, og til landshöfðingja voru gerðar 2 fyrir-
spurnir.
Þessi ný lög náðu staðfesting konungs fyrir árslokin:
13. marz voru staðfest:
1. Lög um að fá útmældar Ióðir í kaupstöðum og löggiltum kauptúnum
o. fl. Eigendur lóða skulu skyldir að láta þá lóð, er þeir þurfa eigi
sjálfir við sína atvinnu, í hendur þeim mönnum, er þar vilja stunda
verzlun eða iðnað; enginn eigandi hafnar má bægja öðrum frá að
leggja skipi sínu þar um akkeri eða gera þar „hringa, landfestar eða
önnur skipsfestaáhöld“, eiganda að meinfangalausu.
18. sept. voru staðfest:
2. Lög um að íslenzk lög verði eptirleiðis að eins gefin á íslenzku.
Stjórnarráðið fyrir ísland annast um þýðing allra ísl. laga á dönsku
og löggildir hana og geta danskir dómstólar og stjórnarvöld farið
eptir henni.
3. Fjáraukalög fyrir árin 1888 og 1889.
4. Lög um viðauka við lög 14. jan. 1876 um tilsjón með flutningum á
þeim mönnum, er flytja sig úr landi í aðrar heimsálfur.
5. Lög um lækkun á fjárreiðslum þeim, er hvíla á Höskuldsstaðapresta-
kalli í Húnavatnssýslu (sjá síðar).
6. Lög um bann gegn eptirstæling frimerkja eða annarra póstgjalds-
miða.
7. Yiðaukalög við lög um brúargerð á Ölvesá 3. mai 1889.
2. okt. voru Btaðfest:
8. Fjáraukalög fyrir árin 1890 og 1891.
9. Lög um samþykt á landsreikningnum fyrir 1888 og 1889.
10. Lög um ákvarðanir, er snerta nokkur almenn lögreglumál.
11. Lög um breyting á lögum 19. sept. 1879 um kirkjugjald af húsum
(sjá síðar).
12. Lög um skipun dýralækna á íslandi. Hér skulu vera 2 dýralæknar,
annar í suður- og vesturamtinu, hinn i norður- og austuramtinu,