Skírnir - 01.07.1891, Qupperneq 13
Atvinnuvegir
13
og hagfeldrar tíðar um sumarið varð heyfengur manna alment mjög mikill
og nýting ágæt; þó reyndust hey um veturinn létt og 6nýt til mjólkur.
Skepnuhöld urðu víðast hvar ágæt um vorið, nema undir EyjafjöIIum
og í Flóa, þar drógust skepnur fram að eins og lá við horfelli; kendu
þeir það hrakviðrum um haustið og hleytum, en hitt mun þó sannara, að
illa var á vetur sett og hirðulauslega með fénaðinn farið. Heyfyrningar
urðu víða miklar venju fremur. Um haustið reyndist fjallfé lélegt, en
heimtur urðu góðar.
Undir árslokin urðu menn í ýmsum sveitum sunnan lands og um Borg-
arfjörð varir við öskufáll nokkurt og þótti sem helzt mundi vera eldur
uppi einhvers staðar i Vatnajökli.
Atvinnuvegir. Sökum árgæzkunnar varð landbúnaður allur mönnum
einkar hægur og arður af málnytupeningi hvervetna mikill, þar sem fé
gekk vel undan, og um haustið var eflaust fleira fé sett á vetur, en verið
heíir um mörg ár undanfarin, því að hæði voru heyhirgðir óvenjulega mikl-
ar og hin mestu vandræði að fá gott verð fyrir frálagsfé, sem hefir verið
i háu verði að undanförnu, því að sala á lifandi fé til Englands brást
stórkostlega, þar sem eigi voru flutt héðan af landi meir en 24,000 fjár;
það voru kaupfélögin, er sendu meiri hluta þess, bæði til að greiða skuld-
ir sínar og til að fá vörur í staðinn, en peningar komu nær engir inn í
Iandið fyrir fé um haustið og biðu öll viðskipti manna í milli af því hinn
mesta baga. Að húsa- og jarðabðtum var mikið starfað um vorið í sveit-
um viða og fáein ný búnaðarfélög stofnuð, þar á mcðal „Jarðræktarfélag
Beykjavíkur"; en 86 búnaðarfélögum á landinu var veittur styrkur af
landsfé samkvæmt fjárlögunum, alls 8000 kr. í byrjun ársins hét Þorl.
Jónsson, ritstj. Þjððólfs, 50 kr. fyrir beztu ritgerð, er hann fengi um varn-
ir við bráðafári í sauðfé. Ein af ritgerðum þeim, sem fram komu, eptir
uppgjafaprest Stefán Sigfússon, var talin launaverð og prentuð siðan i
Búnaðarritinu.
Fiskveiðar á opnum skipum voru mjög misjafnar. Tvo hina fyrstu
mánuði ársins var mokfiski í Qarðsjó við Faxaflóa, Höfnum og Miðnesi, er
á sjó gaf, en síðan tók algerlega fyrir fisk við Faxaflóa og varð vetrar-
vertíðin einhver hin aumasta, er menn muna, 30—70 í hlut hjá þeim, er
nokkuð fengu; vorvertið var þar allgóð. Fyrir sunnan Reykjanes brást
vetrarvertíðin eigi svo gersamlega nema undir Eyjafjöllum og í Landeyjum;
í Höfnum, Miðnesi og Selvogi var alt að 500 hæst í hlut, í Þorlákshöfn