Skírnir - 01.07.1891, Síða 10
10
Kirkjumál.
jum hvort árið og skyldi einn fara um Yestfirði, annar um Breiðafjörð,
þriðji um Paxaflóa, fjórði með suðurströnd landsins og í Vestmannaeyjar,
fimti um Austfirði.
Kirkjumál. Á prestastefnu þeirri, er haldin var í Rvík 4. júlí, voru
saman komnir 19 prestar og prófastar, auk biskups og tveggja prestaskóla-
kennara. Á fundi þessum voru fleiri mál rædd, en venja hefir verið til
þessa; var sumum ráðið algerlega til lykta, en önnur búin undir héraðs-
fundi og næstu prestastefnu. Fé því — 3000 kr., — er alþingi hafði á
þessu ári ætlað uppgjafaprestum og prestaekkjum, var útbýtt og sömuleiðis
vöxtum af prestaekknasjóðnum (500 kr.) og af sjóði af árgjöldum brauða
(81 kr. 40 a.). Prestaekknasjóðurinn var við áramótin orðinn 18,621 kr.
82 a. Fyrir áskorun biskups og annarra fundarmanna tókst prestaskóla-
kennari Þórhallur Bjarnarson á hendur að gefa út kirkjulegt tímarit, svo
sem rætt hefði verið um á siðustu prestastefnu, þótt enn þá hefði eigi náð
fram að ganga; varð honum og eigi skotaskuld úr efndunum, því að hið
fyrsta blað þess, „Kirkjublaðsins", — svo heitir það, — kom út i þeim
hinum sama mánuði. Þá kom fram tillaga frá séra Oddi V. Gíslasyni um
stofnun íslenzks kristniboðsfélags bæði meðal heiðingja og hérlendra manna;
úrslitum þess máls var frestað um sinn. Enn bar og Béra Jens Pálsson
fram tillögu um endurskoðun á handbók presta og hét biskup að leggja
það mál fyrir héraðsfundi um haustið, svo að sjá mætti, hver væri vilji
presta og safnaða út um land. Fleiri mál voru rædd á þessum fundi, þðtt
eigi sé þeirra hér getið.
Hallgrímur biskup Sveinsson fór í júlím. og ágústm. visitazíuferð um
Snæfellsnessprófastsdæmi alt og meiri hluta Mýraprófastsdæmis. Yoru
það alls 22 söfnuðir og kirkjur, er biskup rannsakaði á þessari yfirreið
sinni.
Á héraðsfundunum um haustið, er víðast hvar voru vel sóttir, komu
ýms kirkjuleg málefni til umræðu og skal bér drepið á þau ein, er helzt
þóttu máli skipta. Tillögu um endurskoðun handbókar ípresta var víðast
hvar vel tekið og talið nauðsynlegt, að gerðar væru breytingar á henni,
svo sem ýmsum þeim orðum, er lesin eru við kjónavígslur, skírn og altar-
isgöngu o. s. frv. og voru viða settar nefndir til að semja ákveðnar til-
lögur í þeim efnum. Enn fremur var það talið æskilegt, að fjöigað væri
guðspjöllum eða prestum jafnvel í sjálfsvald sett, hvern texta þeir vildu
velja sér i hvert skipti. í ýmsum prófastsdæmum voru og gerðar til-