Skírnir - 01.07.1891, Qupperneq 24
24
Heilsnfar og mannalAt.
alfarinn nm haustið 1882 og settist að í Reykjavík. Með nýári 1883 stofn-
aði hann nýtt blað, „Suðra", og var sjálfur ritstjóri þess þau 4 ár, er það
kom út; auk þess hafði hann og skrifstofustörf nokkur, lengzt hjá lands-
höfðingja, og 1889 var hann skrifstofustjóri alþingis. Eptir áskorun eig-
enda „Heimskringlu11 fór hann í júním. 1890 héðan alfarinn vestur til
Winnipeg og tókst á hendur ritstjórn blaðsins og gegndi því starfi til
dauðadags; hann var jarðsettur sunnudaginn 23. ágúst og gerðu eigendur
blaðsins veglega útför hans. Hann var gáfumaður mikill og manna bezt
máli farinn bæði í ræðn og riti, ör og viðkvæmur í lund og hjartagóður.
En hann vantaði þrek til að standa til lengdar í blaðadeilum um sama
mál, og var þó napur og meinfyndinn í orðum, ef svo horfði við; skáld-
sögur hans, sem flestar eru heimsádeilur að meira eða minna leyti og með
því bezta, sem ritað hefir verið á vora tungu í þeirri grein, munu halda
minning hans lengst á lopti.
Eggert Theódór Jónassen, amtmaður, andaðist í Reykjavík 29. sept.
Hann var fæddur í Reykjavík 9. ág. 1838. Foreldrar hans voru Þórður
Jónassen háyfirdómari (d. 1880) og kona hans Sophía Rasmusdóttir Lynge
(d. 1890). Hann útskrifaðist úr latínuskólanum 1858, nam síðan lögfræði
við háskólann og tók próf 15. jan. 1867, var settur sýslumaður í Borgar-
fjarðarsýslu 1868 og í Mýra- og Hnappadalssýslu 1869, en 1871 var hon-
um veitt Mýrasýsla og síðar á sama ári Borgarfjarðarsýsla, er þessar báð-
ar sýsltfr voru sameinaðar, en Hnappadalssýsla lögð við Snæfellsnessýslu;
meðan hann var sýslumaður, bjó hann í Hjarðarholti í Stafholtstungum
rausnarbúi. Síðan var honurn veitt bæjarfógetaembættið í Reykjavík 1878
og amtmaður yfir suður- og vesturamtinu varð hann 1886. Hann varð
konungkjörinn alþingismaður 1887 og sat á 3 þingum. Hann var mörg
ár í stjórn hins ísl. bókmentafélags og búnaðarfélags suðuramtsins, euda
var hann mjög hneigður fyrir búskap og vildi í hvívetna „efla og styðja
hvað eina, er hann hugði landi og þjóð horfa til heilla“. Hann var ann-
ar þeirra tveggja konungkjörinna þingmanna, er 1889 vildu leita samkomu-
lags við þjóðkjörna þingmenn um endnrbætur á stjórnarskránni. Sökum
Ijúfmensku sinnar og góðfýsi var hann einn meðal hinna vinsælusta valds-
manna, er hér hafa verið. Hann var tvíkvæntur; fyrri kona hans var Elin
dóttir Magnúsar sýslumanns Stephensens í Vatnsdal (d. 1878), en síðari
kona hans var Carólína dóttir Edvarðs Siemsens í Reykjavík.
Þorkell Eyjólfsson, uppgjafaprestur á Búðum, andaðist 19. des. Hann
yar fæddur í Elliðaey 6. júní 1815, foreldrar hans voru Eyjólfur prestur