Skírnir - 01.07.1891, Qupperneq 5
Löggjöf og landstjóm.
5
en landshöfðingi ákveður, hvar þeir skulu húa, eptir tillögum amts-
ráða. Árslaun hvors þeirra 1200 kr.
13. Lög um að landstjórninni veitist heimild til að kaupa jörð handa
Tröllatungu prestakalli í StrandaprófaBtsdæmi (sjá síðar).
14. Lög um breyting á lögum um stofnun landsbank 18. sept. 1885 (sjá
síðar).
6. nóv. voru staðfest:
15. Fjárlög fyrir árin 1892 og 1893.
11. des. voru staðfest:
16. Lög um stækkun verzlunarlóðarinnar í Keflavík.
17. Lög um þóknun handa breppsnefndarmönnum. Gjaldendur sveitar-
sjóðs, þeir er kosningarrétt eiga, mega veita gjaldheimtumanni 4%
af innheimtu gjaldi, ef hann ábyrgist, að sjóðurinn missi einskis af
tekjum sínum, þeim er lögtaksréttur fylgir, nema lögtak hafi orðið á-
rangurslaust.
18. Lög um að stjórninni veitist heimild til að selja nokkrar (63) þjóð-
jarðir.
19. Lög um breyting á konungsúrskurði 25. ág. 1853 viðvíkjandi Ás-
mundarstaðakirkju í Presthóla prestakalli (sjá síðar).
20. Lög um brýrnar á Skjálfandafljóti.
21. Lög um samþyktir um kynbætur hesta. SýBlunefndir stofna til slíkra
samþykta, er amtmaður síðan skal staðfesta, ef héraðsbúar eru þeim
meðmæltir.
22. Lög um aðfluttar ósútaðar húðir. Landstjórninni veitt heimild til að
setja reglur um það, hvernig fara skuli með útlendar húðir til að
varna miltisdrepi.
Samkvæmt lögum 11. júlí 1890 var nú við áramótin 1891 og 1892
eptir ráðstöfun landstjórnarinnar gerð fullkomin skipting á sjóðum, eign-
um, skuldum og skuldbindingum norður- og austuramtsins, er stofnað var
1770, og verður hér eptir hvort þessara amta sér um öll fjármál og alla
stjórn, en einn amtmaður þó yfir báðum ömtunum svo sem áður. Norður-
Þingeyjarsýsla, er áður hefir verið talin í norðuramtinu, verður nú sam-
kvæmt ósk sýslubúa og tillögum sýslunefndar einn hluti austuramtsins;
en óskir Áusturskaptfellinga um að komast í hið fyrirhugaða austuramt
urðu eigi teknar til greina að svo stöddu sökum ónógs undirbúnings, en
allar líkur til að það lánist áður langt um líður, Bókasafn amtanna á