Skírnir - 01.07.1891, Side 9
Samgöngumál.
9
miklu lægri, ekki nema rúm 1 alin, þvi að þar er há klöpp undir, en
súlnagrindin er jafnhá. Gólf brúarinnar er úr tré og liggur á járnbitum
eða járnslám, er ganga í járnteina þá, er hanga á aðalstrengjunum. Sá
hluti brúarinnar, er járnstrengirnir halda uppi, er 180 álnir á lengd, en
hafið milli aðalstöplanna yfir ána sjálfa er þó eigi nema 120 álnir, en
eystri sporður brúarinnar gengur frá stöplinum, er hlaðinn er á jafnsléttu
við ána, yfir 60 álna langt haf á landi uppi og flæðir áin þar upp undir
í leysingum; öll er brúin 4 álnir á breidd. í brúnni eru um 50 smálest-
ir eða um 100,000 pd. af járni og 100 tylftir af plönkum og 72 stórtré
og á að geta borið um 144,000 pd. Ef öll kurl koma til grafar, mun mann-
virki þetta hafa kostað um 70000 kr. Tryggvi Gunnarsson, er tekið hafði
að sér brúargerðina (sbr. Fr. 1889), hefir leyst hér mikið verk af hendi
vel og vandlega, en alt er járnið í brúnni smíðað á Englandi af Mr. Vaughan
í Newcastle, er hér var um sumarið að sjá um brúargerðina með þeim
Tryggva Gunnarssyni og v. Kipperda verkfræðingi, er átti að hafa um-
sjón með þessu verki af hendi stjórnarinnar. Landshöfðingi vigði brúna
8. sept. í viðurvist mikils mannfjölda — um 1800 manns — og að öðru leyti
var alt gert til að athöfn þessi mætti verða svo dýrleg sem kostur var á.
Af vegabótum, er einstök sveitarfélög hafa látið gera, má nefna brú
á Hvítá, á Barnaforsi, er íbúar sveitanna þar umhverfis, einkum í Keyk-
holtsdalshreppi og Hálsasveit, kostuðu að mestu leyti; brúin er 29 álnir á
lengd og 3—4 á breidd og vel geng klyfjahestum, en einkum er hún gerð
til að greiða fyrir fjárrekstrum, er miklir eru yfir ána þar um slóöir vor
og haust; hún kostaði um 2000 kr.; yfirsmiður var Einar bóndi Guðmunds-
son á Hraunum í Pljótum.
Gufuskipaferðir meðfram ströndum landsins voru hinar sömu sem árið
áður. í strandferðaskipinu var 2. farþegarúm, sem bæði hefir verið lítið
og óvistlegt, bætt að góðum mun og stækkað, er landshöfðingi skarst í málið
og sýndi stjórninni fram á, að hér væru samningar þeir rofnir, er gerðir
höfðu verið við „hið sameinaða gufuskipafélag", er alt til þessa hefir
haft strandferðirnar á hendi. Auk þess komu hingað 2 gufubátar um vorið.
Er annar (,,Oddur“) eign Lefolii kaupmanns á Eyrarbakka, en hinn keypti
bóksali Sigfús Eymundsson í Kvik og nokkrir aðrir; sá bátur („Paxi“)
gekk um Faxaflóa um sumarið, en sökk um haustið á Rvikurhöfn og lið-
aðist allur sundur. — Alþingi veitti um sumarið 11,000 kr. til strandferða
hvort árið á næsta fjárhagstimabili með því skilyrði, að fylgt verði ferða-
áætlun, er það saradi, og þar að auki handa 5 gufubátum 3000 kr. hver-