Skírnir - 01.07.1891, Side 11
Kirkjumál. 11
raunir til að umbæta og tryggja fræðslu unglinga undir fermingu betur
en verið hefir.
Þá er fregnir bárust hingað um deilu þá, er hófst meðal íslendinga í
Vesturheimi, er einn af prestum hins evangeliska, lúterska kirkjufélags,
séra Magnús Skaptason, tók að bera brigð á kenningu kirkjunnar um ei-
lífa útskúfun, þá tók einn af höfuðklerkum landsins, séra Mattías Jochums-
son, í sama strenginn í grein einni, er hann ritaði í „Norðurljósið“, og
sagði á þá leið, að einstök og efasöm trúaratriði væru eigi og ættu eigi
að vera mergurinn málsins, aðalskilyrði lúterskrar trúar, þau mættu og
ættu að falla, er þau fullnægðu eigi lengur trúarþörf manna og væru orð-
in úrelt, enda mundu eigi fyrir þá sök raska3t höfuðsannindi kristilegrar
trúar. Skömmu síðar ritaði biskup honum áminningu og skoraði á hanu
að lýsa yfir því, að hann hefði ritað grein sína með of miklum hita og í
bráðræði, og það gerði hann — og þó nokkuð á huldu; var sú yfirlýsing
prentuð i Kirkjublaðinu. Ritstjóri þess blaðs gekk síðan með viturlegum
og góðgjarnlegum röksemdum um sættir milli séra M. J. og séra Jóns
Bjarnasonar, er ritað hafði í Sameininguna um þetta mál og skorað á
kirkjustjórnina að ganga milli bols og höfuðs á séra M. J., ef hann vildi
eigi apturkalla orð sín. En kirkjustjórnin fór eigi að hans ráðum og sýndi
með þvi, að hún telur það ógerandi að hefja stríð út af efasömum trúar-
atriðum, ef hjá þvi verði komizt.
Á kirkjulegum lögum voru gerðar ýmsar smábreytingar á þessu ári
og skal hér geta hinna helztu þeirra. Árgjald — 200 kr. — af Höskulds-
staðaprestakalli skyldi niður falla (lög 18. sept.). Heimild veitt landstjórn-
inni til að kaupa Fell í Kollafirði með 2 hjáleigum, 60 hundr. að fornu
mati, fyrir 2,500 kr. til að vera prestsetur í Tröllatunguprestakalli, en
100 kr. af uppbót brauðsins skyldu þá niður falla (lög 2. okt.). Á lögum
19. sept. 1879 var gerð sú breyting, að kirkjugjald af húsum í kaupstöð-
um og verzlunarstöðum skal vera V* kr. af hverju þúsundi króna eptir
virðingarverði þeirra, ef það nemur meir en 500 kr. (lög 2. okt.). Kon-
ungsúrskurður 25. ág. 1853 um, að sóknarbændur Ásmundarstaðakirkju
skulu gjalda prestinum á Presthólum 15. rd. aukaþóknun, var úr gildi
feldur, er þar verða næst prestaskipti (lög 11. des.). Þá var með ráð-
gjafabrjefi 12. jan. landstjórninni leyft að hafa makaskipti á prestsetrinu
Felli í Sléttuhlíð og bændaeigninni Höfða í Hofssókn, er verða skyldi prest-
setur í Fellsprestakalli, ef breyting sú kæmist á. Síðan lagði landshöfð-
ingi 27. febr. samþykki sitt á, að Hofsprestakall og Miklabæjar í Óslands-