Skírnir

Volume

Skírnir - 01.07.1891, Page 11

Skírnir - 01.07.1891, Page 11
Kirkjumál. 11 raunir til að umbæta og tryggja fræðslu unglinga undir fermingu betur en verið hefir. Þá er fregnir bárust hingað um deilu þá, er hófst meðal íslendinga í Vesturheimi, er einn af prestum hins evangeliska, lúterska kirkjufélags, séra Magnús Skaptason, tók að bera brigð á kenningu kirkjunnar um ei- lífa útskúfun, þá tók einn af höfuðklerkum landsins, séra Mattías Jochums- son, í sama strenginn í grein einni, er hann ritaði í „Norðurljósið“, og sagði á þá leið, að einstök og efasöm trúaratriði væru eigi og ættu eigi að vera mergurinn málsins, aðalskilyrði lúterskrar trúar, þau mættu og ættu að falla, er þau fullnægðu eigi lengur trúarþörf manna og væru orð- in úrelt, enda mundu eigi fyrir þá sök raska3t höfuðsannindi kristilegrar trúar. Skömmu síðar ritaði biskup honum áminningu og skoraði á hanu að lýsa yfir því, að hann hefði ritað grein sína með of miklum hita og í bráðræði, og það gerði hann — og þó nokkuð á huldu; var sú yfirlýsing prentuð i Kirkjublaðinu. Ritstjóri þess blaðs gekk síðan með viturlegum og góðgjarnlegum röksemdum um sættir milli séra M. J. og séra Jóns Bjarnasonar, er ritað hafði í Sameininguna um þetta mál og skorað á kirkjustjórnina að ganga milli bols og höfuðs á séra M. J., ef hann vildi eigi apturkalla orð sín. En kirkjustjórnin fór eigi að hans ráðum og sýndi með þvi, að hún telur það ógerandi að hefja stríð út af efasömum trúar- atriðum, ef hjá þvi verði komizt. Á kirkjulegum lögum voru gerðar ýmsar smábreytingar á þessu ári og skal hér geta hinna helztu þeirra. Árgjald — 200 kr. — af Höskulds- staðaprestakalli skyldi niður falla (lög 18. sept.). Heimild veitt landstjórn- inni til að kaupa Fell í Kollafirði með 2 hjáleigum, 60 hundr. að fornu mati, fyrir 2,500 kr. til að vera prestsetur í Tröllatunguprestakalli, en 100 kr. af uppbót brauðsins skyldu þá niður falla (lög 2. okt.). Á lögum 19. sept. 1879 var gerð sú breyting, að kirkjugjald af húsum í kaupstöð- um og verzlunarstöðum skal vera V* kr. af hverju þúsundi króna eptir virðingarverði þeirra, ef það nemur meir en 500 kr. (lög 2. okt.). Kon- ungsúrskurður 25. ág. 1853 um, að sóknarbændur Ásmundarstaðakirkju skulu gjalda prestinum á Presthólum 15. rd. aukaþóknun, var úr gildi feldur, er þar verða næst prestaskipti (lög 11. des.). Þá var með ráð- gjafabrjefi 12. jan. landstjórninni leyft að hafa makaskipti á prestsetrinu Felli í Sléttuhlíð og bændaeigninni Höfða í Hofssókn, er verða skyldi prest- setur í Fellsprestakalli, ef breyting sú kæmist á. Síðan lagði landshöfð- ingi 27. febr. samþykki sitt á, að Hofsprestakall og Miklabæjar í Óslands-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.