Skírnir - 01.07.1891, Síða 12
12
Árferð.
hlíð skyldi leggja niður; hverfur Hofssókn þá til Fells prestakalls og kirk-
jan í Höfða verður rifin, en Míklabæjarsókn verður sameinuð Viðvíkur-
sókn og kirkjan á Miklabæ rifin. Landshöfðingi samþykti 21. apr., að
kirkjan að Firði í Mjóafirði verði færð að Brekku og seld þar söfnuðinum
í hendur, sömuleiðis (20. jfiní) að leggja megi niður kirkjurnar á Fagra-
nesi og Sjávarborg, ef í þeirra stað verði reist kirkja á Sauðárkróki handa
þeim sóknum báðum, og enn fremur (8. ág.) að flytja megi kirkjuna að
Fróðá til Ólafsvíkur og að hfin verði reist þar á landi því, er landsjóður á.
Árferð. Veðrátta var mjög mild tvo hina fyrstu mánuði ársins, hægir
umhleypingar víðast hvar og alauð jörð í sveitum, því að þótt briðarköst
kæmu dag og dag í bili, komu þíður og rigningar aptur jafnharðan með
stillum og blíðviðri þess í milli, enda sást votta fyrir gróðri á þorranum
sumstaðar norðan og austan lands, og í þorralok var geldfé enn eigi kom-
ið á gjöf í sumurn sveitum austan lands; en með góukomu tók veðráttan að
spillast og var þá harðindakafli um tíma og frost nokkur (15° E), en er lít-
ið var af einmánuði, tók veðráttan að hlýna og leysti snjóa fir sveitum um
land alt og mátti heita öndvegistíð fir því alt vorið, en þó var veður með
jafnaði kalt og óvenjulega þurt fram yfir fardaga; þá fóru að koma rign-
ingar öðru hvoru og hlýviðri og varð sumarið eitthver hið bezta, er menn
muna, og hagstæðasta, en haustið var milt og nokkuð rigningasamt; með
vetumóttum komu frost nokkur og snjór á jörð einkum norðan lands og
austan og með jólaföstu tók víðast hvar um land alt algerlega fyrir jörð
af áfreðum og svellalögum, þótt snjóþyngd væri eigi ýkjamikil til árs-
loka.
Á góunni rak hafís inn á ísafjörð, en hélzt þar við skamma stund, og
nokkru síðar fylti Húnaflóa og Skagafjörð af ís og alla firði alt austur til
Langaness; þá rak nokkra hvali á land hér og þar og mikinn fjölda höfr-
unga, einkum á Skagafirði um 1000 alls og i Þingeyjarsýslu nokkur
bundruð. Skömmu síðar tók ísinn aptur að leysa frá landinu og í lok
einmánaðar var hann allur horfinn og sást aldrei fir því.
Sökum vorkuldanna var gróður fremur síðkvæmur og brunnu harð-
lend tfin víða, einkum norðan lands, af of miklum þurkum, en með því að
veður breyttist til batnaðar áður grassprettu væri lokið, þá varð gras-
vöxtur mikill einkum á tfinum og harðvelli og flæðiengjum, en lakari á
mýrum og votlendi og þó hvergi minni en í meðallagi. Heyskapur byr-
jaði með seinna móti viða, í 12. og 13. viku sumars, en sökum blíðviðra